Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 35
óþægilega stöðu. Það var alltaf stutt í grínið og oft veltist maður um af hlátri út af hlutunum sem þú sagðir. Þú varst svo skilningsríkur og vildir alltaf styðja okkur barna- börnin í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Sannkallaður höfðingi varstu og komst fram við þína nánustu af mikilli reisn og örlæti. Þú tókst oftar en ekki upp veskið og réttir mér bláan seðil hvort sem ég hafði unnið fyrir honum eða ekki. Allt sem þú gerðir var af kærleika gert og án skilyrða. Heima hjá okkur í Dísarási varstu tíður gestur. Það var alltaf jafn gott að koma heim eftir lang- an og erfiðan dag og finna vindla- lyktina og heyra fréttirnar í hæsta styrk. Þá vissi maður hver var í heimsókn. Þú kunnir gott að meta og það var gaman að stjana við þig. Hvort sem þú baðst um gleraugun, kalt að drekka, tesopa eða axlarnudd þá var það alltaf sjálfsagt mál og hafði ég ánægju af. Þú hélst alltaf með þínum mönnum í boltanum. Þegar texta- varpið sýndi að Úlfarnir hefðu skorað þá rakst þú upp þvílíkt fagnaðaróp að öllum í kringum þig brá. Þú varst fyrirmyndar Kópavogsbúi og heiðursbliki. Rétt eins og þú hélst með þínum mönnum, þá hélt ég alltaf með þér og við vorum í sama liði. Elsku afi minn, ég kveð þig nú með söknuð í hjarta. Ég þakka þér fyrir allt það fallega og góða sem þú hefur kennt og gefið mér. Það eru forréttindi að hafa átt þig sem afa. Ég finn að þú vakir yfir mér og verndar. Guð geymi þig og englarnir umvefji þig. Þín Katrín (Kata). „Nú er litli bróðir á leiðinni.“ Þetta sagði amma Steina í hvert sinn sem eitthvað misfórst hjá henni, hún missti glas eða rak sig á. Annað slagið hafði hún rétt fyr- ir sér því að Reynir var tíður gest- ur á Bakkastígnum og kom þar oft við eftir vinnu. Þrátt fyrir þetta voru miklir kærleikar með Reyni og ömmu. Þau höfðu þann sið að kýta endalaust og Reynir hafði sérstakt lag á að stríða ömmu svo að uppúr sauð. Ég fylgdist með á hliðarlínunni og velti því fyrir mér hvaða mann þessi litli bróðir hefði að geyma. Það var ekki fyrr en ég var orðin 18 ára að ég varð þess heiðurs að- njótandi að fá að kynnast Reyni betur. Hann réð mig sem ritara á endurskoðendaskrifstofu sína í tvö sumur. Ég svaraði í símann og heyrði: „Er Gunnar við?“ Gunnar Reynir Magnússon, sem var aldr- ei kallaður annað en Reynir af systkinum sínum, var nefnilega Gunnar í vinnunni. Hann var mik- ill rólyndismaður á stofunni, tók vel á móti kúnnunum og tefldi jafnvel við þá. Hann heyrði illa og þegar hann sagði „ha“ þá sagði hann það djúpri langdreginni röddu svo að merkingin virtist dýpri og meiri fyrir vikið. Í kaffi- tímanum hafði hann þann sið að brjóta kaffibrauðið í tvennt þann- ig að hver biti fór alltaf í tvennt áður en hann setti hann upp í sig. Þegar leið að heyskapnum þá fannst honum að kraftar mínir nýttust betur í Nýlendu hjá Há- koni bróður hans. Þannig hamað- ist „ritarinn“ í heyskap í nokkra daga á sumri, mér til mikillar gleði. Það besta við þennan tíma var að fá að kynnast því hve mikill öðlingur hann Reynir var. Leiðir okkar lágu sjaldan saman eftir að ég hætti að vinna á stofunni, en í hvert sinn sem ég hitti hann fann ég alltaf fyrir hversu hlýr hann var, og hversu vel hann fylgdist með öllu. Ég held að síðasta skipt- ið sem ég hitti Reyni hafi verið fyrir 10 árum, þegar við Andri giftum okkur. Það er greypt í minninguna þegar Reynir sat með bannárahattinn sinn á stétt- inni í Dísarhöll ásamt Magnúsi Skúlasyni, Magnúsi Steinþórs- syni og fleiri höfðingjum. Guð- mundur Steingrímsson hélt ræðu þar sem hann benti á félagana og tilkynnti að hann hefði pantað Buena Vista Social Club í brúð- kaupið. Svona vil ég einmitt minnast Reynis, eins og „God- father“, með hatt í sól og sumri. Elsku Silla, ég samhryggist ykk- ur öllum. Katrín