Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.03.2013, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2013 ✝ Árni Vilhjálms-son fæddist í Reykjavík 11. maí 1932. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 5. mars 2013. Foreldrar hans voru Vilhjálmur Árnason, skipstjóri og framkvæmda- stjóri í Reykjavík, f. 27. maí 1896, d. 4. júlí 1976, og Guðríður Sigurð- ardóttir, húsfreyja í Reykjavík, f. 17. des. 1898, d. 10. feb. 1984. Systur Árna eru Sigríður, f. 1929, og Kristín, f. 1930. Árni kvæntist 18. júlí 1964 Ingibjörgu Björnsdóttur, f. 12. des. 1942, fyrrv. skólastjóra Listdansskóla Þjóðleikhússins. Dætur þeirra eru: 1) Ásdís Helga, f. 16. maí 1965, lands- lagsarkitekt, maki Guðmundur F. Jónsson, f. 1963, viðskipta- fræðingur. Börn þeirra: a) Árni Franklín, f. 1993, b) Veronika, f. 1997, c) Vigdís Lilja, f. 2001. 2) Birna Björk, f. 17. mars 1970, landfræðingur, sambýlismaður Sigurður Tómas Björgvinsson, viðskiptafræðum við HÍ árið 1961 en lét af því embætti árið 1998. Auk kennslustarfa var Árni umsvifamikill þátttakandi í atvinnulífinu til dauðadags. Hann sat í fjölda stjórnskipaðra nefnda á vegum hins opinbera og í stjórnum fjölmargra fyr- irtækja s.s. HB Granda, Hamp- iðjunnar, Stofnfisks, Nýherja, Hvals, Landsbanka Íslands, Flugleiða, Kassagerðar Reykja- víkur, Ármannsfells, Iðnþróun- arstofnunar Íslands, Háskóla- bíós, Hlutabréfamarkaðarins og Verðbréfaþings Íslands. Í nokkrum framangreindra fé- laga gegndi hann stjórnarfor- mennsku. Eftir Árna liggja bæk- ur, ritgerðir og greinar um fjármál, reikningshald og stjórnun fyrirtækja. Árni var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Viðskipta- og hagfæðideild HÍ árið 2001 og heiðursfélagi Félags viðskipta- og hagfræð- inga árið 2007. Í gegnum tíðina sinnti Árni fjölmörgum áhuga- málum, m.a. spilaði hann bad- minton í hverri viku auk þess sem hann naut þess að stunda laxveiði. Útför Árna fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 15. mars 2013, og hefst athöfnin kl. 13. f. 1963, stjórnmála- fræðingur. Synir þeirra: a) Atli Björn, f. 1999, b) Unnar Steinn, f. 2003. Börn Sig- urðar af fyrra sam- bandi: a) Sunna Mist, f. 1986, b) Teitur Ingi, f. 1989, c) Dagur Bjarki, f. 1995. 3) Auður Kristín, f. 13. júlí 1974, sagnfræðingur, maki Ein- ar Þór Harðarson, f. 1973, hag- fræðingur. Dætur þeirra: a) Ingibjörg Sóley, f. 1998, b) Katr- ín Vala, f. 2002, c) Elín Helga, f. 2008. Árni lauk stúdentsprófi frá MR 1951, cand. oecon.-prófi frá HÍ 1954 og prófi frá Harvard- háskóla 1957. Árni annaðist kennslu við Harvard-háskóla 1956-57 og Oslóarháskóla 1958- 59. Hann starfaði við hagrann- sóknir í Framkvæmdabanka Ís- lands, við kennslu í HÍ og sem hagfræðingur hjá Alþjóðabank- anum í Washington DC á ár- unum 1957-1961. Árni var skip- aður prófessor í Hann pabbi minn var fyrirmyndarfaðir og ég er afar þakklát fyrir það sem hann kenndi mér. Mamma vann yf- irleitt seinnipart dags og fram á kvöld þannig að það kom í hans hlut að gefa okkur systrunum kvöldmat og sjá um okkur að öðru leyti. Hann var reyndar oft með hugann við önnur viðfangs- efni en barnauppeldi þannig að það var eitt og annað sem við þurftum að finna út sjálfar. Hjá pabba var