Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.07.2013, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 2013 ✝ Elísabet Sig-urðardóttir fæddist á Gafli í Víðidal, V-Hún. 13. maí 1933. Hún lést 14. júlí 2013. Foreldrar henn- ar voru Emilía Sig- fúsdóttir, f. 26.11. 1898, d. 8.9. 1994 og Sigurður Magn- ússon, f. 13.5. 1888, d. 22.11. 1961. Systkini Elísabetar: Ingv- ar Sigurðsson, f. 31.12. 1925, Sverrir Ósmann Sigurðsson, f. 21.1. 1928, Magnús Sigurðsson, f. 25.3. 1930, þeir eru allir látn- ir. Eftirlifandi systkini eru Karl Bergdal Sigurðsson, f. 12.3. 1935 og Lovísa Sigurð- ardóttir, f. 2.11. 1941. Börn: Karl Birgir Þórðarson, f. 13.7. 1957, Angantýr Sigurðsson, f. 10.1. 1959. Elísabet giftist Ásmundi Pálssyni, f. 20.8. 1943, 2. júlí 1967. Börn þeirra eru: Una Sigríður Ásmundsdóttir, f. 22.2. 1967, gift Óskari Guðjóni Kjartanssyni, þau eiga fimm börn og tvö barnabörn, Sigurður Páll Ásmundsson, f. 7.8. 1968, giftur Jennylyn Ásmundsson, þau eiga tvö börn og Ásmundur Ás- mundsson, f. 8.11. 1978, giftur Önnu Sigurðardóttur, þau eiga tvo syni. Útför Elísabetar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 19. júlí 2013, kl. 14. Ég elska þig mamma af öllu mínu hjarta og mun sakna þín alltaf. Þú varst svo stór partur af lífi mínu og tókst þátt í öllu sem ég tók mér fyrir hendur, hvattir mig og studdir. Þú sagðir við mig áður en þú fórst að þú hefðir alltaf ver- ið svo eigingjörn á mig og að þú vildir hafa mig hjá þér og veistu mamma, að það var allt í lagi. Þú sagðir mér einnig að þú elskaðir mig svo mikið að orð fengju því ekki lýst og að þú vonaðir að Guð gæfi að okkur mundi öllum farn- ast vel. Við vorum líka alltaf svo mikið saman, hringdumst á mörg- um sinnum á dag og þú vildir allt- af að ég kæmi til þín á hverjum degi sem ég reyndi alltaf að gera. Ég er svo þakklát fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, hversu mikið þú varst alltaf hjá mér þegar ég eign- aðist barnabörnin þín fimm sem þú elskaðir og gafst svo mikið, hversu mikið þú studdir mig í gegnum skólagönguna og ég er svo þakklát fyrir að þú náðir að sjá mig útskrifast úr hjúkrunar- fræðinni og þú varst svo stolt af mér. Þú sagðir einhvern tímann við mig „heldurðu að ég lifi að ei- lífu?“ og ég sagði þér að ég gæti ekki hugsað mér lífið án þín og þegar þú lást banaleguna sagðir þú að „við yrðum að vera sterkar“. Ég reyni að vera sterk mamma, en þú ert einhver sú sterkasta kona sem ég hef kynnst. Í gegn- um öll veikindi þín í gegnum árin hefur þú alltaf staðið upp aftur og í gegnum alla erfiðleikana sem dundu á þér stóðstu uppi sem sig- urvegari. Þú lést mig alltaf finna að þú elskaðir mig og okkur öll og mér fannst alltaf svo gott að kúra í mömmufangi og þú kallaðir mig alltaf stelpuna þína og frá þér vantaði ekki hrósið og blíðuna í minn garð. Ég gæti skrifað heila bók um allar þær minningar sem ég á um þig en ég ætla að hafa þær fyrir mig og fjölskylduna en ég mun alltaf halda minningu þinni á lofti, elsku mamma. Þegar við kvöddumst á kvöldin sögðum við alltaf góða nótt og Guð geymi þig, elska þig mikið, mikið og þannig enda ég þessi orð mín til þín núna. Ó elsku besta mamma nú ertu burtu kvödd, Við ætíð munum minning þína geyma, Í hugarfylgsnum okkar við heyrum þína rödd og höldum því að okkur sé að dreyma. Í hjörtum okkar sáðir þú frækornum fljótt og fyrir það við þökkum þér af hjarta. En þó í hugum okkar nú ríki niðdimm nótt Þá nær samt