Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.11. 2013 Heilsa og hreyfing „Þessi æfing er virkilega góð og jafnframt skemmtileg,“ segir Silja Úlfarsdóttir, einkaþjálf- ari og afreksmanneskja í frjálsum íþróttum. Hún segir armbeygjur með labbi reyna mik- ið á efri búk líkamans. „Þú notar mest brjóst- vöðvana við þessa æfingu ásamt axlarvöðvum og þríhöfða. Armbeygjur ættu allir að gera, en ef þú hefur ekki framkvæmt æfinguna áður þá er hún erfið í byrjun. Það er hins vegar gott að vita að þetta er fljótt að koma. Æfingin skapar meistarann.“ Gott er að framkvæma æfinguna tvisvar í viku og 2-3 sett í senn. „Það er hægt að gera eins margar armbeygjur og hver og einn ræð- ur við. Það er hægt að gera armbeygjur með mislöngu bili á milli handa, með klappi og svona mætti lengi telja. Möguleikarnir eru óþrjótandi.“ ÆFING VIKUNNAR Armbeygjur með labbi 1 Byrjaðu í armbeygjustöðunni með beinanlíkama. Einnig er hægt að framkvæma æf- inguna á hnjánum, en passaðu þá að hafa líkam- ann beinan. 2 Nú lætur þú þig síga rólega niður einslangt og þú treystir þér, og mundu að spenna kviðinn á leiðinni niður og halda beinni línu. 3Nú labbar þú fjögur skref til hliðar meðbeinan líkama og tekur svo næstu arm- beygju og endurtekur í báðar áttir. „Það leikur enginn vafi á því að konur sem ganga á háum hælum eiga á hættu að skaða sig til frambúðar, í nafni hégóma. Því miður eru enn margar konur sem kjósa slíkan stíl fram yfir heilbrigða skynsemi,“ segir Jón Arnar. Nýleg bresk rannsókn sýndi fram á að níu af hverjum tíu konum í Bretlandi glíma við ỳmiskonar vandamál í fót- um. Helmingur þeirra seg- ist nota skó sem valda þeim vanlíðan til að fylgja eftir ǹyjustu tískustraumum. Fyrirsætur með latan rass Jón nefnir fyrirsætur og áhrif tískunnar í þessu til- liti. „Margir sjá fyrirsætur ganga um á sýningarpöllunum á hálfgerðum stultum með svakalegum mjaðmasveiflum til hægri og vinstri.“ Þetta er hins vegar ekki eftirsóknarvert að hans mati og getur haft slæmar afleiðingar. „Slíkar mjaðmahnykkjandi fyrirsætur eru hreinlega ekki með nægilega sterkan rass. Íþróttakonur í góðu formi eru hins vegar allt öðruvísi. Þær hafa ekki sömu ýktu mjaðmahreyfingarnar þegar þær ganga enda eru þær miklu stöðugri því þar eru rass- vöðvarnir sterkir.“ Slappur og latur vöðvi Hann segir slappan rassvöðva gera líkamann óstöðugan og í kjölfarið beiti fólk sér skakkt við leik og starf. „Ef staða líkamans fer aftur fyrir ákveðnar gráður hættir rassvöðvinn hrein- lega að virka, því hlutverk hans er að halda við eðlilega stöðu líkamans, þ.e. þegar þú stendur beinn eða hallar þér fram. Þegar líkaminn hins vegar hallast of langt aftur við notkun á mjög háum hælum eykst fettan og rassvöðvinn slappast og verður latur. „Líkaminn er ekki hannaður til að ganga um á háum hælum svo dögum skiptir. Támjóir skór og háir hælar breyta hreinlega líkamsstöðu okkar og setja aukið álag á hrygg og mjaðmir. Þessi breytta líkamsstaða veldur röngu álagi og rangbeitingu fóta í gönguferli. Í framhaldinu fara litlir vöðvar að vinna of mikið til að reyna að viðhalda stöðugleika í mjöðmum. Slíkt ástand veldur svo ýmsum vandamálum og stífleika í stoð- kerfinu.