Kjarninn - 10.07.2014, Page 6

Kjarninn - 10.07.2014, Page 6
05/06 leiðari hvort það ætti ekki bara að leyfa neytendum að hafa sitt val um það var svar hennar einfalt og ósjokkerandi: „Nei.“ Enda hefur Framsóknarflokkurinn fyrir löngu öðlast svart belti í hræðsluáróðri hvers háttar. Auk þessa skrifaði þingflokksformaðurinn grein í Frétta- blaðið þar sem hún kveðst lafhrædd við smitsjúkdómahættu vegna óhefts innflutnings á „hráu“ kjöti frá löndum sem allir vita að meðhöndli dýr með allt öðrum hætti en sé gert hér á landi? Er Íslendingum ómögulegt að ráðast í breytingar á stöðnuðu kerfi án þess að hér fari allt til andskotans? Er ekki hægt að liðka til án þess að slaka á gæðakröfum? Bjartsýni sem ekki reyndist innistæða fyrir Eins og við var að búast hefur iðnaðar- og nýsköpunar- ráðherra síðan dregið í land, enda fátt nýtt í því að Sjálfstæðis flokkinn skorti þor til að gera þarfar og löngu tímabærar breytingar á lögum hérlendis, neytendum til hagsbóta. En ekki sáu allir yfirvofandi skammlífi og hörmungar fyrir íslenska þjóð samfara Costco. Samtök verslunar og þjónustu fögnuðu mögulegum lagabreytingum með til- komu smásölurisans, enda hafa samtökin lengi barist fyrir nauðsynlegum breytingum á lagaumhverfi smásölunnar. Það olli hins vegar töluverðum vonbrigðum að heyra Guð- rúnu Hafsteinsdóttur, formann Samtaka iðnaðarins, stilla málinu þannig upp að það væri furðulegt ef íslensk stjórn- völd væru allt í einu reiðubúin að kollvarpa „kerfinu“ um leið og bandarísk verslanakeðja bankaði upp á. Auðvitað felast tækifæri fyrir alla á íslenskum markaði ef ráðist verður í breytingar á starfsumhverfi smásala. Málið snýst líka ekkert bara um Costco, heldur þarfar breytingar sem ráðast þarf í fyrir alla sem sinna smásölu í landinu. Því miður er Ísland gróðrarstía fákeppni, frændhygli, þjóðernisgorgeirs, hagsmunagæslu og kunningjanudds. Það er óþolandi að við völd í landinu séu annars vegar flokkur sem kennir sig við frjálshyggju, sem skortir allt þor til breytinga í átt að auknu frelsi, og hins vegar

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.