Morgunblaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.08.2012, Blaðsíða 3
Í EYJUM Júlíus G. Ingason sport@mbl.is Segja má að Þór/KA sé komið með níu fingur á Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa náð stigi gegn ÍBV í Eyj- um í gærkvöldi. Þetta stig gerir það að verkum að Þór/KA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með því að vinna næsta leik sinn í deildinni, gegn Selfossi á Akureyri eftir tæpa viku. Það voru þó engir meistarataktar hjá Akureyringum á Hásteinsvelli í gærkvöldi því það voru heimastúlkur sem voru mun sterkari í leiknum, sér- staklega framan af og í raun ótrúlegt að þeim hafi ekki tekist að skora fleiri en eitt mark í fyrri hálfleik. Eyja- stúlkur fóru afar illa með færin en Shaneka Gordon fékk líklega besta færi leiksins strax á 15. mínútu þegar hún skaut framhjá ein gegn Chantel Jones, markverði Þórs/KA sem átti góðan leik. Kristínu Ernu Sig- urlásdóttur urðu hins vegar ekki á nein mistök á 35. mínútu þegar hún lék á einn varnarmann Þórs/KA og lagði boltann svo snyrtilega í hægra hornið. Allt stefndi í að ÍBV yrði yfir í hálfleik en í blálokin urðu heimastúlk- um á skelfileg mistök í vörninni, sem Katrín Ásbjörnsdóttir nýtti og jafnaði metin. Síðari hálfleikur var jafnari en Eyjastúlkur virkuðu hættulegri í sín- um sóknaraðgerðum. Á 78. mínútu gerðist umdeilt atvik þegar Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, felldi Vesna Smiljkovic, sem var að sleppa í gegn. Leikmenn ÍBV heimt- uðu rautt spjald og virtust hafa fullan rétt á því en Þórður Már Gylfason, dómari leiksins, sýndi Örnu þó aðeins gula spjaldið. Þá átti Shaneka Gordon skot í innanverða stöngina og Katrín skall- aði yfir úr ágætu færi hinum megin á vellinum. En fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 1-1. Sleppti rauðu spjaldi „Dómari leiksins, sem átti ekki góð- an dag, sleppti klárlega rauðu spjaldi. Það hefði verið betra ef hann hefði ekki dæmt neitt, í staðinn fyrir að gefa þarna gult,“ sagði Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn um atvikið þegar Smiljkovic var felld þegar hún var að sleppa í gegn. Hann bætti því við að einum fleiri hefði ÍBV klárað leikinn. „Við sköpuðum okkur urmul færa, skutum þrisvar í stöngina og hræðilegt að fá ekki þrjú stig. En ég held að þessi leikur og leikur þess- ara liða á Akureyri hafi verið tveir skemmtilegustu leikirnir í sumar.“ Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálf- ari Þórs/KA, var ekki á sama máli og kollegi hans hjá ÍBV um atvikið um- deilda. „Fyrst hann dæmir, þá þurfti hann að spjalda Örnu. Hún náði bolt- anum og tæklingin var nálægt því að vera lögleg. Svo var bakvörðurinn okkar kominn upp að þeim, þannig að rautt spjald hefði verið mjög harður dómur.“ Er stig gott veganesti fyrir ykkur frá Eyjum? „Við viljum auðvitað alltaf vinna en að tapa ekki hér í dag fyrir ÍBV-liðinu í Eyjum er mjög gott. Stigið gerir það að verkum að nú þurfum við bara að vinna einn leik og þá er titillinn okkar. Við vorum líka að stimpla ÍBV út úr titilbaráttunni, nú er það bara Stjarnan sem getur náð okkur. En það eru tveir leikir eftir og við stefnum á að vinna þá báða og láta það duga að tapa einum leik í sumar í deildinni. En umfram allt þurfum við að vinna leik,“ sagði Jóhann að lokum. Meistaraefnin í Þór/KA náðu stigi í Eyjum Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson Stöngin Shaneka Gordon, leikmaður ÍBV, slapp í gegnum vörn Þórs/KA á síðustu mínútum leiksins en skaut í stöngina.  Þór/KA getur tryggt sér titilinn með sigri á heimavelli í næstu umferð ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2012 Kristinn Jak-obsson mun dæma síðari leik franska liðs- ins Marseille og FK Shariff frá Moldavíu í Evr- ópudeild UEFA í knattspyrnu í kvöld. Þetta er leikur í umspili um sæti í riðla- keppninni og fer hann fram á heimavelli Marseille, sem vann fyrri leikinn, 2:1. Kristni til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guð- mundsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson og fjórði dómari verður Magnús Þórisson.    Jóhann Berg Guðmundsson ogfélagar hans í hollenska knatt- spyrnuliðinu AZ Alkmaar fengu liðsstyrk í gær þegar norski lands- liðsmaðurinn Markus Henriksson gekk til liðs við félagið frá Rosen- borg. Henriksson er 20 ára gamall miðjumaður sem er í norska lands- liðshópnum sem mætir Íslendingum á Laugardalsvellinum þann 7. sept- ember.    Sergei Ovchinnikov, yfirþjálfarirússneska kvennalandsliðsins í blaki, lést í gær, aðeins 43 ára gam- all. Lát þjálfarans bar brátt að en hann var einnig þjálfari rússneska liðsins Dynamo Moskva. Hann lést í æfingabúðum liðsins í Króatíu. Ovchinnikov tók við þjálfun lands- liðsins í október 2011 og undir hans stjórn komst liðið í átta liða úrslit á Ólympíuleikunum í London þar sem það tapaði fyrir Brasilíu.    