Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 50
50 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Áþessari rímlausu skeggöld. Þannig hefst ljóð Jóhannesar úrKötlum í ljóðabókinni Óljóð sem út kom árið 1962. Meðhenni sló Jóhannes nýjan tón, hvarf frá sínum háttbundnakveðskap og orti í anda módernista eða atómskálda sem höfðu nánast einokað íslenskan ljóðheim um skeið. Annað ljóðskáld og síst ómerkara, Steinn Steinarr, hafði áður lýst því yfir að hið hefðbundna ljóðform væri loks- ins dautt! Sjálf hafði ég bögglast við að yrkja háttbundið og glímt við ýmis bragform þegar þessi ótíðindi glumdu við. Í æsku hafði ég sagt vinkonu minni að ég ætlaði að verða bæði skáld og forsetafrú en hún svaraði að bragði að það væri ekki hægt að vera tvö! Svo gerðist ég bara blaðamaður en orti í laumi og þótt ég gæti sleppt ríminu var stuðlasetningin svo límd við brageyrað að henni varð ekki hnikað. Forsetafrú varð ég auðvitað aldrei enda sótti ég það ekki fast. En nú virðist svo sem þessi rímlausa skeggöld sé á enda runnin. Limrubókin, sem Pétur Blöndal gaf út á síðasta ári, rataði inn á met- sölulista bókaverslana, fyrst ljóðabóka um langa hríð. Nýlega fékk svo Ljóðabókin hans Bjarka Karlssonar, Árleysi alda, bókmennta- verðlaun Tómasar Guðmundssonar en þar leikur hann sér með marg- vísleg bragform og hefur slegið rækilega í gegn. Fyrir vikið hafa ýms- ir rímarar komið út úr skápnum, ég veit að minnsta kosti af einum eða tveimur án þess að nefna nöfn. Í starfi mínu sem íslenskukennari las ég margvíslegan kveðskap með nemendum mínum, allt frá eddukvæðum til atómskálda og það fór ekki milli mála að háttbundin hrynjandi höfðaði miklu betur til þeirra en kveðskapur módernista. Og það var léttur leikur að kenna þeim undirstöðuatriðin í bragfræði, hefði maður góða kennslubók við höndina. Auðvitað fékk maður að heyra að það væri ekkert á þessu að græða en sjaldan hef ég fundið meiri sköpunargleði en þegar krakk- arnir fóru sjálfir að yrkja eftir kúnstarinnar reglum, jafnvel með dróttkvæðum kenningum. Skeggöldin orkaði hálfilla á ungviðið en orðið er komið beint úr Völuspá og merkir ófrið eða hervirki. Sam- kvæmt nýjustu fréttum ríkir nú stundarfriður um íslenska ljóðlist. Atómljóðabók Pedrós - eftir Pedró m örgæs Efnisyfirlit Í þessari bók ríma engin ljóð.... ...................... 9 Hvert liggur mín leið, mín hjart ans slóð?...11 Móðir mín er kona góð ............. ....................12 Stundum er fjara, en stundum fl óð .............13 Maðurinn sem vildi ekki gefa bl óð..............15 Í miðbænum er ein laus lóð...... ....................16 Íslendingar eru skrítin þjóð ...... ....................17 Þegar ég mokaði skurði af mikl um móð....21 Maddama mörgæs er feykilega f róð ............22 Af miklum eldi verður mikil gló ð................23 Ég man þá tíma er ég tunnunum hlóð........25 Lítil saga um hlutabréfasjóð ..... ....................26 Aldrei heyrist þar hnjóð ............ ....................27 Málið El ín Es th er Umm ... hérna, Pedró! Þessi rímlausu skeggaldarhvörf Tungutak Guðrún Egilson gudrun@verslo.is Samfélög fólks eru á stöðugri hreyfingu og marg-víslegir straumar á ferð undir yfirborðinu sembrjótast fram og breyta viðhorfum og sjón-armiðum. Sýn nýrra kynslóða á samfélagið er önnur en eldri kynslóða. Lengi vel gat það skipt sköp- um um gengi dagblaða hversu vel þeim tókst að fylgja þessum straumum breytinga og nýrra viðhorfa og end- urspegla þá. Að mörgu leyti á það sama við um stjórnmálaflokka og dagblöð. Gengi flokkanna getur byggzt á því hversu vel þeim tekst að endurspegla í stefnu sinni og starfi þjóðfélagsbreytingar, sem brjótast fram með marg- víslegum hætti. Sumum tekst það vel. Öðrum illa. Lengi vel var hinn hefðbundni hægri flokkur í Dan- mörku, Det Konservative Folkeparti, flokkur, sem naut fylgis um og yfir 20% kjósenda. Í þingkosningum í Dan- mörku árið 2011 fékk flokkurinn 4,9% atkvæða og sýnir fá merki þess að hann sé að ná sér á