Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.12.2012, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2012 ✝ Unnur ÞóraÞorgilsdóttir fæddist 8. apríl 1920 í Mýrarhúsum á Miðnesi á Suður- nesjum. Hún lést 2. desember síðastlið- inn á Hrafnistu í Laugarási í Reykja- vík. Foreldrar henn- ar voru Þorgils Árnason, f. 21.6. 1878, d. 1.4. 1927, og Unnur Sig- urðardóttir, f. 16.6. 1886, d. 28.6. 1965. Unnur og Þorgils voru ætt- uð úr Vestur-Landeyjum. Systk- ini Unnar Þóru voru Guðbjörg Sigríður, f. 4.2. 1904, d. 1964, Árný Sveinbjörg, f. 17.10. 1906, d. 1997, Eyjólfur, f. 28.4. 1908, d. 1989, Helgi Kristinn, f. 14.10. 1909, d. 1981, Júlíana, f. 7. 7. 1912, d. 9. s.m., Ólafía Ingibjörg, f. 23.9. 1913, d. 1993, Guðbjartur, f. 11.5. 1916, d. 1979, Lovísa, f. 25.2. 1923, d. 2007, Óskar, f. 28.2. 1924, d. 1931 og Ásdís, f. 6.12. 1926, d. 2007. Árið 1945 giftist Unnur Þóra Baldri Sigurðssyni, f. 12.1. 1923, d. 10.12. 2000. Foreldrar hans voru Sigurður Eyjólfsson og Þor- björg Vigfúsdóttir. Heimili Bald- Stefánsdóttir, og eiga þau tvö börn; b) Baldur. Þóra fór ung að vinna í fiski á Suðurnesjum, í síld á Siglufirði og við þjónustustörf á Þingvöll- um. Haustið 1939 fór hún í Hér- aðsskólann á Laugarvatni og hóf síðan nám við Ljósmæðraskóla Íslands í Reykjavík og útskrif- aðist þaðan lýðveldisárið 1944. Að loknu námi var hún fyrst ljós- móðir á fæðingardeild Landspít- alans og svo frá 1946 til 1952 ljós- móðir í Miðnes- og Gerðahreppsumdæmi. Hún fékk ársleyfi 1948 og hélt til Noregs. Þar starfaði hún við Sanitetskl- inikken í Stavanger. Á árunum 1952-1973 var Þóra heimavinn- andi húsmóðir, en sinnti líka ýmsu tilfallandi. Árið 1973 hóf hún aftur starf sem ljósmóðir við Sjúkrahús Keflavíkur. Þar starf- aði hún til sjötugs. Þóra var lengi áhugasamur félagi í Kvenfélag- inu Hvöt í Sandgerði. Einnig var henni falið að sitja í skóla- og barnaverndarnefndum Sand- gerðis fyrir Miðneshrepp. Þegar hún hætti störfum fluttu þau hjónin í Kópavog og bjuggu þar í nábýli við börn sín og náðu að fagna gullbrúðkaupi saman sum- arið 2000. Nokkru eftir fráfall Baldurs flutti Þóra á Hrafnistu í Laugarási. Þar naut hún ein- staklega góðrar umönnunar. Útför Unnar Þóru fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 14. desem- ber 2012, og hefst athöfnin klukkan 13. urs og Þóru var lengi í Sandgerði, fyrst á Túngötu 12, svo á Holtsgötu 10. Börn Þóru og Baldurs eru: 1) Þorgils, lyfjafræð- ingur, f. 13.11. 1951, maki Inga Jóns- dóttir. Þeirra börn: a) Helgi, maki Linda Nåbye, og eiga þau þrjú börn; b) Þóra, sambýlismaður Árni Sig- urðsson. 2) Sigurbjörg, kennari, f. 23.6. 1953, maki Ásgeir Bein- teinsson. Þeirra dætur: a) Unnur Þóra, maki Jean Babtiste Pila, og eiga þau tvö börn; b) Nanna Rún, maki Steindór G. Steindórsson, og eiga þau eina dóttur; c) Arna Sif, sambýlismaður Davíð Arn- arsson. 3) Hallur Andrés, við- skiptafræðingur, f. 11.10. 1954, maki Kristín Sædal Sigtryggs- dóttir. Dætur þeirra: a) Klara Öfjörð Sigfúsdóttir, maki Stein- dór Guðmundsson og eiga þau tvo syni; b) Halla Ösp, og á hún tvö börn; c)Tinna. 4) Sigurður, lífefnafræðingur, f. 13.2. 