Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.9. 2013 K alli fæddist í Eþíópíu árið 1963 en foreldrar hans, Katrín Guð- laugsdóttir og Gísli Arnkelsson, voru þar kristniboðar. Kalli bjó í Konsó í Eþíópíu til 9 ára ald- urs en þá flutti fjölskyldan heim til Íslands. „Við erum sex systkinin og fjögur okkar eru fædd í Eþíópíu en tvö hérna heima. Fyrir ut- an eina systur mína höfum við systkinin öll farið sem kristniboðar.“ Kalli segir að það hafi verið gott að alast upp í Eþíópíu. „Mér fannst það æðislegt en ég hef auðvitað ekkert til að bera það saman við fyrir sjálfan mig. Þetta var alla vega það gott að þegar ég sjálfur varð fullorðinn og eignaðist börn þá fór ég til baka til Eþíópíu með eiginkonu minni, Ragnheiði Guðmunds- dóttur, og tveimur börnum.“ Fjölskyldan hef- ur tvisvar sinnum farið til Eþíópíu og í bæði skiptin í fjögur ár í senn. „Ég segist alltaf eiga mér föðurland sem er Ísland, en ég eigi mér líka móðurjörð sem er Eþíópía. Svo stefni ég á himininn.“ Ekki auðveld glíma Kalli segir að vegna bakgrunns síns hafi hon- um ekki alltaf fundist hann passa inn í sam- félagið á Íslandi. „Ég er Íslendingur, fæddur og uppalinn í Eþíópíu þar sem ég bjó samtals í 16 ár. Ég bjó í Noregi í fjögur ár og gekk í norskan skóla. Það er þessi samsetning af Ís- lendingi, Eþíópa og Norðmanni sem gerir mig að þessu eintaki sem ég er og það er ákveðin glíma að eiga við það. Ég er samt ákaflega sáttur við sjálfan mig í dag.“ Glíman hefur ekki alltaf verið auðveld og Kalli hefur átt við þunglyndi að stríða. „Ég er þunglyndur, hamingjusamur alkóhólisti,“ seg- ir Kalli og brosir. „Sé rétt haldið á spilunum verður þessi pakki minn styrkleiki sem felst fyrst og fremst í því að þekkja veikleika mína.“ Kalli efast ekki um að glíman við þunglyndið hafi hjálpað honum í starfi hans í Eþíópíu. „Það að þekkja þunglyndi, kvíða, þetta vonleysi og algjöra uppgjöf verður svo ótrúlega sterkt vegna þess að inn í þetta get ég teygt mig. Ég þekki þennan ótta, sem er svo djúpur. Ég get sagst hafa verið í þessum sporum sjálfur og þarna þurfi enginn að vera. Það vill til að mynda enginn bera út barnið sitt en óttinn við bölvun eða ógæfu er svo sterkur að fólk er á milli steins og sleggju.“ Neyðin felst í ómenningu Kalli fór einn til Eþíópíu síðastliðið haust, fyr- ir algjöra tilviljun að hans sögn. „Upphaflega stóð til að ég færi með smáhóp en ekkert varð úr því. Ég stakk þá upp á því að ég færi út í tvo til þrjá mánuði þar sem enginn kristniboði væri á staðnum.“ Kalli segir að þörfin á að veita Eþíópum í Suður-Ómo aðstoð sé mikil. „Hvorki Rauði krossinn, Sameinuðu þjóðirnar né aðrar stór- ar og alþjóðlegar hreyfingar eru þarna, því neyðin er ekki slík. Neyðin sem við í kristni- boðastarfinu upplifum er það sem ég kýs að skilgreina sem ómenningu. Hún felst í alls konar athöfnum sem sumir kalla sjálfvalda píningu en ég kalla þetta ómenningu. Fólk á engra kosta völ. Óttinn sem býr að baki er mikill; ef hefðirnar eru ekki virtar dynur ógæfan yfir.“ Ólíkar hefðir ættbálka Kalli segir marga ættbálka á svæðinu með ólíkar hefðir. „Á mínu svæði voru fjórir ætt- bálkar en á svæðinu í heild sinni eru átján ættbálkar sem þýðir átján hefðir og mismun- andi trúarbrögð.