Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.04.2013, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.4. 2013 S amfylkingarfélagið í Reykjavík hefur nýlega samþykkt ályktun þar sem þess er krafist að ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar verði slitið. Fyrir utan Þjóðleikhúskjallar- ann, þar sem fundurinn fer fram, er múgur sem slær taktfast í potta og pönnur. Heyrast mikil fagnaðaróp þegar fréttirnar berast út af fund- inum. Stór hluti viðstaddra fer á næsta bar til þess að fagna sigri, ríkisstjórnin getur varla lifað þetta áfall af. Aðrir hyggjast láta kné fylgja kviði og fara á Aust- urvöll. Þar bíður þeirra óeirðasveit lögreglunnar sem hefur þann starfa að verja Alþingishúsið. Þar endur- tekur sig sagan frá því kvöldið áður, þorri mótmæl- enda kveikir varðeld og dansar í kringum hann. Aðrir sjá sér leik á borði og sækja hart að lögreglunni. Öllu tiltæku er kastað að lögreglumönnunum, grjóti, málningu, skyri, þvagi og saur. Flugeldum er skotið á þá og sparkað er í skildi þeirra. Einhverjir rífa upp gangstéttarhellur sem hver um sig vegur rúm þrjú kíló. Grjóti rignir yfir lögreglumennina. Um 2-300 manna hópur króar á þriðja tug lögreglumanna af við vesturhlið Alþingishússins og slær í bardaga þar sem lögregluþjónarnir þurfa að beita skjöldum sínum og piparúða til þess að halda vell. Um miðnætti er allur tiltækur piparúði á þrotum. Mótmælendur skynja það og færast í aukana. Stórt bál logar á miðjum Austurvelli. Garðbekkjum í eigu borgarinnar og ýmsu lauslegu úr grenndinni er kastað á það. Ein- hver tekur sig til og hellir olíu á framhurð Alþing- ishússins og leiðir olíuna að bálinu. Fljótlega leika eldtungurnar um dyrnar og reykur berst inn í húsið. Brunakerfið fer af stað og slökkviliðsmenn vara við því ef eldurinn berist inn að þá muni hann læsa sig í viðarklæðningar á veggjunum og gjöreyðileggja allt húsið. Lögreglumennirnir eru að verða undir í bar- daganum við mótmælendur þegar óskað er eftir leyfi til að beita táragasi, í fyrsta sinn í Reykjavík í sextíu ár. Leyfið er veitt nær samstundis. Í þann mun sem lögreglumennirnir eru að búa sig undir að beita tára- gasinu eykst grjótkastið um allan helming. Þá flýgur ein gagnstéttarhella í gegnum loftið og beint í höfuðið á lögreglumanni. Félagar hans bregða skjótt við og koma honum í var þrátt fyrir að þeir séu einnig grýtt- ir óspart.“ Sjálfsprottið? Skipulagt? Þetta er spennandi en óhugnanleg lýsing og hún er frá nýliðnum tíma. Ekkert er ýkt. Ekki fremur en í bókinni sjálfri sem hún opnar. Búsáhaldabyltingin eftir Stefán Gunnar Sveinsson sagnfræðing er slá- andi lesning, skrifuð af varfærni og þar er forðast að draga glannalegar ályktanir. Á forsíðu bókarinnar er spurt hvort hin svokallaða búsáhaldabylting hafi ver- ið sjálfsprottin eða skipulögð. Í bókarlok svarar höf- undur fyrir sig með því að segja að svarið sé: „Bæði og.“ Búsáhöld voru ekki hættulegustu vopnin sem notuð voru í atlögunni að Alþingishúsinu og öðrum stofnunum, eins og framangreind lýsing undirstrikar rækilega. Þeir sem fylgdust með því daglega þegar fjórum mönnum var stillt upp með járnstangir til að berja blikkstromp við hús Seðlabankans þykir allt tal um búsáhöld næsta hjákátlegt. Lögreglumönnum sem sátu undir lífshættulegu grjótkasti er sjálfsagt misboðið með svo mjúkri einkunnagjöf sem felst í gæluheitinu. Sama gildir um þá sem fylgdust með því í skelfingu þegar engu mátti muna að óþjóðalýð tæk- ist að brenna Alþingishúsið til grunna. Það var ekki ólívuolía úr eldhúsinu sem reynt var að nota til þess ódæðis. En samt er svarið sem bókarhöfundur gefur sér, „bæði og,“ ekki fráleitt. Allur þorri þess fólks sem flykktist í miðbæinn þessa dagana kom þangað í eðli- legum erindum og nýtti sér lögverndaðan rétt til að mótmæla. Einhverjir úr þeim hópi kunna að hafa æst upp undir öfgaræðum og í hita þess leiks gengið lengra en þeir ætluðu sér eða ættu vanda til að gera. En samt var djöfulgangurinn þaulskipulagður. Og hann þreifst í skjóli saklauss fjöldans og var sýnu hættulegri af því að hann naut fjöldans. Herópin og svívirðingarnar, sem sjálft Ríkisútvarpið sendi út og hefur enn ekki beðist afsökunar á, voru úr munni sér- valinna manna, sem allir voru í pólitískum erindum, þótt sumir væru að auki að draga athyglina frá raun- verulegum pörupiltum hrunsins. Þar var kynt ræki- lega undir og þegar lygin var ekki ein á ferð, sem oft- ast var, glumdu þeir hæst síamstvíburarnir, hálfsannleikur og dylgjur. Grímuklæddir menn voru * Í aðdraganda þeirra kosningasem loks eru að bresta á fer þvífjarri að gefin séu glögg skilaboð um hvernig treysta megi vöxt og viðgang í landinu. Sumir láta þannig að allan vanda megi leysa með galdrakúnst- um svipuðum þeim sem erlendir skemmtikraftar seldu inn á í Austur- bæjarbíói forðum tíð. Reykjavíkurbréf 05.04.13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.