Morgunblaðið - 30.08.2012, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 30.08.2012, Qupperneq 4
síðan 2009. Hann var með samning til ársins 2013 en samdi í síðustu viku til langs tíma. „Þetta samstarf hefur gengið vel og einnig hefur gengið vel inni á vellinum og það hjálpar nú til. Menn horfa til þess að það verða breytingar innan fé- lagsins næsta sumar þegar æf- ingaaðstaðan verður flutt til. Lögð verður meiri áhersla á unglinga- starfið og það verður gaman að fá að taka þátt í því,“ sagði Dagur þeg- ar Morgunblaðið forvitnaðist um stöðu mála hjá honum. Þessar áherslubreytingar hjá félaginu fela þó ekki í sér útvíkkun á starfi Dags. „Nei í sjálfu sér ekki. Ég verð bara áfram með meistaraflokkinn. Við munum samt sem áður setja allt undir sama hatt og þar á ég við meistaraflokkinn, yngriflokkastarfið og skólaakademíu. Þetta verður staðsett þar sem ólympíusvæðið í Berlín er og aðstaðan verður frá- bær. Þangað förum við næsta sum- ar,“ útskýrði Dagur. Erfitt að sjá á eftir Alexander Dagur tekur það fram að þótt hann sé búinn að semja við Berl- ínarliðið fimm ár fram í tímann, þá er hann engu að síður undir sömu sök seldur og aðrir þjálfarar í bolta- greinunum þar sem starfsöryggið er lítið. „Þetta er svo sem ekki meiri langtímasamningur en það að þeir geta alltaf sagt manni upp eftir tvo tapleiki eins og gengur og gerist. Það er kannski meira verið að semja um það hver borgar brúsann ef maður hættir eða verður rekinn,“ sagði Dagur og liðið hefur byrjað deildakeppnina á tveimur sig- urleikjum að þessu sinni. „Við vitum að það verður erfitt að fylgja eftir tveimur góðum tímabilum. Það urðu breytingar á liðinu og við misstum Alexander Petersson sem á eftir að vera erfitt fyrir okkur. Við sjáum hvað setur,“ sagði Dagur enn- fremur. Skýr stefnumótun Að sögn Dags hefur félagið mark- að sér skýra stefnu og eru vonir bundnar við að ala upp leikmenn í háum gæðaflokki. „Við erum að búa til yngriflokkastarf og urðum þýskir meistarar í 2. flokki síðustu tvö árin. Stefnan er að halda áfram að byggja upp og gefa þeim strákum tækifæri. Um leið munum við draga okkur út úr kapphlaupinu um stærstu bitana enda eigum við litla möguleika þar,“ sagði Dagur og hann sagði Berl- ínarliðið til að mynda ekki hafa átt möguleika á að næla í þá leikmenn sem komu á markaðinn vegna gjald- þrots AG Kaupmannahafnar. „Við vitum að við eigum ekki möguleika gegn stóru félögum og höfum ekki verið í keppni um allra stærstu bitana. Við létum vita af okkur en eigum bara ekki mögu- leika þar sem önnur lið bjóða betur. Það er allt í góðu og við nálgumst málin á okkar línu. Við höfum oft tekið leikmenn sem er annaðhvort verið að henda í burtu annars staðar eða eru að klára sinn feril. Við höf- um þá reynt að mjólka út úr þeim síðustu dropana.