ýmislegt leyfilegt og mér og vinkonum mínum fannst ekki leiðinlegt að geta leikið okkur með dýnur og kaðla í stiganum, með skylmingagræj- urnar hans, boxhanskana, lyft- ingagræjurnar og ballettkjóla af mömmu. Það var alltaf gott að tala við pabba. Hann æsti sig aldrei enda hef ég aldrei verið skömm- uð af foreldrum mínum. Þótt hann hafi oft haft mikið að gera var hann alltaf hress og kátur, sérstaklega á föstudagskvöldum eftir badminton, einn viskí og smá djass á fullum hljóðstyrk. Ég minnist kvöldanna sem rit- vélin var á fullu en á meðan hann vann reyndi hann að sann- færa mig um hve honum þætti gaman að heyra mig æfa mig á píanóið eða vita af mér að sinna heimanámi. Það var alltaf klárt mál að maður átti að standa sig í skólanum og sinna öllu því sem ætlast var til af manni. Þau mamma hvöttu okkur systurnar eindregið til að verða okkur úti um nám og reynslu, búa í út- löndum og vinna alls konar störf. Það eru örugglega ekki allir pabbar sem hefðu hvatt dóttur sína til að fara sem skiptinemi til Tyrklands þegar allar fréttir þaðan voru nei- kvæðar. Pabbi var alltaf til í ferðalög, þ.e.a.s. ef hann hafði lausan tíma. Ef við komum með tillögu að ferð og plönuðum allt sem þurfti að plana var hann þakklátur fyrir það og til í hvað sem er. Pabbi setti sjálfum sér háan siðferðilegan „standard“. Hann og hans fólk skyldi vinna að því að gera samfélaginu gagn, standa við skuldbindingar sínar að fullu og vinna sér traust fólks. Þó að hann hafi oft verið þrjóskur og ákveðinn kom hann fram af hógværð. Honum var meinilla við allan hégóma og átti mjög erfitt með að fara á veit- ingastaði sem báru fram matinn tálgaðan og umbreyttan að hætti Frakka. Hann sá heldur engan tilgang í því að vera gangandi auglýsing fyrir La- coste eða Boss enda þurfti mamma helst að spretta öllum svoleiðis merkjum af fötunum hans. Honum leið hins vegar stórvel inni í erlendum bóka- búðum enda öll tækifæri nýtt til að viða að sér bókum um ýmis fræði sem hann ætlaði að lesa þegar hann yrði gamall og hefði meiri tíma. Pabbi var alltaf tilbúinn að gefa góð ráð og styðja mig í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Þó að ég hafi flutt að heiman fyrir löngu höfum við Einar og stelpurnar haft Hlyn- gerðið sem samastað þar sem maður er alltaf velkominn að vera, borða eða gista, jafnvel þótt enginn sé heima. Pabbi var líka góður og hress afi og hans verður sárt saknað af dætrum mínum, sérstaklega á sunnu- dagskvöldum en þá buðu þau mamma okkur öllum alltaf í mat. Já, pabbi var flottur og ég er þakklát fyrir allt það góða veganesti hann gaf mér. Ég vona að ég geti verið jafngóð fyrirmynd barna minna eins ég hann var mér. Auður Kristín. Elskulegur tengdafaðir minn Árni Vilhjálmsson er fallinn frá eftir hetjulega baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Árni var mikill heiðursmaður og kenndi hann mér margt sem ég hef getað notað í lífinu. Árni var slyngur veiðimaður hvort sem er við fiskveiðar eða fyrirtækjarekst- ur. Hann sýndi mér hvernig átti að veiða lax og lönduðum við þeim ófáum saman. Hann var mikill keppnismaður í lífi og leik og spilaði ávallt eftir settum leikreglum. Aldrei barst hann á eða hældi sér af gjörðum sínum og kom eins