Morgunblaðið - 15.04.2013, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 15.04.2013, Qupperneq 7
ENGLAND Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is „Ég valdi mér treyju númer 20 því ég er hingað kominn til að vinna 20. Englandsmeistaratitil Manchester United,“ sagði Robin van Persie þeg- ar hann skrifaði undir hjá United síð- asta sumar. Þó Hollendingurinn hafi verið ískaldur undanfarnar vikur á hann þó stóran þátt í því að sá 20. er á leið á Old Trafford. Markastífla Van Persies sem byggð var í byrjun febrúar brast loksins á Brittania-vellinum í gær þar sem United vann Stoke, 2:0, og náði aftur 15 stiga forskoti á toppi deild- arinnar. Það var augljóslega þungu fargi létt af Hollendingnum sem hljóp rakleiðis til Sir Alex Fergusons og faðmaði Skotann innilega. 20 happatalan í ár Leikmaður í treyju númer 20 skor- aði sitt 20. mark fyrir United í úrvals- deildinni og með því tók liðið enn eitt skrefið í átt að 20. Englandsmeist- aratitilinum. Markið skoraði Van Persie úr víti sem hann fiskaði sjálfur. „Þetta var risastór sigur. Markið mitt kom á mikilvægum tímapunkti leiksins. Að- alatriðið í dag var að vinna leikinn. Mér var alveg sama hver skoraði,“ sagði Van Persie við BBC eftir leik- inn. Loks tapaði Chelsea í bikar Ótrúlegu gengi Chelsea í ensku bikarkeppninni undanfarin ár lauk í gær þegar liðið tapaði fyrir Man- chester City, 2:1, í undanúrslitum á Wembley. Wembley hefur nánast verið annar heimavöllur Chelsea sem drottnað hefur yfir bikarkeppninni undanfarið. Fyrir leikinn í gær hafði Chelsea ekki tapað í 30 bikarleikjum í röð (vítaspyrnukeppnir ekki teknar með) og unnið bikarinn þrisvar sinn- um á síðustu fjórum árum. Samir Nasri og Sergio Agüero skoruðu mörk Manchester City sem fær gullið tækifæri til að vinna bikar þriðja árið í röð undir stjórn Manc- inis. Tvær stórar ákvarðanir dómarans féllu ekki með Chelsea. Lundúnaliðið vildi vítaspyrnu og einnig rautt spjald á Agüero fyrir ljótt brot á Dav- id Luiz. „Var þetta víti? Já, augljóslega. Skoðið bara upptökuna. Það eru tvö svona atriði í seinni hálfleik. Víta- spyrnudómurinn hefði skipt öllu,“ sagði Rafael Benítez reiður eftir leik- inn. Skammarleg slagsmál Wigan mætir City í úrslitum eftir sigur á B-deildarliði Millwall, 2:0, í undanúrslitum á Wembley á laug- ardaginn. Þar sem Millwall vann ekki leikinn ákváðu stuðningsmenn liðsins að minna á sig með slagsmálum uppi í stúku. Fullorðnir karlmenn blóðguðu hver annan á meðan börn þeirra grétu óttaslegin. Ömurleg hegðun og er vonandi að sem flestir sem náðust á mynd fái væna refsingu. 20 – 20 – 20 hjá United  Stíflan brast loksins hjá Robin van Persie í sigri United á Stoke  Manchester City mætir Wigan í úrslitum bikarkeppninnar AFP Fögnuður Sir Alex Ferguson fagn- ar sigrinum gegn Stoke City í gær. JÚDÓ Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Mann var búið að klæja í puttana í vetur, enda lítið búinn að keppa á mótum. Það var skemmtilegt að fá að takast á við þetta,“ sagði Þor- móður Árni Jónsson, fremsti júdó- kappi landsins, en hann varð tvöfald- ur Íslandsmeistari í Laugardalshöllinni um helgina. Þormóður, sem hefur haft heldur hægt um sig frá Ólympíuleikunum í ágúst, vann sinn þyngdarflokk, +100 kg flokkinn, með miklum yfirburðum og vann svo einnig opna flokkinn þar sem hann fékk betri mótspyrnu frá vini sínum og liðsfélaga úr JR, Jóni Þór Þórarinssyni. „Ég held að ég sé ekki að ýkja ef ég segi að ég hafi unnið flokkinn minn samanlagt á tveimur mín- útum,“ sagði Þormóður kokhraustur en hann glímdi þrjár glímur í sínum þyngdarflokki. Hann sagði það óvænt að Jón Þór skyldi verða and- stæðingurinn í úrslitum opna flokks- ins. „Erfitt að peppa sig upp“ „Við erum miklir félagar. Það var ansi óvænt að hann skyldi komast í úrslit enda bara 82 kg. Hann sló út Sævar Róbertsson sem ég held að sé 110 kg. Það var svolítið skrýtið að slást við Jón Þór, og erfitt að „peppa“ sig upp í það, þannig að þetta varð svolítið skrýtin glíma. Við vorum búnir að grínast með það að „nú skyldum við taka eina brönd- ótta“. Á endanum varð hún það nú samt,“ sagði Þormóður. „Þetta endaði með því að ég náði bragðkasti en hann reyndi að snúa því