Morgunblaðið - 05.03.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.03.2013, Blaðsíða 4
ina og má því búast við flugeldasýn- ingu frá spænska liðinu. Skyndisóknirnar hættulegar „Real Madrid er eitt besta liðið þegar kemur að því að beita skyndi- sóknum,“ sagði Ferguson um mót- herjann í gær. „Real sýndi það gegn Barcelona. Við verðum að finna leið til þess að ráða við þessar skyndi- sóknir og á sama tíma reyna sækja sjálfir.“ Phil Jones verður ekki með Man- chester United í kvöld vegna meiðsla en leikmaðurinn ungi átti mjög góðan leik á Bernabéu þar sem hann skilaði mikilli og góðri vinnu á miðjunni. „Við verðum bara að gera það sem til þarf. Við þekkjum styrkleika okkar og veikleika og hvað við get- um gert vel. Vonandi hjálpar það okkur í þessum leik,“ sagði Sir Alex Ferguson. Þúsund leikir hjá Giggs Leikurinn á morgun mun marka tímamót á ferli eins sigursælasta knattspyrnumanns allra tíma, Ryan Giggs. Hann var hvíldur um helgina gegn Norwich svo hann yrði full- frískur í leikinn í kvöld sem verður hans 1.000. fyrir Manchester United á ferlinum. Ferguson stólar á reynslu velska töframannsins. „Hann mun koma við sögu hvort sem hann verður í byrjunarliðinu eða byrjar á bekknum. Reynsla hans er okkur ómetanleg. Þúsund leikir, vá, þetta er einstakt og verð- ur ekki leikið eftir að ég held,“ sagði Sir Alex Ferguson. Evrópukvöld eins og þau gerast best  Stórlið verður skilið eftir með sárt ennið á Old Trafford í kvöld  Skellir Ronaldo gömlu félögunum?  Ryan Giggs spilar 1.000. leikinn gegn Real Madrid á Old Trafford AFP Vinátta Það er ekki víst að alveg svona vel fari á með leikmönnum Man- chester United og Real Madrid eftir leikinn á Old Trafford í kvöld. FÓTBOLTI Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is „Evrópukvöldin gerast ekki betri en þetta,“ sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester Unit- ed, á fréttamannafundi í gær fyrir stórleik liðsins gegn Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeild- arinnar í kvöld. Liðin skildu jöfn, 1:1, í fyrri leikn- um á Santiago Bernabéu og United því í ágætri stöðu fyrir kvöldið. Cris- tiano Ronaldo heimsækir sinn gamla heimavöll í fyrsta skipti síðan hann var seldur fyrir metfé sumarið 2009. „Þetta eru félög með ríka sögu og þau ættu að bjóða upp á frábæran leik. Ég efast um að nokkur verði fyrir vonbrigðum,“ sagði Sir Alex. Lykilmenn úthvíldir Eðlilega var talið að tveir El Clá- sico-leikir með fjögurra daga millibili myndu þreyta Real-liðið og taka fók- usinn af leiknum gegn United. Það hefði vissulega hjálpað enska liðinu en hlutirnir breyttust snögglega eftir að Real vann Barcelona, 3:0, í bik- arnum síðastliðið miðvikudagskvöld. Þá sá José Mourinho sér leik á borði að vinna tvo titla á tímabilinu en möguleikinn í spænsku deildinni er fyrir löngu horfinn þrátt fyrir ann- an sigur á Barca um helgina. Þar hvíldi Portúgalinn nokkra af sínum helstu leikmönnum, meðal annars Mesut Özil, Sami Khedira og Cristiano Ronaldo. Í staðinn fyrir að El Clásico trufl- aði undirbúning Real um helgina hjálpaði sigurinn í bikarnum liðinu að undirbúa sig fyrir Meistaradeild- mun sýna átta leiki í riðlakeppninni og þá sýna japanskar og bandarískar stöðvar alla leiki sinna þjóða á mótinu. Ísland og Svíþjóð á föstudag er einn