Lucas Leiva, miðjumaður Liver-pool, verður frá keppni næstu tvo til þrjá mánuði vegna meiðsla í læri en hann fór af velli meiddur eftir nokkrar mínútur gegn Man- chester City á sunnudaginn. Brend- an Rodgers, knattspyrnustjóri Liv- erpool, staðfesti í gær að Brasilíumaðurinn yrði frá vegna meiðslanna í nokkurn tíma. Þetta er mikið áfall fyrir Lucas sem missti af stórum hluta síðasta tímabils eftir að hafa slitið krossband í leik gegn Chelsea á síðasta ári.    Þýska meist-araliðið Kiel átti ekki í vand- ræðum með að leggja lið Mudh- ar frá Sádi- Arabíu á heims- meistaramóti fé- lagsliða í handknattleik sem fram fer í Katar. Kiel vann í gær stórsigur, 42:31, og liðið vann þar með alla þrjá leiki sína í riðl- inum og leikur í undanúrslitunum á morgun. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 8 mörk fyrir Kiel en hann lék einungis í seinni hálfleik. Aron Pálmarsson spilaði hins vegar mestallan tímann og skoraði 2 mörk. Fólk folk@mbl.is Það verður seint sagt að þýska stórveldið FC Bayern hafi húmor fyrir því að vinna ekki Þýskalandsmeist- aratitilinn. Félagið hefur nú þurft að horfa á eftir skild- inum margfræga til Dortmund undanfarin tvö tímabil og virðist eins og alltaf staðráðið í að endurheimta hann. Það sannaðist með kaupum félagsins á spænska mið- verðinum Javi Martínez frá Athletic Bilbao í gær en Bayern borgar fyrir hann 40 milljónir punda. Þar með er Martínez dýrasti leikmaður í sögu þýsku knattspyrn- unnar. Undanfarin sex tímabil hefur Bayern „aðeins“ unnið þýsku deildina tvisvar sinnum sem þykir ekki nægilega gott á þeim bæn- um. Bayern hefur á þessum tíma eytt 250 milljónum evra eða 38 millj- örðum króna í að endurheimta titilinn í hvert skipti sem það hefur ekki unnið. Lítum aðeins yfir síðustu sex ár. Sumarið 2007 fagnaði Stuttgart Þýska- landsmeistaratitlinum. FC Bayern svaraði með því að eyða 78 milljónum evra í nýja leikmenn eða sem svarar 12 milljörðum króna. Þetta sumar keypti liðið menn á borð við Franck Ribery, Miroslav Klose og Luca Toni. Liðstyrkurinn nægði til að endurheimta titilinn og urðu Bæjarar þá mun rólegri á félagaskiptamarkaðnum sumarið 2008. Félagið eyddi ekki krónu heldur fékk nokkra menn á frjálsri sölu. Í maí árið eftir horfði Bay- ern á eftir titlinum til Wolfsburg. Þá misstu Bæjarar sig aftur og eyddu 67,5, milljónum evra, 10,3 millj- örðum króna, í leikmenn á borð við Arjen Robben, Mario Gomez og Anat- oliy Timoshchuk. Titillinn kom aftur til Bæjaralands og nægði þá liðinu að kaupa Luiz Gustavo á 15 milljónir evra sumarið 2010. Nú hefur Dortmund unnið tvö síðustu tímabil þrátt fyrir mikla eyðslu Bayern. Bayern eyddi 39,5 milljónum evra síðasta sumar og er búið að eyða 65,5 milljónum í ár með tilkomu Javí Martínez. Allt til að end- urheimta titilinn sem Bæjurum finnst þeir eiga. tomas@mbl.is 38 milljörðum eytt í að endurheimta titilinn undanfarin 6 ár Javi Martínez með það sem okkur vantaði eins og reynslu álmi en Páll Axel lék hálft tímabil með tán árum. Miðherjinn sterki Darrel Flake á félaginu og mun spila með Þór í Þorláks- nánast fast sæti í efstu deild um árabil og tíunda áratugnum. Einn lykilmanna liðsins gilsson, er enn að og hann ætlar að spila í ára gamall og var byrjaður í meistaraflokki m. „Sigmar ætlar að taka slaginn og það er agði Pálmi Þór ennfremur en hann kom lið- í vor eftir rimmu við nágrannana á Akra- ng myndaðist í kringum leikina og má búast i góðan stuðning þegar Dominos-deildin fer r mæta hinum nýliðunum í KFÍ í fyrsta dinni Hásteinsvöllur, Pepsi-deild kvenna, 16. umferð, miðvikudaginn 29. ágúst 2012. Skilyrði: Hæg gola, heiðskírt en nokkuð kalt. Völlurinn fínn. Skot: ÍBV 18 (8) – Þór/KA 13 (5). Horn: ÍBV 5 – Þór/KA 1. Lið ÍBV: (4-3-3) Mark: Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir. Vörn: Elísa Viðars- dóttir, Julie Nelson, Elínborg Ingv- arsdóttir, Sóley Guðmundsdóttir. Miðja: Sigríður Lára Garðarsdóttir, Danka Podovac, Anna Þórunn Guð- mundsdóttir. Sókn: Shaneka Gordon, Kristín Erna Sigurlásdóttir, Vesna Smiljkovic. Lið Þórs/KA: (4-3-3) Mark: Chantel Jones. Vörn: Lára Einarsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Aldís Marta Sigurð- ardóttir, Gígja Harðardóttir. Miðja: Karen Nóadóttir (Þórhildur Ólafs- dóttir 28.), Kayle Grimsley, Rebecca Johnson (Lillý Ruth Hlynsdóttir 73.). Sókn: Tahnai Annis, Katrín Ásbjörns- dóttir, Sandra María Jessen. Dómari: Þórður M. Gylfason – Slak- ur. Áhorfendur: 110. ÍBV – Þór/KA 1:1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.