í loftinu og var ansi nálægt því. Ég kastaði honum en dómararnir voru ekki alveg vissir hvorum megin þetta hefði lent. Ef hann hefði sett aðeins meiri kraft í þetta hefði hann getað komið enn meira á óvart, þannig að ég verð bara að prísa mig sælan að hafa ekki hreinlega tapað. Það hefði ekki verið sérstaklega gaman,“ bætti Þormóður Árni við. Þormóður hefur verið í prófalestri undanfarið en hann er að ljúka 2. ári í viðskiptafræði við HÍ. Námið hefur haft forgang í vetur og Þormóður tók sér hlé frá keppni á heimsbik- armótum í vetur. „Ég er búinn að æfa þokkalega vel. Yfirleitt hefur mér fundist erfitt að koma mér í rétta gírinn andlega fyrir mótin hérna heima en það var auðveldara núna. Það vantaði samt aðeins betri einbeitingu hjá mér í þessari úrslitaglímu er ég hræddur um,“ sagði Þormóður sem því miður verður ekki fulltrúi Íslands á Smá- þjóðaleikunum í Lúxemborg í sumar, af heldur undarlegum ástæðum. „Ég var skráður í landsliðið fyrir Smáþjóðaleikana og fer með því á Norðurlandamótið viku fyrr. En það var svo þannig með Smáþjóðaleikana að Lúxemborg ákvað að draga sinn þungavigtarmann út, og leggja í kjöl- farið flokkinn niður. Mér finnst virki- lega skemmtilegt að keppa á Smá- þjóðaleikunum, hef unnið á þeim í öll þrjú skiptin mín, þannig að þetta er mjög leiðinlegt. Ég efast um að þeir geti ekki fundið þungavigtarmann til að keppa þannig að ég veit ekki hver ástæðan er fyrir þessu,“ sagði Þor- móður sem sér fyrir sér að taka aftur þátt í heimsbikarmótum næsta vetur þó að námið verði áfram í forgangi. Anna Soffía Víkingsdóttir úr Júdódeild Ármanns vann opinn flokk kvenna sem og -78 kg flokkinn. JR fékk sjö gull og JDÁ 6. Önnur úrslit má sjá á vef judo.is. Morgunblaðið/Golli Nagli Þormóður Árni Jónsson úr JR átti ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína í Laugardalshöll um helgina, nema þá helst í úrslitum opna flokksins þar sem hann mætti góðvini sínum Jóni Þór Þórarinssyni. Mann klæjaði í puttana  Þormóður Árni hefur lítið keppt í vetur en vann sinn flokk á tveimur mínútum  Vann góðan vin í skrýtinni úrslitaglímu  Meinað að keppa á Smáþjóðaleikum ÍÞRÓTTIR 7 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2013 aðið gefur út gt sérblað um slandsmótið sí-deild karla í knattspyrnu 3. maí. rið verður um víðan völl og fróðlegar plýsingar um ðin sem leika umarið 2013. Morgunbl glæsile Í Pep Fa up li s ÍSLANDSMÓTIÐ PEPSÍ-DEILD KARLA Í KNATTSPYRNU 2013 –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 29. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 SÉRBLAÐ Aron Jóhanns-son skoraði í gær fyrsta mark sitt fyrir AZ Alkmaar í hol- lensku úrvals- deildinni í knatt- spyrnu þegar hann innsiglaði 6:0 sigur liðsins á Utrecht eftir sendingu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni. Aron hafði komið inná sem varamaður á 64. mín- útu en þá var staðan orðin 5:0. Jó- hann kom inná fimm mínútum fyrr. Utrecht missti mann af velli með rautt spjald á 33. mínútu en þá var staðan 1:0.    Heiðar Helguson er nú búinn aðskora 8 mörk í ensku B- deildinni fyrir Cardiff og er marka- hæsti leikmaður liðsins ásamt Aroni Einari Gunnarssyni og Peter Whitt- ingham. Cardiff er með 6 stiga for- skot í toppsæti deildarinnar og er 12 stigum á undan Watford sem er í þriðja sætinu. Cardiff getur tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta skipti annað kvöld.    FernandoAlonso hjá Ferrari vann öruggan og verð- skuldaðan sigur í Kínakappakstr- inum í gær. Annar varð Kimi Rä- ikkönen á Lotus og þriðji Lewis Hamilton á Mercedes. Alonso skaust strax á fyrstu metrunum fram úr Rä- ikkönen, sem hóf keppni annar en missti báða Ferraribílana fram úr sér í ræsingunni. Eftir fimm hringi var Hamilton síðan auðveld bráð fyrir Alonso sem hélt síðan forystunni alla leið í mark, að undanskildum örstutt- um skeiðum eftir dekkjastopp.    Steinþór Freyr Þorsteinsson varhetja Sandnes Ulf í gær þegar liðið vann góðan útisigur á Tromsö í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Steinþór skoraði eina mark leiksins og opnaði þar með markareikning sinn í deildinni á þessu tímabili. Fólk sport@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.