Morgunblaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 39
haflega í búnaði loftræstikerfa en 1986 tók það við umboði Mobira- bílasíma sem þá voru ráðandi á NMT-fjarskiptamarkaði. Er það fyr- irtæki sameinaðist Nokia varð Há- tækni umboðsaðili þeirra hér á landi. Þórður var framkvæmdastjóri Há- tækni til 2005. Þá seldi hann sinn hlut í fyrirtækinu en starfaði þar áfram til 2008. Að loknu farsælu starfi hjá Há- tækni starfaði Þórður fyrir hönd íbúðakaupenda í þriggja manna eftir- litsnefnd með byggingaframkvæmd- um á stóru 58 íbúða húsi fyrir Sam- tök aldraðra á Sléttuvegi í Fossvogi. Í Flugbjörgunarsveitinni og Lionsklúbbnum Frey Þórður hefur starfað með Flug- björgunarsveitinni frá 1962 og var sæmdur gullmerki sveitarinnar 2011. Hann hefur verið félagi í Lions- klúbbnum Frey um langt árabil, hef- ur setið þar í stjórn, verið gjaldkeri, ritari og formaður klúbbsins og er Melvin Jones-félagi hreyfing- arinnar. Þá sat hann í stjórn Versl- unarráðs Íslands (síðar Við- skiptaráðs Íslands) á árunum 1996-2010. Þórður hefur verið aðalræð- ismaður Finnlands á Íslandi frá 2001. Er forseti Finnlands var hér í op- inberri heimsókn í maí sl. sæmdi hann Þórð foringjastigi Finnsku ljónsorðunnar fyrir störf hans í þágu finnska lýðveldisins. Sendiherra Finna á Íslandi, Irma Ertman, hefur beðið Morgunblaðið fyrir heilla- og árnaðaróskir til Þórðar í tilefni orðu- veitingarinnar og sjötugsafmælis hans í dag. Fjölskylda Eiginkona Þórðar er Gunnlaug Jóhannesdóttir, f. 17.5. 1950, hár- snyrtimeistari. Hún er dóttir Jó- hannesar Oddssonar, f. 15.3. 1928, d. 26.1. 2005, glerskurðarmeistara í Reykjavík, og k.h., Sigríðar Lárettu Tryggvadóttur, f. 19.7. 1926, d. 12.10. 1993, húsfreyju. Synir Þórðar og fyrri konu hans, Erlu Gunnarsdóttur, eru Gunnar Þór Þórðarson, f. 10.3. 1967, við- skiptafræðingur hjá Fjármálaeft- irlitinu en kona hans er Inga Hall- steinsdóttir viðskiptafræðingur og er dóttir þeirra Hekla Björk; Guð- mundur Örn Þórðarson, f. 11.3. 1972, viðskiptafræðingur og eigandi Skeljungs, kvæntur Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur viðskiptafræð- ingi, dóttir Guðmundar er Brynja Sól en synir Guðmundar og Svan- hildar Nönnu eru Kristófer Orri og Benedikt Máni. Börn Gunnlaugar frá fyrra hjóna- bandi eru Þorgils Gunnarsson, f. 21.11. 1971, leiðsögumaður og bíl- stjóri og eru dætur hans María Rós og Sigríður Láretta; Agnes Hrönn Gunnarsdóttir, f. 1.11. 1979, hár- snyrtir en maður hennar er Svein- björn Magnússon forritari og er dóttir þeirra Tanja Rut. Bróðir Þórðar er Finnbogi Guð- mundsson, f. 17.11. 1946, pípulagn- ingameistari og starfsmaður hjá A-4 en kona hans er Edda Dungal, fjár- málastjóri hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Foreldrar Þórðar voru Guð- mundur Finnbogason, f. 21.3. 1910, d. 15.3. 1996, pípulagningameistari í Reykjavík, og k.h., Olga Dalberg, f. 13.11. 1904, d. 25.11. 1975, húsfreyja. Úr frændgarði Þórðar Guðmundssonar Þórður Guðmundsson Jóhanna Þorkelsdóttir vinnuk. á Breiðabóli á Svalbarðsstr. Björn Jónsson húsmaður víða Sólveig Björnsdóttir húsfr. í Reykjavík Einar Jónsson húsm. víða Olga Einarsdóttir Dalberg húsfrú í Rvík Svanhildur Jónsdóttir Jón Pálsson Guðbjörg Bjarnadóttir húsfrú í Reyjavík Björn Bjarnarson Björnsson sjóm.á Bakka í Reykjavík Björg Bjarnardóttir húsfrú á Búðum Finnbogi G. Lárusson kaupm. og útgerðam. Guðmundur Finnbogason pípulagningameistari Guðrún Danivalsdóttir vinnukona Lárus J. Finnbogason Beck bóndi við Manitobavatn Í sínu fínasta Þórður og Gunnlaug. ÍSLENDINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 2013 Margrét Sigmarsdóttir hefur varið doktorsverkefni frá sálfræðideild Há- skólans í Kaupmannahöfn. Heiti verk- efnis er „Evaluation of the treatment effects and implementation of Parent Management Training – the Oregon model (PMTO™) to treat children’s behavior problems in Iceland“ sem út- leggst á íslensku sem „Mat á árangri og innleiðingarferli meðferðarúrræð- isins Parent Management Training – Oregon aðferð (PMTO™) til að með- höndla hegðunarraskanir barna á Ís- landi. Verkefnið samanstendur af fjór- um fræðigreinum og hafa þrjár þeirra þegar verið birtar í alþjóðlegum tíma- ritum og er fjórða greinin