fram við alla, leika og lærða. Árni átti langan og glæsileg- an feril í ýmsum greinum og væri hægt að skrifa heila bók um ævi hans og störf. Votta ég yndislegri tengdamóður minni, mágkonum mínum, systrum Árna ásamt fjölskyldum þeirra innilega samúð mína. Árna verður sárt saknað. Guðmundur F. Jónsson. Í dag kveð ég elskulegan tengdaföður minn í hinsta sinn. Minning um merkilegan mann mun lifa með okkur um ókomna tíð. Árni var skemmtilegur mað- ur og oft hrókur alls fagnaðar en þó leið honum að ég held best heima að lesa í bók, fara yf- ir skýrslur eða blaða í tölum tengdum áhugamálinu sem hann hafði svo mikla ástríðu fyrir, rekstri þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem hann kom að. Reyndar fór það einhvern veg- inn framhjá honum, uppteknum manninum, þegar ég var kynnt- ur fyrir honum í fyrsta sinn. Í næsta skipti sem ég heilsaði honum kannaðist hann ekkert við mig og bað dóttur sína að kynna mig fyrir sér upp á nýtt. Upp frá því urðum við miklir vinir. Árni var einstakur kenn- ari og gaf sér ávallt tíma til að útskýra hlutina, oftar en ekki í algjörum smáatriðum, enda hafði hann sjálfur þörf fyrir að skilja hlutina til hlítar. Það voru ákveðin forréttindi að vera eins- konar einkanemandi hans í Hlyngerðinu, hvort sem um var að ræða efni tengt viðskipta- fræði eða loðnuvertíðinni. Alltaf var gott að leita til hans með hvaða málefni sem var. Í minn- ingunni munum við fjölskyldan geyma allar góðu samveru- stundirnar með Árna, þá sér- staklega ferðalögin sem við fór- um saman. Því miður verða þau ekki fleiri með Árna og ekki för- um við í veiðina í sumar eins og við ræddum um. Við eigum eftir að sakna Árna í heimsóknum í Hlyngerðið. Sunnudagsmatur- inn hjá afa og ömmu var ómiss- andi fastapunktur hjá börnun- um og okkur, þar sem við áttum oft ansi fjörugar umræður um málefni líðandi stundar. Árni kunni að njóta lífsins á þann hátt sem honum hentaði. Hann var óspar á hrós og að sýna þakklæti fyrir það sem lífið gaf honum. Ég veit ekki hve oft ég heyrði hann hrósa Ingu fyrir matinn með orðunum „þetta er nú held ég bara besta lambalær- ið sem ég hef nokkurn tíma smakkað“. Einnig var áhugi hans á garðrækt smitandi en hann gat þulið upp í smáatriðum hvenær hvaða tré var plantað í garðinn og hvaða ár haustlægð- in braut hvaða grein. Tengda- faðir minn var ávallt áhugasam- ur um hvað væri að gerast hjá okkur, hvernig væri í vinnunni hjá mér og Auði, hvernig stelp- unum gengi í skólanum og áhugamálum þeirra eða hvað við Auður værum að framkvæma á heimili okkar. Hann var dætr- um okkar einstakur afi, sem þær báru mikla virðingu fyrir og þótti mjög vænt um. Ég er afar þakklátur fyrir samveru- stundirnar með Árna. Það eru forréttindi að hafa átt hann fyr- ir tengdaföður. Einar Þór. Mig langar til þess að minn- ast tengdaföður míns Árna Vil- hjálmssonar með nokkrum orð- um nú þegar komið er að kveðjustund. Það voru forrétt- indi að fá að kynnast fræði- manninum, athafnamanninum og fjölskyldumanninum Árna Vilhjálmssyni. Hann var í 37 ár prófessor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og naut mik- illar virðingar og vinsælda bæði meðal nemenda og samstarfs- fólks. Ég hef kynnst fjölda nem- enda hans í gegnum