Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2013 Áköfustu talsmenn vinstri vel-ferðarstjórnarinnar draga ekki af sér í andófinu gegn skulda- lækkunum verðtryggðra lána sem ríkisstjórnin hyggst standa fyrir.    Björn ValurGíslason segir á vef sínum að það sé „smám saman að flettast ofan af svikamyllu stjórn- arflokkanna eftir því sem frá líður sýningunni í Hörpu,“ og nefnir svo nokkur dæmi sem hann telur sanna þessa staðhæfingu.    Björn Valur sló aldrei af í vörnsinni fyrir velferðarstjórnina sem hafði þó aðeins velferð kröfu- hafanna að leiðarljósi.    Skjaldborgin sem hún sló uppreyndist snúa öfugt og var að- eins til þess gerð að verja hagsmuni kröfuhafa en sneri gegn almenn- ingi í landinu.    Þetta hefur frá fyrsta degi veriðalveg óskiljanlegt og þrátt fyr- ir óvenjulega fyrirferðarmikla bókaútgáfu og önnur skrif helstu forsprakka fyrri ríkisstjórnar er al- menningur enn engu nær um hvers vegna hún vann gegn hagsmunum hans um leið og hún þjónaði allt öðrum hagsmunum.    Nú býst enginn við miklu afBirni Val Gíslasyni eftir fram- göngu hans á síðasta kjörtímabili. Hann mun aldrei viðurkenna að vinstristjórnin hafi verið á rangri braut eða skýra út hvers vegna það var.    En hvað um þá sem stundumgera í því að segjast ærlegir. Er ekki kominn tími til að þeir tjái sig einnig um þetta? Björn Valur Gíslason Hvenær koma skýringar ærlega? STAKSTEINAR Veður víða um heim 5.12., kl. 18.00 Reykjavík -12 léttskýjað Bolungarvík -14 léttskýjað Akureyri -10 snjókoma Nuuk -11 skýjað Þórshöfn -2 snjókoma Ósló 2 skúrir Kaupmannahöfn 2 skúrir Stokkhólmur 3 heiðskírt Helsinki 1 heiðskírt Lúxemborg 2 skýjað Brussel 7 skýjað Dublin 8 skýjað Glasgow 1 léttskýjað London 11 skúrir París 6 heiðskírt Amsterdam 6 skýjað Hamborg 3 skúrir Berlín 2 skúrir Vín 4 skýjað Moskva -2 skýjað Algarve 17 heiðskírt Madríd 16 heiðskírt Barcelona 12 heiðskírt Mallorca 16 heiðskírt Róm 11 heiðskírt Aþena 8 heiðskírt Winnipeg -15 snjókoma Montreal 2 alskýjað New York 12 þoka Chicago -2 skýjað Orlando 26 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 6. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:59 15:39 ÍSAFJÖRÐUR 11:39 15:10 SIGLUFJÖRÐUR 11:23 14:51 DJÚPIVOGUR 10:37 15:01 FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST. Dreifing: HÁR EHF s. 568 8305 har@har.is REDKEN Iceland á OIL CARE THAT´S A CUT ABOVE 3X STERKARA, 2X GLANSMEIRA HÁR ÁN SÍLIKONEFNA SÖLUSTAÐIR REDKEN SENTER SCALA SALON VEH SALON REYKJAVÍK PAPILLA N-HÁRSTOFA LABELLA MENSÝ MEDULLA KÚLTÚRA HÖFUÐLAUSNIR HJÁ DÚDDA FAGFÓLK BEAUTY BAR NÝTT - DIAMOND OIL Redken kynnir fyrstu sílikonlausu meðferðarolíunana á markaðnum. Diamond oil gefur óþrjótandi styrk með 3x sterkara hári, fallega áferð með 2x meiri glans og mýkt með 3x meiri næringu. Styrkur og fegurð demantsins sem þú sérð í hverjum dropa. styrkur og glans fyrir skemmt/viðkvæmt hár Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Bandaríska fyrirtækið Rekode stendur nú fyrir námskeiði í forritun og sjálfseflingu fyrir börn í bænum Redmond í Bandaríkj- unum, skammt frá Seattle. Rekode er í eigu frumkvöðulsins Rakelar Sölvadóttur en það fékk nýverið leyfi Seðlabanka Ís- lands til að kaupa íslenska fyrirtækið Skema, sem hefur staðið fyrir sambæri- legum námskeiðum á Íslandi og er í eigu Rakelar, Háskólans í Reykjavík og ís- lensks fjárfestis. „Þetta námskeið og næstu eru hugsuð til að koma af stað jákvæðu umtali í sam- félaginu,“ segir Rakel en það sé sú aðferð sem fyrirtækið hyggst beita til að auglýsa sig. Það hefur þó raunar þegar fengið afar góða viðtökur, bæði vestra og víðar, og stefnt er á að Rekode-setur, þar sem nem- endur og kennarar geta sótt námskeið í forritun, verði opnuð í Redmond, San Francisco, Los Angeles og Las Vegas á næsta ári. „Markaðurinn hefur verið mjög ágeng- ur. Þetta var eiginlega bara pínu yf- irþyrmandi,“ segir Rakel. „En við tókum þá ákvörðun að taka skref til baka og fara ekki of geyst. Ná vörumerkinu sterku og öflugu, í staðinn fyrir að æða af stað á of marga markaði í einu,“ segir hún. Aðilar í Evrópu, Indlandi, Ísrael og Pakistan séu þegar í startholunum hvað varðar sérleyf- issamninga. Hugmyndafræði og kennsla á vegum Rekode og Skema byggjast á rannsóknum í sálfræði og kennslufræðum. „Við erum ekki bara að kenna forritun heldur erum við að kveikja áhuga á tækni og sköpun hennar. Og við tökum á móti öllum, sama hvar nemendur eru staddir í menntun,“ segir Rakel. Hún segir að viðræður standi yfir við fjárfesta um aðkomu þeirra að fyr- irtækinu en þeir verði valdir á faglegum forsendum, ekki síður en fjárhagslegum. Kenna forritun í Bandaríkjunum  Fyrsta námskeiðið haldið í Redmond  Gríðarlegur áhugi á fyrirtækinu Forritun Námskeið Rekode og Skema eru fyrir börn frá sex ára aldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.