Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.09.2013, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.9. 2013 BÓK VIKUNNAR Hin sanna náttúra er leiðarvísir að friðsælu hugleiðsluferðalagi um náttúru Íslands. Upplagt að stunda jóga úti í náttúrunni. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Íslenskar bókabúðir eru margar hverj-ar farnar að minna óþægilega mikið áminjagripaverslanir fyrir erlenda ferðamenn. Bókaunnandinn gengur inn og sér lopasokka og vettlinga hanga á slá og í hillum eru styttur af lunda og sérkennilegum köllum sem eiga víst að heita íslenskir jólasveinar. Bókaunnand- inn þarf að skima eftir bókunum því þær eru ekki jafn sýnilegar og glingrið sem ætlað er að heilla útlendingana. Þegar litið er yfir framboðið á bókum í bókaverslunum þá eru nær eingöngu nýjar bækur á boðstólum. Úrvalið af nokkurra ára gömlum bókum er svo til ekki neitt, nema þá ef um kiljutilboð er að ræða: 2 fyrir 2.000. Auðveldlega má finna nýjar erlendar spennubækur en lítið er um nýjar erlendar fagurbók- menntir. Úrvalið af innbundnum erlend- um klassískum verk- um er svo beinlínis raunalegt. Sá sem ætlar sér að kynnast klassískum erlendum verkum með því að fara í íslenska bóka- búð er á villigötum. Er ástandið virki- lega þannig að það borgi sig ekki að reka metnaðarfulla bókaverslun þar sem er gott úrval af innlendum og erlendum bókum, nýjum og eldri? Er það glingrið fyrir ferðamenn sem heldur rekstrinum uppi? Ansi er dapurlegt ef svo er. Það er líka ansi snautlegt að þurfa að fara til útlanda til að komast í bókabúð þar sem er almennilegt úrval af bókum. Þessi þróun er áhyggjuefni og það hvarflar að manni að ekki muni þar verða viðsnún- ingur. En er ekki sitthvað bogið við það að bækur komist nálægt því að vera aukaatriði í verslun sem á að heita bóka- búð? Innkaupastjórar bókaverslana eru velviljaðir og vilja sannarlega að úrvalið sé sem mest og best. Það háir þeim hins vegar mjög í innkaupum og pöntunum hversu lítið plássið er og það fer sím- innkandi því lopasokkarnir og vettling- arnir taka æ meira pláss í búðinni. Netið er sannarlega vettvangur þar sem hægt að er panta þær bækur sem hugurinn girnist, en það jafnast ekki á við að ganga inn í glæsilega bókabúð, líta yfir dýrðina, handfjalla bækur og taka svo upp veskið. Fara svo hamingju- samur heim með bókapakkann. Vettlingar eru komnir í bókabúðirnar. Vegleg útgáfa af Middlemarch eftir George Eliot. Orðanna hljóðan BÆKUR EÐA SOKKAR? B rosbókin, ný myndskreytt barna- bók eftir Jónu Valborgu Árna- dóttur og Elsu Nielsen, er kom- in út hjá Sölku. Í þessu nútímalega ævintýri hverfur brosið hennar Sólu á dularfullan hátt. Mamma og pabbi eru í öngum sínum. Hafði Sóla týnt brosinu sínu á meðan hún svaf? Hafði kannski einhver stolið því? Jóna, sem er með meistaragráðu í íslensku og kennslu- fræðum, er höfundur textans og Elsa, sem er grafískur hönnuður, myndskreytir. Bros- bókin er fyrsta höfundaverk þeirra. „Hugmyndin að bókinni kviknaði fyrir tveimur árum,“ segir Jóna Valborg. „Þá var ég á ferðalagi með fjölskyldunni og strák- urinn minn, miðbarnið, setti skyndilega upp skeifu. Ég sagði: „Viktor, hvar er brosið? Datt það í gólfið? Hvarf það út um gluggann? Er það í vasanum?“ Hann barðist við að halda svipnum á andlitinu en fannst þetta fyndið. Þá kom hugmyndin til mín: Hvað ef bros getur öðlast sjálfstæðan vilja og bara farið? Ég var með innkaupamiða í töskunni minni og penna og hripaði niður hugmyndina. Nokkrum mánuðum seinna leit- aði hugmyndin aftur á mig og þar sem ég hafði nógan tíma settist ég við skriftir og til varð saga. Upphaflega var söguhetjan strákur, senni- lega vegna þess að hugmyndin kviknaði eftir að sonur minn hafði sett upp skeifu, en sag- an þróaðist þannig að aðalpersónan varð stelpa. Um leið og sagan var orðin til hringdi ég í Elsu og spurði hana hvernig henni litist á að myndskreyta barnasögu.