Morgunblaðið - 18.03.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.03.2013, Blaðsíða 4
HANDBOLTI Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is „Við erum mjög ánægðar með sigurinn enda færir hann okkur heimaleikjarétt- inn,“ segir Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar, en hún skoraði þrjú mörk í sigri liðsins á FH, 26:22, í lokaumferð N1-deildar kvenna á laug- ardaginn. Með sigrinum tryggði Stjarnan sér fjórða sætið og þar með heimaleikjarétt í átta liða úrslitum þar sem hún mætir HK. „Markmiðið var að komast í topp fjóra þannig við erum sáttar í bili þó margt hefði getað farið betur hjá okkur á tíma- bilinu. En við erum enn með tiltölulega óslípað lið,“ segir Rakel Dögg. Héldum einbeitingu Jafnt var í hálfleik hjá FH og Stjörn- unni, 12:12, en stúlkurnar úr Garða- bænum sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu fjögurra marka sigur. FH endaði í sjötta sæti deildarinnar og mætir ÍBV í átta liða úrslitum. „FH er með hörkulið og flottan mann- skap. Við settumst bara niður í hálfleik og ræddum um hvað þyrfti að laga. Við þurftum að berjast fyrir hverjum ein- asta bolta. Þetta snerist bara um haus- inn á okkur. En við héldum einbeitingu út allan leikinn sem var rosalega gott,“ segir Rakel Dögg. Eins og álfar út úr hól Úrslitakeppnin hefst á fimmtudags- kvöldið en þá tekur Stjarnan á móti HK. Kópavogsliðið vann sinn leik í loka- umferðinni gegn Gróttu með eins marks mun, 21:20, en þurfti að treysta á tap hjá Stjörnunni til að ná fjórða sætinu. Þrátt fyrir að hafa unnið Stjörnuna þrisvar sinnum á tímabilinu, tvisvar í deild og einu sinni í bikar, verður Garðabæj- arliðið samt með heimavallarréttinn. „HK er með flott lið og þær ná að gíra sig vel upp á móti okkur. Ekki að ég vilji taka neitt af HK en við höfum verið eins og álfar út úr hól í leikjunum á móti þeim. Ég hlakka mikið til þessa einvígis. Við eigum harma að hefna og komum vel stemmdar í leikina. Það var samt mjög mikilvægt að ná heimavallarréttinum,“ segir Rakel Dögg. Engin úrslitakeppni síðast Þegar í úrslitakeppnina kemur skiptir litlu hvað liðin gerðu í deildarkeppninni. Öll lið byrja á núlli sem hentar Stjörn- unni ágætlega en liðið hefur verið að slípa sig saman allt tímabilið þar sem þar eru nokkrir leikmenn að stíga upp úr meiðslum eins og Rakel Dögg. Liðið hefur innbyrðist nokkrar reynslumiklar konur á borð við Rakel, Hönnu G. Stef- ánsdóttir, Jónu Margréti Ragnarsdóttur og Kristínu Clausen sem ætti að hjálpa til í úrslitakeppni. „Auðvitað á það að hjálpa. Við gefðum getað gert betur í nokkrum leikjum á tímabilinu en það er ekkert hægt að kenna reynsluleysi um því við erum þarna nokkrar með nokkur hundruð Tapaði þrisva en fær heima  Stjarnan tryggði sér fjórða sætið í N1-dei  Mætir liðinu sem vann það í þrígang á tím Leikirnir í 8-liða úrslitum » 1 Valur - Haukar 8 » 2 Fram - Grótta 7 » 3 ÍBV - FH 6 » 4 Stjarnan - HK 5 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MARS 2013 N1-deild karla Fram – Haukar.................................. 25:17 Staðan: Haukar 19 15 1 3 468:404 31 Fram 19 12 1 6 508:470 25 FH 19 12 1 6 483:472 25 ÍR 19 9 1 9 481:494 19 HK 19 6 3 10 464:492 15 Akureyri 19 6 2 11 452:466 14 Afturelding 19 5 2 12 445:486 12 Valur 19 3 5 11 457:474 11 Leikir sem eftir eru: 21.3. FH – Fram 21.3. ÍR – HK 21.3. Akureyri – Afturelding 21.3. Haukar – Valur 25.3. Haukar – FH 25.3. Fram – ÍR 25.3. HK – Akureyri 25.3. Valur – Afturelding N1-deild kvenna ÍBV – Valur ....................................... 