strik. Eftir rúmt ár verða 100 ár liðin frá stofnun Det Konservative Folkep- arti. Minnkandi fylgi flokksins bendir til að hann hafi orðið viðskila við dönsku þjóðina og misst tengslin við fólkið í landinu. Það telur sig ekki þurfa á flokknum að halda. Hins vegar varð til annar flokkur í Danmörku fyrir tæp- um tveimur áratugum, sem mælist nú með rúmlega 12% fylgi í könnunum. Það er Dansk Folkeparti, sem telst vera til hægri við Det Konservative Folkeparti. Staða þess flokks er vísbending um að hann end- urspegli betur sjónarmið og viðhorf á hægri kantinum. Brezki Íhaldsflokkurinn, The Conservative Party, hefur átt auðveldara með að fylgja þjóðfélagsbreyt- ingum samtímans en danski íhaldsflokkurinn. Þekkt- asta endurnýjun á stefnu og starfi brezka Íhaldsflokks- ins varð eftir þingkosningarnir í Bretlandi 1945, þegar brezka þjóðin þakkaði Winston S. Churchill fyrir for- ystu hans í stríðinu gegn Hitler með því að hafna hon- um og flokki hans. Ný kynslóð í Íhaldsflokknum nú- tímavæddi stefnu flokksins og stefndi honum inn á miðjuna að hluta til. Þar var fremstur í flokki maður að nafni Richard Austen Butler, sem lengi var einn af mestu áhrifamönnum flokksins en aldrei leiðtogi hans. Síðar gekk flokkurinn í gegnum aðra endurnýjun undir forystu Margrétar Thatcher og ekki er fráleitt að segja að David Cameron hafi gengið nokkuð vel að halda flokknum í takt við kjósendur síðustu ár. Þessar hugleiðingar verða til þegar horft er til skoð- anakannana undanfarnar vikur og mánuði og þá sér- staklega til Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Báðir flokkarnir eiga við ákveðinn tilvistarvanda að etja, þótt ólíkur sé. Jafnaðarmannaflokkar um alla Evrópu eiga við þann vanda að stríða að þeir vita ekki lengur hvert hlutverk þeirra er. Það á líka við um Samfylkinguna. Staða Sjálfstæðisflokksins er önnur. Það hefur aldrei verið hægt að setja samasem merki á milli hans og danska Íhaldsflokksins eða þess brezka. Sjálfstæð- isflokkurinn á sér allt annars konar rætur og hefur allt- af spannað í ríkara mæli skoðanasviðið frá hægri yfir á miðju. En Sjálfstæðisflokkurinn hefur þurft á því að halda að endurnýja stefnu sína ekki síður en aðrir stjórnmálaflokkar, bæði hér og annars staðar. Að sumu leyti má segja að það hafi gerzt á Viðreisnarárunum, þegar ráðizt var gegn höftum þeirra tíma og svo aftur á níunda og tíunda áratugnum, þegar ný kynslóð, sem sótti í hugmyndabyltingu Reagans og Thatcher lét til sín taka. Hrunið og hlutur Sjálfstæðisflokksins í því kallaði á endurnýjun í stefnu og starfi Sjálfstæðisflokksins í kjöl- far einhverra mestu áfalla lýðveldissögunnar en sú end- urnýjun hefur ekki farið fram og tæplega hafizt. Þörfin fyrir hana er lítið rædd. Afleiðingarnar birtast í þeim harða veruleika að Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að festast í kjörfylgi sem er á milli 20 og 30% og stendur frammi fyrir afar veikri stöðu í aðdrag- anda næstu borgarstjórn- arkosninga í Reykjavík. Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar að flokkurinn stæði sterkast í Kópavogi! Eitt er víst. Þessi staða breytist ekki af sjálfu sér. Til þess þarf aðgerðir. Og ég hugsa að ég tali fyrir hönd margra af minni kynslóð, þegar ég segi að við eigum erfitt með að horfa upp á þetta. Það er of mikið sagt að segja að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi orðið viðskila við þjóðina en hann hefur misst tengslin við einhvern hluta hennar. Það er eina skýr- ingin á því að Bezti flokkurinn náði þeirri stöðu, sem hann hefur haft og Björt framtíð virðist vera að taka við þeirri arfleifð án þess að hafa í raun og veru nokkur málefni fram að færa. Það er ekki óhugsandi að sú endurnýjun, sem fram þarf að fara í stefnu og starfi Sjálfstæðisflokksins gerist í tíð núverandi ríkisstjórnar með aðgerðum hennar og verkum. Þannig gerðist það á Viðreisnarárunum að verulegu leyti. En það er erfitt að sjá hvernig hugmyndaleg end- urnýjun stjórnmálaflokks í lýðræðisríki