“ „Ég tók strax mjög vel í þessa hugmynd, það hefur alltaf verið draumur minn að myndskreyta barnabók,“ segir Elsa. „Við ákváðum í upphafi að myndirnar myndu bæta einhverju við söguna og vorum með vissar hugmyndir í því sambandi sem við ræddum og þær þróuðust svo. Stíllinn í myndunum er einfaldur en lifandi og það er ákveðinn leikur í þeim. Þar má líka finna vís- un í ævintýrin.“ „Ég hef alltaf haft ánægju af að skapa og hugsa textann mjög myndrænt,“ segir Jóna Valborg. „Þegar ég er svo að lesa fyrir mín börn finnst mér gaman að hægt sé að staldra við myndirnar og sjá þar kannski eitthvað óvænt. Við vildum báðar hafa mynd- irnar á þennan hátt. Það er til dæmis mynd af kórónu á hverri opnu sem segir lesand- anum að aðalpersónan gæti jafnvel verið prinsessa. Lesandinn verður hins vegar að ákveða það sjálfur því það kemur hvergi fram í texta. Þannig vildum við búa til þetta samtal sem er svo skemmtilegt þegar lesið er með börnunum.“ Jóna Valborg og Elsa tileinka börnum sín- um bókina en þau fylgdust vel með gerð hennar. „Börnin okkar voru mjög spennt fyr- ir þessari bók, komu með hugmyndir og við hlustuðum vel á þau,“ segja þær. „Við hugsum þetta verk sem samverubók, þar sem fullorðnir geta átt góða stund með börnunum við lestur hennar,“ segir Jóna Valborg. „Bókin var ekki skrifuð bara fyrir börn heldur líka fyrir fullorðna. Það er til mikið af góðum barnabókum og við gerðum bók eins og okkur finnst að barnabók eigi að vera. Við vonum að sem flestir eigi eftir að njóta hennar.“ HUGMYND AÐ BARNABÓK KVIKNAÐI ÞEGAR DRENGUR SETTI UPP SKEIFU Skemmtilegt samtal „Börnin okkar voru mjög spennt fyrir þessari bók, komu með hugmyndir og við hlustuðum vel á þau,“ segja þær Elsa og Jóna Valborg sem eru höfundar Brosbókarinnar. Morgunblaðið/Rósa Braga JÓNA VALBORG ÁRNADÓTTIR OG ELSA NIELSEN ERU HÖFUNDAR BROSBÓKARINNAR. Kristnihaldið les ég á hverju ári. Yfirborðið er ærslafullt eins og allir þekkja en hver lestur varpar nýju ljósi á hin mörgu lög sem undir liggja. Undanfarin ár hef ég farið á söguslóðirnar á utanverðu Snæfellsnesi. Hvernig blasti landið við Umba sem hóf ferð sína 11. maí? Íslandsklukkan stendur nálægt flestum Íslend- ingum. Gerplu gat ég ekki lagt frá mér þegar ég las hana fyrst. Stílsnillingurinn Þórbergur er eilíf ráðgáta, síðast las ég Viðfjarðarundrin. Ánægjulegt var að koma í Þórbergssetur í Suðursveit. Þar er heimili þeirra hjóna endurgert og sjá má frumútgáfur verka hans. Mál- fríður Einarsdóttir hefur safaríkt tungutak hvar sem gripið er niður í bækur hennar. Stormur Einars Kárasonar er óviðjafnanlega fyndinn í upplestri höfundar, sem ávallt ber með sér karlmannlegan hressileika; annars eru Einararnir hvor öðrum betri. Pétur Gunnarsson og Guðmundur Andri Thors- son eru magnaðir gullpennar. Af fornritunum er Sturlunga eins og tor- kleift fjall. Þegar upp er komið má ganga sem næst á jafnsléttu og kynna sér aðstæður. Sama á við um Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Af skáldum hlýt ég að nefna Jónas, Jón Helgason og Hannes Pét- ursson og eru þá margir ótaldir. Sveinbjörn Egilsson, kennari Jón- asar og fleiri 19. aldar manna, þyrfti að fá meiri athygli. Ein eftirminnilegasta bókin þetta árið er Sjóræninginn, endur- minningar Jóns Gnarrs, sem lýsir höfnun og útskúfun í uppvextinum, einelti og ofbeldi. Af þýðingum erlendra skáldverka á liðnum árum koma í hugann Lífið framundan eftir Romain Gary og Hin ótrú- lega pílagrímsganga Harolds Fry eftir Rachel Joyce. Iðrun eftir Hönnu Vibeke Holst vekur til umhugsunar um hvað Íslendingar vita fátt um hernám Danmerkur, andspyrnuhreyfinguna og eftirleikinn. Í UPPÁHALDI DR. ÓLAFUR ÍSLEIFSSON, LEKTOR VIÐ HÁSKÓLANN Í REYKJAVÍK Ólafur Ísleifsson les Kristnihald Halldórs Laxness á hverju ári. Morgunblaðið/Rósa Braga Jón Gnarr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.