Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 60
60 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 ✝ GuðmundurPáll Einarsson fæddist í Bolung- arvík, 21. desember 1929. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði 24. nóvember 2013. Foreldrar hans voru Einar Guð- finnsson, f. 17.5. 1898, d. 29.10. 1985, útgerð- armaður í Bolungarvík og El- ísabet Hjaltadóttir, f. 11.4. 1900, d. 5.11. 1981, húsmóðir. Systkini Guðmundar Páls voru: 1) Guð- finna, f. 8.10. 1920, d. 29.12. 1920. 2) Guðfinnur Ólafur, f. 17.10. 1922, d. 27.8. 2000. 3) Halldóra, f. 13.6. 1924, d. 1.8. 2007. 4) Hjalti, f. 14.1. 1926, d. 1.5. 2013. 5) Hildur, f. 3.4. 1927. 6) Jónatan, f. 1.7. 1928. 6) Jón Friðgeir, f. 16.7. 1931. 7) Pétur Guðni, f. 20.8. 1937, d. 29.10. 2000. Guðmundur Páll giftist 30.9. 1953 Kristínu Marsellíusdóttir, f. 30.9. 1928. Foreldrar hennar voru Marsellíus Bernharðsson, Bjarka. Barnabörn þeirra eru sjö. 5) Pétur, f. 2.3. 1963, sam- býliskona hans er Signý Þor- kelsdóttir. Guðmundur Páll ólst upp í Bolungarvík og bjó þar alla sína ævi. Hann byrjaði snemma að vinna við fyrirtæki föður síns og um 16 ára aldur var hann orðinn verkstjóri við salt- fiskverkunina. Fljótlega varð hann yfirverkstjóri hjá Íshús- félagi Bolungarvíkur, sem varð hans ævistarf. Guðmundur Páll sinnti ýmsum félagstörfum. Hann var skátaforingi í skátafélaginu Gagnherjar í Bolungarvík og einn af stofn- endum Lionsklúbbs Bolung- arvíkur. Hann fékk æðstu við- urkenningu Lionshreyfingarinnar. Hann var meðlimur í Oddfellowstúk- unni á Ísafirði og gerður að heiðursfélaga. Guðmundur Páll sinnti jafnframt ýmsum trún- aðarstörfum. Sat í stjórnum fyrirtækja föður síns, Einars Guðfinnssonar, sem hann var eignaraðili að. Einnig sat hann í stjórnum Skipasmíðastöðvar Marzellíusar Bernharðssonar hf., SÍF, Ísfangs og Skreið- arsamlags Vestfjarða. Útför Guðmundar Páls fer fram frá Hólskirkju í Bolung- arvík í dag, 30. nóvember 2013, og hefst athöfnin kl. 14. skipasmiður á Ísa- firði og Alberta Al- bertsdóttir, hús- móðir. Guðmundur Páll og Kristín eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Marsellíus, f. 23.1. 1954, kvæntur Brynhildi Hösk- uldsdóttur, börn þeirra eru Hösk- uldur, Kristín, Guðmundur Páll og Árni Einar. 2) Elísabet, f. 2.9. 1955, kvænt Alberti Sveinssyni, börn þeirra eru Lára Dís, Kristín Lind og Sveinn Haukur, barnabörnin eru tvö. 3) Einar, f. 26.9. 1956, kvæntur Jennýju Hólmsteins- dóttur, börn þeirra eru Þor- steinn Goði og Guðmundur Páll. Börn af fyrra hjónabandi eru Hildur Kristín, Una Guðrún, Svala Björk og Berta Hrönn, barnabörn hans eru 11. 4) Al- bert, f. 12.11. 1957, kvæntur Þórhildi Björnsdóttur, börn þeirra eru Hulda Birna, Guð- mundur Kristinn og Alberta, fyrir átti Þórhildur Hilmi Nú kveðjum við afa í Bolung- arvík. Það var alltaf gott að hitta Gumma afa, hann tók alltaf vel á móti með kossi á kinn með stóran stút á vör. Þegar við hittum afa gaf hann sér alltaf tíma til að spjalla við okkur og var alltaf með á hreinu hvað við vorum að gera í lífinu þó svo að við byggjum langt í burtu. Það var alltaf gaman að taka bryggjurúnt með afa hvort sem það var í Hafnarfirði eða í Bolungarvík, en að fara á KFC var einnig fastur liður þegar amma og afi komu í heimsókn. Það má sko með sanni segja að hann