tíðina og allir eiga góðar og skemmtileg- ar minningar úr kennslustund- um Árna. Enda sóttust útskrift- arhópar eftir nærveru Árna á reglulegum mannamótum í gegnum árin. Árni var svo lánsamur að geta samtvinnað fræðimennsk- una og uppbyggingu atvinnulífs á Íslandi. Samhliða kennslunni fékk athafnamaðurinn að njóta sín með virkri þátttöku í stjórn- un og rekstri fyrirtækja. Hann átti m.a. þátt í því að koma á fót virkum hlutabréfamarkaði á Ís- landi upp úr 1980. Árni sat í stjórnum fjölda fyrirtækja og stofnana á sínum langa og far- sæla starfsferli. Í áratugi kom hann að rekstri fyrirtækja eins og Granda, Hvals, Nýherja og Hampiðjunnar, ýmist sem stjórnarformaður eða fulltrúi í stjórn. Eitt árið var hann jafn- framt starfandi forstjóri Granda og var afkoma fyrirtækisins ein sú besta frá upphafi það árið. Árni naut mikillar virðingar í ís- lensku viðskiptalífi enda verður hans minnst fyrir heiðarleika, réttsýni, orðheldni, dugnað og frumkvæði á því sviði. Árni var mikill fjölskyldu- maður og ræktaði sitt fólk af mikilli alúð. Hann lagði alla tíð mikla áherslu á samheldni og samveru fjölskyldunnar og fyrir það erum við sem eftir stöndum afar þakklát. Sunnudagssteikin hjá Árna og Ingibjörgu í Hlyn- gerði hefur sameinað fjölskyld- una árum saman og þar naut Árni sín sem fjölskyldufaðir og gestgjafi. Þar voru landsmálin krufin, sagðar sögur frá fyrri tíð og hlustað á hvað barnabörnin höfðu haft fyrir stafni þá vik- una. Það var alltaf gott að leita til Árna og aldrei kom maður að tómum kofunum, hvort sem um var að ræða fræðileg málefni eða hversdagsleg viðfangsefni. Þrátt fyrir annir í kennslu og við stjórnun fyrirtækja hafði Árni tíma til að sinna sínum áhugamálum. Það var lærdóms- ríkt að fylgjast með stangveiði- manninum Árna og í bridge og badminton var keppnisskapið alltaf fyrir hendi. Ég þakka Árna Vilhjálmssyni fyrir samfylgdina í gegnum ár- in, við höfum misst mikið en eft- ir stendur minningin um góðan fjölskylduföður og merkan at- hafnamann. Sigurður Tómas Björgvinsson. Mig langar til þess að minn- ast Árna Vilhjálmssonar, sam- ferðamanns og fjölskylduvinar. Ég hef þekkt Árna frá því ég fyrst man eftir mér. Hann var léttur í spori, léttur í lund, skarpgreindur dugnaðarforkur, heiðarlegur og einstakt ljúf- menni. Foreldrar okkar Vil- hjálmur Árnason og Guðríður Sigurðardóttir, Loftur Bjarna- son og Solveig Sveinbjarnar- dóttir voru nánir vinir og þeir samstarfsmenn um áratuga skeið, allt til þeirra dauðadags. Vinskapur fjölskyldnanna hefur haldið áfram og vonandi mun sá hlekkur ekki slitna með næstu kynslóðum. Árlegt jólaboð hjá Ingibjörgu og Árna, annan í jólum, var fast- ur liður hjá okkur Kristjáni bróður, barna okkar og síðar barnabarna. Þar komum við saman ásamt fjölskyldum Árna og Ingibjargar. Var sú hefð til- hlökkunarefni allra. Þar hitt- umst við þessar fjölskyldur, í mat, drykk, leik og gleði, enda var höfðingsskapurinn mikill hjá þeim samhentu hjónum Ingibjörgu og Árna. Alltaf var nóg pláss fyrir alla aldurshópa og sífellt bættist í hópinn. Farið var í ýmsar ferðir, þessar vin- afjölskyldur, með stóra sem smáa í ferðalög. Meðal annars dagsferð austur að Hvolsvelli til að fræðast um Njálssögu, í