þeirra leikja sem Eurosport sýnir beint. Svíþjóð er í 6. sæti, Noregur í 12. sæti, Dan- mörk í 13. sæti, Ísland í 15. sæti og Kína í 17. sæti. Í ár verða leikir frá mótinu í fyrsta skipti sýndir beint í sjónvarpi í Evrópu. Eurosport komist á verðlaunapallinn í fjórtán skipti af þeim átján sem það hefur verið með í mótinu. Noregur hefur unnið mótið fjórum sinnum, Svíþjóð þrisvar, Kína tvisvar og Þýskaland tvisvar. Til marks um styrkleika mótsins hafa ríkjandi heimsmeistarar, Japanir, verið með á undanförnum tveimur mótum og orðið að láta sér nægja silfur og brons. Þýskaland er núverandi handhafi bikarsins eftir sigur á Japan, 4:3, í úrslitaleik mótsins í fyrra. Bandaríkin unnu þá Svíþjóð, 4:0, í leiknum um bronsið. Danmörk vann Ísland, 3:1, í leiknum um 5. sætið. Ísland og Bandaríkin mætast í fyrstu um- ferð mótsins á morgun klukkan 14 að íslensk- um tíma. Ísland mætir síðan Svíþjóð á föstu- daginn klukkan 18 og Kína næsta mánudag klukkan 15. Að lokum er spilað um sæti mið- vikudaginn 13. mars. Í A-riðli mótsins leika Þýskaland, Japan, Danmörk og Noregur en átta bestu liðin spila í A- og B-riðlunum. Í C-riðli eru síðan fjórar lökustu þjóðirnar sem að þessu sinni eru Portúgal, Mexíkó, Wales og Ungverjaland. Sigurliðið þar spilar um 7. sætið á mótinu og liðið í öðru sæti um 9. sætið en þeir leikir eru gegn liðunum sem verða neðst í A- og B- riðlum. Eurosport sýnir 8 leiki í riðlakeppninni Styrkur Algarve-bikarsins sést best á því að þrjú bestu landslið heims eru á meðal þátt- takenda, Bandaríkin, Þýskaland og Japan, og liðin í A- og B-riðlum eru öll í hópi 17 efstu. Níunda Portúgalsför íslenska liðsins  Algarve-bikarinn hefst á morgun  Ísland mætir ólympíumeisturunum í fyrsta leik Ljósmynd/Algarvephotopress Kína Ísland hefur sigrað Kína þrívegis í fjórum viðureignum þjóðanna á Algarve og hér er Hólmfríður Magnúsdóttir í baráttunni í fyrra. Liðin mætast í 5. skipti á mánudaginn kemur. FÓTBOLTI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu kom í gær til Algarve á suðurströnd Portúgals. Þar tekur liðið enn og aftur þátt í Algarve- bikarnum, sterkasta móti kvennalandsliða í heiminum ár hvert, fyrir utan HM og EM. Þetta er sjöunda árið í röð sem Ísland er á meðal þátttökuþjóðanna en liðið hefur verið með samfleytt frá 2007. Áður var Ísland með í keppninni árin 1996 og 1997 en hún hefur ver- ið haldin samfleytt frá árinu 1994 og þetta er því 20. mótið frá upphafi. Besti árangur Íslands til þessa er árið 2011 þegar liðið kom skemmtilega á óvart með því að vinna sinn riðil og leika til úrslita um gull- verðlaunin gegn Bandaríkjunum. Úrslitaleik- urinn endaði 4:2 fyrir bandaríska liðið en á leið sinni í hann vann Ísland sigur á Svíþjóð, Danmörku og Kína. Sigurður Ragnar Eyjólfsson er mættur til leiks með stærri hóp en áður, eða 23 leik- menn. Þátttökuliðunum var leyft að vera með jafnmarga leikmenn og verða í úrslitakeppni Evrópumótsins í sumar en þar verða fimm þátttökuþjóðanna, Ísland, Þýskaland, Nor- egur, Danmörk og Svíþjóð. Bandaríkin unnið átta sinnum Bandaríkin eru sigursælasta þjóðin á mótinu til þessa með 8 gullverðlaun, fjögur silfur og tvö brons. Bandaríska liðið hefur 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2013

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.