í birtingar- ferli. Meginniðurstöður rannsóknarverk- efnisins eru að PMTO meðferð dró frekar úr aðlögunarvanda barna en sú þjónusta sem þessum hópi er almennt veitt í sveitarfélögum á Íslandi, sem gefur til kynna að PMTO meðferð sé árangursríkt meðferðarúrræði til að vinna með hegðunarerfiðleika barna á Íslandi. Niðurstöður varðandi innleið- ingu PMTO á Íslandi sýndu að fylgni meðferðaraðila við PMTO meðferð og færni þeirra hélst á milli hópa frá ólík- um tímabilum. Jafnframt sýndu nið- urstöður að það dró úr tíðni tilvísana í sérfræðiþjónustu hjá tilraunasveit- arfélagi sem innleiddi PMTO aðferðina en á sama tíma varð fjölgun á tilvís- unum hjá samanburðarsveitarfélög- um, sem ekki innleiddu aðferðina. Formleg kynning verkefnisins hér á landi fer fram á fræðslu- og fagnaðar- fundi í Norræna húsinu 29. ágúst.  Margrét lauk kennaraprófi árið 1987, embættisprófi í sálfræði árið 1996 og hlaut sérfræðiviðurkenningu árið 2007. Hún er jafnframt með víðtæka þjálfun í PMTO meðferð og kennslu og er leiðandi í innleiðingu slíkra með- ferðarúrræða hér á landi ásamt því að starfa með bandarískri rannsóknar- og fræðastofnun á sviði hegðunarraskana. Margrét er fædd 29. ágúst 1965 og er dóttir hjónanna Sigmars Þorsteinssonar og Þorbjargar Jónatans- dóttur. Hún er gift Jóhannesi Þórðarsyni og á börnin Heru, Huga og Emblu Jóhannesarbörn. Doktor Doktor í sálfræði 95 ára Regína Guðmundsdóttir 90 ára Hólmfríður Hafliðadóttir Hulda Inger Klein Kristjánsson Jón Hansson 85 ára Jóhannes Guðmundsson Sigurjón Friðriksson 80 ára Bjarni Elíasson Eva Þórðardóttir Guðrún Helga Lárusdóttir 75 ára Agnar Þór Aðalsteinsson Eggert Eggertsson Helgi Þór Jónsson Jón Þorgeirsson Ólafur Ragnarsson 70 ára Birna S. Guðjónsdóttir Katla V. Helgadóttir Kristmann Kristmannsson OddnýSæmundsdóttir 60 ára Agnar Guðlaugsson Amalía Árnadóttir Ásthildur Bjarnadóttir Hanna Yuranets Haukur Þór Adolfsson Jóhann Þórsson Jón Jóhannsson Laufey Guðmundsdóttir 50 ára Bára Heiða Sigurjónsdóttir Einar Magnússon Grétar R. Benjamínsson Hulda Hrönn Jónsdóttir Jakub Adamczak Jón Ingi Herbertsson Jónína Kristjánsdóttir Jón Magnússon Reynir Magnússon Róbert Paul Scala Wieslawa Przybysz 40 ára Alma Jónsdóttir Dagný Ósk Ingólfsdóttir Elín Rósa Finnbogadóttir Eva Rakel Allen Eyrún Dögg Ingadóttir Friðbjörn Gauti Friðriksson Gísli Páll Hannesson Guðlaugur Skúli Guðmundsson Guðmundur Sigurðsson Halldóra Steinunn Fannarsdóttir Helga María Símonardóttir Inga Hrönn Óttarsdóttir Jacek Niescier Lilla Wojtal Óskar Sigurðsson Ragnar Freyr Ásgeirsson 30 ára Astrid Fehling Birgir Baldursson Davíð Már Sigurðsson Gunnar Marel Hinriksson Helga Sjöfn Nielsen Hjalti Gunnlaugsson Hrafnkell Rögnvaldsson Katrín Dröfn Hilmarsdóttir Kolbrún Helga Árnadóttir Manuela Ósk Harðardóttir Til hamingju með daginn 30 ára Stefán ólst upp í Reykjavík, er þar nú bú- settur og er að ljúka námi í félagsráðgjöf við HÍ. Systkini: Bjarghildur Káradóttir, f. 1971, og Jón Trausti Kárason, f. 1979. Foreldrar: Kári Jónsson, f. 1952, loftskeytamaður og starfsmaður hjá Isavia, búsettur í Reykjavík, og Hermína Guðrún Her- mannsdóttir, f. 1954, d. 2012, var móttökuritari við heilsugæslustöð. Stefán Örn Kárason 30 ára Jens ólst upp á Stokkseyri, lauk prófum frá Margmiðlunarskól- anum og prófum í klass- ískri teikningu frá The Drawing Academy í Vibog í Danmörku, og stundar nú nám við Myndlist- arskólann í Reykjavík. Maki: Auður Hallsdóttir, f. 1988, MA-nemi í tal- meinafræði við HÍ. Foreldrar: Aðalbjörg Jensdóttir, f. 1963, og Júl- íus Geir Geirsson, f. 1964. Jens Júlíusson 30 ára Jóhann ólst upp í Hafnarfirði, er við- skiptalögfræðingur frá Háskólanum á Bifröst og vörustjóri hjá Gagnaveitu Reykjavíkur. Maki: Hanna Þóra Helga- dóttir, f. 1988, snyrtifr.. Sonur: Tómas Örn, f. 2012. Foreldrar: Sigurleifur Kristjánsson, f. 1956, flugumferðarstjóri, og Þórunn Jónsdóttir, f. 1957, móttökustjóri. Jóhann Sveinn Sigurleifsson mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Smiðjuvegi 4 (Græn gata), 200 Kópavogi, sími 578 3030, gsm 824 0240, laugin.is Erum með allt fyrir Góður endir á góðum degi Nuddpottar Hreinsiefni Síur Viðgerðarþjónusta Varahlutir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.