Kjarninn - 10.07.2014, Page 45

Kjarninn - 10.07.2014, Page 45
36/39 álit heild og varðar stærri hagsmuni. Afhjúpun heimildar- manns, jafnvel þótt um skúrk sé að ræða, getur haft alvarleg kælingar áhrif á heimildarmenn framtíðarinnar. Blaðamenn gætu ekki með sama öryggi lofað heimildarmanni sínum nafnleynd og þeir sem búa yfir upplýsingum sem varða almenning yrðu tregari til að miðla þeim til fjölmiðla. Fyrir vikið fengjum við ekki þær upplýsingar sem okkur ber til að lýðræðið geti fúnkerað. Heimildarverndin þarf umfram allt að vera traust og stöðug til að blaðamenn geti sinnt hlutverki sínu í lýðræðissamfélagi. Þetta er grundvallarástæða þess að Hæstiréttur tók afstöðu með heimilarverndinni í Lekamálinu, þegar það kom til kasta Hæstaréttar að taka afstöðu til þess hvort blaða- manni yrði gert skylt að upplýsa um nafn heimildarmanns síns. Hagsmunir og persónuleg velferð tiltekins heimildar- manns eru í raun aukaatriði, enda snýst heimildarverndin, þegar upp er staðið, fyrst og fremst um lýðræðislegan rétt almennings til upplýsinga. vernd heimildarmanna blaðamanna í fimmtán liðum Til að átta sig á í hverju heimildarverndin felst og hvernig hún fúnkerar þarf að líta til settra lagaákvæða, lögskýringa- gagna og dómafordæma, bæði Hæstaréttar og Mannréttinda- dómstóls Evrópu. Í stað þess að setja hér langa samansúrraða lögfræðitölu hef ég sett saman lista um meginþætti verndar- innar í fimmtán liðum. 1. Ákvæði um vernd heimildarmanna „á rót sína að rekja til ákvæða stjórnarskrár og mannréttindasáttmála um tjáningarfrelsi og byggist á þeim sjónarmiðum, að það sé almennt æskilegt og í samræmi við lýð- ræðishefðir, að almenningur fái að fylgjast með því, sem er að gerast í þjóðfélaginu“ (Hrd, 419/1995 Agnes Bragadóttir). 2. Blaðamönnum og öðrum starfsmönnum fjölmiðla er beinlínis óheimilt að gefa upp nafn heimildarmanns, án hans leyfis (25. gr. fjölmiðlalaga). 3. Brot gegn banni skv. 2. lið er refsivert og varðar sektum

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.