Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.10.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2012 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Frá árinu 2000 til 2012 bárust Hæstarétti 30 beiðnir um endurupp- töku opinberra mála sem voru dæmd í réttinum. Aðeins tvær af þessum beiðnum voru samþykktar. Þetta kemur fram í svari innanrík- isráðherra við fyrirspurn Álfheiðar Ingadóttur alþingismanns um end- urupptöku mála fyrir Hæstarétti. Önnur endurupptakan var sam- þykkt núna í ár en það er mál ákæruvaldsins gegn Sigurþóri Arn- arsyni. Um er að ræða svokallað Ve- gas-mál frá árinu 1997. Sigurþór var dæmdur fyrir Hæstarétti ásamt öðr- um manni fyrir líkamsárás á skemmtistaðnum Vegas sem varð til þess að sá sem fyrir árásinni varð lést. Sigurþór var sýknaður í Hér- aðsdómi en sakfelldur í Hæstarétti. Hann kærði dóminn til Mannrétt- indadómstóls Evrópu sem úrskurð- aði 2003 að Hæstiréttur hefði brotið gegn ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð en Hæstiréttur byggði dóm sinn að miklu leyti á vitnisburði vitna fyrir héraðsdómi í stað þess að kalla vitn- in fyrir rétt að nýju. Flutt aftur í nóvember Mál Sigurþórs er komið aftur á dagskrá Hæstaréttar og verður flutt 28. nóvember næstkomandi. Að sögn Bjarna Haukssonar, lögmanns Sigurþórs, er meira en ár síðan end- urupptökubeiðnin fór inn en hún var samþykkt í ár. „Mannréttindadóm- stóllinn telur að það hafi verið brotn- ar formreglur og það er ástæðan fyrir því að Hæstiréttur fellst núna á endurupptöku. Hann samþykkir það að það hafi verið brotnar formreglur með dómnum 1998,“ segir Bjarni. „Þegar þeir samþykkja endurupp- töku ógildist gamli hæstaréttardóm- urinn en héraðsdómurinn stendur. Þetta er í rauninni eins og að honum hafi verið áfrýjað. Hann verður nú endurskoðaður í annað skiptið óháð gamla hæstaréttardómnum.“ Bjarni segir málið vera á dagskrá nú eins og hvert annað áfrýjunar- mál. Fimm hæstaréttardómarar tóku ákvörðun um endurupptöku máls Sigurþórs en þeir voru þrír um ákvörðunina í öllum hinum 29 endur- upptökubeiðnunum. Beiðnir um endurupptöku máls eru ekki alltaf afgreiddar á sama ári og þær berast réttinum, segir í svari innanríkisráðherra. Frá 1. janúar 2012 og til 1. júlí 2012 voru tvær beiðnir afgreiddar og höfðu þá 141 og 257 dagar liðið frá því þær bár- ust. Mál Sigurþórs var annað þeirra. Hin endurupptakan í opinberu máli var árið 2007 þegar Hæstirétt- ur varð við þeirri beiðni að taka aft- ur upp mál ákæruvaldsins gegn Eggerti Haukdal, fyrrverandi al- þingismanni. Þegar beiðnin var af- greidd höfðu 634 dagar liðið frá því hún barst. Eggert hafði verið sak- felldur fyrir fjárdrátt árið 2001. Hæstiréttur féllst á að taka málið upp á ný og árið 2008 er Eggert sýknaður af fyrri ákæru. Dómar eiga að vera endanlegir Í svari við fyrirspurn Álfheiðar kemur fram að árið 2011 og fram til 1. júlí 2012 hafi sjö beiðnir um end- urupptöku einkamála verið lagðar inn. Ein þeirra var samþykkt í fyrra. Að sögn Þorsteins A. Jónssonar, skrifstofustjóra Hæstaréttar, kom upp í því máli að einn dómari sem hafði dæmt í því reyndist vanhæfur eftirá. Viðkomandi einstaklingur bað um endurupptöku og orðið var við því. Þorsteinn segir það ekki al- gengt að mál séu tekin upp aft- ur enda eigi dómar að vera endanlegir og það þurfi mikið til að mál séu endurupptekin. Hann segir að á hverju ári komi alltaf nokkrar beiðnir um endurupptöku