Morgunblaðið - 18.03.2013, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.03.2013, Blaðsíða 5
leiki á bakinu,“ segir Rakel sem hlakkar til að taka þátt í úrslitakeppninni. „Síðast þegar ég spilaði hérna heima var ekki úrslitakeppni. Mér finnst þetta fyrirkomulag miklu skemmtilegra og hlakka gríðarlega til að byrja,“ segir Rakel Dögg Bragadóttir. ÍBV vann Val í Eyjum Nýkrýndir deildar- og bikarmeistarar Vals steinlágu fyrir ÍBV í Eyjum í loka- umferðinni, 32:22, en tíu mörkum mun- aði einnig í hálfleik, 17:7. Sigurinn breytti engu um stöðu liðanna en Valur var búinn að tryggja sér efsta sætið og ÍBV þriðja sætið. Með sigri Fram á Selfossi, 32:22, jöfn- uðu Safamýrarstúlkur Val að stigum á toppnum en Valur vinnur deildina á betri innbyrðis viðureignum. Nú fá liðin vænt hlé til að stilla saman strengina fyrir úrslitakeppnina sem hefst ekki fyrr en eftir rúmar tvær vik- ur, fimmtudagskvöldið 4. apríl. ar fyrir HK aleikjaréttinn Morgunblaðið/Golli Sigur Rakel Dögg Bragadóttir reynir skot að marki FH í leik liðanna en með sigri Stjörnunnar nældu Garðabæjarstúlkur sér í heimaleikjarétt gegn HK í 8-liða úrslitum. ild kvenna með sigri á FH í lokaumferðinni mabilinu  ÍBV vann deildarmeistarana Í SAFAMÝRI Stefán Stefánsson ste@mbl.is „Ég er kominn með byssuleyfi og var þetta ekki bara fínt?“ sagði Sigurður Eggertsson, sem skoraði átta af mörkum Fram í 25:17-sigri á nýbök- uðum deildarmeisturum Hauka, sem brotlentu rækilega í Safamýrinni á laugardaginn. Mörk kappans voru mörg af dýrari gerðinni, algerlega upp úr þurru og upp í hornin sem slökkti að lokum neistann í Hafnfirð- ingum. Með sigrinum komst Fram að hlið FH í annað sæti deildarinnar og stefnir í einvígi liðanna um heima- leikjarétt í úrslitakeppninni. Gestirnir máttu þakka fyrir að vera ekki nema þremur mörkum undir í hálfleik og reyndu að taka sér tak eftir hlé en það þurfti mun meira til og þurftu þeir að horfa upp á Sig- urð skjóta sig í kaf. „Ef ég er heill heilsu verð ég oft heitur og læt vita af því. Ég sagði félögum mínum fyrir þennan leik að ég myndi skjóta,“ bætti Sigurður við. „Stundum segja félagarnir að ég sé alveg logandi heitur og reyna þá að beisla glóðina en ef ég er það ekki reyni ég bara að spila upp á tvær bestu skyttur deild- arinnar, sem voru líka góðar í dag eins og reyndar allt liðið enda vorum við hundfúlir í hálfleik að vera ekki með meira forskot.“ Haukar gátu bara keppt upp á heiðurinn, sem reyndist ekki nóg en meira var í húfi hjá Fram, sem hefur unnið síðustu níu leiki sína. „Ég held að hvorugt liðið hafi verið með pressu á sér fyrir þennan leik en vildu hins vegar bæði vinna. Það hlýtur að vera leiðinlegt fyrir Hauka að verða deildarmeistarar og tapa síðan næsta leik. Við unnum þá samt líka í deildarbikarnum og erum á mjög góðu róli en það skiptir mestu að allir leikmenn eru heilir því þegar við töpuðum leikjum okkar í vetur var það þegar við vorum allir meira og minna laskaðir,“ bætti Sigurður við. Morgunblaðið/Golli Skorar Stefán Baldvin Stefánsson er hér að skora eitt af mörkum Framara. Harkaleg brot- lending deild- armeistara  Öruggur 25:17-sigur Fram á Haukum ÍÞRÓTTIR 5 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MARS 2013 Jón Arnór Stef-ánsson skor- aði sjö stig fyrir Zaragoza þegar liðið beið lægri hlut fyrir Barce- lona, 89:81, í spænsku úrvals- deildinni í körfu- knattleik í gær. Jón Arnór lék í tæpar 20 mínútur og auk þess að skora stigin sjö tók hann tvö fráköst og gaf tvær stoðsend- ingar. Zaragoza er í sjöunda sæti deildarinnar með fjórtán sigra og ellefu töp en Börsungar eru í þriðja sæti með 16 sigra og níu töp. Hauk- ur Helgi Pálsson kom ekkert við sögu þegar botnlið Manresa tapaði fyrir Valladolid á útivelli, 86:73. Manresa hefur aðeins unnið fjóra leiki á tímabilinu og er komið í vond mál á botninum.    