sögusetrinu og á Njáluslóðum. Var þetta einkar skemmtileg ferð. Eitt sinn fórum við í helg- arferð á Strandirnar, þar sem við gistum tvær nætur og fórum í dagsferðir að skoða okkur um og borðuðum nesti okkar úti í guðs grænni náttúrunni. Það átti vel við Árna, sem var mikið náttúrubarn, enda kunni hann vel að meta fegurð landsins. Árni vildi nýta það sem landið gefur af sér á skynsaman hátt. Hann undi sér vel þarna á Ströndunum, utan skarkala, símhringinga og ónæðis. Á kvöldin voru kvöldvökur og þá voru sungin lög sem flestir kunna og undirspilið var harm- onikka. Þar naut Árni sín vel í faðmi fjölskyldunnar. Lék á als oddi, söng og dansaði við barna- börnin. Einnig eigum við skemmtilegar minningar um ferðir erlendis. Árni hafði mikla unun af að fara í berjamó, enda fóru þau Ingibjörg árlega í slík- ar ferðir. Þar gátu þau verið í eigin hugarheimi. Í berjamó er gott að hugsa og þar þarf maður ekki að tala. Nú er komið að því að kveðja góðan vin, Árna Vilhjálmsson. Veit ég og trúi, að næsta kyn- slóð mun halda fast um vina- böndin, því þau mega ekki slitna. Sendi Ingibjörgu, Ásdísi Helgu, Birnu Björk, Auði Krist- ínu og fjölskyldum okkar inni- legustu samúðarkveðjur frá fjöl- skyldu minni, sem þakkar allar góðar stundir á liðnum árum. Guð blessi minningu Árna Vilhjálmssonar. Birna Loftsdóttir. Fullur eftirvæntingar hóf ég störf sem markaðsstjóri HB Granda sumarið 2004. Ég þekkti Árna Vilhjálmsson stjórnarfor- mann ekki persónulega, en var spenntur að hitta þennan áhrifamann í íslensku viðskipta- lífi. Ég vissi að hann hafði ekki aðeins kennt heilum kynslóðum viðskiptafræðinga, heldur var hann líka einn reyndasti stjórn- armaður landsins. Kynni okkar urðu strax góð og ég heillaðist af hans brennandi áhuga á markaðsstarfinu, sem ég hafði verið ráðinn til að leiða. Hann var viss um að þar lægju sókn- arfærin einna helst og var tilbú- inn til þess að taka með okkur slaginn. Ómetanlegt var að hafa slíkt bakland þegar úrtölur og mótlæti brustu á. Þegar hann hálfu ári síðar bað mig að setjast í forstjórastól HB Granda sýndi hann mér mikið traust. Í hönd fór mikill lærdómstími fyrir mig, en leið- beinandinn dró ekki af sér við fræðsluna. Hann var óþrjótandi uppspretta þekkingar á íslensk- um sjávarútvegi og sögu hans, en nákvæmni hans og virðing fyrir hverju viðfangsefni voru öðrum til fyrirmyndar. Læri- sveinninn óskaði sér þess þá oft að eiga slíkan límheila sem fræðarinn. Samvinna okkar Árna gekk afar vel. Hann var kröfuharður og mál þurftu að vera vel unnin til þess að hljóta náð fyrir hans augum. Hann gat látið í sér heyra ef honum mislíkaði og það skal játað hér að stundum tók svolítið í að standa undir hans kröfum. En maður vissi þá líka að ef hann var sáttur, þá var hann sáttur. Undirmál leið hann engin. Kröfuharðastur var hann þó við sjálfan sig. Hann dró aldrei af sér og kveinkaði sér aldrei undan miklu vinnuálagi. Bestu stundirnar áttum við Árni þó saman á fjölmörgum ferðalögum víða um heim. Þar var engri kröfuhörku fyrir að fara, heldur tók hann öllu sem fyrir bar með jákvæðni, auð- mýkt og þolinmæði. Hann heill- aði viðskiptavini í Japan, Kína og víðar með þekkingu sinni, áhuga og einlægni. Í Síle átti hann hóp aðdáenda