hafi verið algjör nammigrís og var alltaf hægt að treysta því að hann ætti gotterí, eins og hann kallaði það. Afi var barngóður maður og ein sterkasta minning okkar úr æsku er þegar hann fór með vísuna Fagur fiskur í sjó. Við systkinin erum mjög þakk- lát fyrir að hafa haft tækifæri til að hitta afa í september þegar við héldum upp á 60 ára brúðkaups- afmæli þeirra og 85 ára afmæli ömmu. Það var gaman að fylgjast með hve hamingjusöm og ánægð þau voru með hvort annað. Afi var góð fyrirmynd fyrir alla sem kynntust honum og það var ynd- islegt að sjá hvað hann elskaði ömmu mikið. Takk fyrir allt, elsku afi, Lára Dís, Kristín Lind og Sveinn Haukur. Óteljandi minningar koma upp í hugann og erfitt er að velja að- eins fáar til að skrifa um elsku afa Gumma Pál. Við systur vorum svo heppnar að fá að vera mikið hjá afa Gumma Páli og stelpunni hans, henni Stínu Mass. Þau eru bæði órjúfanlegur hluti af okkar uppeldi. Afi kenndi okkur margt. Hann sýndi okkur að það var allt- af tími fyrir okkur, hvort sem það var til þess að lesa, fara með vísu, spila rakka eða olsen olsen, fara í feluleik eða stríða ömmu. Afi var alltaf til í leiki, eltingaleik, felu- leik, taka okkur í kleinu eða í flug- vél. Afi var okkur fyrirmynd í mörgu. Í því hvernig hann kom fram við ömmu, virti hana, dekr- aði og elskaði alla tíð. Afi var ávallt duglegur heima við, á vet- urna mokaði hann tröppurnar lát- laust fyrir Stínu Mass. Afi mokaði meira að segja í skafrenningi. Að sumri sást metnaður þeirra í hverju beði, runna og á óaðfinn- anlegu grasi þar sem hver fífill var tekinn upp með rótum jafn óðum. Svo var vökvað og eftir það mátti sleikja sólina í sólarkrókn- um. Skreppa svo inn í afakex eða vöfflu með sírópi í hverri holu og þeyttum rjóma ofan á. Hjá afa var afakex nefnilega órjúfanlegur hluti af tilverunni og þeyttur rjómi passaði með öllu og ofan á allt. Minningarnar eru margar um afa hlaupandi „frystihúsahlaupi“; þar sem hann leið áfram eins og á svelli, örlítið hokinn fram, örugg- lega eftir áratuga reynslu af því að hlaupa á slorblautu gólfi. Stundum hrökk hann við og sá mann og sagði brosandi: „Nei, ert þetta þú?“ Afi var nefnilega frek- ar mikið utan við sig, leitaði að gleraugunum með þau á enninu fyrir framan spegilinn á gangin- um, leitaði að bíllyklunum í hvert sinn sem farið var út og það var engin hætta á því að hann tæki eftir manni ef hann keyrði hjá. Sumum þykir það eflaust undur að hann hafi einhvern tíma verið ökukennari. Ökuferillinn bendir ekki beint til þess. En afi hafði eitt sem allir bestu kennararnir og bestu afarnir hafa og það var endalaus þolinmæði. Þolinmæði til að sitja löngum stundum niðri á skrifstofu, hlusta, segja sögur, sýna myndir og kvikmyndir, skrifa og kíkja í nammiskápinn sem geymdi alls konar sælgæti sem bara fékkst í útlöndum og var hans sérsvið. Súkkulaðirúsín- ur, Toblerone, Smarties, Macin- tosh, lakkrís og svo aðeins meiri lakkrís og kók í gleri. Allt er þetta tengt minningum og vangavelt- um um hvað hann geymdi eigin- lega í dularfulla peningaskápnum og hann gerði í því að viðhalda spennunni. Við þökkum fyrir langafa barnanna okkar. Við þökkum fyr- ir afa sem var framsýnn og metn- aðarfullur fyrir okkar hönd og hvatti okkur til að mennta okkur og vera duglegar og hann sá alltaf