Morgunblaðið - 15.04.2013, Síða 1

Morgunblaðið - 15.04.2013, Síða 1
MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2013 Handbolti Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel hömpuðu enn einum titlinum í gær. Kiel hafði betur á móti Flensburg í úrslitaleiknum í Hamborg í gær 8 Íþróttir mbl.is Morgunblaðið/Golli Markavél Alfreð Finnbogason var enn og aftur á skotskónum með liði Hee- renveen í gær. Hann hefur nú skorað 23 mörk í 27 leikjum í deildinni. FÓTBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Landsliðsmaðurinn Alfreð Finn- bogason, leikmaður hollenska úr- valsdeildarliðsins Heerenveen, er að verða „heitasti“ framherjinn í Evr- ópufótboltanum í dag. Alfreð skor- aði í gær tvö mörk í 3:2 sigri liðsins gegn Willem og hann hefur þar með skorað 23 mörk í 27 leikjum í deild- inni og er næstmarkahæstur. Með mörkunum í gær jafnaði Al- freð markamet Péturs Péturssonar yfir mörk skoruð í efstu deild er- lendis á einu tímabili. Pétur skoraði 23 mörk í 33 leikjum tímabilið 1979- 1980 með liði Feyenoord í Hollandi. „Það er gaman þegar vel gengur. Ef maður er að spila þá verður mað- ur að standa sig og þetta hefur gengið býsna vel hjá mér,“ sagði Al- freð við Morgunblaðið eftir leikinn. Pétur verður ánægður ef mér tekst að slá metið Spurður út í þau tíðindi að hann væri búinn að jafna markamet Pét- urs sagði Alfreð: „Það er bara bón- us. Hollensku fjölmiðlarnir ræddu mikið um þetta og spurðu mig út í þetta. Nú er ég búinn að jafna þetta met og stefnan hefur verið sett á að bæta það. Ég lærði sjálfur af Pétri. Hann þjálfaði mig í þrjú ár í öðrum flokki og svo var hann aðstoð- arlandsliðsþjálfari þegar ég var að stíga mín fyrstu skref með landslið- inu. Ég hef fjóra leiki til að bæta metið og ég held að Pétur verði bara ánægður ef mér tekst að slá það,“ sagði Alfreð. Hann skoraði fyrra markið af stuttu færi, var þar réttur maður á réttum stað eins og oft áður, og það síðara skoraði hann úr vítaspyrnu. „Það kom ekki til greina að klikka úr öðru víti í röð. Ég horfði á markvörðinn og var bara rólegur.“ Sigurinn í gær var sjötti sigur Heerenveen í síðustu sjö leikjum og það á góða möguleika á að komast í umspil um sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili. „Við höfum verið á góðu skriði og þetta var fjórði sigur okkar á heimavelli í röð. Við vorum svo sem ekkert allt of ánægðir með frammi- stöðuna gegn Willem en við höfðum sigur og það var fyrir mestu,“ sagði markaskorarinn mikli. Miðað við frammistöðu þína á tímabilinu: Sérð þú fyrir þér að spila áfram með Heerenveen á næsta tímabili? „Það á bara eftir að koma í ljós. Ef þú stendur þig vel þá er fylgst með þér frá liðum úr stærri deild- um. Ef það kemur gott félag sem vill fá mig og það reynist gott fyrir Heerenveen þá er ég alveg til í að skoða það. Það er eitthvað að gerast á bakvið tjöldin og ef ég held áfram að gera góða hluti þá held ég að ég eigi alveg möguleika á að komast til stærra félags. Það verður samt að vera rétta skrefið fyrir mig,“ sagði Alfreð Finnbogason. Lærði mikið af Pétri  Alfreð Finnbogason jafnaði markamet Péturs Péturssonar  Skoraði tvö mörk fyrir Heerenveen í gær og hefur skorað 23 mörk í