Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Qupperneq 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Qupperneq 38
Græjur og tækni NASA kveikti á fjórum vefmyndavélum frá Alþjóðlegu geimstöðinni, (ISS), í byrjun maí. Vélunum er beint að jörðinni og má sjá sólarupprás og sólsetur á 45 mínútna fresti. Hægt er að fylgjast með á spacestationlive.nasa.gov Vefmyndavél úr geimnum D anski hönnuðurinn Claus Zier á heiðurinn af sviðinu sem hefur vakið mikla athygli. Zier hefur áður hannað svið fyrir sjónvarpsviðburði og gert svið fyrir X-Factor, The Voice og þá hannaði hann fréttastúdíó DR sem og íþróttastúdíóið fyrir TV2. Sviðið er risastór teningur sem beinist fram á við líkt og stefni á skipi. Teningurinn getur bæði verið gegnsær eða fulllýstur. Gólfið er gagnvirkt 1.200 fermetra LED skjár sem þýðir að hann er í raun risastór snertiskjár. Þetta er stærsti gagnvirki LED skjár sem gerður hefur verið og er 10 milli- metra þykkur. Danir nota 2.810 kastara til að lýsa upp sviðið og þar af eru 1.700 hreyfiljós. 14 sviðsljós eiga síðan að fullkomna hvern einasta keppanda sem stígur á svið. Hugsað í lausnum Keppnin í ár fer fram í gamalli skipasmíðastöð, B&W Hallerne, og notaði Zier það sem innblástur. Vatn og siglingar voru honum of- arlega í huga þegar hann sat og teiknaði sviðið. Nota danirnir allra nýjustu tækni til að gera þetta sem glæsilegast. Stundum dugði ekki nýjasta tækni til að skila hlutunum eins og hönnuðurinn vildi og voru búnar til nokkrar tækninýjungar að svo að listamennirnir gætu notið sín sem best. Stórviðburður með allt stórt Í fyrra hélt sænska ríkissjónvarpið SVT keppnina og setti markið að- eins lægra en undanfarin ár. Danir héldu ekki áfram á þeirri braut því allt er orðið stórt á ný. „Það var ráðstefna skömmu eftir sigurinn okkar í fyrra. Mér fannst að þetta ætti að vera stórt og mikið. Þetta er þannig viðburður. Ég stakk því upp á þessari skipasmíðastöð þar sem er hægt að vera með allt risa- stórt. Svið, krana og ljós ásamt því að koma 11 þúsund manns fyrir,“ sagði Zier í samtali við Eurovision- vefinn eurovisionlive.com. DANIR GETA VERIÐ STOLTIR AF SVIÐINU SEM STENDUR Í GÖMLU SKIPASMÍÐASTÖÐINNI B&W-HALLERNE Í KAUPMANNAHÖFN. SVIÐIÐ HEFUR VAKIÐ ATHYGLI ENDA VAR MIKIÐ LAGT Í ÞAÐ. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Pollapönkararnir litu glæsilega út á sviðinu þar sem teningurinn naut sín í botn. Ljós og tækni héldust í hendur. AFP Armenar að taka lagið. 2.810 kastarar, 1.700 hreyfiljós og 14 sviðsljós láta hvern listamann líta vel út. Stærsti snertiskjár heims Opnunaratriðið á þriðjudag var glæsilegt þar sem tækni- gerður kór var myndaður úr innsendum myndböndum.Skipasmíðastöðin B&W Hallerne sem var umbreytt í tónleikahöll. Ljósmynd/Wikipedia H víti klassíski geimbúning- urinn mun hverfa úr röðum bandarísku geim- ferðarstofnunarinnar NASA sem hélt keppni þar sem al- menningur gat kostið um nýjan geimbúning sem mun kallast Z-2. Sá hvíti kallaðist einfaldlega Z-1 og hefur lítið breyst í gegnum árin. Z-2 fékk 233 þúsund atkvæði af rúmlega 700 þúsund atkvæðum sem greidd voru. Búningurinn minnir um margt á búninginn sem var í kvikmyndinni Tron sem var frumsýnd árið 2010. Verkfræðingar NASA eiga eftir að setja sinn svip á búninginn og bæta við öllum þeim tækninýjungum sem þarf til að geimfarar séu óhultir í víðáttum alheimsins. Nýir geimskór verða meðal annars kynntir til leiks sem og ný tækni sem gerir allar hreyfingar geimfara mun auðveld- ari. Búist er við að búningurinn verði prófaður í nóvember í fyrsta sinn en áætlanir NASA eru að hann verði notaður á Mars í nánustu framtíð. benedikt@mbl.is Tron búningur Nasa NASA HEFUR KYNNT NÝJAN GEIMBÚNING SEM VERÐUR HÆGT AÐ NOTA Á MARS. NASA sendi þessa mynd frá sér til fjölmiðla til að kynna nýja búninginn. AFP Dýrt: Kitchenaid. Snúrulaus með hleðslubatterí, 12 volta liion batterí, 180 watta mótor, 5 hraða mótor, S-hnífur til að mauka, hleðslustöð fyrir batterí. Fæst í Einar Farestveit & Co. Verð: 37.990 kr. Miðlungs: Russell Hobbs. Stál fótur, þeytari, glas, 400 wött, tvær hraðastillingar, þeytari fylgir. Fæst í Byggt og búið. Verð: 9.999 kr. Ódýrt: Tristar. Einfaldur og handhægur töfrasproti með 170 watta mótor, tilvalinn til að hræra eða mauka léttar blönd- ur, súpur eða dressingar. Upp- hengikrókur, plastfótur, stál- hnífur. Fæst í Rafha. Verð: 1.450 kr. ÓDÝRT, MIÐLUNGS OG DÝRT Töfrasproti „Sviðið er einn stór risa- skjár sem þeir varpa alls- konar grafík á. Risastórt og tígullaga með sundlaug hringinn í kringum. Spurn- ing hvort maður stingi sér til sunds á laugardaginn. Skriðsundsnámskeiðið sem ég fór á í fyrra gæti hugs- anlega nýst mér vel.“ Heiðar Örn um sviðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.