Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2013 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Framkvæmdir við Franska spítalann og læknishúsið á Fáskrúðsfirði eru vel á áætlun, bæði hvað fjármagn varðar og tíma, segir Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minja- verndar. Mannvirkin hafa verið í endurbyggingu frá árinu 2009 í sam- starfi Minjaverndar, Fjarðabyggðar og Alliance Francaise á Íslandi. Ætl- unin er að opna þarna Foss-hótel, veitingahús og safn á næsta ári. Þá verða liðin 100 ár frá því að spítalinn var tekinn í notkun. Hann var einn þriggja spítala sem byggðir voru hér á landi af franska ríkinu, til að þjóna fjölda franskra fiskimanna sem stunduðu veiðar við landið. Húsið var tekið niður og flutt út á Hafnarnes árið 1939, þegar veiðum Frakka á Íslandsmiðum var lokið. Fram til 1964 var húsið notað undir íbúðir og skóla, en stóð autt eftir það. Árið 2006 var byrjað að hugleiða endurbyggingu spítalans og þremur árum síðar var byggingin flutt á sinn stað, neðan læknishússins, sem einn- ig var ákveðið að endurgera. Er sú vinna skemmst á veg komin en búið að lyfta húsinu með steyptri jarð- hæð. Að sögn Þorsteins er fram- kvæmdum við spítalahúsið að mestu lokið að utan en að innan hafa mál- arar hafið störf. Húsið verður einmitt til sýnis fyrir gesti og gangandi á Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði eftir rúma viku. Neðanjarðargöng voru gerð milli bygginganna en í læknishúsinu verð- ur móttaka hótelsins auk safns um dvöl frönsku sjómannanna á Fá- skrúðsfirði. Í sjálfri spítalabygging- unni verða 26 fullbúin herbergi í fyrsta áfanga, sem jafnast á við fjög- urra stjörnu hótel. „Við höfum fengið þær upplýs- ingar frá Foss-hóteli að það sé búið að fullbóka þessi húsakynni næsta sumar þannig að það er kominn þrýstingur á okkur að klára verkið fyrir þann tíma. Það mun takast,“ segir Þorsteinn að endingu. Morgunblaðið/Albert Kemp Framkvæmdir Franski spítalinn hefur tekið á sig mynd að utan þó að ýmis frágangur sé eftir. Franski spítalinn á áætl- un og fullbókaður að ári  Verður til sýnis á Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði Malbikun Læknishúsið gegnt spítalanum verður móttaka fyrirhugaðs hót- els en malbikunarframkvæmdir hafa staðið yfir, enda stutt í Franska daga. Lækjargötu og Vesturgötu H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA rjóminn er kominn í nýjar umbúðir Rjóminn er einstakur. Hann á sér fastan sess í matargerð okkar íslendinga. Þú finnur girnilegar og sumarlegar uppskriftir með rjóma á gottimatinn.is ...alveg með’etta Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.