yfirhönd, þín minning bjarta. Nú svífur sál þín mamma á söngva- vængnum geim. Svo sæl og glöð í nýja betri heima. Við þökkum þér samveruna, þú ert komin heim og þig við biðjum Guð að blessa og geyma. (Una S. Ásmundsdóttir) Una Sigríður Ásmundsdóttir. Hér sit ég með tárin í augunum að skrifa minningargrein um manneskju sem hefur haft gífur- leg áhrif á mitt líf. Manneskju sem ég heimsótti nánast á hverj- um degi frá barnsaldri, yndisleg- ustu manneskju sem ég þekkti, hana ömmu mína Elísabetu eða Betu ömmu eins og ég og bræður mínir kölluðum hana. Ég fékk oft að heyra söguna frá þér þegar ég var 3-4 ára gamall að koma í heimsókn til þín alla leið frá Lukku þar sem ég bjó, gerði foreldra mína skelkaða þegar þau vöknuðu einn morguninn og tóku eftir því að ég var horfinn. Þó ég muni ekki jafn vel eftir því og þið, þá vissi ég strax frá barnsaldri hvar mér leið best og hvar ég vildi vera. Við eyddum miklum tíma saman ég og þú, hvort sem það var við baksturinn, yfir mynd eða bara spjalli. Í nærveru þinni leið mér alltaf vel. Ég leit ekki bara á þig sem ömmu mína, heldur góð- an vin líka sem ég gat alltaf leitað til. Í hvert skipti sem ég kom í heimsókn til ykkar afa fann ég fyrir ró og næði. Ég fann það hversu velkominn ég var og vildi helst aldrei fara. Það kom aldrei upp sá dagur sem við vorum ekki góð hvort við annað, við náðum alltaf vel saman enda í miklu uppáhaldi hvort hjá öðru. Þú varst góð kona, falleg, dugleg og fyndin. Þú varst fullkomin í mín- um augum. Ég gæti skrifað heila bók um þig og okkar tíma saman. Því miður varstu óheppin, elsku amma mín, með veikindin sem hrjáðu þig í alltof langan tíma, sem á endanum tóku þig frá okk- ur. Ég er rosalega þakklátur fyrir allt sem þú hefur gefið mér í gegn- um tíðina, Þakklátur fyrir allan þennan tíma sem við áttum. Ég er gífurlega þakklátur fyrir það að þú hafir fengið að kynnast dóttur minni og hún fékk að kynnast þér. Þú talaðir um það hversu mikið hún væri í uppáhaldi hjá dóttur þinni, algjör ömmustelpa. Það er einmitt það sem ég vil að dóttir mín fái, það sama og ég fékk, ég er og verð alltaf mikill ömmustrák- ur. Ég mun kveðja þig með mikl- um söknuði og ég mun halda áfram að heimsækja þig, elsku amma mín. Ég elska þig, amma mín. Þinn Elmar Hrafn (Emmi eins og þú kallaðir mig alltaf). Elsku, elsku Beta mín, mikið fannst mér erfitt þegar Una hringdi í mig á sunnudaginn og sagði mér að þú hefðir verið að kveðja þennan heim, þú af öllum sem hafðir 9 líf eða það virtist alla- vega þannig. Þú varst svo sterkur karakter og hreinskilnasta mann- eskja í heimi sem ég hef þekkt. Ég var 5 ára þegar ég kom fyrst inn á heimilið ykkar Ása að leika við Unu og upp frá þeim degi var ég næstum daglegur gestur öll mín uppvaxtarár. Þegar við Una fór- um að búa og eignast börn vorum við alltaf velkomnar með allan skarann til þín og við þrjár gátum setið við eldhúsborðið og hlegið okkur máttlausar heilu dagana. Það var nefnilega þannig að alltaf þegar maður ætlaði í kaffi til Unu og hún var ekki heima þá var hún pottþétt upp á Brimhól heima hjá þér og þá brunaði maður þangað. Þú sagðir alltaf við mig að þér fyndist eins og þú ættir mig líka og varst börnunum mínum eins og amma. Mér þótti alltaf vænt um að sjá mynd af mér á fjölskyldu- veggnum hjá þér, en þannig varst þú gerð þú varst svo mikil fjöl- skyldumanneskja og skammaðir mann ef maður lét ekki sjá sig eft- ir að ég flutti frá Eyjum, svo mað- ur þorði ekki