mála, þeim hafi ekki fjölgað undanfarin ár. Sam- kvæmt svari innanríkis- ráðherra eru þær frá 0 upp í 5 á ári tímabilið 2000 til 2012. Endurupptaka mála sjaldgæf  Vegas-málið annað tveggja sem tekin hafa verið upp aftur SVIÐSLJÓS Skúli Hansen skulih@mbl.is Lífeyrissjóðurinn Festa hefur óskað eftir því að FME taki til rannsóknar hvort einhverjir fjárfestar höfðu meiri upplýsingar en aðrir í aðdrag- anda hlutafjárútboðs Eimskips sem fram fór síðastliðinn fimmtudag. Þetta staðfesta bæði Ólafur Sævar Magnússon, stjórnarformaður Festa, og Gylfi Jónasson, framkvæmdastjóri sjóðsins. „Við höfum ákveðið að óska þess að FME kanni framkvæmd útboðsins í ljósi þess að okkur hafa borist spurnir af því að það hafi verið hringt í ein- staka fjárfesta í aðdraganda útboðs- ins,“ segir Gylfi en hann bætir við að hann geti ímyndað sér að ákveðin skelfing hafi gripið um sig í ljósi þess að tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins, auk nokkurra minni lífeyr- issjóða, höfðu tilkynnt það opinber- lega að þeir myndu ekki taka þátt í út- boðinu. Þá hafi verið byrjað að hringja út í einstaka fjárfesta og þeim bent á að senda inn tilboð með fyr- irvara. Ekki allir við sama borð? „Nú er komið í ljós að Lífeyrissjóð- ur verzlunarmanna varð þess áskynja um hádegisbilið, tveimur klukku- stundum fyrir lok tilboðsfrestsins, að búið var að taka ákvörðun um að fella þessa [kaupréttar]samninga niður. Það segir manni að þessi ákvörðun hafi verið í farvatninu allavega um morguninn og ef þetta er tilfellið þá er það okkar mat að tilboðsgjafar hafi ekki setið við sama borð og jafnvel ekki búið yfir sömu upplýsingum,“ segir Gylfi og bætir við að jafnvel þó svo að þessum fjárfestum hafi ekki verið tjáð að búið væri að taka ákvörðun um að fella niður kauprétt- arsamningana þá væru samt sem áð- ur ákveðin skilaboð fólgin í þeim ábendingum að þeir gætu vissulega sent inn tilboð með fyrirvara. Þá bendir Gylfi á að þessar upplýs- ingar skipti sköpum fyrir marga líf- eyrissjóði, enda hafi þetta verið meg- inástæða þess að þeir féllu frá þátttöku í útboðinu. „Mér býður í grun að það hljóti að hafa verið hringt í einhverja, því það var veruleg um- framáskrift þrátt fyrir þetta brottfall og hefur þá væntanlega bjargað and- liti umsjónaraðila útboðsins en þetta er svona meginprinsippið að okkur finnst þetta vera hálf nöturleg byrjun á endurreisninni,“ segir Gylfi og bæt- ir við að eðlilegast hefði verið að til- kynna út á markaðinn um niðurfell- ingu kaupréttarins ef það var mat manna að þeir myndu sitja í tilboðs- gjöfum. Þá segist Gylfi vita til þess að aðrir lífeyrissjóðir séu að skoða þetta mál með tilliti til þess að senda inn sam- bærilega beiðni til FME. Ákvörðun tekin um sexleytið „Ég var sjálfur staddur þarna fyrir utan fundinn sem var haldinn þar sem þeir [lykilstjórnendur Eimskips] voru að funda um þessi mál og það var rétt um sexleytið sem þeir komust að þessari niðurstöðu, að falla frá þess- um kaupréttum, þannig að það var enginn sem fékk að vita það fyrr enda voru þetta sex aðilar sem allir þurftu að komast að þessari niðurstöðu,“ segir Ólafur William Hand, upplýs- ingafulltrúi Eimskips, spurður út í mögulegan leka á upplýsingum þess efnis að lykilstjórnendur félagsins hygðust falla frá kaupréttum sínum. Aðspurður sagðist Ólafur ekki vita til þess að lykilstjórnendur Eimskips fengju eitthvað í staðinn fyrir kaup- réttina sem þeir