Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.12.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 2013 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Nærri sjö af hverjum tíu íbúðum í eigu einstaklinga á Suðurnesjum sem seldar voru á nauðungarsölu 2003-2011 höfðu verið í eigu þeirra í fjögur ár eða skemur. Þetta kemur fram í skýrsl- unni Nauðung- arsala íbúðar- húsnæðis á Suðurnesjum 2001-2011, en hún var unnin af Láru Kristínu Sturludóttur fyr- ir sýslumanninn í Keflavík. Ýmis tölfræði úr skýrslunni er hér endurbirt, þ.m.t. varðandi eignarhald í árum á eignum í eigu einstaklinga sem fóru í nauðungar- sölu. 374 af 544 eignum Alls fóru 783 eignir á Suður- nesjum í nauðungarsölu 2003-2011 og voru þar af 544 í eigu ein- staklinga. Af þeim höfðu 374 verið í eigu þeirra í fjögur ár eða skem- ur, eða um 69% eignanna. Á grafinu hér fyrir ofan má líka sjá eignarhald í árum á eignum í eigu lögaðila, þ.e. fyrirtækja og lánastofnana, en úr því má lesa að 201 af 239 slíkum eignum sem fóru í nauðungarsölu á tímabilinu hafði verið í eigu þeirra í fjögur ár eða skemur. Jafngildir það 84% eigna í eigu lögaðila þessi fjögur ár. Sé nánar rýnt í nauðungarsölur á eignum í eigu einstaklinga, á öðr- um stað í skýrslunni, kemur í ljós að 368 eignir fóru á nauðungarsölu 2008, 2009, 2010 og 2011 sem höfðu verið í eigu þeirra í fimm ár eða skemur. Flestar sölurnar eru því eftir hrun. Vikið er að nýrri tölum um fjölda nauðungarsala á Suðurnesjum hér fyrir neðan. Grunsamlega skammur tími Þórólfur Halldórsson, sýslumað- ur í Keflavík, telur þann skamma tíma sem oft líður frá því eign er keypt og þar til hún er komin á nauðungarsölu vekja áleitnar spurningar um lánveitingarferlið. „Það sem vakti mesta athygli mína við lestur skýrslunnar er hversu skammur tími leið frá því að fólk keypti og tók lán og þar til eignin var komin á nauðungarsölu. Þegar það líða að meðaltali ekki nema tvö til þrjú ár segir það manni að það sé eitthvað að í kerf- inu.“ – Hvaða ályktun dregurðu af því? „Ég freistast til að draga þá ályktun að það greiðslumat sem íbúðakaupendur fóru í á þessum tíma hafi hvorki verið fugl né fisk- ur. Ef fólk er hætt að ráða við af- borganir þegar á öðru ári frá kaupum í svo stórum stíl, að öðr- um ástæðum óbreyttum, svo sem áföllum, hlýtur að vera eitthvað bogið við þetta greiðslumat. Bankarnir hófu innreið sína á íbúðalánamarkaðinn í ágúst 2004. Maður veltir því fyrir sér hvort þá hafi gildi greiðslumats byrjað að breytast,“ segir Þórólfur sem telur því að margir lántakar hefðu átt að geta staðið í skilum. „Maður ætti að geta gert þá kröfu ef aðrar forsendur eru ekki brostnar hjá fólki, eins og atvinnu- missir eða heilsubrestur, eða eitt- hvað því um líkt, að fyrstu árin væri auðveldasti tíminn til að borga af langtímalánum. Það væri enda svo stutt síðan forsendur voru lagðar í greiðslumatinu þar sem ætti að hafa verið haft borð fyrir báru,“ segir Þórólfur og bendir á að íbúðalán hafi nær ein- göngu verið verðtryggð á tíma- bilinu sem um ræðir og gengislán verið sjaldgæf á Suðurnesjum. Tengsl við atvinnuleysi á Suðurnesjum ekki könnuð – Suðurnesjamenn hafa orðið fyrir áföllum. Varnarliðið fór 2006 og árið 2008 skall hrunið á. Álver hefur ekki risið í Helguvík. Verður ekki að taka tillit til tekjubrests hjá þúsundum Suðurnesjamanna? „Það er ekki rannsakað í skýrsl- unni hvort einmitt þessi hópur hafi orðið fyrir atvinnumissi eða tekju- missi. Auðvitað varð stór hópur fyrir skakkaföllum vegna brott- hvarfs hersins, sem er áhrifavald- ur að einhverju marki. Það er eðlilegt að það sé fylgni milli atvinnumissis og nauðungar- sala. Það sem er sérstakt við skýrsluna er að hún tekur til allra mála. Hún dregur því upp mjög nákvæma mynd af stöðunni,“ segir Þórólfur. Eignir fóru fljótt í nauðungarsölu  Sjö af hverjum tíu eignum sem fóru í nauðungarsölu á Suðurnesjum voru keyptar fáum árum áður  Sýslumaðurinn í Keflavík setur spurningarmerki við lánshæfismöt sem gerð voru hjá lántökum Hlutfallsleg fjölgun íbúða á Íslandi Íbúðir einstaklinga Íbúðir