annað en að kíkja í kaffi þegar maður var á eyjunni og þá vorum við aftur saman komnar vinkonurnar og hlógum saman í eldhúsinu. Það er svo margt sem ég gæti skrifað um þig Beta mín og ég á svo fallegar og góðar minningar frá heimilinu ykkar Ása sem ég mun alltaf geyma í hjarta mínu og ég veit að ég mun minnast þín reglulega og við Una eigum eftir að sitja og rifja upp tímana okkar saman við eldhúsborðið og hlæja okkur máttlausar eins og þegar þú svaraðir fólki þannig að það vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Það er engin eins og þú Beta mín þú varst einstök og falleg kona bæði að innan og utan. Beta mín ég veit þér líður vel núna og við söknum þín öll og ég bið góðan Guð að styrkja og hjálpa Ása og öllum gullunum þín- um eins og þú kallaðir þau á þess- um erfiðu tímum. Þangað til við hittumst næst bless, bless og ég elska þig mikið, mikið. Þín Svanhvít. Elísabet Sigurðardóttir ✝ Júlíus ÓskarSigurbjörns- son fæddist á Syðstu-Grund, Vestur-Eyja- fjallahreppi, 1. júní 1933. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 4. júlí 2013. Foreldrar hans voru Sigurbjörn Sigurðsson, bóndi á Syðstu-Grund, Vestur- Eyjafjallahreppi, f. 15. sept- ember 1896, d. 29. mars 1971, og Jóhanna Sigríður Tryggva- dóttir, húsfreyja á Syðstu- Grund, Vestur-Eyja- fjallahreppi, f. 17. ágúst 1900 á Brimnesi á Langanesi, d. 25. apríl 1975. Systkini hans: Sig- urður Tryggvi, f. 1926, d. Hanna og Eyþór Ómar, 2) Jón, f. 1964, giftur Rögnu Ingi- mundardóttur, börn þeirra eru Ingimundur Óskar og Jón Kristján, 3) Sigurður Tryggvi, f. 1966, sambýliskona hans er Sirigorn Inthaphot, börn þeirra eru Chammari og Ka- lika, 4) Kristín Ósk, f. 1970, börn hennar og fyrrverandi eiginmanns hennar, Ólafs Sól- imanns Lárussonar, eru Lárus Hörður, Heiða Ósk og Júlíus Óskar. Júlíus ólst upp á Syðstu- Grund fram til ársins 1950 en þá fór hann á vertíð í Vest- mannaeyjum á bátinn Veiga VE-291. Lengstan part starfs- ævinnar vann Júlíus til sjós, hann var háseti á hinum ýmsu bátum allt til ársins 1987 og ber þar helst að nefna Leó frá Vestmannaeyjum, Jón Finns- son frá Garði og Svaninn frá Reykjavík. Einnig starfaði Júl- íus við ýmis störf í landi, en lengst af hjá Skeljungi. Jarðarför Júlíusar hefur farið fram í kyrrþey. 1959, Sigmar, f. 1929, d. 1997, Guðbjörg, f. 1931, d. 2009, Sigríður Hulda, f. 1934, Marinó, f. 1935. Júlíus giftist þann 12. nóv- ember 1961 Hönnu Jónsdóttur, f. 1934, d. 2012. For- eldrar hennar voru hjónin Jón Einarsson, bóndi á Kálfs- stöðum, f. 1900 á Eystra-Hóli, Landeyjum, d. 1964, og Gróa Brynjólfsdóttir, húsfreyja á Kálfsstöðum, f. 1904 á Kálfs- stöðum, d. 1966. Börn Júlíusar og Hönnu eru: 1) Margrét Gróa, f. 1961, börn hennar og fyrrverandi eiginmanns henn- ar, Ragnars Eyþórssonar, eru „Lofið þreyttum að hvílast og sjúkum að sofa.“ Þetta kom fyrst upp í huga mér er ég frétti af andláti Júl- íusar, hann var bæði þreyttur og sjúkur eftir að hafa misst hana Hönnu sína, sem var hon- um allt í þessu lífi. Fyrir rétt- um tíu mánuðum féll hún frá eftir mjög langt og erfitt sjúk- dómsstríð. Þar stóð hennar maður eins og klettur við hlið hennar og vék nánast ekki frá henni. Á þeim tíma var líkn- ardeildin lokuð og allt fullt á tilheyrandi deildum. Það er mikið álag fyrir áttræðan mann að hugsa um sjúkan einstak- ling. Eftir að Hanna dó sá hann ekki tilgang með lífinu og ljósið var langt undan, hann hrein- lega kom ekki auga á það, svo mikill var