Monitor - 04.10.2012, Blaðsíða 4

Monitor - 04.10.2012, Blaðsíða 4
4 MONITOR FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012 Í gær fóru fram á Faktorý fyrstu tónleikarnir í upphitunartónleikaröð Símans fyrir Airwaves- hátíðina en Síminn ætlar að bjóða fólki á tónleika öll miðvikudagskvöld í október fram að hátíðinni. Listamennirnir sem koma fram á tónleikaröðinni stíga einnig á stokk á Airwaves og eru því í raun að hita upp fyrir sjálfa sig. Ásgeir Trausti og Snorri Helgason riðu á vaðið í gærkvöldi við mikinn fögnuð viðstaddra. Monitor tók létt spjall við þá félaga. Hita upp fyrir sjálfa sig Snorri Helgason er heldur betur orð- inn sjóaður í Airwaves-þátttöku Skemmtilegra og skemmtilegra Nýlega byrjaðir þú að taka upp demó fyrir þriðju sólóplötuna þína. Eru komin einhver mark- mið með hana? Já og nei. Það er komin nokkuð skýr mynd á það hvað ég ætla að gera. En ég er ekki farinn að taka upp alvöru grunna alveg strax. Ég er í smá-tækjaveseni, ég þarf að fá einhverja hljóðnema lánaða og svona. En ég fór og hitti Sindra Má úr Sin Fang um daginn og við vorum eitthvað að reyna að skipuleggja þetta en hann pródúseraði síðustu plötu. Hann verður reyndar svolítið á kantin- um í þessari plötu því hann er að fara að eignast sitt annað barn í lok október. Annars verðum við Guðmundur Óskar, bassaleikari, mestmegnis að gera þetta í stúdíó- inu hjá okkur og köllum til vini til að gera þetta svona hægt og rólega yfi r veturinn og ef allt gengur eftir þá myndi ég halda að platan yrði klár næsta vor. Ertu að róa í sömu átt eða að prófa eitthvað nýtt? Ég veit í raun og veru ekki hvaða átt það er. Þetta er náttúrlega allt byggt í kringum kassagítarinn en þetta verður aðeins öðruvísi en hin platan og hljóðheimurinn gæti orðið stærri á þessari. Þú hefur spilað á öllum Airwaves- hátíðunum síðan 2006 svo þetta verður þín sjöunda hátíð. Er alltaf jafn gaman á Airwaves? Já, það verður alltaf skemmti- legra og skemmtilegra. Umgjörðin verður alltaf skemmtilegri og það er meira spennandi í gangi. Hátíðin er alltaf að vaxa og skipu- leggjendur breyta smáatriðum hér og þar og því verður þetta alltaf betra og betra. Hvað ætlar þú sjálfur að sjá? Ég sé voðalega sjaldan eitthvað á Airwaves. Ég er sjálfur að spila svo mikið og á þönum svo ég sé aldrei neitt nema í besta falli vini mína. En ég væri geðveikt til í að sjá Dirty Projetors ef ég næði því einhvern veginn en það verður bara að koma í ljós. Ásgeir Trausti er á allra vörum þessa dagana og verður efl aust áfram enda semur hann bara góð lög Allt mjög nýtt fyrir mér Hvað ert þú búinn að... ...spila tónlist í margar mínútur síðasta mánuðinn? 12345 mínútur samkvæmt nýjustu útreikningum. ...fá mörg áhorf á Youtube-mynd- bönd með þér síðan í júní? Ef ég tek öll myndböndin til samans þá er ég líklega búinn að fá svona 300 þúsund áhorf. ...gefa margar eiginhandaráritan- ir síðustu 2 vikurnar? Ég er búinn að gefa akkúrat nokkrar. Þú ert mikið að spila þessa dag- ana. Gefst nokkur tími til að huga að áframhaldandi lagasmíðum? Já já. Það er alltaf tími ef maður er jafn skipulagður og ég. Ég er rosalega skipulagður. Þetta er í fyrsta sinn sem þú spil- ar á Airwaves. Er mikil tilhlökk- un? Það er mikil tilhlökkun hjá mér, já. Ég hef aldrei spilað áður og hef heldur ekki farið á Airwaves svo þetta verður allt mjög nýtt fyrir mér. Margir erlendir tónlistarkonungar verða mættir á Airwaves. Er stefnan sett á erlendan markað? Sjáum bara hvað gerist. Ætlar þú sjálfur að sjá eitthvað á Airwaves? Já, ég hlakka til að sjá SíSý Ey og svo er hellingur af artistum sem væri gaman að sjá. ÁSGEIR TRAUSTI Fyrstu sex: 010792. Uppáhaldsgítar: Martin OM28V. Sími: iPhone4s. Lag á heilanum núna: Redemp- tion Song. Tónlist er: Allt. SNORRI HELGA Fyrstu sex: 010684. Uppáhaldsgítar: Martin-gítarinn minn. Sími: Gamall Black- berry-sími sem er eiginlega alveg ónýtur. Lag á heilanum núna: Tipp Topp með Prinspóló. Tónlist er: Spegill lífsins.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.