Kristjánsdóttir. Gunnar Reynir móðurbróðir minn var alltaf kallaður Reynir í fjölskyldunni, en Gunnar utan hennar. Þetta kom mér spánskt fyrir sjónir sem barni man ég. Reynir er sá af skyldmennum mínum sem ég hef haft mest sam- skipti við um ævina frá því ég man eftir mér. Var fyrst sendur 19 mánaða í sveitina til ömmu og afa að Nýlendu á Romshvalanesi þar sem hann var þá ungur drengur. Hann mun hafa tekið þátt í að gæta mín og hafa ofan af fyrir mér ásamt systkinum sín- um, ekki síst Björgu, næstelstu systur sinni. Hann var með í fyrstu sjóferð minni þegar ég var sjö ára og hjálpaði mér að draga minn fyrsta fisk. Mig grunar að fiskurinn hafi fyrst bitið á hjá honum og síðan hafi hann rétt mér færið. Hann tók svo mynd af mér, afa og Hákoni eldra bróður sínum þar sem ég stýri stoltur trillunnni hans afa til lands eftir vel heppnaðan róður. Leiðir okkar lágu stöðugt sam- an því hann var mikið á Bakk- astígnum, æskuheimili mínu, hjá stóru systur sinni Steinunni, móð- ur minni og seinna mági sínum Skúla pabba. Ég minnist þess sérstaklega þegar þau voru í til- hugalífinu hann og Silla, hans frá- bæra kona, hvað þau voru mikið á Bakkastígnum. Mér fannst þá strax mikið til um Sillu, var senni- lega leynilega skotinn í henni. Pabbi og Reynir urðu miklir vinir frá upphafi og entist sá vinskapur til dauðadags. Mér er sérstaklega minnis- stætt þegar ég lauk námi í Ox- ford. Þá komu foreldrar mínir og auðvitað Reynir og Silla út til að fagna þessum áfanga mínum með mér. Það þótti mér afar vænt um. Vinskapur okkar Reynis var afar traustur og var hann mér eiginlega sem sambland af stóra bróður og náfrænda. Hann vildi nánast allt fyrir mig gera og yrði allt of langt að telja það upp ásamt því sem við höfum svo brallað saman í gegnum tíðina. Þá lét hann sér einnig annt um mín börn, því ekkert var honum óvið- komandi. Reynir og Silla, hans trausti líf- förunautur í blíðu og stríðu, eign- uðust svo sex mannvænleg börn, bjuggu sér glæsilegt heimili þar sem oft var glatt á hjalla. Var mikill samgangur á milli heimil- anna og margra jólaveislna minn- ist ég og annarra atburða þegar öll fjölskyldan var samankomin á Bakkastígnum eða í Kópavogin- um. Reynir hafði mikinn áhuga á þjóðmálum, listum og fótbolta. Hann var vinmargur og farsæll í starfi enda kom snemma í ljós hvaða mann hann hafði að geyma. Blessuð sé minning hans. Magnús Skúlason. Þeir voru miklir mátar, Gunn- ar Reynir og pabbi. Báðir af fá- tæku fólki. Báðir náðu að klóra sig til mennta. Báðir komust til miklu meiri álna en foreldra þeirra hafði nokkurn tíma dreymt um (Gunnar til meiri álna en pabbi), barnmargir og einstak- lega heppnir með eiginkonur. Umburðarlyndi þeirra Sillu og mömmu var talsvert og svona vin- skapur bæjarstjórans og bæjar- endurskoðandans þætti lítið fínn í dag. Þegar mamma tók upp á því að veikjast og pabbi upp á því að deyja fyrir aldur fram voru góð ráð dýr fyrir unga sveina á Skjól- brautinni. Þessi ráð fengust frítt og framboðin af Gunnari og Sillu. Hvort sem var að skjótast í Hrauntunguna í kvöldmat, hag- kvæm umsýsla á dánarbúi eða vesen með sitt prívat skattfram- tal; alltaf voru þau boðin og búin að vera innan handar á hvern þann veg sem vandinn krafðist. Mér er minnisstætt þegar ég hafði unnið sem verktaki um hríð og að telja fram til skatts virtist mér óyfirstíganlegt. Ég hringdi í Gunnar sem bauð mér til fundar á kontórnum í Ármúlanum til að kíkja á stöðuna. Fjörutíu mínút- um síðar var mér létt; framtalið klárt og ég vissi hvar ég stóð gagnvart samneyslunni. Ég hafði heyrt á skotspónum stuttu áður að Gunnar hafði verið óheppinn með ráðningu og starfs- maður dregið sér fé úr fyrirtæk- inu, honum til nokkurs tjóns. Undir lok þessa framtalsfundar spurði ég Gunnar út í þetta og þennan gaur, sem hafði féflett hann. „Hann var glaður í fjármál- um,“ var það eina sem Gunnar hafði um starfsmanninn að segja. Gunnar ók alltaf góðum bílum, það ég man. Meðan við vorum á Skódum og Volgum stóðu Bjúikk- ar og Bensar fyrir utan Hraun- tunguna. Einu sinni sem oftar ók Gunnar upp Vogatunguna á leið til vinnu. Fyrir framan hann var vörubíll frá Hlaðbæ með valtara á aftanívagni. (Þessa sögu hef ég frá manni sem var í vörubílnum.) Slitnar ekki aftanívagninn frá vörubílnum og við blasir að 40 tonna flikki plægi niður heilu hús- eignirnar neðan Hlíðarvegar. Sem betur fer er Bensinn hans Gunnars rétt á eftir vagninum og tengivagninn stöðvast framan á Bensinum. Starfsmaður Hlað- bæjar bankar á gluggann hjá Gunnari og að honum opnuðum gargar malbikunarmaðurinn: „Ekki hreyfa þig!“ – Gunnar svarar með sínum venjubundna lága rómi: „Ég fer ekki fet fyrr en lögreglan er komin.“ Jafnaðarmaður með jafnaðar- geð. Þessi mikli áhugamaður um fótbolta hélt líka alla tíð með Wolves og lét ekki glepjast af seinni tíma sökksessum á þeim vettvangi. Ég man þegar Breiða- blik afrekaði að vinna síðasta leik á tímabili og komast upp um deild (það er ekki nokkur leið að muna í hvaða skipti það var). Það var þörf á partíi og Gunnar ákvað í snatri að bjóða öllu liðinu, á sinn kostnað, strax eftir leik upp á bjór og pítsu í Hamraborginni. Það var skemmtileg samkoma. Þann- ig man ég hann. Mundi sína fá- tækt og leyfði öðrum að njóta sinna álna. Frú Sigurlaugu og öllu þeirra Gunnars venslafólki votta ég samúð. Eiríkur Hjálmarsson. „Volduga hjartaslag hafdjúpsins kalda, af hljóm þínum drekk ég mér kraft og frið.“ (E.B.) Gunnar var ekki maður margra orða. Hann var eins og aðrir mótaður af aðstæðum og umhverfi. Fæddur á Nýlendu við Hvalsnes þar sem faðir hans var útvegsbóndi og lífsbaráttan tengdist landi og sjó. Dugnaðinn og seigluna sótti hann áreiðan- lega til þessara aðstæðna og kannski hafði kraftmikil aldan sem brotnaði við ströndina gefið honum þá miklu ró sem var yfir honum. Ég sá Gunnar fyrst vorið 1965 og því samtali hef ég aldrei gleymt. Hann hafði þá stofnað eigið endurskoðunarfyrirtæki til húsa að Hafnarstræti 15. Ég vildi komast að sem nemi í endurskoð- un og hann var tilbúinn að taka mig í læri. Rödd hans var lág, ró- leg og yfirveguð. Hann var með skerta heyrn og þetta var fyrir tíma heyrnartækjanna. Hann bar hönd upp að eyranu til að heyra betur. Allt fas hans vakti traust og samningum okkar lauk á stuttum tíma. Hann ákvað að taka sautján ára ungling í læri og gera honum kleift að takast á við nýja mögu- leika og tækifæri í lífinu. Viðskiptavinir Gunnars voru margir. Flestir þurftu aðstoð við að standa skil á sköttum til sam- félagsins. Jafnframt margir smærri atvinnurekendur sem þurftu að hafa bókhald sitt í lagi til að gefa rétta mynd af efnahag og skattskyldu. Þessi fjölmenni hópur kaupmanna, iðnaðar- manna, lækna, sjómanna, verka- manna, iðnrekenda og annarra þurfti margvíslega aðra þjónustu. Það þurfti að leita ráða og eiga einhvern að sem var hægt að treysta í viðskiptalegum málum, en jafnframt í viðkvæmum per- sónulegum málum. Gunnar naut þessa trausts og ráð hans reynd- ust öllum vel. Hann bjó yfir mik- illi þekkingu á skattamálum og var góður fjármálamaður. Auk þess var hann góður samninga- maður. Við sem unnum með hon- um nutum trausts hans og lærð- um fljótt að vinna sjálfstætt. Vinnudagarnir voru langir og oft var ástæða til að hafa áhyggj- ur af heilsu Gunnars þegar álagið var mikið. Hann kunni ekki að hlífa sér og aldrei heyrði ég hann kvarta. Hann var reyndar ekki mikið fyrir að tala um sjálfan sig, hafði þeim mun meiri áhuga á málefnum annarra. Gunnar var áhugamaður um félagsmál og þjóðmál. Hann var einlægur Kópavogsbúi og var mjög annt um hag bæjarins. Hann var lengi endurskoðandi bæjarfélagsins og mikill stuðn- ingsmaður íþrótta og tónlistarlífs. Hann sat jafnframt