söknuðurinn. Júlíusi og Hönnu kynntist ég fyrir 20 árum er börnin okkar felldu hugi saman. Úr varð sterkur vinskapur sem efldist með árunum þó leiðir barna okkar skildi. Júlíus starfaði mest á sjó en fór öðru hvoru í byggingar- vinnu enda eftirsóttur í vinnu og allir báru honum gott orð, það átti ekki við hann að vera iðjulaus. Heimilinu sinnti Hanna hans með miklum dugn- aði og hældi hann henni óspart fyrir útsjónarsemi og sagði að best væri að láta hana sjá um allt þetta „stúss“. Barnabörnin áttu sitt annað heimili á Hrísa- teig frá unga aldri, þar áttu þau sín herbergi og litu á Hrísó eins og sitt annað heimili. Allt- af voru amma og afi til staðar, matur á borðum eftir skóla, séð um að þau kláruðu lærdóminn svo ekki sé minnst á allt skutl- ið, á æfingu, til vina o.fl., o.fl., það var svo gott að biðja afa. Eftir að hann veiktist leit ég oftar við hjá þeim á minni göngu svona til að sjá hvernig liði, aldrei var kvartað þó vitað væri hvert stefndi, bjartsýni í fyrirrúmi, mestar áhyggjur hafði hún af sínum manni og hvað yrði um hann og ekki að ástæðulausu, hún þekkti hann best af öllum enda 50 ára hjónaband að baki. Júlíus var frekar lokaður persónuleiki og ekki allra, oft leit ég inn til hans eftir andlát Hönnu og sá ég hvað hann var ósáttur við að vera einn, við göntuðumst samt og áttum oft gott spjall og er ég þakklát fyrir þann góða tíma. Elsku Júlíus minn, nú ert þú laus úr þjáningunum og þið Hanna sameinuð í Sumarland- inu. Ég sé ykkur í anda gang- andi um grænar grundir hald- ast í hendur og brosa hvort til annars. Takk, Júlíus minn fyrir að hafa verið vinur minn og reynst barnabörnunum okkar svona vel, ég skal reyna hvað ég get að koma í þinn stað, umhyggja þín og Hönnu hafa mótað þau vel fyrir lífið. Elsku Stína, Lár- us, Heiða og Júlíus, ykkar missir er mikill en Guð er með ykkur, Greta, Jón, Siggi og fjölskyldur, þið eigið alla mína samúð. Vertu Guði falinn Júlíus minn, þú berð Hönnu kveðju mína. Aðalheiður Árnadóttir (Heiða). Nú er elsku afi kominn til ömmu, það þráði hann mest að geta verið með henni á himn- um. Það var alltaf rosalega gott að þið amma voruð til staðar fyrir okkur, sækja okkur eftir skóla þegar mamma var að vinna, alltaf var tilbúinn matur fyrir okkur þegar við komum. Þið hjálpuðuð okkur við nánast allt, ef við héldum tombólu tók- uð þið mikinn þátt í því, þú hélst utan um peningana og amma geymdi dótið, það var svo gaman að hafa ykkur með. Það var bara alltaf svo gaman að koma til ykkar á Hrísó, þar áttum við okkar herbergi þar sem við gátum haft okkar dót og líka gamla dótið frá mömmu og strákunum. Það er skrítið að hugsa um að þið verðið ekki á Hrísó leng- ur en við vitum að ykkur líður vel að vera sameinuð á ný. Þar sem ég (Heiða) fór út með Rögnu stuttu áður en þú lést verð ég ekki við útför þína þó svo ég hefði ekkert kosið frekar en ég veit að þú skilur það og þér fannst svo gaman að ég skyldi fá tækifæri til að fara til Ameríku. Elsku afi, ég kveiki á kerti og verð með þér í anda, við elskum þig svo óendanlega mikið. Takk elsku afi minn fyrir að vera til staðar fyrir okkur tví- burana þína og takk fyrir að vera viðstaddur ferminguna okkar, þar lékst þú á als oddi og varst svo glaður, við vissum að amma þráði það heitast að geta verið þar líka en hún fylgdist bara með af himnum. Knúsaðu ömmu rosalega fast frá okkur, þið munuð alltaf eiga stórt pláss í hjörtum okkar. Nú hefur amma tekið á móti þér og sagt „gakktu í bæinn, Júlli minn, og vertu velkom- inn.