1958, maki Borghildur Sigurbergs- dóttir. Synir þeirra: a) Sigur- berg, sambýliskona Sylvía Lind Tengdamóðir mín Unnur Þóra, kölluð Þóra, er síðust úr hópi sam- heldinna systkina að kveðja þenn- an heim. Hún lifði miklar sam- félagsbreytingar og aðstæður ömmubarnanna, sem voru henni kær og hændust að henni, eru ólíkar. Systkinin kenndu sig við Þórs- hamar í Sandgerði, þurrabúð úr landi Landakots. Þangað fluttu foreldrar Þóru með sjö börn upp úr 1920 og er Þóra þá yngst. Í Þórshamri bættust þrjú börn í hópinn. Þorgils faðir Þóru lést að- eins 48 ára gamall úr lungnabólgu sem oftast var ólæknanleg á þess- um tíma. Þá vantaði Þóru bara viku í 7 ára afmæli sitt og móðirin Unnur orðin ekkja aðeins 41 árs að aldri, búin að ala 12 börn og missa 2. Yngsta barnið aðeins 4 mánaða og 6 barnanna yngri en 14. Elstu dæturnar voru 21 og 23 ára og elstu synirnir 18 og 19 ára. Með hjálp þeirra náði Unnur að halda heimili og rækta samheldni systkinanna sem enn misstu er bróðir þeirra drukknaði 7 ára gamall. Þröngt var í búi og snemma þurftu allir að hjálpast að. Þessi ár mótuðu Þóru og nægjusemi er orð sem lýsir henni vel, en einnig dugnaður, forvitni, áræði. Á þessum tíma var ekki sjálf- gefið að fá að læra en Þóra var námfús og með hjálp Eyva bróður síns náði hún að fara einn vetur í Héraðsskólann á Laugarvatni og ljúka námi frá Ljósmæðraskóla Íslands. Fljótlega að loknu námi tók hún við starfi ljósmóður á sín- um heimaslóðum. Í ársleyfi starf- aði Þóra sem ljósmóðir í Noregi og er ævintýrabragur yfir ferðinni sem farin var í árdaga flugs á Ís- landi; 6 klukkustunda flug til Bergen og síðan sigling til Stav- anger. Þetta var dýrmæt reynsla en líka erfið því mikill vöruskortur ríkti eftir lok heimsstyrjaldarinn- ar. Þóra snéri síðan aftur heim til starfs síns og vann sem ljósmóðir þar til hún átti von á sínu þriðja barni og aftur eftir að börnin voru farin að heiman. Hún stofnaði fjöl- skyldu með Baldri sem var sjó- maður, síðar útgerðarmaður og loks fiskmatsmaður. Samband þeirra var farsælt og gullbrúð- kaupi fagnað skömmu áður en Baldur lést. Þau eignuðust 5 börn en misstu 1. Ömmubörnin urðu 10 og langömmubörnin eru orðin 12. Í starfi sínu sem ljósmóðir, móðir og amma naut umhyggja Þóru sín vel. Hún vildi vera innan um fólk, tranaði sér ekki fram en leitað var til hennar. Hún hvatti börn sín áfram, var ekki strangur uppalandi en leiðbeindi. Hún tók mér sem tengdadóttur einstak- lega vel og ég á henni margt að þakka. Ömmubörnin nutu þess að fá að gramsa í gömlu dóti því nýtni Þóru kom í veg fyrir að nokkru væri kastað á glæ. Þau, líkt og ég, nutu þess að borða pönnukökurn- ar, súkkulaðikökuna með hvíta kreminu og önnur veisluföng. Við nutum nærveru hennar og gjaf- mildi. Þóra fylgdist vel með frétt- um og dægurmálum, gat haft sterkar skoðanir, en var skynsöm kona sem hægt var að rökræða við. Hún var tilfinningavera og gat verið viðkvæm bæði í sorg og gleði. Síðustu árin bjó Þóra á Hrafn- istu er heilsan fór þverrandi og eru starfsfólkinu færðar alúðar- þakkir fyrir umönnunina. Við leið- arlok leita afkomendur í gnótt góðra minninga; ég kveð kæra tengdamóður. Inga Jónsdóttir. Dagarnir koma einn af öðrum, fólkið skilar dagsverkum sínu, gengur til náða og