lengi í stjórn Félags löggiltra endurskoðenda. Í Kópavoginum byggðu hann og hans góða kona, Sigurlaug Zóphaníasdóttir, sitt heimili, fyrst á Digranesvegi og síðan í Hrauntungu. Þar naut barnahóp- urinn mikillar ástúðar og síðan öll þeirra stóra fjölskylda. Silla var hans stoð og stytta í lífinu og hún hélt saman fjölskyldu og heimili í annríki Gunnars. Með hógværð, dugnaði og fyrirhyggju tókst hon- um að leggja mikið af mörkum til samfélags síns og styðja stóra fjölskyldu með ráðum og dáð. Við Sigurjóna þökkum vináttu og samfylgd. Við höfum alla tíð fundið hlýju hans og stuðning. Við vottum Sillu og allri fjölskyldunni okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja þau. Halldór Ásgrímsson. Það var kókkælir á skrifstof- unni hjá honum og þar hékk und- arleg svarthvít mynd, aflöng og ruglingsleg með enn undarlegra nafni, Guernica, uppi á vegg. Hann bauð okkur upp á litla kók í gleri og hafði alltaf tíma til að spjalla. Svo tók hann upp vesk- ið og við Mæja gátum farið á Skalla og fengið okkur franskar. Við fengum stundum far með honum áleiðis og í Bjúkkunum og Bensanum hrísluðust þægindin um mig og þar lærði ég að meta hvað góður bíll er. Aldrei kom ég að tómum kof- unum hjá honum, fróður, vel les- inn og fylgdist vel með. Best fannst mér þó hvað það var gott að hlæja með honum, hann hafði svo góða kímnigáfu sem laumað- ist einhvern veginn út um annað munnvikið og svo hafði hann þessa líka stóísku ró. Seinna þegar ég settist í sófann hjá honum í Hrauntungunni þá vildi hann fá fréttir af öllu mínu fólki og var annt um að allt gengi vel og að allir væru við góða heilsu. Gunnar Reynir var góður mað- ur, umhyggjusamur og með milda nærveru, sannkallaður höfðingi í einu og öllu. Elsku Silla, Mæja, Anna, Guðný, Guðrún, Hákon, Bjössi og fjölskyldur, megi minningin um góðan mann lýsa ykkur í sorginni. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Sigríður Guðmundsdóttir. MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2012 Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÞÓRUNN ALDA BJÖRNSDÓTTIR frá Kirkjulandi, Vestmannaeyjum, síðar Meistaravöllum 9, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 9. desember verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 18. desember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kvenfélagið Líkn, Vestmannaeyjum. Lára Halla Jóhannesdóttir, Páll Sigurðarson, Birna Valgerður Jóhannesdóttir, Jóhann Ingi Einarsson, Guðbjörg Ásta Jóhannesdóttir, Adolf Bjarnason, Ágústa Ágústsdóttir, Brynjólfur Jóhannesson, María B. Filippusdóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför okkar elskulegu VALBORGAR SIGURÐARDÓTTUR sem lést sunnudaginn 25. nóvember. Börn, tengdabörn og barnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, AUÐUR JÓNA ÁRNADÓTTIR, Framnesvegi 20, Keflavík, lést í faðmi fjölskyldu sinnar á krabbameins- lækningadeild 11E, Landspítalanum, sunnudaginn 9. desember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 17. desember kl. 13.00. Sæmundur Hinriksson, Eðalrein M. Sæmundsdóttir, Hafliði R. Jónsson, Kristín A. Sæmundsdóttir, Gunnar V. Ómarsson, Lilja D. Sæmundsdóttir, Davíð Heimisson, Íris D. Sæmundsdóttir, Vignir Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, EUGENE R. MATICKO, lést á heimili sínu í Fairfax, Virginíu, þriðjudaginn 11. desember. Guðrún Ragnarsdóttir Maticko, Karen, María, John Ragnar og Rebecca, tengdasynir og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA ÞORVALDSDÓTTIR, Boðaþingi 5, áður Háaleitisbraut 31, andaðist mánudaginn 3. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Dóra Steinsdóttir, Páll Guðbergsson, Ásta Steinsdóttir, Jörgen Pétur Guðjónsson, Guðmundur Steinsson, Þorvaldur Steinsson, Guðrún Ólöf Þorbergsdóttir,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.