Morgunblaðið - 13.11.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.11.2013, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 3. N Ó V E M B E R 2 0 1 3  264. tölublað  101. árgangur  ÞINGVALLABÆRINN OG VERKEFNI Á ÞINGVÖLLUM KOLBEINN ÆTLAR AÐ SLÁ METIÐ SKRIFAÐI BÓKINA MATARGLEÐI EVU MEÐ NÁMINU LANDSLIÐIÐ ÍÞRÓTTIR SÆLKERI 10100 DAGA HRINGFERÐIN 16 ÁRA STOFNAÐ 1913  Aðfallspípa Elliðaárvirkj- unar virðist hafa farið að leka aðfaranótt mánudags með þeim afleið- ingum að minni- háttar skemmd- ir urðu á göngustíg í dalnum. Árvök- ull göngumaður lét Orkuveituna vita og í kjölfarið var lokað fyrir pípuna. Búið er að hleypa úr lón- inu og í dag ætla starfsmenn OR ofan í pípuna til að leita að gat- inu. »4 Ofan í aðfallspípu Elliðaárvirkjunar til að leita að gatinu Stíflan í Elliðaárdalnum. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Við munum mótmæla þessu áfram og reyna að ná eyrum borgaryfir- valda,“ segir Reynir Þór Guðmunds- son, formaður Prýðifélagsins Skjald- ar, sem eru hverfasamtök íbúa Skerjafjarðar. Félagið er mjög ósátt við lokun suðvestur/norðaustur-flug- brautarinnar á Reykjavíkurflugvelli og fyrirhugaða íbúðabyggð þar í stað- inn. Reynir segir íbúa Skerjafjarðar hafa vaknað upp við vondan draum þegar félagið útbjó mynd og birti á vef sínum, skerjafjordur.is, þar sem möguleg útfærsla á nýrri byggð er sýnd. „Myndin kveikti í fólki, það hafði enginn hugsað út í að þetta gæti orðið svona umfangsmikil byggð. Áhyggjur okkar snúa ekki síst að um- ferðarþunganum sem skapast í hverfi sem hefur aðeins eina útgönguleið, og ekki að sjá að mögulegt sé að breikka t.d. Einarsnes vegna byggðar á milli Einarsness og flugbrautar. Við erum að tala um 750 manna hverfi þar sem 3.000 íbúar eiga að bætast við.“ Hann segir íbúa Skerjafjarðar hafa þurft tíma til að átta sig á hvað nýlegt samkomulag Reykjavíkur- borgar og ríkisins um flugvöllinn hafi þýtt. Nú sé hafin vinna á fullu hjá borginni við að deiliskipuleggja nýja íbúðabyggð, án nokkurs samráðs við íbúa. Reynir segist engin áform hafa séð frá borginni varðandi skólamál, ekki sé hægt að bæta við Melaskóla og Hagaskóla, sem séu sprungnir. „Það á greinilega að keyra málið í gegn,“ segir hann. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur minnt innanríkisráðherra á eldra samkomulag um að opna þurfi flugbraut í Keflavík í stað þeirra sem til stendur að loka í Reykjavík. M Ímynd hverfisins … » 6 Mótmæla nýrri byggð  Óánægja meðal íbúa Skerjafjarðar með lokun flugbrautar og nýja íbúðabyggð í staðinn við Reykjavíkurflugvöll  Hafa áhyggjur af auknum umferðarþunga Fyrst Marco Polo siglir hingað til lands frá Færeyjum í mars 2015. Faxaflóahafnir hafa birt lista yfir boðaðar komur skemmtiferðaskipa 2015. Nú þegar er skráð 51 skipa- koma, sem Ágúst Ágústsson, mark- aðsstjóri, segir að sé svipaður fjöldi og áður miðað við sama fyrirvara og árstíma. Hins vegar hafi listinn verið birtur fyrr en oft áður, til að gera skipafélögum og -miðlurum auðveld- ara um skipulagningu. Athygli vekur að skemmtiferða- skip skuli eiga að koma í mars og október 2015. Ágúst segir þetta nýj- ung, tímabilið hafi lengst og nú séu skipafélög og ferðaskrifstofur farin að bjóða upp á vetrarferðir. Skipa- ferðirnar í mars 2015 skýrast þó af ásókn í sólmyrkvaferðir til Færeyja, en þá er talið einkar hagstætt að sjá sólmyrkva á leiðinni milli Færeyja og Íslands. Sólmyrkvinn verður 20. mars 2015 en erlendar ferðaskrif- stofur eru einnig byrjaðar að selja flugferðir til Íslands á þessum tíma og þaðan til Færeyja til að sjá þetta fyrirbæri á himni. Faxaflóahafnir hafa jafnframt birt lista yfir komur skemmtiferðaskipa næsta sumar. Fyrsta skipið kemur 19. maí og hið síðasta 29. september. Alls er skráð 91 skipakoma með nærri 100 þúsund farþegum, sem er svipaður fjöldi og kom til Reykjavík- ur í sumar. Ágúst segir að komum minni skemmtiferðaskipa hafi fjölg- að. Það séu þá meira fræðsluferðir en eiginlegar skemmtiferðir. bjb@mbl.is Skemmtiferðaskip í sólmyrkvaferð  Fyrstu skipin árið 2015 væntanleg í mars  Ferðatímabilið lengist Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð- herra hneigði sig djúpt fyrir Margréti II Dana- drottningu á Bessastöðum í gærkvöldi, þar sem forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, efndi til kvöldverðar henni til heiðurs. Margrét sækir nú landið heim í fimmta sinn í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar handritasafnara og verður viðstödd ýmsa afmælisviðburði sem fram fara í dag. Hún heldur heim á morgun. »12 Drottningunni heilsað með virktum Morgunblaðið/Golli  Ekki er vit- að hvort fæðu- bótarefni og náttúruvörur sem kanadísk könnun leiddi í ljós að inni- héldu ekki þær jurtir sem haldið var fram í inni- haldslýsingu eru seldar á Íslandi. Misvísandi innihaldsmerkingar eru þekkt vandamál við slíkar vörur, að sögn Rannveigar Gunn- arsdóttur, forstjóra Lyfjastofn- unar. »22 Misvísandi merking- ar fæðubótarefna Jóhannesarjurt var ekki í samnefndri vöru.  Íbúar í nágrenni Eiða og vegfar- endur um Borgarfjarðarveg gætu þurft að búa við óþægilega ljósa- sýningu úr mastri Ríkisútvarpsins sem hefur plagað þá undanfarin ár. Rafeindabúnaður í ljósunum þol- ir ekki íslenskt veðurfar. Dreifi- kerfi RÚV hefur viðurkennt vand- ann og vill nú skipta um ljós til bráðabirgða á meðan unnið er að því að finna ný og hentugri ljós. Ekki er þó víst að hægt verði að fara upp í mastrið í vetur. »2 Viðvörunarljós trufla íbúa og vegfarendur  Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavík- urborgar hefur samþykkt breyt- ingar á deili- skipulagi við Hamarshúsið. Samkvæmt þeim mun þrengja svo að aðkeyrslu að bílastæðum á suðurhlið hússins að bílar komast ekki í stæðin. Málið verður tekið fyrir í borgarráði á morgun. »4 Bílar munu ekki komast í stæðin Íbúi sýnir þreng- inguna á stæðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.