Breiðablikvann Ís- landsmeistara Þórs/KA, 3:1, í Lengjubikar kvenna í fótbolta í gær en leikið var í Kórnum. Þórdís Hrönn Sigfús- dóttir kom Blik- um yfir strax á sjöttu mínútu en markadrottningin Sandra María Jessen jafnaði metin á 36. mínútu. Staðan í hálfleik 1:1. Í seinni hálfleik kom Rakel Hönnudóttir Blikum aft- ur yfir gegn sínum gömlu sam- herjum, 2:1, á 47. mínútu og fjórum mínútum síðar innsiglaði Greta Mjöll Samúelsdóttir sigurinn, 3:1. Breiðablik hefur unnið báða leiki sína í A-deildinni en Íslandsmeist- ararnir tapað báðum sínum. Þá hafði Valur betur á móti Stjörnunni, 2:1. Svava Rós Guðmundsdóttir og Laufey Björnsdóttir skoruðu mörk Vals en Harpa Þorsteinsdóttir mark Stjörnunnar.    Barcelona verður án fyrirliðansCarles Puyols í leiknum gegn Paris SG í Meistaradeildinni en fyrri viðureign liðanna fer fram á Camp Nou hinn 2. apríl. Varnarmaðurinn sterki er meiddur í hné og hann missir því einnig af leikjum spænska landsliðsins gegn Finnlandi og Frakklandi í undankeppni HM.    Hollenski landsliðsmaðurinnWesley Sneijder, leikmaður tyrknesku meistarana í Galatasaray, segist hlakka mikið til að mæta sín- um fyrri félögum í Real Madrid en félögin mætast í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Real Madrid er sigurstranglegra liðið en við ætl- um að gera allt sem við getum til að gera þeim lífið leitt. Ég var svo heppinn að vinna Spánarmeistaratit- ilinn á mínu fyrsta tímabili með Real Madrid,“ segir Sneijder sem lék með Real Madrid frá 2007 til 2009.    Danska liðiðTeam Tvis Holstebro er komið í undan- úrslit í EHF- keppni kvenna í handknattleik eftir að hafa sleg- ið norska liðið Tertnes út úr keppni í gær. Liðin áttust við í seinni leiknum í átta liða úrslitunum í Nor- egi. Tertnes hafði betur, 33:30, en Holstebro vann fyrri leikinn, 36:29. Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Holstebro og Rut Jónsdóttir eitt. Hildigunnur Ein- arsdóttir náði ekki að skora fyrir Tertnes.    Wayne Rooney skoraði sig-urmark Manchester United sem vann 1:0-sigur gegn Reading í ensku úrvalsdeildinni. Forysta Unit- ed á toppnum er 15 stig þar sem City tapaði fyrir Everton. Fólk sport@mbl.is Framhús, úrvalsdeild karla, N1- deildin, laugardag 16. mars 2013. Gangur leiksins: 0:1, 3:1, 5:2, 9:4, 9:6, 12:7, 12:9, 12:10, 15:10, 16:14, 19:16, 21:17, 25:17. Mörk Fram: Sigurður Eggertsson 8/2, Róbert Aron Hostert 5, Jóhann Gunnar Einarsson 3, Ólafur Jóhann Magnússon 2, Garðar Sigurjónsson 2, Stefán Baldvin Stefánsson 2, Ægir Hrafn Jónsson 2, Jón A. Jónsson 1. Varin skot: Magnús Gunnar Erlends- son 8/1 (þar af 3 aftur til mótherja), Björn Viðar Björnsson 5/3. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Hauka: Þórður Rafn Guð- mundsson 6, Freyr Brynjarsson 2, Elías Már Halldórsson 2, Árni Steinn Steinþórsson 2, Sigurbergur Sveins- son 2/2, Gylfi Gylfason 1, Gísli Jón Þórisson 1, Tjörvi Þorgeirsson 1. Varin skot: Giedrius Morkunas 10/1 (þar af 3 til mótherja), Aron Rafn Eð- varðsson 6 (þar af 1 til mótherja). Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hafsteinn Ingibergsson. Áhorfendur: Um 160. Fram – Haukar 25:17 AFP Góður Ólafur Gústafsson átti frábæran leik með Flensburg í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.