það besta í okkur eins og öllum öðrum. Við þökkum fyrir afa sem var réttsýnn og kom alltaf vel fram við alla og leit jafnt á alla. Elsku besta amma, við elskum ykkur afa endalaust og alltaf og hugur okkar er hjá þér. Við þökk- um fyrir stundirnar og minning- arnar sem við varðveitum um elsku besta afa, Gumma Pál. Hildur Kristín, Una Guðrún, Svala Björk og Berta Hrönn. Elsku afi okkar. Við minnumst þín með sól í hjarta og vitum það að betri afa eða mann er ekki hægt að hugsa sér. Þú varst alltaf tilbúinn í sprell þegar við krakk- arnir komum í heimsókn: að slökkva og kveikja ljós, fara í felu- leiki og síðast en ekki síst, að fara með vísuna þína: Fagur fiskur í sjó. Þú varst líklega mesti nammigrís sem við þekkjum og auðvitað fannst okkur krökkun- um það stórkostlegt og fundum alla felustaðina sem þú reyndir að fela nammið á. Við eldri munum eftir hvað þú unnir þínu starfi, í EG sloppnum með hvíta hattinn þinn. Það var svo gaman að koma í heimsókn og fá smá afaknús. Þú kenndir okkur hvað fólst í því að vinna, því þú leyfðir okkur að byrja snemma að hjálpa þér í Fiskbitum og í skreiðinni. Þú varst okkur alltaf mikil fyrir- mynd, mikill dugnaðarforkur og góður maður. Amma Stína Mass var heppin kona þegar hún giftist þér fyrir 60 árum og með hjóna- bandi ykkar sjáum við hvernig farsæl hjónabönd eiga að vera. Við hlúum að ömmu og við vitum að þú verður ávallt hjá okkur. Við elskum þig, afi, hvíldu í friði. Hilmir, Hulda, Guðmundur og Alberta. Við systkinin kveðjum ástkær- an afa og góðan vin. Okkar dýr- mætustu minningar eru þegar fjölskyldan var öll sameinuð á há- tíðarstundum. Við sem eldri erum munum til að mynda vel jólaböll stórfjölskyldunnar þegar afi og bræður hans skemmtu sér glatt við að dansa með okkur krökk- unum í kringum jólatréð í frysti- húsinu á jóladag. Voru þá ætt- ingjarnir sem söfnuðust saman á jólum í Bolungarvík svo margir að við mynduðum marga hringi í kringum jólatréð og ekki skipti öllu máli hvort það var afi sjálfur eða bræður hans sem leiddu okk- ur, þeir voru líka hálfgerðir afar okkar og stundum rugluðumst við á þeim og hlaupið var í fangið á röngum afa, enda ekki svo ólíkir. Þessum mikla samgangi og sam- hug fylgdi sterk öryggistilfinning og samkennd enda stór og þéttur hópur á ferð. Afi var mikið jóla- barn, enda fæddur nokkrum dög- um fyrir jól og hófust veisluhöldin þá, og héldu áfram framyfir ára- mót, skipst var á að fara á milli ættleggja, áramótin hér og jólin þar, og allir, ungir sem aldnir skemmtu sér saman, mikið til á forsendum okkar barnanna. Afi var mikill bílakall og eigum við öll góðar minningar um að rúnta með afa, og fengum við flest að keyra í fyrsta skipti hjá honum, auðvitað utan vegar enda flug- völlurinn í Bolungarvík ónotaður og breiður og tilvalinn að gefa ungum ökumönnum sjálfstraust upp á framtíðina. Það var alltaf afslappað og notalegt að heimsækja þau afa og ömmu, oft hlupum við yfir til þeirra þegar við bjuggum í vík- inni, á tímabili bjuggum við í næsta húsi og vorum eflaust jafn- mikið hjá þeim og heima hjá okk- ur. Síðan við fluttum suður hefur nauðsynlegur hluti af nærri ár- legri (og stundum oftar) vestur- ferð að skreppa í Völusteins- strætið til þeirra (og seinna á sjúkraskýlið) og átti afi þá iðulega eitthvert góðgæti til