“ Með þessum orðum bauð hún gesti velkomna í sitt hús. Það er sárt að kveðja en komið að því. Bless, bless, sjáumst síðar. Heiða Ósk og Júlíus Óskar Ólafsbörn. Í meira en 20 ár hafa Júlíus og Hanna verið tengd okkar fjölskyldu. Fyrst sem tengda- foreldrar Óla bróður og for- eldrar Stínu, svo sem afi og amma Lárusar, Heiðu og Júlla. Ég er búin að búa í burtu lengi en við Stína og krakkarnir höf- um eytt saman mörgum jólum, áramótum, páskum og sum- arfríum. Oft blönduðum við öf- um og ömmum og frænkum og frændum inn í hópinn í stíl við íslensku nútímafjölskylduna. Seinna fór Hanna yngri syst- urdóttir Stínu að passa fyrir mig og fór oft með Atóm minn til afa sinnar og ömmu. Þau Hanna og Júlíus tóku honum opnum örmum og átti Atóm þau alltaf að, rétt eins og frændsystkini hans. Hanna og Júlíus voru þessi afi og amma af gamla skól- anum, svona eins og einstæðar, útivinnandi mæður dreymir um. Þau voru mjög mikið heima fyrir og dyrnar stóðu alltaf opnar fyrir barnabörnin. Þar fengu þau alltaf eitthvað að borða og lærðu ýmislegt um gamla húshætti, eins og saum, prjón, viðgerðir og veiði. Júlíus vann á frægustu bensínstöð landsins eftir að hann hætti á sjó og ekki fannst barnabörn- unum það leiðinlegt. Þegar Júl- íus fór á eftirlaun, tók við skutl með barnabörnin. Ég þekki fá ef einhver börn sem hafa haft eins góð og mikil samskipti við afa sína og ömmur í seinni tíð. Eftir að Hanna veiktist stóð Júlíus við hlið hennar eins og klettur. Þegar líða tók á veik- indin sá maður hversu mikið fór að draga af honum. Enda til mikils ætlast af áttræðum manni að hugsa um alvarlega veikan krabbameinssjúkling dag og nótt. Það var reynt að fá Júlíus til að taka sér smá frí en Júlíusi fannst hann verða að vera til staðar. Líknardeildin var lokuð yfir sumarið og krabbameinsdeildin full, svo ekki var hægt að leysa málin þannig. Þegar kom að því að Hanna skildi við þennan heim, var lítið eftir af lífsneista Júl- íusar. En hann átti góða að sem reyndu að stappa í hann stál- inu. Stína kom til hans svo til á hverjum degi sem og Jón og Ragna, Hanna yngri og hin barnabörnin kíktu við, Gunnþór tók hann á rúntinn og Siggi kom frá Danmörku í áttræð- isafmæli Júlíusar og fermingu tvíburanna. En það var flestum ljóst að Júlíus gamli náði sér ekki upp úr þeirri sorg sem veikindi konu hans og missir lögðu á hann. Við Júlíus vorum góðir vinir og hann var ætíð glaður að sjá mig. Ég og fjölskyldan heim- sóttum Júlíus afa nokkrum sinnum í Íslandsferðinni núna í júní og eitt sinn skrapp hann með okkur Stínu í sund. Ég fór og kvaddi Júlíus vin minn dag- inn sem ég fór frá Íslandi, tveimur dögum áður en hann dó. Við fengum okkur kaffi og kanilbrauð og spjölluðum sam- an og ég reyndi að hressa hann við. Það var augljóst að Júlíusi var mjög umhugað um barna- börnin sín, en hann var orðinn þreyttur og svolítið týndur án sinnar duglegu og sterku Hönnu. Það fór sem fór, en eft- ir lifir minning um hjón sem voru barnabörnum sínum allt það besta sem þau gátu verið. Elsku Lárus, Heiða og Júlli, Stína mín, systkini hennar og fjölskyldur, missir ykkar er mikill og sorgin þung en huggið ykkur við það að núna eru þau Hanna og Júlíus saman á ný og vaka yfir barnabörnunum sín- um. Ragna Árný Lárusdóttir Júlíus Óskar Sigurbjörnsson Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fædd- ist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.