“ Landsliðið í topphöndum Starf landsliðsþjálfara Íslands losnaði að Ólympíuleikunum loknum þegar samningur Guðmundar Guð- mundssonar rann út. Gengið var frá ráðningu Arons Kristjánssonar á dögunum en þeir Dagur léku saman í landsliðum Íslands á árum áður. Morgunblaðið spurði Dag hvort HSÍ hefði sett sig í samband við hann vegna starfsins. „Nei þeir gerðu það nú ekki. Ég held að þeir hafi fengið mjög góðan mann. Ég held að þetta sé í topp- höndum hjá Aroni og ég tala nú ekki um ef Óskar Bjarni nær að vera með þeim áfram,“ sagði Dagur Sigurðsson ennfremur við Morg- unblaðið. HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Handknattleiksþjálfarinn Dagur Sigurðsson gerði á dögunum nýjan samning við þýska félagið Füchse Berlín til ársins 2017. Dagur hefur þjálfað liðið með frábærum árangri Morgunblaðið/Kristinn Árangur Dagur Sigurðsson hefur náð frábærum árangri með þýska liðið Füchse Berlin sem hann kom meðal annars í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Ekki tjaldað til einnar nætur hjá Füchse Berlín Dagur Sigurðsson » Er samningsbundinn Füchse Berlín í Þýskalandi til ársins 2017 en hann hefur stýrt liðinu frá árinu 2009 og árangurinn verið framar vonum. » Félagið hefur ekki bolmagn til að keppa um stærstu nöfnin á leikmannamarkaðnum. Farin verður sú leið að byggja upp leikmenn hjá félaginu.  Dagur samningsbundinn til 2017  Meiri áhersla lögð á unglingastarfið 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2012 Arpad Sterbiksem hefur verið einn besti handboltamark- vörður heims undanfarin ár hefur ákveðið að ganga til liðs við Barcelona en hann hefur verið á mála hjá Ciudad Real, sem nú heit- ir Atletico Madrid, frá árinu 2004. Sterbik er 32 ára gamall Serbi sem hefur öðlast spænskt ríkisfang og spilar nú með spænska landsliðinu. Hann hefur einu sinni verið valinn besti handboltamaður heims af Al- þjóðahandknattleikssambandinu en það var árið 2005.    Þróttur frá Neskaupstað hefurákveðið að senda karlalið til keppni á Íslandsmótinu í blaki og eru liðin þar með orðin sex sem taka þátt í mótinu í karlaflokki. Nokkuð er liðið frá því að Þróttur sendi lið til keppni í efstu deild en uppgangurinn er mikill fyrir austan í blakíþrótt- inni.    Júlían JóhannKarl Jó- hannsson úr Ár- manni er nú staddur í Pól- landi, ásamt þjálfara sínum, en þar mun hann keppa á heims- meistaramóti unglinga í kraftlyft- ingum sem nú stendur yfir. Júlían keppir í +120 kg flokki og er þetta fyrsta ár Júlíans í eldri unglinga- flokki (19-23 ára). Júlían keppti fyrr á þessu ári á EM unglinga þar sem hann vann til gullverðlauna fyrir réttstöðulyftu og mun hann vafa- laust gera atlögu að heimsmeist- aratitli unglinga í réttstöðu. Hann á einnig möguleika á verðlaunum í öðrum greinum sem og fyrir sam- anlagðan árangur. Júlían keppir á sunnudaginn kl. 11.    Belgíski miðjumaðurinn MoussaDembélé gekk í gær til liðs við Tottenham frá Fulham en Spurs borgar fyrir hann 15 milljónir punda. Fólk sport@mbl.is Þann 7.september gefur Morgunblaðið út sérblað tileinkað börnum og uppeldi. Víða verður komið við í uppeldi barna bæði í tómstundum þroska og öllu því sem viðkemur börnum. SÉRBLAÐ MEÐAL EFNIS: Öryggi barna innan og utan heimilis. Barnavagnar og kerrur. Bækur fyrir börnin. Þroskaleikföng. Ungbarnasund. Verðandi foreldrar. Fatnaður á börn. Gleraugu fyrir börn. Þroski barna. Góð ráð við uppeldi. Námskeið fyrir börnin. Tómstundir fyrir börnin. Barnamatur. Barnaljósmyndir.. Ásamt fullt af spennandi efni um börn. • • • • • • • • • • • • • • • Pöntunartími auglýsinga: er fyrir klukkan 16 mánudaginn 3. september NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 5691105 kata@mbl.is – Meira fyrir lesendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.