Kjarninn - 10.07.2014, Side 41

Kjarninn - 10.07.2014, Side 41
Hannes í uppáhaldi hjá fjármálaráðuneytinu Það hefur vart farið framhjá neinum að Hannes Hólm- steinn Gissurarson fær tíu milljónir króna fyrir að skrifa skýrslu um erlend áhrif á hrunið fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hannes fær viðlíka verkefni. Haustið 2007 réð Árni M. Mathíesen, síðasti fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokks á undan Bjarna Benediktssyni, Félagsvísindastofnun til að gera skýrslu um skatta og velferð. Í samningn- um var áskilið að Hannes Hólmsteinn myndi hafa umsjón með verkinu og að fyrir það ætti að greiðast tíu milljónir króna. Magnaður árangur Mint Solutions Fyrirtækið Mint Solutions náði þeim magnaða áfanga í vikunni að afla ríflega sex milljónum Bandaríkjadala, eða ríflega 700 milljónum króna. Fyrirtækið vinnur að þróun lyfjaskannans MedEye og hefur náð miklum árangri á undanförnum misserum, sem endurspeglast í þessari velheppnuðu fjármögnun á erlendum vett- vangi. Vefurinn Techcrunch.com greindi fyrstur frá málinu, en að sögn Gauta Reynissonar, forstjóra Mint Solutions, verða höfuðstöðvar félagsins færðar til Hollands á næstunni, en starfsemin hér á landi verður einnig efld til muna og starfsfólki fjölgað. Af netinu Samfélagið segir um bruna í Skeifunni kjarninn 10. júlí 2014 facebook twitter Guðni STark GuðMundSSon Ætli það komi þá ekki eitt risa hótel þarna í staðinn, nei ég segi nú bara svona.. Sunnudagurinn 6. júlí HelGa nielSen en pælið í kostnaðinum.. þetta er MILLJÓNA tjón Sunnudagurinn 6. júlí karl BraGa Þetta er allt farið! Miðja skeifunnar nánast eins og hún leggur sig. Sunnudagurinn 6. júlí Þórarinn HjálMarSSon @thorarinnh Sumir af þessum djókum sem eru að koma varðandi Skeifu brunanna eru bara ekkert Fönní #skeifan Mánudagurinn 7. júlí 2014 BerGlind feSTival @ergblind when a fire starts to burn, rite #skeifan Mánudagurinn 7. júlí 2014 Hildur HelGadóTTir @hildur_helga Bara á Íslandi ákveður fólk að halda mannamót þegar um stórbruna er að ræða.. #Skeifan &VYRMRR Sunnudagurinn 6. júlí 2014 28/28 SAmfélAgið Segir

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.