Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2013, Blaðsíða 55
17.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 55 É g er full eftirvæntingar. Þegar spurðist út að sýna ætti Refinn í Reykjavík lýstu margir yfir ánægju sinni heima í Bretlandi. Íslendingar væru mjög skapandi og íslenskt leikhús í háum gæðaflokki. Þetta verður líka í fyrsta skiptið sem ég sé verkið leikið á öðru tungumáli en ensku sem er líka mjög spennandi,“ segir breska leikrita- skáldið Dawn King en verðlaunaleikrit hennar, Refurinn, verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins í dag. Frægðarsól King hefur hækkað hratt á lofti en hún var meðal annars valin „efnilegasta leikritaskáld ársins“ á Off West End-verðlaununum í fyrra. Eftir frumsýninguna í Lundúnum 2011 hefur Refurinn ferðast til Svíþjóðar, Ástralíu, Grikklands og Portland í Banda- ríkjunum og fyrir dyrum standa sýningar í Los Angeles eftir áramót og í Þýskalandi næsta haust. Samúel og Júlía eru ung hjón sem búa á hrörlegu sveitabýli. Uppskerubrestur ógnar lífsviðurværi þeirra, þau hafa orðið fyrir sárum missi og það ætlar aldrei að hætta að rigna. Kvöld eitt knýr dyra ungur mað- ur, sendur af yfirvöldum vegna gruns um að býli hjónanna sé sýkt af refum. Refurinn er mesti óvinur ríkisins og þegna þess. Í krossferð sinni gegn refunum er manninum unga ekkert heilagt. Áhugi hans á málinu verður æ persónulegri og við tekur atburða- rás sem mun setja mark sitt á líf þeirra allra það sem þau eiga eftir ólifað. Vildi hafa verkið tímalaust Ekki er auðvelt að átta sig á tíð verksins, það er hvort það gerist í fortíð, nútíð eða framtíð, en í samtali í Morgunblaðinu á föstudag kveðst Vignir Rafn Valþórsson, leikstjóri uppfærslunnar í Borgarleikhúsinu, vona að það gerist í fjarlægri framtíð. „Ég vildi hafa verkið tímalaust og vísa því hvorki til fortíðar, nútíðar né framtíðar, til dæmis með raftækjum eða blótsyrðum,“ segir King. „Það er hlutverk þeirra sem setja verkið upp að túlka það og svo auðvit- að áhorfenda. Það er mín trú að tímaleysið færi áhorfendur nær verkinu og þess vegna kaus ég að segja fólki ekki með afgerandi hætti að það eigi að gerast í framtíðinni.“ – Hvaða leið hefur orðið fyrir valinu í fyrri uppfærslum, veðja menn á framtíðina? „Bæði og. Ég er nýkomin frá Portland og þar er verkið klárlega látið gerast í framtíð- inni. Lundúnasýningin var tvíræðari.“ – Sama má segja um refina í verkinu. Þetta er dæmisaga, þú lætur áhorfendum eftir að túlka fyrir hvað þeir standa. „Það er rétt. Hver einasta menning býr að blóraböggli. Einhverju sem við erum hrædd við eða er sagt að vera hrædd við. Sumir áhorfendur munu draga þá ályktun að ég sé að tala um hryðjuverkavána meðan aðrir munu komast að þeirri niðurstöðu að þetta sé einhver önnur ógn, mögulega nær- tækari. Það veltur á viðkomandi samfélagi. Kannski komið þið Íslendingar til með að sjá hliðstæðu við einhverja ógn sem stendur ykkur nærri? Hún er breytileg, andlit ógn- ar.“ Ættum við að líta í eigin barm? – Þýðir eitthvað að pína þig? Hafðirðu eitt- hvað ákveðið í huga? Þú þarft ekki að segja mér hvað. „Við búum í heimi þar sem tilhneigingin er að leita út á við eftir skýringum á öllu sem fer úrskeiðis. Getur verið að skýring- arnar sé að finna inn á við? Það er innra með okkur sjálfum. Ef til vill ættum við að líta meira í eigin barm.“ – Hvers vegna refir? Ertu sérstök áhuga- manneskja um þá? „Já, það er ég. Ég er sveitastelpa að upplagi og hef alltaf verið heilluð af refum. Þeir eru í senn fallegar og dularfullar skepnur. Sagt er að þeir séu slóttugir og búi jafnvel yfir galdramætti. Fyrir vikið er refurinn upplagt tákn fyrir yfirvofandi hættu.“ – Refurinn er fyrsta verk þitt sem sett er á svið. Átti það sér langan aðdraganda? Ég las einhvers staðar að þú hefði heillast af leikhúsinu strax í barnæsku? „Þegar ég var barn þótti mér ekkert skemmtilegra en að leika á sviði. Tók meðal annars þátt í uppfærslu áhugamanna á Oli- ver Twist. Síðar heillaði Hamlet mig upp úr skónum, þegar ég sá það meistaraverk í fyrsta sinn. Þrátt fyrir þetta tók ég aðra stefnu eftir grunnnám. Sá ekki fyrir mér liggja að verða leikari eða leikstjóri. Þess vegna ritaðist ég inn í fjölmiðlanám í bæ sem bjó ekki að neinum leikhúsum. Að námi loknu flutti ég til Lundúna í því augnamiði að sækja um vinnu á fjölmiðli. Þá rann hins vegar upp fyrir mér ljós. Þetta var ekki það sem mig langaði að gera í lífinu. Mig langaði að skapa og fá útrás. Þá varð mér hugsað aftur til leikhússins og skráði mig á námskeið í leikritun í Soho- leikhúsinu. Fékk raunar synjun til að byrja með en þegar annar nemandi gekk úr skaftinu komst ég inn. Ég fann strax að þetta átti betur við mig en fjölmiðlanámið og skráði mig því í nám í leikritun í Golds- miths-háskólanum sem ég kláraði árið 2004.“ – Þar með var björninn ekki unninn? „Ekki aldeilis. Það er ekki nóg að vera með próf í leikritun upp á vasann, einhver verður að vilja setja leikritin manns á svið. Refurinn er alls ekki fyrsta leikritið sem ég skrifa. Þau fyrstu fóru niður í skúffu. Þau voru partur af lærdómsferli sem lauk með Refnum. Þetta var seigfljótandi ferli. Ref- urinn var fyrsta sviðsverkið sem ég var sátt við að senda frá mér. Mér til mikillar ánægju hafa viðtökurnar verið góðar.“ – Annað leikritið þitt, Ciphers, var frum- sýnt í Bretlandi fyrir skemmstu. Þýðir það að þú sért búin að festa þig í sessi? „Það er fulldjúpt í árinni tekið að ég sé búin að festa mig í sessi. Ég er hins vegar hæstánægð með að búið sé að frumsýna annað leikritið mitt og það fyrsta hafi öðl- ast framhaldslíf í öðrum löndum. Meira get ég ekki beðið um í bili. Ég hef enga hug- mynd um hvað framtíðin ber í skauti sér en vonandi fæ ég tækifæri til að vinna áfram við leikritun.“ Dögun vonar BRESKA LEIKRITASKÁLDIÐ DAWN KING VERÐUR VIÐSTÖDD FRUMSÝNINGU Á VERKI SÍNU REFNUM Í BORGARLEIKHÚSINU Í DAG, LAUGARDAG. FERILL HENNAR FÓR Á FLUG MEÐ VERKINU SEM ÞYKIR SPENNUÞRUNGIÐ, REYFARAKENNT OG MARGRÆTT. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Hallgrímur Ólafsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Arnar Dan Kristjánsson í hlutverkum sínum. Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.