lögaðila Alls Fjöldi Fjöldi Fjöldi 2001 22 1 23 2002 28 7 35 2003 34 4 38 2004 32 1 33 2005 12 3 15 2006 6 1 7 2007 20 6 26 2008 47 62 109 2009 59 15 74 2010 215 36 251 2011 120 109 229 Alls 595 245 8402001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 Íbúðarhúsnæði selt nauðungar- sölu á Suðurnesjum 2001-2011 Tímalengd eignarhalds íbúðar- húsnæði einstaklinga og lögaðilaÁ árunum 2001–2010 flokkað eftir landsvæðum* *Íbúðir varnarliðsins voru tæplega 2.000, um 1.500 voru skráðar árið 2007 inn í Reykjanesbæ og nærri 500 til viðbótar árið 2008. Flokkað eftir ári nauðungarsölu og eigendum Eignir sem seldar voru nauðungarsölu 2003-2011** **Alls 783 íbúðir 120 100 80 60 40 20 0 1 ár 2 ár 3 ár 4 ár 5 ár 6 ár 7 ár 8 ár 9 ár 10 ár Íbúðir lögaðila Íbúðir einstaklinga 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 Suðurnes með varnarliðsíbúðum Suðurnes án varnarliðsíbúða Suðurland Vesturland Höfuðborgarsvæði Austurland Norðurland Vestfirðir % Heimild: Sýslumaðurinn í Keflavík 6 51 28 111 89 104 78 108 70 35 16 18 3 14 6 1 12 30 Þórólfur Halldórsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég leyfi mér að vona það,“ segir Þórólfur Halldórsson, sýslumaður í Keflavík, aðspurður hvort þess sé að vænta að boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skuldamálum hægi á nauðungarsölum í um- dæminu á næsta ári. Tölurnar í grafinu hér fyrir of- an ná til ársins 2011 og segir Þór- ólfur að á árinu 2012 hafi bæst við 233 íbúðir í eigu einstaklinga sem fóru á nauðungarsölu og 51 íbúð í eigu lögaðila. Frá áramótum og til 1. desember sl. hafi bæst við 202 íbúðir í eigu einstaklinga og 33 íbúðir í eigu lögaðila. Að sögn Þórólfs fóru fram nauðungarsölur í umdæminu sl. laugardag eða sama daga og for- ystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu boðaða skuldaaðgerð. „Langflestir sem missa eignir á nauðungarsölu flytja út af eigin hvötum og margir eru fluttir út áður en salan fer fram. Á laugar- daginn kynnti ríkisstjórnin ráð- stafanir í skuldamálum. Furðu fá- ir gerðarþolar sem misstu eignir sínar í þessari viku hafa nefnt þessar aðgerðir sem leið til þess að bjarga sér og láta eignina bara fara. Þannig að fólk er búið að ákveða þetta með sjálfu sér að miklu leyti. Þetta kann þó að breytast að einhverju marki í samþykkisfresti uppboðanna sem nær fram í seinnipart janúar.“ Þórólfur segir að til standi að rannsaka afdrif fólks sem gengið hefur í gegnum nauðungarsölur á Suðurnesjum á síðustu árum. Atvinnu- og íbúðarhúsnæði selt á nauðungarsölu 2001-2011 Íbúðarhúsnæði Atvinnuhúsnæði Alls Fjöldi Hlutfall (%) Fjöldi Hlutfall (%) Fjöldi Hlutf. (%) Einstaklingar 595 70,8 25 20,3 620 64,4 Lögaðilar 245 29,2 98 79,7 343 35,6 Alls 840 100 123 100 963 100 Heimild: Sýslumaðurinn í Keflavík Sárafáir telja leið- réttingu bjarga sér  Áhrif á nauðungarsölur eru lítil Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykjanesbær Margir hafa misst eignir í nauðungarsölu. Eins og sjá má hér fyrir ofan varð hlutfallslega langmest fjölgun íbúða á Suðurnesjum á síðasta áratug, séu landshlutar bornir sam- an. Er aukningin um 40%, eða um helmingi meiri en á höfuð- borgarsvæðinu. Árið 2006 fór varnarliðið af landi brott. Við þau tímamót bættust um 2.000 íbúðir við framboðið suður með sjó, en þær voru ekki allar íbúðarhæfar. Fram kom í Morgunblaðinu í október sl. að um 700 af 900 fjöl- skylduíbúðum á Ásbrú eru í útleigu og á annað hundrað af um 1.100 einstaklingsíbúðum. Byggðu manna mest FRAMKVÆMDAGLEÐI Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is sunnudaginn 8. desember kl. 16 og mánudaginn 9. desember kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg G unnlaugurBlöndal G unnlaugurBlöndal Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Forsýning alla helgina í Gallerí Fold föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–15, mánudag kl. 10–17 (einungis þau verk sem boðin eru upp á mánudag) Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Jólauppboð í Gallerí Fold

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.