Morgunblaðið - 19.11.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.11.2012, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Ómar Svanapar Þessar tignarlegu álftir sem hér hefja sig til flugs, halda öruggar mót lífinu. gerist í manneskjunni þegar hún verður fyrir makamissi og Jóna Hrönn Bolladóttir prestur tók við- töl við fjóra einstaklinga á ólíkum aldri sem misst hafa maka sinn. „Þegar ég kom að máli við Guð- finnu um að gefa út bók um þetta viðkvæma efni hafði hún nýlega misst manninn sinn og var sjálf að fara í gegnum sorg. Hún skrifar um sálfræðina í ástinni og sorg- inni, en þar fá margar þessar sorg- artilfinningar nafn. Guðfinna kem- ur líka inn á hversu flókinn makamissir getur verið og hún kemur með módel sem sýnir að karlar og konur bregðast ólíkt við sorg. Það á þó ekki við um alla því karlar eru mismunandi innan síns hóps og konur líka,“ segir Anna. Sumir festast í sorginni En lífið heldur áfram eftir missi og í bókinni eru verkefni sem miða meðal annars að því að hjálpa fólki að byggja sig upp. „Verkefnin nýtast öllum sem hafa misst og með bókinni fylgir líka hljóðdiskur með tveimur hug- leiðsluæfingum, annarri sér- staklega ætluðum til að hjálpa fólki að aftengjast horfnum ást- vini, og svo er djúpslökun sem nýtist öllu fólki. Oft gengur fólki illa að sleppa takinu og sumir fest- ast í sorginni. Við komum einnig inn á það í bókinni sem kallað er læst sorg en það á við um fólk sem festist í sorg og kemst ekki út úr henni,“ segir Anna og bætir við að bókin eigi ekki aðeins erindi við fólk sem hefur misst maka, heldur við alla þá sem hafa misst. „Bókin getur líka nýst fólki vel sem hefur orðið fyrir annars konar áföllum, til dæmis erfiðum skilnaði, því mikil sorg getur fylgt því og margar tilfinningar í þeirri sorg geta verið svipaðar og hjá þeim sem missa maka í dauða.“ Dauðinn er tabú Anna segir að flestir eigi erfitt með að ræða missi, sorg og dauð- ann yfirleitt. „Dauðinn er mikið tabú í okkar samfélagi og hann kemur óþægilega við okkur. Dauð- inn er ekki umræðuefni daglegs lífs. Hann er erfiður og við viljum ekki vita af honum. Dauðinn er fjarlægur og ekki lengur tengdur daglegu lífi okkar. Samfélagið hef- ur ekki það umburðarlyndi sem þarf til að styðja þá sem eru í sorg eftir missi, allir vilja að þetta lag- ist fljótt og að sorgin hverfi sem fyrst. Hraði nútímans gefur fólki oft ekki þann tíma sem það þarf til að fara í gegnum sorgina. Sumir syrgjendur upplifa þessa kröfu sterka og spyrja jafnvel: Er eitt- hvað að mér fyrst mér líður enn svona illa og sex mánuðir liðnir frá missi? Sorgin tekur tíma. Við missi fer lífið í ringulreið og allt verður órökrétt. Sérstaklega þegar ungt fólk deyr, það er ofboðslega órök- rétt,“ segir Anna en maðurinn hennar var 39 ára þegar hann dó. Þau áttu þrjár ungar dætur. „Mað- ur fær það lífsverkefni að takast á við missi og sorg, eitthvað sem maður bað ekki um og vildi alls ekki, en getur ekki skorast undan að fara í gegnum. En lífið heldur áfram og við segjum í lok þessarar bókar að lífið gefur, lífið tekur og lífið gefur aftur. Bókin er okkar gjöf til þeirra sem hafa misst. Við segjum líka að þó að sorgin sé sár, missirinn stór og þjáningin djúp þá var það þess virði að elska.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2012 Löngum hefur íslenska ullin komið okkur Íslendingum vel og yljað okkur í vosbúð og kulda. Nú hefur hönnuð- urinn Bóas Kristjánsson hannað sér- stakt ullarteppi sem gestir Hótels Holts geta vafið utan um sig og er- lendir gestir þannig kynnst íslensku ullinni af eigin raun. Í teppinu er ull og 25% bómull sem gerir það enn mýkra þannig að það á ekki að stinga. Eru teppin í hvítum og föl- bleikum lit og voru tekin í notkun nú í haust en miðað er að því á Hótel Holti að kynna íslenska listamenn og hönnuði. Hótelið hefur löngum verið þekkt fyrir að gegna einnig hlutverki listasafns og þar er að finna málverk eftir þekktustu listamenn þjóðar- innar. Er nú unnið að því að gæða listina enn meira lífi þar á bæ, t.d. með skoðunarferðum þar sem fræð- ast má um málverk hótelsins. Bóas rekur fyrirtækið Fur Trade þar sem móðir hans, Margrét Bóasdóttir, er framkvæmdastjóri. Hlutu þau styrk frá fagráði sauðfjárbænda til að halda áfram að þróa íslenskar ull- arvörur á þennan hátt. Íslensk ull á Holtinu Morgunblaðið/Styrmir Kári Ullarteppi Bóas Kristjánsson (t.h.) hannaði teppið sem vefja má um sig. Íslensk hönnun og ull þeim. Þannig verður auðveldara að ráða við aðstæður í núinu sem tengj- ast atburðinum á einhvern hátt. Í meðferðinni öðlast fólk aukinn skilning á tilfinningum sínum og til- urð þeirra. Það upplifir minni van- líðan í kjölfar meðferðar og fær kraft til að takast betur á við að- stæður sem voru því óyfirstígan- legar áður. Framtíðarsýn Gerðu upp fortíðina og horfðu fram á veginn.  www.heilsustodin.is Á einhverjum tímapunkti kvaddi ég Árna sem elskhuga, þegar ég vissi að við myndum aldrei elskast aftur. Á einhverjum tíma- punkti kvaddi ég hann sem þátttakanda í daglegu lífi mínu, þegar ljóst var að hann kæmi aldrei aftur heim af sjúkrahús- inu. Á einhverjum tímapunkti kvaddi ég hann sem frískan ein- stakling sem færi til vinnu og kæmi við í búðinni til að kaupa í matinn. Á einhverjum tímapunkti kvaddi ég hann sem upp- alanda dætra okkar og þátttakanda í fjölskyldulífi okkar. Kveðjustundirnar urðu fleiri og fleiri. Lífsmöguleikar hans urðu minni og minni og að lokum voru þeir nánast bundnir við að liggja uppi í rúmi og draga andann. Þegar hann fór í síðustu aðgerðina kvaddi ég augun hans. Að kveðja ÚR BÓKINNI MAKALAUST LÍF Kammerkór Mosfellsbæjar syngur fyrir gesti safnsins á sunnudag 18. nóvember kl. 15. Senn líður að jól- um og kórinn er að undirbúa jóla- sönginn og margt annað skemmti- legt m.a. verk eftir Vivaldi, Schubert, Gunnar Reyni Sveinsson, Paco Pena o.fl. Um opna kóræfingu er að ræða á sunnudaginn og býðst gestum safnsins að taka undir í söngnum. Allir eru velkomnir að koma og hlusta og koma sér í dálít- ið jólaskap. Enda líður nú senn að aðventunni. Kammerkór Mosfellsbæjar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.