hollensku deildinniKolbeinn Sig-þórsson skoraði sitt fjórða mark fyrir Ajax í hol- lensku úrvals- deildinni í 11 leikjum þegar liðið hafði betur í toppslagnum gegn PSV, 3:2, en liðin áttust við á Phillips Stadi- um í Eindhoven í gær. Kolbeinn skoraði fyrsta mark leiksins eftir rúmlega hálftíma leik en hann skoraði með hnitmiðuðu skoti rétt utan markteigsins. Með sigrinum náði Ajax 5 stiga forskoti á toppi deildarinnar en fjórum umferðum er ólokið. Ajax hefur unnið titilinn tvö undanfarin ár. gummih@mbl.is Kolbeinn skoraði í toppslagnum Kolbeinn Sigþórsson Þórir Ólafsson og félagar hans í Kielce urðu pólskir bik- armeistarar í handknattleik í gær þegar liðið sigraði Wisla Plock í úrslita- leik, 27:26. Þórir skoraði 2 mörk en hann hefur átt sérlega góðu gengi að fagna með lið- inu. Þetta var fimmti bikarmeistaratit- ill Kielce í röð en í undanúrslitunum í fyrradag burstaði liðið Chobry Glo- gów, 41:22, þar sem Þórir skoraði 4 mörk. gummih@mbl.is Þórir bik- armeistari með Kielce Þórir Ólafsson Arnór Smárason var á skotskón- um með liði Es- bjerg í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Arnór skor- aði tvö af mörk- um sinna manna þegar þeir skelltu Randers, 4:0, á heimavelli sínum. Arnór, sem hefur mátt sætta sig við að sitja mikið á bekknum á tímabilinu, hefur þar með skorað 4 mörk í þeim 12 leikjum sem hann hefur tekið þátt í með liði sínu á tímabilinu. gummih@mbl.is Arnór á skot- skónum með Esbjerg Arnór Smárason Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottning íslenska landsliðs- ins, lék í dag fyrsta knattspyrnu- leik sinn síðan hún gekkst undir stóra aðgerð á læri snemma vetr- ar. Hún kom inn á sem varamaður í 1:1 jafntefli Kristianstad við Piteå í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeild- arinnar. Það gefur góð fyrirheit fyrir Evrópumótið sem fram fer í Sví- þjóð í sumar að Margrét Lára skuli nú þegar vera komin á ferð- ina. Margrét Lára kom inn á fyrir Sif Atladóttur á 62. mínútu en þá kom Guðný Björk Óðinsdóttir jafnframt inn á. Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leikinn fyrir Piteå. sindris@mbl.is Margrét Lára sneri aftur í jafnteflisleik Kristianstad  Góð tíðindi fyrir landsliðið sem keppir á EM í sumar Morgunblaðið/Eggert Komin aftur Margrét Lára er ómetanleg fyrir íslenska landsliðið. Valsmenn tryggðu sér í gærkvöld sæti í úrvalsdeild karla í körfu- knattleik með því að leggja Ham- arsmenn í Hveragerði, 80:74. Vals- menn höfðu betur, 2:0, í einvíginu við Hamar og þeir fylgja Haukum upp í úrvalsdeildina en Haukar fóru með sigur úr býtum í 1. deild- inni. Áður höfðu Valsmenn lagt Þórsara frá Akureyri að velli í um- spilinu um sæti í deild þeirra bestu. Chris Woods var atkvæðamestur Valsmanna í leiknum í gær en hann skoraði 19 stig og tók 11 frá- köst. Atli Rafn Hreinsson skoraði 18 stig og Birgir Björn Pétursson 14 og tók 9 fráköst. Í liði Hamars var Oddur Ólafsson stigahæstur með 21 stig, Þorsteinn Már Ragn- arsson skoraði 13 og Örn Sigurð- arson 11. Þjálfari Vals er Ágúst Björg- vinsson er stýrir einnig kvennaliði félagsins. gummih@mbl.is Valsmenn fóru upp í úr- valsdeildina ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.