“ Sársauki og votir skór Jón segir ofnotkun hárra hæla m.a. geta valdið mjaðma- og bakverkjum, vandamálum í hnjám, dofnum tám og tábergssigi. Þá eru ökklameiðsl einnig algengari hjá konum sem ganga í háum hælum en hjá þeim sem kjósa flatbotna skó að sögn Jóns. Tábergssig er ein algengasta fótskekkjan í dag og þar eru konur í meirihluta. Ástandið lýsir sér þannig að millibein í fætinum falla niður og þverboginn undir táberginu minnk- ar eða hverfur. Í kjölfarið getur myndast skekkja og beinútvöxtur í stórutáarlið, sinar styttast og taugar við þriðju og fjórðu tá geta klemmst. „Álagið verður svo mikið framan á táberg- ið að margar konur upplifa stöðuga verki í tám og þær dofna reglulega upp. Því miður þarf stundum að skera upp á milli tánna þegar taugarnar eru orðnar mikið skadd- aðar. Margar konur upplifa sérkennileg ein- kenni og sumum finnst eins og þær gangi í votum skóm allan daginnþrátt fyrir að engin bleyta sé til staðar.“ Jón segir vandamálið beintengt við tísku- strauma og kallar eftir því að konur dragi úr notkun á slíkum skóbúnaði. „Konur eiga að nota slíka skó í allra mesta lagi einu sinni til tvisvar í viku, alls ekki á hverjum degi.“ MARGAR KONUR MEÐ LATAN RASS Háir hælar slökkva á rassvöðvum Stoðkerfi Háir hælar skekkja stöðu líkamans og geta valdið ýmsum stoðkerfis- vandamálum t.d. í mjöðmum, baki og hnjám. Rassvöðvinn hættir að virka sem skyldi ef staða líkamans fer aftur fyrir ákveðna gráðu. Þrýstingur Háir hælar auka þrýsting á iljar og tær. Eftir því sem hællinn er hærri því meiri þrýstingur myndast. 2-3 cm hælar valda 22% þrýstingi 5 cm hælar valda 57% þrýstingi 7-8 cm hælar valda 76% þrýstingi Liðamót Háir hælar dreifa þyngd líkamans á ónáttúrulegan hátt. Of mikil notkun hárra hæla getur leitt til sársaukafullra verkja í liðamótum við tær. Hæll Stífir skór geta valdið ertingu og auknum beinvexti við hælbein. Hásin Þegar þrýstingur færist framar þá stífnar hásinin upp. Kálfi Kálfavöðvi dregst saman til að aðlaga sig að háum hælum. Vöðvar verða styttri og stífna upp. Hné Háir hælar valda auknu álagi á hné. Þrýstingur á hné getur aukist um allt að 26% við notkun hárra hæla. Hófatær Þröngir skór þrýsta minni tánum inn að miðju.Að lokum verða vöðvarnir í kringum tærnar óhæfir til að rétta úr sér, jafnvel þó viðkomandi sé ekki lengur í háhæluðum skó. Tábergssig Háir hælar og þröngir skór geta orsakað þykkildi við taugar sem eru staðsettar eru á milli þriðju og fjórðu táa. Þetta getur leitt til mikils sársauka og doða. Beinvöxtur Þröngir skór geta valdið sársaukafullum beinvexti í stórutáarlið er stóru tánni er þrýst inn að miðju. „VIÐ MIKLA NOTKUN Á HÁUM HÆLUM SLOKKNAR ALGJÖRLEGA Á RASS- VÖÐVUNUM SJÁLFUM,“ SEGIR JÓN ARNAR MAGNÚSSON KÍROPRAKTOR. FJÖLDI KVENNA LEITAR TIL HANS Á DEGI HVERJUM VEGNA ÝMISSA VANDA- MÁLA SEM REKJA MÁ TIL OF MIKILLAR NOTKUNAR Á HÁUM HÆLUM. Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl.is Jón Arnar Magnússon Heimild:Daily Mail Ýmsir sérfræðingar telja æskilegt að fólk borði orkuríka fæðu í morgunmat. Þannig nærðu að undirbúa þig fyrir átök dagsins og það er æskilegra en að borða mikið af orkuríkri fæðu seint um kvöld. Vatnið skiptir einnig miklu máli og margir mæla með að fólk drekki um 6-8 glös af vatni á dag. Vatninu fylgja fjölmargir heilsusamlegir kostir og þú verður saddari en ella. Orkuríkur morgunmatur og vatn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.