Morgunblaðið - 19.11.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.11.2012, Blaðsíða 40
MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 324. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Segir Vilhjálm hafa krafist gjafar 2. Varað við tónleikum með Brown 3. Lýst eftir 15 ára stúlku 4. Ákvað að skila gjöfinni til Eirar »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kristinn Sigmundsson mun á nýju ári fara með hlutverk Landgrave í óperunni Tannhäuser eftir Richard Wagner, fyrst hjá Nýja þjóðleikhúsinu í Tókýó og síðan hjá Rínaróperunni í Frakklandi. Með vorinu syngur hann síðan í Don Carlos eftir Verdi í Óper- unni í Toulouse í Frakklandi. Morgunblaðið/Kristinn Kristinn syngur í Tókýó á nýju ári  Þrjár skáldkon- ur lesa upp á Amtsbókasafninu á Akureyri í nóv- ember. Steinunn Sigurðardóttir les í dag úr bók sinni Fyrir Lísu, Úlfhild- ur Dagsdóttir kemur 21. nóv. og fjallar um vampírur og birtingar- myndir þeirra í bókmenntum og kvik- myndum og Margrét Blöndal les 26. nóv. úr bók sinni um Elly Vilhjálms. Allir viðburðirnir hefjast kl. 17. Upplestur á Amts- bókasafni í nóvember  Tökur hefjast upp úr áramótum á næstu kvikmynd Baldvins Z, Vonar- stræti. Handritið skrifuðu Baldvin og Birgir Örn Steinarsson, jafnan nefnd- ur Biggi í Maus. Kvikmyndin er dramatísk og ætluð full- orðnum. Síðasta kvik- mynd Baldvins Z, Órói, hefur hlotið fjölda verðlauna á erlendum kvikmyndahátíðum, sem besta mynd, fyrir bestan leik og besta handrit. Vonarstræti í tökur upp úr áramótum Á þriðjudag Norðaustanátt, víða á bilinu 10-15 m/s, en hvassari við SA-ströndina. Bjartviðri á S- og V-landi, annars dálítil él. Á miðvikudag Norðaustanátt, víða 10-18 m/s. Snjókoma eða él um landið N- og A-vert, en slydda við ströndina. Heldur hlýnandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 8-15 og bjartviðri á S- og V- landi, dálítil él annars staðar. Bætir í vind í kvöld. Frost 0 til 7 stig. VEÐUR Kristján Helgi Carrasco er karatekóngur Íslands eftir þrefaldan sigur á Íslands- mótinu í kumite á laugar- daginn. „Ég var búinn að bíða í heilt ár eftir þessu. Þetta var mjög sætt,“ sagði Kristján við Morgun- blaðið. Telma Rut Frí- mannsdóttir varði Íslands- meistaratitilinn í kvennaflokki og þurfti að hafa minna fyrir því en áð- ur. »2 Kristján Helgi er karatekóngurinn Arnór Atlason leikur ekki meira með Flensburg í Þýskalandi og spilar ekki með íslenska landsliðinu í handknatt- leik í heimsmeistarakeppninni á Spáni í janúar. Hann sleit hásin í fæti í leik Flensburg og Hamburg í Meistaradeild Evrópu í gær og verður frá keppni fram á næsta sumar. „Þetta er mikill missir fyrir landsliðið en fyrst og fremst er þetta gríðarlega svekkjandi fyrir Arnór sjálfan,“ segir Aron Krist- jánsson landsliðs- þjálfari. »1 Áfall fyrir Arnór Atlason og íslenska landsliðið Knattspyrnumennirnir Ari Freyr Skúlason og Veigar Páll Gunnarsson hugsa sér til hreyfings eftir að lið þeirra féllu úr efstu deildum í Svíþjóð og Noregi. Ari Freyr segir að hann yfirgefi örugglega lið Sundsvall en Veigar Páll fundar með forráðamönn- um Stabæk sem vilja halda honum í sínum röðum. Annars kemur hann væntanlega heim í Stjörnuna. »1 Hugsa sér til hreyfings eftir fall liða sinna ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Það er nóg að gera hjá