Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 51
Safnið og gamla höfnin En hvernig skyldi aðsóknin vera að þessu nýjasta safni borgarinnar? „Hún hefur verið mjög vaxandi. Safnið byrjaði nánast á núllpunkti hvað varðar muni og húsnæðið var óuppgert gamalt frystihús. Þess vegna fór aðsókn rólega af stað en þeim mun meira var um framkæmdir við að koma safninu á flot. Hins veg- ar er safnið nú orðið mjög glæsilegt og fjöldi gesta á þessu ári verður um 45 þúsund manns. Það skipti t.d. miklu máli að fá Óðin að safninu en það er sögufrægt skip sem m.a. tók þátt í þremur þorskastríðum og var mikilvægt björgunarskip hér við land.“ Eru erlendir ferðamenn þá í meiri- hluta safngesta? „Nei, Íslendingar eru ennþá í meirihluta en erlendum ferðamönn- um fjölgar ár frá ári. Hingað kemur líka mikill fjöldi skólabarna sem mörg hver hafa aldrei stigið á skips- fjöl þegar þau koma um borð í Óðin. Þeim finnst mjög spennandi að ganga um skipið og heyra sögu þess.“ En skiptir svo ekki máli að tengja safnið við þá sögu og starfsemi sem átti sér stað hérna við gömlu höfn- ina? „Jú. Reykjavík er fyrst og fremst hafnarborg. Ingólfur Arnarson hef- ur líklega sest hér að vegna þess hve góð höfnin var frá náttúrunnar hendi. Af sömu ástæðu hófust ekki stórvægilegar framkvæmdir við hafnargerð í Reykjavík fyrr en 1913, en þær framkvæmdir urðu hins veg- ar stærstu framkvæmdir Íslands- sögunnar fram að þeim tíma og voru gríðarlega mikilvægur þáttur í örri uppbyggingu höfuðborgarinnar. Lengst af síðustu öld var höfnin síð- an veröld út af fyrir sig með feiki- lega fjölbreyttu og gróskumiklu at- hafnalífi – aðstöðu fyrir varðskipin, togarana, farskip Eimskipa, Rík- isskip og stóra og smáa fiskibáta. Auk þess vöruskemmur og gam- algróin þjónustufyrirtæki. Héðan sigldu menn til útlanda og komu aft- ur heim og höfnin var því sannkölluð lífæð borgarinnar. Það skiptir því miklu fyrir safnið, sem er ekki síst safn Reykjavíkurhafnar, að skipu- lagsyfirvöld varðveiti hluta af þessu umhverfi og athöfnum og víkki þannig út hlutverk safnsins og tilvís- anir.“ Fjölskylda Eiginkona Eiríks er Heiða Helena Viðarsdóttir, f. 11.2. 1963, starfskona við leikskóla. Hún lauk stúdentsprófi 1983 og sveinsprófi í hárgreiðslu 1993. Hún er dóttir Viðars Janus- sonar, fyrrv. prentara við Prent- smiðju Morgunblaðsins, og Guðrún Eiríksdóttir, fyrrv. starfskona við Landakotsspítala. Dætur Eiríks og Heiðu Helenu eru Guðrún Rakel, f. 9.1. 1983, að ljúka kandidatsnámi í sálfræði við Kaupmannahafnarháskóla, en mað- ur hennar er Andri Valur Gunn- arsson rafvirki og eru börn þeirra Birkir Valur og Heiða Bríet; Ása Hrund, f. 4.9. 1987, nemi, og Birna Rún, f. 23.7. 1993, nemi, en sambýlis- maður hennar er Ebenezer Þórarinn Einarsson viðskiptafræðinemi og er dóttir þeirra Emilía Klara. Systkini Eiríks: Brynja Jörunds- dóttir, f. 29.6. 1949, starfsmaður hjá Póstinum, búsett í Kópavogi; Guð- mundur Jörundsson, f. 10.6. 1950, íþróttakennari, búsettur í Hafnar- firði, og Atli Jörundsson, f. 23.5. 1955, d. 31.5. 2007, vélstjóri og raf- virki. Foreldrar Eiríks: Jörundur Engilbertsson, f. 1.7. 1927, d. 28.1. 2003, fiskmatsmaður hjá SÍS, og Bjarnveig Guðmundsdóttir, f. 25.3. 1930, d. 27.3. 