“ Því sé jafnvel þannig farið að það sem í einum ættbálki þyki sjálfsögð hefð þyki í öðrum furðulegt og hneykslanlegt. „Hjá einum ættbálki sem við störfum hjá verða allar stúlkur að verða ófrískar til að sýna fram á að þær séu efni í eiginkonur og geti orðið barnshafandi. Stúlkurnar eiga ekk- ert val. Ef þær ætla að eignast mann þá verða þær að vera búnar að sýna fram á að þær geti eignast börn. Engu máli skiptir hver pabbinn er og oft og tíðum myndast ómenning í kring- um þetta þar sem stúlkurnar eru misnotaðar. Síðan er framkvæmd á þeim afskaplega frum- stæð fóstureyðing.“ Kalli segir vald ættbálks- ins ískyggilegt og að rígurinn á milli þeirra sé mikill. „Í hugum margra er það ekki morð að drepa einhvern úr öðrum ættbálki, því það er ekki alvörufólk.“ Börnin talin orsök alls ills „Í einum ættbálki er það talin bölvun verði kona ólétt að öðru barni áður en eldra barnið fær fyrstu tönnina,“ segir Kalli. „Þá þurfa bæði börnin að deyja til að bölvuninni verði aflétt. Í öðrum ættbálki trúir fólk því að séu foreldrarnir dánir við fæðingu barns hvíli bölv- un á fjölskyldunni og eina leiðin til að losna við hana sé að bera út nýfædda barnið.“ Kalli segir að menn telji að hægt sé að koma í veg fyrir að bölvunin komi niður á ætt- bálkinum með því að flytja barnið, eða börnin, af svæðinu. Barnið megi hinsvegar ekki snúa aftur. „Fyrir nokkrum árum var lítil stúlka tekin frá ættbálki og sett á barnaheimili. Svo sneri hún til baka þegar hún var átján eða nítján ára gömul en þá var hún myrt því hún kom með bölvunina með sér. Það gleymdist ekkert.“ Bjargað frá hýenunum „Á staðnum sem ég dvaldist á gerðist það einu sinni að maður var myrtur og það að ungur sonur hans skyldi vera tileygður nægði til þess að fjölskyldan og samfélagið kenndi hon- um um dauða föðurins,“ segir Kalli. Maður frá kirkjunni hljóp út í náttmyrkrið og bjargaði litla drengnum frá hýenunum. Í Korro, rétt norðan við landamærin að Kenía búa kristin hjón sem hafa tekið að sér börn sem sögð eru bera bölvun. Núna búa fimm börn hjá þeim og elstu börnin á heimilinu eru átta ára tvíburar.“ Gömul kona úr ættbálkinum hafði séð að hinir kristnu voru óhræddir við að taka þessi börn að sér þrátt fyrir bölvun þeirra. Börnin virtust dafna vel og ekkert hræðilegt hafði komið fyrir. Einmitt þess vegna leitaði gamla konan á náðir hjónanna dag einn í október síð- astliðnum. Á sama tíma heimsótti Kalli hjónin ásamt yfirmanni starfsins á svæðinu. „Hjónin sögðu okkur að gömul kona væri komin til þeirra með tvö börn og bæði þau um að taka við börnunum en það væri ekki hægt. Þau væru nýbúin að taka að sér litla stúlku sem hefði verið fleygt í ána og hvorki væri pláss né matur fyrir fleiri á heimilinu.“ Kalli fór yfir í næsta kofa og þar var gamla konan með tvo litla drengi, ömmustrákana sína. „Hún horfði á mig og sagði: Kalli, þú mátt eiga strákana. Ef þú tekur þá ekki, deyja þeir. Ég verð þá að bera þá út.“ Bölvun bræðranna Ísaks og Samúels Litlu drengirnir voru fjögurra daga gamlir tvíburar og eina lífsvon þeirra var að Kalli tæki þá að sér. Móðir þeirra hafði verið gift manni sem var myrtur. Kalli segir að regl- urnar í ættbálknum kveði á um að deyi eig- inmaðurinn erfi eldri bróðir hans konuna. Öll börn sem þau svo eignist skrifist á hinn látna eiginmann. Konan varð ólétt að tvíburadrengj- unum eftir eldri bróðurinn en dó í fæðingunni. „Þá fór fjölskyldan að hugsa um alla ógæf- una sem hafði dunið yfir. Fyrst hafði eig- inmaðurinn verið myrtur, svo dóu morðingjar hans og móðirin lést í fæðingunni. Auk þess var annar drengurinn tileygður og fjölskyldan þurfti ekki fleiri sannanir.