Helgafell


Helgafell - 01.09.1944, Page 210

Helgafell - 01.09.1944, Page 210
368 HELGAFELL 21. bók Guðmundar Hagalíns. Kunnugt var það áður, hverjum lesandi manni, að ólatur hefur Guðmundur Hagalín verið til þess að stinga niður penna sínum. En mér fór þó svo, að ég hafði tæpast gert mér grein fyrir því, að það væri orðið svona mikið, sem eftir hann liggur. Hitt má nærri kalla ofrausn, þegar útgefandinn fer að leysa þessa tölu upp í frumgerendur sína í eftirfarandi formúlu: ,, . . . 3x7 = 21 og 3 og 7 eru heillatölur'‘. Manni verður alveg ósjálfrátt á að spyrja: Heillatölur hverjum, Hagalín, lesandanum, út- gefandanum? Og hvers mun þurfa við, til þess að verða þeirra heilla aðnjótandi, svo fremi, að dulspá þessi taki til lesandans? Kaupa allar bækur Hagalíns, eða myndi nægja að kaupa þá þriðju, sjöundu (væntanlega einnig þá fjórt- ándu) og loks þessa síðustu, Förunauta. Eða myndi mega ætla, að rausn tilverunnar væri svo yfrið meiri mannlegum skilningi, að hún ein nægi, þessi síðasta bók Hagalíns, til þess að verða töfragripurinn, sem tryggi heill hverj- um þeim, er hana handleikur? Mikið myndum við mörg verða útgefendum bóka þakklát, ef þeir gætu neitað sér um að vera með þessu líkar ,,hundakúnstir“ framan í kaupendum sín- um. Og höfundur má vera mjög lélegur, ef bók hans á að græða nokkuð til muna á svona spekimálum ,,frá eigin brjósti** útgefandans. En ágætum höfundi, eins og Guðmundi Hagalín, er sízt greiði gerður með því að leiða bók hans fram í flíkum, sem aðeins geta kallað fram meinglettið bros hjá þeim fáu útvöldu, sem af- káraskapur lífsins verður fremur að hlátursefni en umvöndunar. Sögurnar í bók þessari eru níu talsins og ein þeirra, KirkjuferS, alllöng. Og um þær er það í skemmstu máli að segja, að þær eru hver annarri skemmtilegri og sumar bráðsnjallar. Hygg ég það skrumlaust mál, að Hagalín hafi aldrei tekizt betur en í sumum þessara sagna. Hagalín nýtur í þessari bók allra sinna beztu kosta, er meinfyndinn og skemmtilegur, skarp- ur í athugun og lýsingum, fjör og hraði í frásögninni og oftast nær skilmerkilega gengið frá lausn söguefnisins. En þó þykir mér af bera í þessari bók um persónusköpun Haga- líns, og er honum orðin hún næsta þjálfuð í- þrótt. I þessari bók leiðir Hagalín ekki fram eina einustu persónu svo, að hún sé dauf eða óljós. Persónurnar eru þvert á móti ákaflega skýrt skynjaðar og leiddar fram með skörpum einkennum, svo að ýmsar þeirra verða manni harla minnisstæðar að loknum lestri. Hefur Hagalín stöðugt verið að fara fram í þessari íþrótt. Hitt er annað mál, að sumum kunni að finnast, að Guðmundur Hagalín stýrði ef til vill helzti nærri sumum fyrirmyndum sínum í sagnagerðinni, svo að kunnugir myndu geta talið sig þekkja þær úr samtíð sinni og lífi. Ég get ekki verið á sama máli um þetta, enda ætla ég, að dr. Steingrímur Þorsteinsson hafi með rannsóknum sínum á skáldskap Jóns Thor- öddsens og hinu merka riti sínu um hann, fært sönnur á það, að stórskáldum í allra fremstu röð hafi þótt sér vansalaust að grípa nokkuð nærri sér um fyrirmyndir persóna sinna. Baga- laust er það einnig, þó að vinnubrögð nokkurra höfunda beri það allskýrt með sér, hvernig skáldsmíðar verða yfirleitt til. Efniviður endur- minninga, reynslu og skynjana er þar drjúg- um meiri þáttur verksins en allur þorri manna lætur sig gruna, — að minnsta kosti í öllum þeim skáldskap, sem ber á sér lífsmark veru- leika og sannleika. Ég verð því fremur að telja þetta til kosta en lýta á skáldskap Guðmundar, og það gefur frásögn hans einatt sterkan og trúan veruleikablæ. Kemur Guðmundi þar vel í hald, hve glöggur og minnugur athugandi hann er. Ég er til dæmis ekki í vafa um, að Messan í garðinum er óður um ævistarf og per- sónu síra Sigtryggs Guðlaugssonar á Núpi. — A mælistiku ævisagnaritarans, sem hér á alls ekki við, myndi sennilega mega tæta hana sundur, og það árar þá verr með smámuna- seggi á þessu landi árið 1944 en einatt endra nær, ef einhverjum finnst það ekki ómaksins vert. En mér þykir ennþá vænna um söguna fyrir bragðið, og finnst nú, sem síra Sigtryggur hefði að nokkru leyti legið óbættur hjá garði, ef honum hefði ekki verið kveðinn slíkur óður, áður en hann var allur. En ég get ekki skilizt svo við þetta mál, að ég segi ekki Guðmundi Hagalín, að í sögunni Sanda-Gerður virðist honum hafa orðið á skemmtileg slysni. Ég hafði skammt lesið af sögunni, er ég þóttist af lýsingunni og öllu tali mannsins kenna fornvin minn einn í annarri að- alsögupersónunni, Einari Höskuldi. En svo ríkur er hann Hagalín í hug, að þegar kemur nokkuð fram í söguna, er Einar Höskuldur búinn að skipta um nafn og heitir nú Einar Hermann rakleitt í höfuðið á nafna sínum í lífinu. Ég gat ekki varizt brosi, og atvikið er reyndar ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.