2001, starfsmaður hjá Hrafnistu í Hafnarfirði. Úr frændgarði Eiríks Páls Jörundssonar Eiríkur Páll Jörundsson Bjarnveig Guðmundsdóttir húsfr. á Fæti Guðni Einarsson b. á Fæti í Seyðisfirði við Djúp Guðmundur Guðnason b. á sjóm. á Seljalandi í Álftafirði Guðrún Eiríksdóttir húsfr. á Seljalandi Bjarnveig Guðmundsdóttir starfsm. við umönnun á Hrafnistu í Hafnarfirði Elín Elísabet Engilbertsdóttir húsfr. í Súðavík Eiríkur Bóasson sjóm. í Súðavík Ása Valgerður Eiríksdóttir húsfr. í Súðavík og á Akranesi Einar Engilbert Þórðarson sjóm. í Súðavík og á Akranesi Jörundur Engilbertsson fiskmatsmaður hjá SÍS Solveig Einarsdóttir húsfreyja á Hlíð III, frá Hafnardal Þórður Sveinbjörnsson sjómaður á Hlíð III í Álftafirði Hjónasæla Afmælisbarnið Eiríkur Páll og kona hans, Heiða Helena. ÍSLENDINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2012 Aðfangadagur 85 ára Hálfdán Þorgrímsson Ólöf María Jóakimsdóttir 80 ára Erla Sigurgeirsdóttir Jón Ingi Júlíusson Kristján J. Ólafsson 75 ára Arndís Þórðardóttir Einar Gíslason Guðbjörg Ásta Jónsdóttir Gunnhildur Björgólfsdóttir Karin Hróbjartsson-Stuart Kristjana Kjartansdóttir Sigursteinn B. Jónsson 70 ára Ester Gunnarsdóttir Guðný S. Á. Björnsdóttir Sumarliði Hrólfsson 60 ára Gunnar Magnússon Hrönn Sveinsdóttir Jón Árni Sveinsson Jón Már Halldórsson Kristín G. Ármannsdóttir Kristján Lúðvík Ásgrímsson Ólafur S Guðbjartsson Steinunn G Kristinsdóttir Þorsteinn Jóhannesson Þórir Örn Guðmundsson 50 ára Ágúst Haraldsson Árni Magnússon Björn H. Halldórsson Helga Sigurðardóttir Hörður Ingi Guðmundsson Kristín Sædal Einarsdóttir Laufey M. Sigurðardóttir Sigurður Gústafsson Soffía B. Guðmundsdóttir Steingrímur E. Felixson Þórður Antonsson 40 ára Haraldur G. Húbertsson Hilmar Snær Rúnarsson Hjörtur Sturluson Jón Bjarki Jónsson Júlíus Már Þorkelsson Kristinn Bjarni Þorvaldsson Kristinn H. M. Schram Óli Haukur Valtýsson 30 ára Ásgeir Benediktsson Brynjar Ingólfsson Guðmundur I. Magnússon Sara Ómarsdóttir Sindri Viðarsson Snjólaug Þorsteinsdóttir Steinar Þór Gíslason Örn Bárður Arnarson Annar í jólum 100 ára Sigurður Kristjánsson 85 ára Óskar Guðjónsson 80 ára Unnur M. Guðmundsdóttir 70 ára Einar B. Gunnlaugsson Helga Guðmundsdóttir Jón Guðmundsson Margrét Hjartardóttir Þorgerður Guðmundsdóttir 60 ára Ásthildur Ding Friðrik Friðriksson Guðbjörg Ósk Jónsdóttir Hafdís Þórey Pálmadóttir Haukur G. Gunnarsson Hugo Rasmus Kristín Lilja Gunnarsdóttir Málmfríður Sigurvinsdóttir Ragnheiður Björnsdóttir Una J. Níelsdóttir Svane Unnur Katrín Þórarinsdóttir Valgarður H. Sverrisson 50 ára Elín Árnadóttir Gísli Ágústsson Guðmundur Guðmundsson Hulda Örlygsdóttir Ingi Eldjárn Sigurðsson Ingvar Haraldsson Kári Magnússon Ragnar Leifur Pálmason Vilborg Benediktsdóttir Þorsteinn K. Einarsson 40 ára Baldur Reynir Sigurðsson Erna Ástþórsdóttir Eysteinn Kristjánsson Hlín Bjarnadóttir Sigríður Árdís Krist- ínardóttir Svavar Geir Svavarsson Þeba Björt Karlsdóttir 30 ára Einar Kristleifur Einarsson Helga Björk Sigurðardóttir Ívar Örn Kolbeinsson Matthías Leó Gíslason Haraldur K. Hilmarsson Hulda Rún Jóhannesdóttir Jónína Jónsdóttir Júlíus Ragnar Júlíusson Kristján Magnússon Kristófer Örn Sigurðarson Magnús Salvarsson Margrét Leifsdóttir Ragnheiður