geti farið fram án einhverra opinberra umræðna. Hvers vegna fara engar umræður fram um þessa stöðu Sjálfstæðisflokks- ins? Hvers vegna fara þær bara fram í þusi manna á meðal? Hvers vegna heyrast þær raddir ekki op- inberlega, sem heyrast þegar tveir menn tala saman á förnum vegi? Hvers vegna hafa flokksfélögin í Reykjavík ekki efnt til umræðna á sínum vettvangi um þá stöðu sem blasir við Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík? Þessi grein er ekki skrifuð til að koma illu til leiðar. Hún er skrifuð vegna þess að höfundinum þykir vænt um Sjálfstæðisflokkinn. Flokkar geta orðið viðskila við fólkið En Sjálfstæðisflokkurinn hefur þurft á því að halda að end- urnýja stefnu sína ekki síður en aðrir stjórnmálaflokkar, bæði hér og annars staðar. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Bókmenntastjóri Ríkisútvarpsins,Egill Helgason, bloggaði á Eyj- unni 6. nóvember 2012 gegn sparnað- artillögum ungra sjálfstæðismanna í ríkisrekstri. Þeir vildu til dæmis, að menn sinntu menningu á eigin kostn- að, ekki annarra. Egill kvað þetta minna á nasistann Hermann Göring, sem ætti að hafa sagt: „Þegar ég heyri orðið menning, dreg ég fram skammbyssuna.“ En margir hafa bent á það, þar á meðal ég í bók tveimur árum fyrir blogg Egils, að þetta er rangt haft eftir. Göring sagði þetta hvergi. Þýska leikskáldið Hanns Johst leggur stormsveitarmanni þetta í munn í leikritinu „Schlageter“, sem frumsýnt var 1933. „Wenn ich Kultur höre entsichere ich meinem Browning.“ Sagnfræðingurinn og byssumaðurinn Egill Stardal fræddi mig á því, að besta íslenska þýðingin væri: „Þegar ég heyri orðið „menn- ing“, spenni ég hanann á byssunni minni!“ Það er síðan annað mál, hversu smekklegt er að líkja sparnað- artillögum í ríkisrekstri, þar á meðal niðurgreiðslum á þjónustu við yf- irstétt vinstrimanna (fastagestina í Þjóðleikhúsinu), við nasisma. Sitt er hvað, að biðja fólk að vinna fyrir sér sjálft eða að skjóta það fyrir rangar skoðanir. Margir aðrir jafnfróðir menn Agli hafa raunar misfarið með fleyg orð. Í greinaflokknum „Komandi ár“, sem Jónas Jónsson frá Hriflu skrifaði í Tímann sumarið 1921, skipti hann mönnum í samkeppnismenn, sam- eignarmenn og samvinnumenn og sagði síðan um frjálsa samkeppni á markaði: „Máttur er þar réttur, eins og Bismarck vildi vera láta í skiptum þjóða.“ Hvort tveggja er þetta rangt. Frjáls samkeppni felst ekki í því, að hinn sterkari troði á öðrum, heldur í hinu, að atvinnurekandi leggi sig fram um að fullnægja þörfum viðskiptavina sinna betur eða ódýrar en keppinaut- arnir. Og Bismarck sagði hvergi, að máttur væri réttur í skiptum þjóða. Í umræðum í fulltrúadeild prússneska Landsdagsins (þingsins) 27. janúar 1863 kvaðst Maximilian von Schwerin ekki geta skilið ræðu Bismarcks þá á undan öðru vísu en svo, að máttur væri réttur. En Bismarck harðneitaði þá og síðar að hafa sagt þetta. Raunar hafa komið út heilu bæk- urnar um orð, sem mönnum hafa verið lögð í munn, en þeir ekki sagt, og ræði ég nokkrar slíkar tilvitnanir, innlendar og erlendar, í bók minni frá 2010, Kjarna málsins. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Egill, Jónas og tilvitnanirnar Funahöfði 1 | 110 Reykjavík Sími 567 4840 www.bilo.is | bilo@bilo.is Funahöfði 1 | 110 Reykjavík Sími 580 8900 | bilalind.is Vantar alltaf fleiri bíla á skrá! Fylgstu með okkur á facebook Fylgstu með okkur á facebook MIKIL SALA LANDROVERDEFENDER 110 NEW 05/2012, ekinn 51 Þ.km, dísel, 6 gíra, 7manna. Verð 8.290.000. Raðnr.251525 TOYOTA Corolla 1,4 vvti Árgerð 2005, ekinn aðeins 110 Þ.KM, bensín, 5 gírar, óaðfinnan- legur í lakki. Verð 1.150.000. Rnr.400234 TOYOTA LAND CRUISER 120 LX 35“ breyttur, nýskr. 09/2008, ekinn aðeins 75 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. Verð 5.990.000. Raðnr.311067 TOYOTA Corolla S/D Terra Árgerð 2008, ekinn 84 Þ.KM, bensín, 5 gírar. Verð 1.750.000. Rnr.400146 99 0. 00 0 1. 49 9. 00 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.