að gauka að okkur, sérstaklega súkkulaðirús- ínur og kremkex sem við þekkt- um aldrei sem annað en afakex. Við afa ræddum við oft um liðinn sem og líðandi tíma enda fylgdist afi vel með því sem var að gerast, með dyggri lesningu á Moggan- um sínum, sem var lesinn þannig að byrjað var aftast og farið fram. En einnig hvað við og önnur börn hans og barnabörn værum að gera enda hafði hann mikinn áhuga þar á. Stundum fór afi þó fram af meira kappi en forsjá, og var þá haldið áfram á eljunni einni saman. Tók hann eitt sinn nafna sinn táninginn, þá orðinn vel yfir sjötugt sjálfur, og ætlaði að fara með hann upp í Upsir í snarbrattri fjallshlíð Traðarhyrn- unnar. Þegar Gumma Páli yngri hætti að litast á blikuna, komnir í nálega 90° halla og afi á lakk- skóm, tókst honum að sannfæra þann eldri um að komið væri gott með þeim orðum að hann vildi ekki þurfa að bera afa sinn niður. Við munum alltaf muna góðar stundir með afa og ömmu og þó að aldrei verði hægt að taka for- tíðina til baka og mikil eftirsjá sé að afa okkar kærum þá gefur trú- in á Jesú Krist okkur þá von að dag einn á himnum, muni fjöl- skyldan öll vera sameinuð á ný eins og segir í Opb 21:4. Þangað til getum við aðeins beðið fyrir því að lífið á jörðinni muni líkjast því himneska sem frekast er unnt. Höskuldur, Kristín, Guðmundur Páll og Árni Einar Marselíusarbörn. Í áratugi stýrði föðurbróðir okkar stærsta vinnustaðnum í Bolungarvík sem yfirverkstjóri. Hann var atorkusamur og ósér- hlífinn og yfirferðin var oft ótrú- leg. Hann hljóp jafnan við fót, ekkert síður á hálu gólfinu í frystihúsinu en þegar hann stökk upp og niður stigana. Íshúsfélag Bolungarvíkur var um árabil eitt af framleiðslu- hæstu frystihúsum landsins. Það var því í mörg horn að líta hjá Guðmundi Páli. Í þá daga vantaði stöðugt vinnuafl til að bjarga verðmætum. Fjöldi fólks kom víða að til að vinna í fiski og rekin var verbúð ásamt mötuneyti. Þá þótti sjálfsagt að unglingar úr skólanum fengju sumarvinnu í frystihúsinu. Hópurinn var því stór sem þurfti að leiðbeina og stýra. Hann hafði gott lag á að virkja unga fólkið í hin ýmsu störf og notaði óspart hrós til að fá menn til að taka að sér störf sem alla jafna þóttu lítt aðlaðandi. Guðmundur Páll var kappsfull- ur, hagsmunaglöggur og mikill framkvæmdamaður. Hann vildi láta hlutina ganga fljótt fyrir sig. Það þurfti oft útsjónarsemi og skjótar ákvarðanir þegar allt var fullt af fiski, togari beið löndunar og útskipun stóð jafnvel yfir á sama tíma. Við þannig aðstæður, þegar atið var mest, naut frændi okkar sín best. Aldrei skipti hann skapi, þrátt fyrir allan erilinn og hann lagði ekki í vana sinn að hallmæla fólki. Hann aflaði sér ekki óvina á lífsleiðinni. Hann var vinsæll og vinmargur í hópi fisk- vinnslumanna og honum voru fal- in margvísleg trúnaðarstörf. Guðmundur Páll var framsýnn og fylgdist vel með framþróun og nýrri tækni varðandi fiskvinnsl- una. Íshúsfélag Bolungarvíkur var í góðu sambandi við helstu tækjaframleiðendur í fiskvinnslu og var þar m.a. unnin þróunar- vinna að sjálfvirkum niðurskurði á fiski með notkun myndgreining- ar. Á sínum yngri árum vann Guð- mundur Páll talsvert við akstur. Hann var meðal allra fyrstu manna sem keyrðu veginn um Óshlíð, ef ekki sá fyrsti. Hann sótti m.a. fiskúrgang inn í