hjá útgerð- arfélagi, sem HB Grandi á hlut í. Í upphafi þeirra samskipta hafði Árni sýnt þeim slíkt traust, að því gleymdu þeir aldr- ei og gættu þess í hvívetna að bregðast honum ekki. Þá er mér minnisstæð dagstund sem við tveir áttum saman í gamla skól- anum hans í Harvard, þar sem hann rifjaði upp gamla reynslu háskólaáranna. Í sumar sem leið, átta árum frá komu minni til HB Granda, bauðst mér annað starf, sem ég ákvað að þiggja. Árni tók þeim breytingum af yfirvegun og skildum við í mikilli vináttu og sátt. Við spjölluðum saman af og til eftir það og fórum m.a. saman í eftirminnilega veiðiferð. Á síðasta fundi okkar í janúar var mjög af mínum gamla læri- föður dregið. Hann kveinkaði sér þó hvergi og ræddi af sömu gömlu ástríðunni um útgerðina og hvað henni væri fyrir bestu. Ég kveð nú með miklum söknuði góðan vin og fræðara. Oft hef ég setið yfir snúnum við- fangsefnum og leitað úrlausnar með því að hugsa: Hvað hefði Árni gert? Íslenskt viðskiptalíf horfir á eftir miklum brautryðj- anda og áhrifamanni. Mestur er þó missir Ingibjargar og fjöl- skyldu hennar. Við Jónína send- um þeim okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Eggert Benedikt Guðmundsson. Með miklum trega og söknuði kveð ég í dag hinstu kveðju Árna Vilhjálmsson, er ég leit til sem míns stóra bróður, en leiðir okkar hafa legið saman allt frá minni fyrstu tíð, þó skyldleikinn væri enginn. Þannig var að faðir minn Loftur Bjarnason og faðir Árna, Vilhjálmur Árnason, ráku sam- an Fiskveiðahlutafélagið Venus, er stundaði togaraútgerð og fiskverkun frá Hafnarfirði. Tókst með þeim félögum og fjöl- skyldum þeirra órofa vinátta, sem stendur enn. Árni fór snemma að vinna, eins og þá tíðkaðist í sumarfrí- um frá skóla. Var hann í sveit að Hjalla í Ölfusi, á togara og var m.a. háseti á b.v. Venusi í hinum margumtöluðu Bjarnar- eyjatúrum er farnir voru eftir stríð. Þá var Árni háseti á hval- bát og vann á skrifstofu Hvals hf. er þá var staðsett í Hvalfirði er hvalvertíð stóð yfir. Árni sá um skrifstofu Fisk- veiðahlutafélagsins Venusar sumarið 1959. Þannig kynntist Árni snemma atvinnulífinu af eigin raun er entist honum vel seinna á lífsleiðinni. Árni var afburðanámsmaður og var einu ári á undan sínum jafnöldrum í menntaskóla. Árni var tiltölulega ungur er hann var skipaður prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Ís- lands, og sýnir það vel traustið sem borið var til hans. Árni lét ekki kennsluna eina duga held- ur tók jafnframt virkan þátt í atvinnulífinu með því m.a. að sinna verkefnum og nefndar- störfum fyrir hin ýmsu ráðu- neyti. Mest lét hann samt að sér kveða innan sjávarútvegsins, en sú atvinnugrein átti hug hans allan. Okkar samstarf í atvinnulíf- inu hófst er ég hóf störf á skrif- stofu Hvals hf. hjá föður mínum 1966. Kallaði pabbi Árna oft til skrafs og ráðagerða um hin ýmsu mál er tengdust rekstr- inum. Árni varð formaður stjórnar Hvals hf. 1979. Árni kom með þá hugmynd, hvort ekki væri rétt að við gæfum okkur fram við Reykjavíkur- borg með það í huga að gera til- boð í hlut Reykjavíkurborgar í Granda hf. Reykjavíkurborg vildi selja sinn hlut. Leiddi Árni Árni Vilhjálmsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.