sofnar. Það má líkja ævi manna við dagsverk, því að hver dagur felur í sér þá þætti og þræði sem einnig má sjá í ævi- ferlinum. Við fæðumst að morgni, erum búin að átta okkur og mennta um hádegi og komin til vits og vitundar. Eftir hádegið njótum við þess sem við lögðum grunn að um morguninn og blómstrum í verkum okkar. Við dagslok horfum við yfir verkin og njótum hvíldar um kvöldið. Oft segjum við að þessi eða hinn sem fallinn er frá hafi skilað góðu dagsverki og hafi átt rétt á að hvíla sig, hafi unnið fyrir hvíld- inni. Þegar ég hugsa um tengda- móður mína Þóru Þorgilsdóttur finnst mér fátt eiga betur við en þessi líking. Hún skilaði góðu dagsverki. Hennar afrek var dagsverkið sem móðir, tengdamóðir, amma, langamma og síðast en ekki síst ljósmóðir sem tók á móti um 500 börnum. Þegar ég kynntist Þóru sem hugsanlegur eða mögulegur tengdasonur haustið 1974 fannst mér hún ákveðin kona og ekki skoðanalaus. Ég varð svolítið óör- uggur í návist hennar í fyrstu. Hún setti mig í ýmis próf og vildi vita hvaða mann ég hafði að geyma. Mér fannst ég þurfa að hafa varann á mér. Þannig háttaði til með mig eins og stundum var, og er víst enn, að ég fluttist inn til minnar heittelskuðu á heimili Þóru og Baldurs á Holtsgötunni í Sandgerði. Mér fannst ég vera boðflenna en sá misskilningur fór fljótt af mér. Brátt varð mér ljóst að ég var kominn inn á heimili þar sem börnin voru elskuð, dáð, hvött og studd. Hinn mögulegi tengdason- ur var tekinn í faðm þessarar fjöl- skyldu frá fyrsta degi og það var og hefur verið mín gæfa. Hagur barnanna og metnaður fyrir þeirra hönd var Baldri og Þóru allt. Þegar ég kom fyrst, þá var sófasettið í stofunni ósamstætt. Ég áttaði mig fljótlega á því að ástæðan var sú að peningarnir fóru fyrst og fremst í að styðja við menntun barnanna í Reykjavík og síðar á Laugarvatni og því þurfti að fara vel með peninga. Það var enginn skortur á heimilinu en það voru heldur ekki tekin lán til að veita sér umfram getu. Ég verð að viðurkenna að þetta skildi ég ekki alveg í fyrstu, fávís borgarbúinn þar sem flest þurfti að veita sér. Það eru forréttindi að fá að eiga, fyrir fjölskyldu mína, fyrir- mynd í konu eins og Þóru tengda- móður. Eiga sögur og minningar um mikilhæfa og heiðarlega hversdagskonu sem elskaði börn sín án skilyrða, vann dagsverk sitt af nærfærni og var móðir með stóru emmi. Hún og Baldur voru alltaf reiðubúin til hjálpar og stuðnings þegar maður þurfti mest á því að halda á meðan fjöl- skylda mín og Sigurbjargar var að vaxa úr grasi. Blessuð sé minningin um Unni Þóru Þorgilsdóttur, sanna tengdamóður. Ásgeir Beinteinsson. Amma Þóra okkar var svo margt. Hún var hávaxin, dökkhærð, myndarleg kona með brún augu. Það var alltaf svo gott að koma til ömmu og afa og síðar ömmu, eftir að afi Baldur dó. Amma hélt hlýlegt heimili og tók vel á móti öllum. Á boðstólum voru ýmsar kræs- ingar við mismunandi tilefni, kjöt- bollur með brúnni sósu, grautur með rjóma, heimagerðar flatkök- ur, mömmukossar, upprúllaðar pönnukökur með bráðnum sykri og „after eight“ í silfraðri öskju. Líkt og konur af sömu kynslóð, var amma fyrirmyndarhúsmóðir, dugleg, útsjónarsöm og hagsýn. Hún amma Þóra var ekki „bara“ fyrirmyndarhúsmóðir heldur kona sem var sjálfstæð og sér- staklega metnaðarfull fyrir sína hönd og afkomenda sinna. Hún lagði nefnilega mikið á sig til að geta menntað sig sem ljósmóðir og seinna fór hún til Noregs í starfsþjálfun. Að sama skapi lagði hún mikla áherslu á að börnin sín gætu öðlast menntun. Þetta þykir okkur aðdáunarvert. Við brosum út í annað þegar við minnumst þess hvað amma gat verið skemmtilega hreinskilin. At- hugasemdir líkt og „þú hefur fitn- að“, „hvað er verið að skíra barnið þetta“, „þú þarft að láta klippa á þér hárið“ og svo framvegis voru ekki óalgengar. Hún gat líka blót- að eins og gamall sjóari, en ekki verður farið nánar út í það hér. Þegar amma var orðin léleg og skammtímaminnið að mestu leyti farið sá maður glitta í gömlu góðu ömmu Þóru í gegnum athuga- semdir hennar. Þrátt fyrir að þær gætu stundum verið í þá átt að vera móðgandi fengu þær okkur til að brosa og við höfðum gaman af, því að þá sáum við ömmu Þóru. Eftir að amma dó settumst við systurnar niður og rifjuðum upp minningar okkar um ömmu. Þá komumst við að því að þrátt fyrir að það séu þó nokkur ár á milli okkar systra, þá eigum við það all- ar sameiginlegt að amma kenndi okkur hverri og einni kóngakapal og faðirvorið. Við systur minnumst ömmu Þóru með hlýju í hjarta og þakk- læti fyrir allt sem hún hefur gert fyrir okkur. Hún var einstök kona og munum við reyna okkar besta til að feta í fótspor hennar; hafa metnað í námi og starfi, halda fal- legt heimili og umfram allt hugsa vel um okkar nánustu. Hvíldu í friði, elsku amma Þóra okkar. Unnur Þóra, Nanna Rún og Arna Sif. Móðursystir mín, Unnur Þóra Þorgilsdóttir ljósmóðir, frá Þórs- hamri í Sandgerði, lést í hárri elli sunnudaginn 2. desember sl. Nú á kveðjustund langar mig til að minnast hennar með nokkrum orð- um. Unnur Þóra, ævinlega kölluð Þóra, náði hæstum aldri systkin- anna tólf frá Þórshamri. Það sem einkenndi Þóru og reyndar öll systkinin var dugnaður, sjálfs- bjargarviðleitni og áhugi á að kom- ast í skóla ef nokkur kostur var á. Þorgils afi á Þórshamri var alla tíð lestrarhestur ef næðisstund gafst. Vinnusemi og samheldni tryggði að fjölskyldunni á Þórs- hamri varð ekki sundrað þegar Þorgils afi dó úr lungnabólgu á besta aldri vorið 1927. Þóra sagði oft frá því að þá, sjö ára gömul, hefði hún áhyggjufull hlustað á eldri systkini sín, sem komin voru á vinnualdur, og Unni ömmu ræða saman um hvaða ráð dygðu til þess að halda heimilinu saman og koma í veg fyrir afskipti hreppstjórans af því. Á þessum tímum var nefnilega alvanalegt að splundra fjölskyld- um við þessar aðstæður og setja börn undir fermingaraldri niður hjá vandalausum; gera þau að nið- ursetningum. Ekkjan fékk þá stundum fyrir náð og miskunn að hafa með sér eitt barn í vinnu- mennskunni. Þóra var glæsileg kona svo eftir var tekið, svolítið suðræn í útliti. Hún var alla tíð mjög ábyrg, ná- kvæm og samviskusöm, auk þess hafði hún gott innsæi, sem dugði henni vel í ljósmóðurfræðunum. Hún útskrifaðist frá Ljósmæðra- skóla Íslands haustið 1944, stund- aði framhaldsnám í Stafangri í Noregi og var ljósmóðir í Sand- gerði, Garði og Keflavík. Þóra var sterkbyggð og heilsuhraust