Hnífs- dal og Súðavík en einnig var bíll- inn oft notaður við fólksflutninga. Hann eignaðist snemma fólksbíl og hafði alla tíð mikinn áhuga á bílum. Honum fannst ekki verra að hafa hestöflin fleiri en færri. Ekki er ólíklegt að bílaáhuginn og ferðirnar á Ísafjörð hafi leitt þau Stínu Mass saman, eins og Gummi nefndi eiginkonu sína til 60 ára alla tíð. Ekki fór fram hjá neinum sem kynntust Gumma og Stínu hve væntumþykjan var mikil á milli þeirra. Þau höfðu un- un af að ferðast, fóru víða um heiminn og voru vinsæl í hópi samferðafólksins. Þegar aldurinn færðist yfir og þau fluttu á sjúkrahúsið í Bolung- arvík máttu þau ekki hvort af öðru sjá og í bókstaflegri merk- ingu má segja að Guðmundur Páll hafi stutt eiginkonu sína hvert fótmál síðustu misserin. Á æskuárunum unnum við bræðurnir um skeið í frystihús- inu hjá Guðmundi Páli. Síðar á lífsleiðinni urðum við nánir sam- starfsmenn. Við nutum alla tíð vináttu Guðmundar Páls, sem aldrei bar skugga á og var okkur mikilvæg. Að leiðarlokum færum við Stínu, frændsystkinum okkar og fjölskyldum þeirra einlægar samúðarkveðjur. Einar og Elías Jónatanssynir. Við fráfall Guðmundar Páls frænda míns renna bjartar og ljúfar minningar í gegnum hug- ann. Glaðlegur hleypur hann frekar en gengur eftir Hafnargötunni. Myndarlegur maður, hárið með sterkum sveip greitt upp. Hann er í jakka, vinnubuxum og stíg- vélum. Sæl vert þú, vina mín, segir hann brosandi og brosið nær alla leið til augnanna. Þannig heilsaði föðurbróðir minn mér alla tíð. Á hátindi starfsferilsins þegar hann var í erilsömu starfi verkstjóra á stærsta vinnustað bæjarins og gaf sig að mér. Líka þegar ég kom við hjá þeim hjón- um í gegnum árin í heimsóknum mínum til Bolungarvíkur. Einnig í sumar sem leið þegar ég og dótturdóttir mín heilsuðum upp á hann og Stínu á sjúkrahúsinu í Bolungarvík. Hádegishlé í barnaskólanum. Við Elísabet hlaupum út Völ- usteinsstrætið, inn í kjallarann á Völusteinsstræti 18, þar sem aldrei var læst. Á svipuðum tíma koma synirnir fjórir og Guð- mundur Páll. Rjúkandi ilmur úr eldhúsinu og hressilegt borðhald á erilsömu heimili. Allir voru vel- komnir. Þeir feimnu urðu ófeimnir í frjálslegu andrúms- loftinu. Það var matast í hvelli, lítillega hjálpað til við frágang í eldhúsinu, en inni í stofu settust Stína og Gummi og tóku í spil. Náðu smá-spjalli og notalegri stund í önnum dagsins. Voru fé- lagar og vinir. Við frændsystkinin áttum því láni að fagna að eiga stóra og samhenta fjölskyldu að. Þegar foreldrar einhverra okkar fóru af bæ var okkur komið fyrir á öðr- um heimilum um stund. Eftirsótt var að vera þar sem vinir og jafn- aldrar voru fyrir. Það var því oft og tíðum sem ég dvaldi á heimili Gumma og Stínu, en við Elísabet vorum jafn gamlar og góðar vin- konur. Þetta voru ánægjustund- ir. Hvorug okkar átti systur en báðar fjóra bræður. Hygg ég að við höfum báðar notið þess að vera í slíku systralagi og ein- hvern veginn var maður alveg viss um að Stínu og Gumma fynd- ist það líka. Þótt Guðmundur Páll gegndi krefjandi starfi og vinnudagarnir væru oft langir tók hann þátt í ýmsum félagsstörfum. Hann var einn af stofnendum Lionsklúbbs Bolungarvíkur, meðlimur í Oddfellow-reglunni og skátafor- ingi Gagnherja um árabil. Gummi naut mikillar gæfu í einkalífi. Stína, Kristín