Guðmundsd. Jóladagur 85 ára Gunnar Jónsson 80 ára Anna Jóna Óskarsdóttir Hallfríður Skúladóttir 75 ára Guðlaug Sigurðardóttir Guðveig Sigfinnsdóttir Sigríður Svavarsdóttir 70 ára Einar Hermannsson Elías V. Einarsson Erla Gestsdóttir Margrét Ísleifsdóttir Sigrún Klingbeil Sigurbjört Gunnarsdóttir Símon Páll Aðalsteinsson 60 ára Erna Indriðadóttir Eyvindur Ólafsson Guðlaugur Guðmundsson Hjördís Sigurbergsdóttir Kristín Bjarnadóttir Ragnar I. Ágústsson Sesselja Hafberg Sigríður Sigurðardóttir Smári Þór Svansson 50 ára Jón Kristján Stefánsson Sigríður Böðvarsdóttir Sigurlaug Sigurmundsd. Valur Björgvin Júlíusson 40 ára Axel Davíðsson Björgvin Bjarnason Elín H.Sveinbjörnsdóttir Guðlaug E.Siggeirsdóttir Innocentia F. Friðgeirsson Þórður Ingi Bjarnason 30 ára Bjarni Hjörleifsson Brynjar Eiríksson Drífa Aðalsteinsdóttir Ellert Hlöðversson Friðberg Óskar Sigurðsson Monika Anna Biadala Til hamingju með daginn Hildur Pétursdóttir hlaut dokt- orsgráðu í sjávarlíffræði frá sjáv- arlíffræðideild Háskólans í Tromsø í Noregi. Ritgerðin ber heitið „Trophic rela- tionships and the role of Calanus in the oceanic ecosystems south and north of Iceland“ (Fæðuvistfræðileg tengsl og hlutverk Calanus-tegunda í uppsjávarvistkerfinu suður og norður af Íslandi). Hún byggist á fimm rit- rýndum greinum í erlendum tímarit- um. Andmælendur í doktorsvörn Hild- ar voru Ole Jørgen Lønne, prófessor við Háskólasetrið á Svalbarða í Noregi, og Patrick Mayzaud, prófessor við Há- skólann Pierre et Marie Curie, París, Frakklandi. Hafsvæðið suður og norður af Ís- landi er mjög breytilegt, bæði hvað varðar eðlisfræðilega og líffræðilega þætti. Fyrir sunnan land er sjórinn heitari og selturíkari en fyrir norðan land þar sem meiri breytileika gætir. Ritgerðin fjallar um hlutverk Calanus- krabbaflóa og fæðuvistfræðileg tengsl og stöðu mikilvægra uppsjávarteg- unda, þ.e. þörunga, algengra tegunda dýrasvifs og fiska suðvestur og norður af Íslandi. Fæðutengsl og orkuflutn- ingur um vistkerfið var metinn með því að kanna fitusýrusamsetningu líf- vera og mæla svokallaðar stöðugar samsætur kolefnis og köfnunarefnis (d13C og ä15N). Orkuríku Calanus- krabbaflærnar reyndust í lykilhlutverki í orkuflutningi frá plöntusvifi til fiska í báðum vistkerfum. Þessi rannsókn kynnir nýja vitneskju um uppbyggingu fæðuvefjarins og orkuflutning á þess- um ólíku hafsvæðum suðurvestur og norður af Íslandi.  Hildur lauk BS-námi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1994 og meistaraprófi í sjávarvistfræði frá sama skóla árið 2006. Hún starfaði á árunum 1994-2005 sem rannsóknamaður í dýrasvifi og frá 2007 hefur hún starfað sem sérfræðingur í fæðutengslum og dýrasvifi á sjó- og vistfræðisviði Hafrannsóknastofnunarinnar. Hildur fæddist 26. apríl 1969, dóttir Péturs Hafsteins Jóhannessonar húsa- smíðameistara og Svönu Eineyjar Einarsdóttur launafulltrúa. Doktor Doktor í sjávarlíffræði bílamerkingar gluggamerkingar prentun Smiðjuvegur 42 Rauð gata 200 Kópavogur Sími:544 4545 www.signa.is signa@signa.is signa.is skilti Gleðileg Jól og farsælt komandi ár Þökkum fyrir viðskiptin á árinu. Hittumst hress á nýju ári. Starfsfólk Signu skiltagerðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.