Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Mikið hefur dregið úr fiskgengd og fiskveiði í Lagarfljóti og hliðarám þess eftir að farið var að veita vatni frá Kárahnjúkavirkjun í fljótið, að sögn Jósefs Valgarðs Þorvaldssonar, formanns Veiðifélags Lagarfljóts. Hann nefndi til dæmis mann sem veiddi 200-300 laxa á ári í net á árum áður en fékk aðeins tvo fiska í netin í fyrra. Sá býr fyrir neðan Lagarfoss. „Það hefur verið minnkandi veiði,“ sagði Jósef. „Það var alveg vitað að svona færi. Til að fiskur rati upp í vatn þarf hann að sjá. Rýnið er orðið svo til ekkert í fljótinu.“ Jósef sagði að veiðin hefði minnk- að báðum megin við laxastigann hjá Lagarfossi. Stangveiði hefur verið stunduð í hliðarám Lagarfljóts en svolítil netaveiði hefur verið í fljótinu sjálfu frá fornu fari. Bæði hefur verið lax og silungur, það er sjóbirtingur, í Lagarfljóti. Undanfarin þrjú ár voru sett sendi- tæki á nokkra fiska sem fóru um laxastigann við Lagarfoss til að fylgjast með ferðum þeirra. Send- ingarnar sýndu að fiskurinn gekk úr sjó til að hrygna í hliðarám Lagar- fljóts. Jósef sagði menn hefðu einnig tekið eftir því að laxinn syndir mjög ofarlega í vatnsborðinu, með uggann upp úr. Mönnum hefur helst dottið í hug að þetta geri laxinn til að sjá eitthvað frá sér. Jósef sagði að varað hefði verið við að svona færi í umhverfismats- skýrslu sem gerð var áður en Kára- hnjúkavirkjun var byggð. Þáverandi umhverfisráðherra hefði hnekkt niðurstöðum skýrslunnar. „Ég vona að vísindamenn séu komnir með einhverja lausn á málinu því þeir hafa haft tíu ár til að hugsa,“ sagði Jósef. Hann sagði að aurinn í fljótinu verði að fara til sjávar, en það sé mögulegt að láta frárennsli virkjunarinnar fara í sérstakan stokk út fljótið eða bora göng niður í Berufjörð fyrir virkjunarvatnið. Ef það hefði verið gert strax hefði ekki þurft að fara í dýrar mótvægis- aðgerðir vegna landbrots við Lagar- fljót. Eins hefði lífríkið í Lagarfljóti þá haldist óbreytt eða betra. Ljósmynd/Sigurður Aðalsteinsson Lagarfljót Bergvatn Grímsár blandast brúnu vatni Lagarfljóts við Ketils- staði á Völlum. Unalækur, Stangarás og Keldhólar í baksýn. Minni fiskgengd er í Lagarfljóti  Netaveiði eins bóndans fór úr 200-300 löxum á ári á árum áður í tvo laxa í fyrra Landhelgisgæslan hefur sent upp- lýsingar um siglingu erlends olíu- skips og íslensks loðnuskips til Rannsóknanefndar sjóslysa. Skip- stjóra olíuskipsins þótti vera óþægi- lega stutt á milli skipanna þar sem þau voru norður af Garðskaga í nátt- myrkri snemma í fyrradag. Rann- sóknanefndin mun væntanlega leggja mat á siglingu skipanna ásamt sérfræðingum sínum. Ásgrímur L. Ásgrímsson, fram- kvæmdastjóri aðgerðasviðs Land- helgisgæslunnar, sagði að um ein sjómíla (1.852 m) hefði verið á milli skipanna þegar skemmst var. Skip- stjóri olíuskipsins hefði metið það svo að það stefndi í að óþægilega stutt yrði á milli skipanna. Bæði skipin voru á siglingaleið sem m.a. olíuskipum er ætlað að fara. Olíu- skipið var búið að losa farm sinn og var á leið frá landinu. Skipstjóri olíuskipsins hafði sam- band við Vaktstöð siglinga og spurði hvort hún gæti náð sambandi við skipstjóra loðnuskipsins, því honum hafði ekki tekist það. Vaktstöðin náði ekki heldur sambandi við loðnu- skipið. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Vaktstöð siglinga Ekki náðist í loðnuskipið. Myndin er úr safni. Þótti of stutt á milli skipanna Allt á einum stað! Lágmarks biðtími www.bilaattan.is Bílaverkstæði Dekkjaverkstæði Smurstöð Varahlutir Hæstiréttur hefur dæmt konu í fimm mánaða skilorðsbundið fang- elsi fyrir eignaspjöll og að hafa í kjöl- farið sparkað í tvö lögreglumenn við skyldustörf. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms og gerði konunni að greiða allan sakarkostnað. Konan var ákærð vegna atburða sem urðu í nóvember 2010. Samkvæmt skýrslu lögreglu kall- aði nágrannakona konunnar eftir að- stoð lögreglu vegna þess að hún væri að berja húsið að utan. Þegar lög- reglumenn komu að húsinu var búið að brjóta tvær rúður í glugga á bak- hlið hússins. Lögreglan ræddi við konuna. Í skýrslunni segir að konan hafi barið húsið að utan með teppa- bankara og hefðu rúðurnar brotnað við þetta. Kom fram að deilur hefðu verið milli kvennanna vegna sólpalls. Lögreglan bað konuna um að láta hús nágrannanna í friði og fóru lög- reglumenn því næst af vettvangi. Nokkru síðar barst tilkynning til lögreglu um að konan væri aftur komin að húsi nágranna sinna og bú- in að brjóta rúðu. Aftur kom lögregla á vettvang og fékk konan tiltal. Það dugði ekki því að lögreglan var í þriðja sinn beðin um að koma til að- stoðar. Þá var búið að brjóta enn eina rúðuna. Í kjölfarið var konan handtekin, handjárnuð og flutt í fangageymslu. Konan lét ófriðlega á lögreglustöð- inni og reyndi að slá til lögreglu- manns og sparkaði í tvo lögreglu- menn. Meðal gagna málsins var hljóð- og myndbandsupptaka sem sýnir samskipti ákærðu við lögreglu- menn við inngang lögreglustöðvar- innar, í herbergi varðstjóra, í lyftu og á svokölluðum fangagangi, framan við fangaklefa. Auk fangelsisdómsins var konunni gert að greiða málskostnað og skaðabætur vegna skemmda á húsi nágranna sinna. Dæmd fyrir eignaspjöll og spörk í lögreglumenn Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.