ullarvinnsl- unni Ístex á þessum árstíma. Nú er rúningstími hjá sauðfjárbændum og ullin af íslensku sauðkindinni streymir í ullarþvottastöð Ístex á Blönduósi. Þar hefur hún fyrst við- komu áður en hún er send í Mos- fellsbæ þar sem hún er spunnin í band í spunaverksmiðjunni. Guðjón Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Ístex, segir mikinn annatíma að hefjast. Á Blönduósi er vinnslan árstíðabundin. Þvotturinn fer á fullt í nóvember og er unnið á vöktum, tuttugu tíma á sólarhring, fram í júní. „Bændur haustrýja flestir og senda okkur ullina og þá keyrum við nánast allan sólarhring- inn til að koma ullinni sem fyrst í gegn. Við reynum að vera búin að þvo alla ull sem til fellur í landinu fyrir lok júní,“ segir Guðjón. Ístex tekur við tæpum 1.000 tonnum af óhreinni ull ár hvert og er eini band- framleiðandinn á Íslandi. Þegar þvottastöðin er í gangi starfa 50 manns hjá fyrirtækinu, 11 á Blöndu- ósi og 39 í Mosfellsbæ þar sem er líka unnið á tveimur vöktum á sólar- hring til að halda í við eftirspurnina. Stóraukin sala á prjónabandi Guðjón segir að salan á lopa og prjónabandi hafi stóraukist jafnt og þétt síðustu ár, eftir að prjónaæði skall á landann. Ullin er misjöfn að gæðum og sú besta fer í lopann en lakari ullin, sem fellur í annan flokk, er mestöll seld til Bret- lands þar sem hún fer í framleiðslu á gólf- teppabandi. „Áður en lopasalan jókst svona mikið framleiddum við töluvert af gólfteppa- bandi en nú önnum við varla eftirspurn með prjónabandið og lopann,“ segir Guðjón. Hann bætir við að bændur séu mjög meðvitaðir um að reyna að skila inn góðri ull. „Við erum ekki búin að fá mikið af ull úr haustrúningnum ennþá en ég hugsa að óveðrið sem gerði í sept- ember á Norðurlandi eigi eftir að hafa töluverð áhrif á gæðin núna, að ullin verði þófnari og blakkari. En ég er að vona að við fáum nóg af fyrsta flokks ull.“ Ullin úr haustrúningnum er fal- legust og best í lopann en bændur rýja aftur í mars eða apríl og þá er svokallað snoð tekið af kindunum sem voru haustrúnar. Snoðið fer beint í 2. flokk, enda ullarhárin stutt í snoðinu og ekki sérlega góð til vinnslu á gæðabandi að sögn Guð- jóns. Annatími í ullarvinnslunni  Íslenska ullin þvegin og spunnin í band hjá Ístex Morgunblaðið/Golli Spunaverksmiðja Guðjón Kristinsson, framkvæmdastjóri Ístex, við nýja sjálfvirka framleiðslu og pökkunarlínu sem verið var að taka í notkun í ullarvinnslunni. Vélin tekur m.a. af hespunum, vindur yfir á dokkur og pakkar þeim inn. Hjá Ístex er ullin ekki aðeins unnin í band því þar eru líka framleidd ullarteppi. Þá eru þau með prjóna- hönnuði á sínum snærum sem þau kaupa hönnun af og gefa út prjónabækurnar Lopa. Ístex stendur fyrir Íslenskur textíliðn- aður. Fyrirtækið hef- ur starfað frá árinu 1991. „Álafoss og Gefjun á Akureyri voru sameinuð 1987 og rekin undir nafninu Álafoss til 1991 en þá fór það í gjaldþrot. Við fjórir starfs- menn ásamt sauðfjárbændum og þeirra samtökum stofnuðum þá Ís- tex og keyptum þrotabú Álafoss af Landsbankanum. Starfsmenn eiga tæpan helming í félaginu og sauð- fjárbændur og þeirra samtök tæp- an helming og síðan eru það nokk- ur einstök fyrirtæki sem eiga lítinn hluta,“ segir Guðjón. Ullarteppi og prjónabækur ÍSLENSKUR TEXTÍLIÐNAÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.