“ Ljóst þótti að á fjölskyldunni hvíldi bölvun og það yrði að losna við drengina til að aflétta henni. Amma drengjanna vissi að eina lífsvon drengjanna væri að koma þeim til hinna kristnu. Því tók hún þá strax eftir fæðinguna og flúði. Kalli segist ekki hafa hugsað sig tvisvar um. Hann vissi hvað biði annars litlu bræðranna. Hann hafi tekið þá með sér heim og ömmuna líka. „Ég vildi hafa hana til staðar þar til ég væri búinn að finna lausn á þessu.“ Drengirnir voru nafnlausir og Kalli segist hafa spurt ömmuna hvort hún vildi ekki gefa þeim nöfn. „Það gat hún ekki hugsað sér. Hún horfði bara á mig og sagði að þetta væru ekki strákarnir hennar. Svo ég spurði hvort ég mætti nefna þá og skíra þá. Hún sagði að sér væri alveg sama, þetta væru mínir strák- ar. Þá gaf ég þeim nafnið Ísak og Samúel.“ Kalli segir nöfnin komin úr Biblíunni. „Ísak átti ekki að vera til þar sem Sara var orðin gömul þegar hún átti hann. Sömu sögu er að segja af Samúel. Anna móðir hans bað Guð um að gefa sér barn og lofaði að færa það Guði ef hún eignaðist barn. Ég fékk að vera opni faðmur Guðs þegar hann færði mér þessa tvo litla drengi, fjögurra daga gamla. Því fengu þeir þessi nöfn.“ Siðir lögum æðri Kalli segir það hafa gengið erfiðlega að finna lausn á máli litlu bræðranna. Enginn vildi hjálpa honum þótt yfirvöld, lögregla, sveitar- stjórnin og heilsugæslan væru fegin því að hann skyldi hafa tekið tvíburana. „Allir vita að það er ólöglegt að bera út börn en eru svo hræddir, enda tilheyra margir á svæðinu þessum ættbálki. Þess vegna þorði enginn að rétta hjálparhönd af hræðslu við bölvunina og að lenda í einhverju hræðilegu. Menning- arlegu siðirnir eru lögum æðri.“ Á meðan tvíburarnir voru hjá honum vildi enginn úr ættbálkinum koma inn á lóðina. „Ekki lögreglan, enginn úr bæjarstjórninni eða frá heilsugæslunni. Allir voru svo hrædd- ir. Það var ekki fyrr en drengirnir voru farnir frá okkur að þetta fólk, sem áður hafði ekki hikað við að koma og tala við okkur, hætti sér aftur inn á lóðina okkar.“ Óttaðist bölvunina Tíu dögum eftir að Kalli tók drengina að sér bárust skilaboð þess efnis að SOS barnaþorp í Eþíópíu tæki drengina að sér. Þegar sú stað- festing hafði borist tók við biðin eftir því að drengirnir yrðu sóttir. Kalli segir að amman hafi þá verið orðin óþreyjufull. „Hún vildi ekki vera þarna hjá okkur. Henni leið illa yfir því að þurfa að umgangast tvíburana og óttaðist bölvunina. Hún vildi halda fjarlægð frá þeim svo hún væri örugg.“ Daginn eftir að Ísak og Samúel voru skírðir sagðist amman verða að fara burt. Sama kvöld var hún myrt. Kalli segir engan hafa staðfest að morðið á henni tengdist drengj- unum en þó hafi verið talað um að þetta væri Upp á líf og dauða Í LITLU HERBERGI INN AF VERSLUN BASARSINS NYTJAMARKAÐAR HITTIR BLAÐAMAÐUR KARL JÓNAS GÍSLASON. ÞAÐ FER EKKI MIKIÐ FYRIR KALLA ÞAR SEM HANN SITUR VIÐ SKRIFBORÐIÐ OG TALAR LÁGUM RÓMI UM LÍFIÐ, TRÚNA OG KRISTNIBOÐASTARFIÐ. KALLI SEGIST HAFA VERIÐ Á RÉTTUM STAÐ Á RÉTTUM TÍMA ÞEGAR NÝFÆDDIR TVÍBURABRÆÐUR HÁÐU BARÁTTU UPP Á LÍF OG DAUÐA. Guðrún Óla Jónsdóttir goj9@hi.is Karl Jónas Gíslason er fæddur og uppalinn í Eþíópíu en starfar nú á nytjamarkaði Kristniboðs- sambandsins í Austurveri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.