féllu frá. Vilja að FME taki útboð Eimskips til rannsóknar  „Nöturleg byrjun á endurreisninni“ Morgunblaðið/RAX Eimskip Hlutafjárútboð Eimskips var í gær kært af Festu til FME. Hlutafjárútboð Eimskips » Festa lífeyrissjóður óskaði í gær eftir því að útboð Eim- skips yrði tekið til rannsóknar. » Framkvæmdastjóri Festu segist vita til þess að aðrir líf- eyrissjóðir séu að skoða að gera slíkt hið sama. » Deilt er um hvenær ákveðið var að falla frá kaupréttum. „Skaftárjökull hefur veitt kvísl sitt á hvað í Hverfisfljót eða Skaftá, eftir því hvernig hann stendur af sér. Ný- lega fór kvísl, sem venjulega hefur runnið í Skaftá, að renna í Hverf- isfljót,“ segir Oddur Sigurðsson, sér- fræðingur á sviði jöklarannsókna hjá Veðurstofu Íslands, og bætir við: „Hinsvegar hringdi í mig maður úr Fljótshverfi og sagði mér að það væri óskaplega lítið vatn, og tært, í Skaftá núna miðað við venjulega en hins vegar væri það eðlilegt í Hverf- isfljóti.“ Búist við hlaupi úr eystri katlinum Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af stöðu Skaftár segir Oddur svo ekki vera. Hann bendir þó á að honum þyki nauðsynlegt að fylgst sé með þessum vatnsföllum og hvernig þau skiptast. Að sögn Odds er búist við hlaupi úr svokölluðum eystri Skaftárkatli enda séu rúmlega tvö ár síðan síðast hljóp úr honum en lengsta hlé sem áður sé þekkt hafi verið um þrjú ár. „Núna er yfirvofandi hlaup í Skaftá sem gæti þá hugsanlega farið í Hverfisfljót að einhverju leyti, og kannski miklu leyti, það er ómögu- legt að segja til um fyrir fram, og það gæti valdið ýmsum breytingum sem eru til óþæginda,“ segir Oddur. „Það verður yfirleitt nokkuð stórt hlaup og það skiptir mjög miklu máli hvort það fer sinn venjulega veg nið- ur í Skaftá eða hvort það fer að ein- hverju, eða miklu leyti, í Hverf- isfljót. Því að aurinn sem þessi hlaup bera með sér hefur heilmikil áhrif, hvort sem hann lendir í Skaftá niður hjá Kirkjubæjarklaustri eða annars staðar, þá getur hann haft talsverð áhrif á það hvernig áin leggst þar upp að byggðinni og sömuleiðis í Hverfisfljóti.“ Oddur segir að þetta valdi vand- ræðum nú þegar og þau vandræði myndu aukast verulega ef hlaupið færi þeim megin í ána. Skaftárhlaup yfirvofandi Ljósmynd/Veðurstofan Skaftá Vatnamælingamaður að störfum við Skaftána.  Rúm tvö ár síðan hljóp síðast Álfheiður Ingadóttir, þin ður VG, segir að fyrirspurnin um fjölda endurupptökumála fyrir Hæsta- rétti hafi verið til að undirbyggja enn frekar frumvarp sitt um end- urupptöku mála. Það frumvarp er nú komið til allsherjar- og menntamálnefndar og fjallar um breytt fyrirkomulag á afgreiðslu beiðna um endurupptöku dæmdra mála, þannig að óháð stjórnsýslunefnd taki ákvörðun um endurupptöku en ekki dóm- arar Hæstaréttar. Í frumvarpinu er ekki hróflað við lagaskilyrðum um endurupptöku heldur aðeins málsmeðferðinni þannig að í stað Hæstaréttar sé það sérstök endurupptökunefnd, sem taki ákvörðun og hún lúti ákvæð- um stjórnsýslulaga og birti ákvarðanir sínar op- inberlega. Álfheiður segir að málin sem fá samþykki um endurupptöku séu heldur færri en hún átti von á, en línan sé sú sama, fáar eða engar beiðnir séu samþykktar. Óháð stjórn- sýslunefnd FRUMVARPIÐ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hæstiréttur Sjaldgæft er að mál séu endurupptekin, eftir að dómar falla. www.forlagid.is Álfheiður Ingadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.