Marsel- líusdóttir frá Ísafirði, og Gummi studdu hvort annað og stóðu sam- an alla tíð. Heimilið var annasamt og gestkvæmt. Þar áttum við margar gleðistundir. Heima fyrir var Stína verkstjórinn og á henni lenti einkum vinna hins veitula gestgjafa. Halla móðir okkar og Stína studdu ötullega hvor aðra þegar mikið stóð til og ávallt var hjálpin boðin fram, ekki þurfti um hana að biðja. En dýrmætastir eru þeirra fjölmörgu mannvæn- legu afkomendur. Það er mikið lán að kynnast góðu fólki á lífsleiðinni. Við systk- inin og fjölskyldur okkar, faðir okkar og Sigrún þökkum fyrir velvild og gefandi samfylgd. Stínu, frændsystkinum okkar og fjölskyldum þeirra sendum við einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning góðs frænda, Guðmundar Páls. Ester Jónatansdóttir. Guðmundur Páll föðurbróðir okkar verður borinn til grafar frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag. Gummi frændi fæddist og ólst upp, og átti heima allt sitt lífs- hlaup í víkinni fögru. Hann var gæfu-, vinnu- og friðsamur mað- ur. Starfsævi hans var í hrað- frystihúsinu þar sem hann var framkvæmdastjóri. Margt fólk sem vann hjá honum í styttri eða lengri tíma, minnist hans með hlýju, honum var einkar lagið að eiga jákvæð og góð samskipti við starfsfólk sitt. Við sem tengd- umst honum fjölskylduböndum minnumst hans sem einstaklega barngóðs manns en sá eiginleiki nýttist honum vel þar sem hann var alla ævi umvafinn stórri fjöl- skyldu. Það var líf og fjör á Völu- steinsstrætinu á sjöunda og átt- unda áratugnum, börnin áttu hverfið. Á stóru og myndarlegu heimili Gumma og Stínu, var ávallt afslappað og notalegt and- rúmsloft og þau hjónin samtaka í verkum sínum, oftast voru þau glettin og þeim leið vel saman. Stína Massa sem upphaflega er Ísfirðingur, sagði eitt sinn með glampa í augum. „Hann Guð- mundur Páll, frændi ykkar, plat- aði mig hingað út í vík með fag- urgala.“ Þá sagði Gummi: „Þetta er svakalegt, Stína mín, get ég ekki fært þér kaffibolla í staðinn.“ Hjónaband þeirra entist í 60 ár, börnin urðu 5, barnabörn og barnabarnabörnin skipta tugum. Við systkinin á Völusteinsstræti 16 vorum miklir leikfélagar frændsystkina okkar á nr 18, þar gengum við inn og út eins og heima hjá okkur. Við eigum margar góðar minningar frá bernskuárunum. Foreldrar okk- ar syrgja góðan vin og nágranna. Faðir okkar er aðeins einu og hálfu ári yngri en Gummi, þeir bræður höfðu samskipti nánast daglega allt sitt líf. Ásgeir Þór heitinn bróðir okkar sótti mikið yfir til Gumma og Stínu og fannst gott að vera hjá þeim, og honum þótti vænt um þau. Fyrir það og svo ótalmargt annað þökkum við nú á kveðjustund. Innilegar sam- úðarkveðjur, elsku Stína og fjöl- skylda. Margrét, Einar Þór og Kristján. Þegar Guðmundur Páll, skírður eftir heiðurshjónum af Brekkunni úr Hnífsdal, Guðrúnu og Páli, kveður hið jarðneska líf, viljum við bræðurnir þakka föð- urbróður okkar hlýhug og vin- áttu. Guðmundur Páll var alltaf geðgóður og skemmtilegur, vina- margur og duglegur. Hvernig má annað vera en að maður búinn slíkum kostum, stöðugt á hlaup- um að bjarga málum, hafi notið jafn verðskuldaðra vinsælda og Gummi Páll? Við vottum Kristínu Marzel- líusdóttur, börnum og aðstand- endum samúð okkar. Guðmundur Páll Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.