lengst af. Síðustu árin var nærminnið far- ið að gefa sig en hún mundi allt gamalt. Þegar ég heimsótti hana í vor sem leið á Hrafnistu tók hún mér vel eins og ævinlega. Baldur Sigurðsson, maður Þóru, var ljúfmenni og góðmenni. Mér er í minni, þegar ég var barn og unglingur og fór með foreldr- um mínum suðureftir í heimsókn til skyldfólksins í Sandgerði og Keflavík, hve gott var að koma á heimili Þóru og Baldurs, fyrst á Túngötu 12, síðar á Holtsgötu 10. Auðvitað man ég betur eftir hús- inu á Holtsgötunni, sem þau byggðu sjálf um 1960 eftir verð- launateikningu Sigvalda Thordar- son arkitekts. Bílaeign varð ekki almenn hér á landi fyrr en eftir 1960, en Bald- ur og Þóra eignuðust Skoda-fólks- bíl nokkru fyrir 1960 og þegar þau bjuggu í Sandgerði gátu þau farið oft til Reykjavíkur og heimsótt systkini Þóru þar. Eins langt og ég man hafa verið góð tengsl við börn móðursystur minnar og Baldurs og við nafni minn, elsti sonur þeirra, höfum verið nánir vinir. Ekki get ég sleppt því hér að þakka Þóru og Baldri alla vin- semdina og umhyggjuna við for- eldra mína fyrr á árum og eins við Oddnýju, systur mína, en til henn- ar komu þau nær daglega í veik- indum hennar. Guð blessi minningu Þóru Þor- gilsdóttur frá Þórshamri. Þorgils Jónasson. Unnur Þóra Þorgilsdóttir ✝ Kristín Páls-dóttir fæddist á Víðidalsá í Stranda- sýslu 17. júlí 1919. Hún lést á dvalar- heimilinu Hlíð á Ak- ureyri 5. desember sl. Foreldrar henn- ar voru Páll Gísla- son, bóndi og odd- viti, f. 1877, d. 1962, og Þorsteinsína Guðrún Brynjólfsdóttir, f. 1880, d. 1969. Systkini Kristínar voru: Stefán, f. 1907, d. 1998; Gísli, f. 1908, d. 1908; Sigríður, f. 1909, d. 2003; Ragnheiður, f. 1911, d. 2000; Kristbjörg, f. 1912, d. 1969; Þorbjörg, f. 1914, d. 2006; Bryn- hildur, f. 1916, d. 2008; Gestur, f. 1917, d. 1983; Gísli, f. 1919, d. 1919. Uppeldisbróðir þeirra Ingólfur, f. 1967, kvæntur Ann- ette Marie Hansen, f. 1968 og eiga þau fjögur börn. b) Pálmi Reyr, f. 1974, í sambúð með Ingi- björgu Ósk Pétursdóttur, f. 1977 og eiga þau eitt barn. 2) Lárus menntaskólakennari, f. 1948, kvæntur Ruth Jóhannsdóttur, f. 1949. Börn þeirra eru: a) Guð- rún, f. 1970, gift Einari Clausen, f. 1965, og eiga þau tvö börn og Einar á son fyrir. b) Kristín, f. 1975. 3) Sigurður bóndi, f. 1956, hann var kvæntur Sigurlaugu J. Vilhjálmsdóttur, f. 1959. Börn þeirra eru: a) Bjarkey, f. 1978, gift Guðmundi F. Þórðarsyni, f. 1978 og eiga þau tvö börn. b) Vil- hjálmur Ingi, f. 1980, í sambúð með Helgu H. Óladóttur, f. 1985 og eiga þau eitt barn og Helga á son fyrir. Útför Kristínar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 14. desember 2012, og hefst athöfn- in klukkan 13.30. systkina var Páll Traustason, f. 1930, d. 1998. Kristín stundaði nám við Héraðsskólann að Reykjum í Hrúta- firði og við Hús- mæðraskólann að Laugum í Reykja- dal. Árið 1944 giftist Kristín Ingólfi Lár- ussyni, f. 24. mars 1915. Þau Kristín og Ingólfur stofnuðu og byggðu upp nýbýlið Hnitbjörg í Strandasýslu. Árið 1955 fluttu þau sig í Eyja- fjörð og bjuggu að Gröf í Öng- ulsstaðahreppi þar til þau fluttu til Akureyrar árið 1979. Kristín og Ingólfur eignuðust þrjá syni: 1) Þorsteinn