Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.09.2012, Síða 28
Soðin ýsa er sjaldnar á borðum landsmanna en áður en var þó valinn annar þjóðlegasti rétturinn. Morgunblaðið/Valdís Thor Mörgum sinnum í viku var soðin ýsa á boðstólum en soðning er þó greinilega enn ofarlega í huga fólks sem réttur þegnanna. Þá að sjálfsögðu soðnar kartöflur, smjör og jafnvel rúgbrauð. Í könnun á mataræði Íslendinga sem gerð var á árunum 2010 til 2011 kom að fram að yngra fólk, á aldrinum 18-30 ára, borðar helmingi minna af fiski en þeir eldri, 61-80 ára. Könnun var gefin út hjá Landlæknisembættinu, Matvælastofnun og Rannsókn- arstofu í næringarfræði. Aðeins helmingur þátttakenda í þeirri könnun borðaði ráðlagðan vikuskammt af fiskmeti, sem er um tvær fisk- máltíðir í viku. „Soðin ýsa er beintengd æskuminningum, þá reyndar oft- ast poppuð upp með tómatsósu, og er hún oft á mínum borðum.“ Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. „Soðin ýsa með kartöflum er mjög þjóðlegt.“ Valgerður Guðnadóttir söngkona. „Soðin ýsa með kartöflum og rúg- brauð með miklu íslensku smjöri.“ Anna Gunndís Guðmundsdóttir leikkona. „Þær máltíðir sem eru þjóðarréttir í þeim skilningi að hafa verið áberandi á borðum landsmanna eru soðin ýsa með bræddu sméri og soðnum kartöflum hversdags og svo sunnudagslærið/hryggur um helgar.“ Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður. Klassísk soðning 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. 09. 2012 Matur og drykkir M atarvenjur Íslendinga hafa breyst talsvert síðustu árin og ýmislegt sem var áður á boðstólum daglega aðeins örsjaldan á borðum. Það er því forvitnilegt að skoða hvort enn sé til einhver réttur sem hefur haldið velli sem þjóðarréttur í hugum landsmanna. Álitsgjafar eru af öllum gerðum, konur og karlar úr öllum hornum samfélagsins en hópurinn skilaði svör- um sem sýndu merkilega samhljóða niðurstöðu. Að nokkurra mati voru skyndibit- ar til allrar hamingu ekki búnir að skáka matargerð heimavið. ÁLITSGJAFAR ÚR ÖLLUM ÁTTUM SUNNUDAGBLAÐ MORGUNBLAÐSINS FÉKK UM FIMMTÍU ÁLITS- GJAFA TIL AÐ NEFNA TIL SÖGUNNAR ÞÁ MATARRÉTTI SEM ERU „ÞJÓÐARRÉTTIR“ Í ÞEIRRA HUGA EN YFIRGNÆFANDI MEIRIHLUTI ÞEIRRA VAR SAMMÁLA UM HVER RÉTTURINN GÆTI VERIÐ. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Lambalærið var oftast nefnt til sögunnar og þá sem hin helga fjölskyldumáltíð sunnudags. Með rauðkáli, grænum baunum, brúnni sósu og sultu og þótt eitthvað sé minna um að það sé borið fram í hádeginu áttu flestir hlýjar minn- ingar um lambalærishádegi. „Flestir Íslend- ingar sem komnir eru yfir miðjan aldur eiga þá minningu af sunnudagsmorgnum að lambakjötið ilmaði í ofninum og messan ómaði á Gufunni,“ sagði séra Örn Bárður Jónsson. Þetta sögðu álitsgjafar meðal annars: „Minnir á þá góðu gömlu daga áður en Ísland fór til fjand- ans.“ Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi. „Auðvitað þjóðarrétturinn. Royal-búðingur á eftir.“ Katrín Jakobsdóttir mennta- og menntamálaráðherra. „Borið fram á sunnudegi, jafnvel í hádeginu, til skiptis læri og hryggur. Jafnmikill þjóðarréttur er svo að borða afgangana upphitaða í sósunni daginn eftir.“ Örn Úlfar Sævarsson, texta- og hugmyndasmiður. „Þjóðarréttur okkar Íslendinga.“ Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn. „Íslenska lambið í eins mörgum útgáfum og hægt er að mat- reiða það hlýtur að teljast samnefnari um þjóðarrétti þegar Íslendingar vilja gera sér glaðan dag.“ Margrét Hrafnsdóttir kvikmyndaframleiðandi. Lambalærishádegi Þjóðarréttir Íslendinga

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.