33:22 Haukar – Fylkir ................................ 31:18 HK – Grótta....................................... 21:20 FH – Stjarnan ................................... 22:26 Selfoss – Fram................................... 22:32 Lokastaðan: Valur 20 18 0 2 644:431 36 Fram 20 18 0 2 613:400 36 ÍBV 20 15 1 4 546:437 31 Stjarnan 20 13 0 7 549:481 26 HK 20 12 1 7 499:491 25 FH 20 11 0 9 492:499 22 Grótta 20 8 1 11 465:466 17 Haukar 20 6 0 14 463:521 12 Selfoss 20 4 0 16 427:534 8 Afturelding 20 2 1 17 374:568 5 Fylkir 20 1 0 19 354:598 2 Í 8-liða úrslitum mætast: Valur – Haukar Fram – Grótta ÍBV – FH Stjarnan – HK Þýskaland A-DEILD: Kiel – Neuhausen ............................. 29:21  Guðjón Valur Sigurðsson skoraði ekki fyrir mörk fyrir Kiel en Aron Pálmarsson skoraði 2. Alfreð Gíslason þjálfar liðið. N-Lübbecke – Minden...................... 34:23  Vignir Svavarsson hjá Minden er frá keppni vegna meiðsla. Grosswallstadt – Burgdorf.............. 26:31  Rúnar Kárason skoraði 3 mörk fyrir Grosswallstadt en Sverre Jakobsson skoraði ekki. Staðan: Kiel 24 21 1 2 800:620 43 RN Löwen 24 19 3 2 673:601 41 Flensburg 23 17 3 3 713:589 37 Füchse Berlin 24 16 3 5 710:646 35 Hamburg 24 16 3 5 731:664 35 H.Burgdorf 24 16 2 6 726:699 34 Magdeburg 24 12 1 11 700:674 25 Lemgo 24 12 1 11 661:664 25 Melsungen 24 10 4 10 682:684 24 Wetzlar 24 11 2 11 689:692 24 Göppingen 24 10 2 12 681:660 22 Balingen 24 9 2 13 678:708 20 N-Lübbecke 25 9 2 14 710:720 20 Gummersbach 24 5 2 17 628:731 12 Neuhausen 24 5 1 18 628:740 11 Minden 24 4 3 17 631:724 11 Grosswallstadt 24 3 1 20 593:672 7 Essen 24 2 2 20 604:750 6 B-DEILD: Emsdetten – Friesenheim ............... 30:19  Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði 6 mörk fyrir Emsdetten og Ernir Hrafn Arnarson 1.  Árni Þór Sigtryggsson skoraði 8 mörk fyrir Friesenheim. Bergischer – Leipzig ....................... 35:33  Arnór Þór Gunnarsson skoraði 5 mörk fyrir Bergischer. Noregur A-DEILD KARLA: Nötteröy – BSK/NIF........................ 23:25  Hreiðar Levý Guðmundsson ver mark Nötteröy. A-DEILD KVENNA: Flint Tönsberg – Levanger ............. 26:23  Ramune Pekarskyte skoraði 5 mörk fyrir Levanger en Nína Björk Arnfinns- dóttir ekkert. Svíþjóð Hammarby – Kristianstad............... 24:23  Elvar Friðriksson skoraði 1 mark fyrir Hammarby.  Ólafur A. Guðmundsson skoraði 3 mörk fyrir Kristianstad. Meistaradeild Evrópu 16-liða úrslit, fyrrileikir: Bjerringbro-Silk. – Barcelona.......... 26:32 Ademar León – Veszprém ................ 20:23 Pick Szeged – Kielce ......................... 26:25 Celje Lasko – Hamburg.................... 29:38 Atlético Madrid – Füchse Berlín...... 29:29 Gorenje Velenje – Flensburg ........... 25:28 HANDBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Ólafur Gústafsson átti stórleik með þýska liðinu Flensburg þegar liðið hrósaði sigri gegn slóvenska liðinu Gorenje Velenje, 28:25, í fyrri við- ureign liðanna í 16-liða úrslitunum sem fram fór í Slóveníu í gærkvöld. Ólafur var markahæstur leik- manna Flensburg í leiknum með 7 mörk en næstir komu dönsku landsliðsmennirnir Tomas Mogesen og Anders Eggert með 5 mörk hvor. Ólafur gekk sem kunnugt er í raðir Flensburg í haust en hann var fenginn til að fylla skarð Arn- órs Atlasonar þegar hann sleit há- sin. Þórir Ólafsson og félagar hans í pólska liðinu Kielce máttu þola sitt fyrsta tap í Meistaradeildinni á tímabilinu en Kielce tapaði á útivelli fyrir ungverska liðinu Pick Szeged, 26:25, í fyrri viðureign liðanna í 16- liða úrslitunum. Þórir skoraði 3 af mörkum Kielce sem á góða