bóndi, f. 1944, kvæntur Ólöfu Pálmadótt- ur, f. 1948. Börn þeirra eru: a) Hvernig kveður maður ömmu sína sem maður hefur átt samleið með í yfir fjörutíu ár? Óskin um að eiga ömmu áfram að í lifanda lífi er eflaust eigingjörn, sér í lagi þegar raunin er sú að amma náði háum aldri og átti að baki gott ævistarf. Því get ég kvatt mín gömlu föðurtún án geigs og trega, þegar yfir lýkur, að hugur leitar hærra fjallsins brún, og heitur blærinn vanga mína strýkur. Í lofti blika ljóssins helgu vé og lýsa mér og vinum mínum öllum. Um himindjúpin horfi ég og sé, að hillir uppi land með hvítum fjöllum. (Davíð Stefánsson) Minningabrotin eru mörg, við amma saman og allir þeir sem á vegi okkar verða fá að heyra frá henni „Þessa á ég, við erum sagð- ar líkar, finnst þér það ekki?“ Hún amma lá ekki á skoðunum sínum. Hún var ekki sátt við son- ardóttur sína þegar langömmu- börnin fóru á leikskóla, hún vildi hafa mæður heima með börnin. Þversögn ömmu var skemmtileg því hennar ósk til mín var að ég næði mér í menntun og um leið sjálfstæði. Amma fæddist inn í stóra fjöl- skyldu á Ströndum og þekki ég þá sögu eingöngu af frásögnum ann- arra. Ég þekkti hinsvegar hjarta- hlýju ömmu minnar sem vildi mér allt hið besta. Hún áréttaði það reglulega með því að segja: „Ég vil öllum vel, ég vil engum illt,“ strauk mér svo um vangann. Þegar ég kom norður eða amma suður þá spiluðum við rommý og stigin voru talin, þegar við höfðum spilafélaga þá var spil- uð vist. Amma var mikil keppn- ismanneskja, hún átti það til að hrópa upp yfir sig: „Hvað ertu að gera, stelpa, sástu ekki að ég var að vísa með tíglinum áðan?“ Ömmu fannst betra að vinna og ekki laust við að hún hefði ein- stöku sinnum aðeins aðlagað regl- urnar að sér. Fjöldann allan af símtölum átt- um við í gegnum tíðina þar sem amma heilsaði alltaf á sama máta: „Nú er ég á leiðinni í mat til þín, hvað ætlar þú að elda fyrir mig?“ Þetta fannst okkur alltaf jafn skemmtilegt þótt fjöll og firðir skildu okkur að. Næsta spurning var að spyrja frétta af mínu fólki og blessa það hvað ég væri lán- söm að eiga heilbrigð börn og góð- an mann. Þetta segir margt um mælikvarða þeirrar kynslóðar sem nú kveður, lífsgæðin voru mæld í vinnuframlagi, dugnaði og seiglu. Amma kunni að meta það góða í lífinu, hún hafði yndi af manna- mótum, lagði mikla áherslu á hressileika og var með eindæm- um forvitin. Á dvalarheimilinu Hlíð bjó amma með afa síðustu ár- in og naut ákaflega góðrar umönnunar sem ber að þakka. Nú er blessunin hún amma mín farin úr þessu jarðlífi síðust syst- kinanna frá Víðidalsá. Eftir situr elskulegur afi minn sem horfir á eftir lífsförunauti sínum. Sam- band afa og ömmu var einstakt eða rétt eins og amma sagði: „Já, við Ingi minn Lár, við erum búin að vera gift í bráðum 70 ár og aldrei skilið.“ Svo hló hún sínum dillandi hlátri. Elsku amma mín, hafðu þökk fyrir allt. Ó, láttu, Kristur, þá laun sín fá, er ljós þín kveiktu, er lýstu þá. Ég sé þær sólir, mín sál er klökk af helgri hrifning og hjartans þökk. Lýstu þeim héðan er lokast brá, heilaga Guðsmóðir, himnum frá. (Stefán frá Hvítadal) Guðrún Lárusdóttir. Kristín Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.