mögu- leika á að komast áfram en síðari leikurinn fer fram á heimavelli liðs- ins um næstu helgi. Strákarnir hans Dags Sigurðs- sonar í þýska liðinu Füchse Berlin standa vel að vígi eftir að hafa gert jafntefli, 29:29, við spænska liðið Tatran Preov, 36:20, í fyrri við- ureign liðanna í 16-liða úrslitum í EHF-keppninni í handknattleik en leikurin fór fram á heimavelli Lö- wen sem Guðmundur Þórður Guð- mundsson þjálfar. Löwen er efst í sínum riðli með 8 stig eftir fimm leiki. Lærisveinar Kristjáns Andr- éssonar í sænska liðinu Guif töpuðu á heimavelli fyrir þýska liðinu Göppingen, 31:25. Heimir Óli Heim- issson náði ekki að skora fyrir Guif en Haukur Andrésson lék ekki með liðinu vegna meiðsla. Guif hefur tapað öllum fimm leikjum sínum í riðlinum. Atletíco Madid á útivelli. Iker Ro- mero jafnaði metin fyrir Berl- ínarrefina en Spánverjinn skoraði 8 mörk og var markahæstur. Bjerringbro-Silkeborg tapaði á heimavelli fyrir sterku liði Barce- lona, 32:26. Hornamaðurinn Guð- mundur Árni Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Bjerringbro sem var þremur mörkum undir eftir fyrri hálfleikinn, 15:12. Stefán góður með Löwen Stefán Rafn Sigurmannsson skor- aði 7 mörk fyrir Rhein-Neckar Lö- wen og Alexander Petersson eitt þegar liðið burstaði rússneska liðið Ólafur með stórleik í Slóveníu  Ólafur með 7 mörk í sigri Flensburg gegn Gorenje Velenje í Meistaradeildinni Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is Ilmandi markasúpa var elduð í Lengjubikarnum um helgina þar sem hver stórsigurinn rak annan. KR- ingar skoruðu þar mest en þeir nið- urlægðu Þórsara, 8:0, í Egilshöllinni. Það sem meira er skoruðu KR-ingar mörkin átta á fyrstu 49 mínútum leiksins en létu svo þar við sitja. Þórsarar gleymdu búningatösk- unni heima og léku því í gulum og bláum Fjölnisbúningum. Hvort þeim leið svona svakalega illa í KA-litunum verður að liggja á milli hluta en nýlið- arnar fengu í það minnsta vænan rassskell. Brynjar Björn Gunnarsson, fyrr- verandi landsliðsmaður, sem fékk sig lausan frá Reading á dögunum, spil- aði sinn fyrsta leik fyrir uppeldis- félagið KR í 16 ár um helgina. KR-ingar eru með fimmtán stig, fullt hús, eftir fimm leiki í riðli 3. Þeir hafa skorað 20 mörk og fengið á sig fjögur. Það er nánast ekkert sem kemur í veg fyrir að liðið fari í átta liða úrslit. Nýir menn skoruðu fyrir Fram Fram vann Selfos, 4:0, á gervigras- velli liðsins í Úlfarsárdal en þar skor- aði Haukur Baldvinsson tvö mörk og Viktor Bjarki Arnarsson eitt. Báðir gengu í raðir liðsins í haust. FH- ingar unnu einnig 4:0-sigur á 1. deild- ar liði BÍ/Bolungarvíkur þar sem Ingimundur Níels Óskarsson skoraði eitt en hann kom til FH frá Fylki síð- asta haust. Nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar Leiknis fengu rassskell í Reykjanes- höllinni þar sem þeir steinlágu gegn Keflavík, 6:1, Arnór Ingvi Trausta- son skoraði þrennu fyrir Keflavík og Hörður Sveinsson tvö mörk. Ólsarar eru enn ósigraðir eftir fjóra leiki í riðli 1 en þeir lögðu Grindavík, 2:1, þar sem Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði bæði mörk Ólafsvíkinga. Morgunblaðið/Golli Mark Viktor Bjarki Arnarsson, leikmaður Fram, sem hér er í baráttunni við Ingva Rafn Óskarsson, skoraði sitt fyrsta mark fyrir Fram í leiknum. Stórsigrar í Lengjubikar  Brynjar Björn lék í fyrsta skipti með KR í 16 ár þegar liðið setti átta á Þór HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla: Mýrin: Stjarnan – ÍBV......................... 18.00 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.