Málfríður - 15.03.2011, Blaðsíða 7

Málfríður - 15.03.2011, Blaðsíða 7
Úr viðjum vanans Rannsakendum verður tíðrætt um mikilvægi þess að skapa innri skilyrði í skólum sem hvetja til stöðugra breytinga og framfara og þar leika skólastjórnendur lykilhlutverk. Þeir hafa bent á að þar sem slík innri skilyrði eru fyrir hendi er skólamenningin í senn leit- andi og skapandi, kennurum er skapað næði og tími til að ræða og ígrunda saman, tími til að rækta á milli sín traust svo þeir finni til nægjanlegs öryggis til að taka áhættu, opna sig og skólastofu sína (Grimmett og Dockendorf, 1999). Kennarar þurfa kannski að byrja á að spyrja sig: Er kennsla mín námsmiðuð? Ef ekki eða hugsanlega aðeins að litlu leyti, þá þarf að halda áfram að spyrja hvað veldur? Hvað er það í starfskenn- ingu minni, skólasamfélagi mínu sem kemur í veg fyrir að ég vinni í anda hinnar námsmiðuðu kennslu. Hvað einkennir skólamenninguna í mínum skóla? Fer þar fram gagnrýnin umræða um kennsluna? Starfa ég í skóla sem einkennist af samstarfsmenningu? Hvers konar sýn á nám einkennir skólasamfélag mitt? Markmið þessarar greinar var að vekja tungumála- kennara til umhugsunar en ekki síst umræðu. Það er svo ykkar að meta hvernig til hefur tekist. Heimildir Dagný Reynisdóttir. (2010). Gaman saman. Fyrirlestur fluttur á ráðstefnu dönskukennara 12. mars. Sótt 14. október http://www.fdk.is/ LinkClick.aspx?fileticket=Rz82HyWTUBA%3d&tabid=1177 Dam, L.(2004). 30 års udvikling af elevautonomi i Sprogundervisningen – hvordan og med hvilket resultat? Sprogforum nummer 31, bls. 43–50 Dam, L. (2001). Bridging the gap between real life and the language classroom – principles, practices and outcomes. Í Wagner, Johannes (ritstj.) Pædagogik og læring i fremmed- og andetsprog. Odense: bls. 43–64. (Odense working papers in language and communication. No. 22 January). Dörnyei, Z. (2001). Teaching and researching motivation. Harlowe: Longman. Grimmet P. og Dockendorf, M. (1999). Explorig the labyrinth of rese- arching teaching. Í J. Louchran (ritstj.). Researching teaching. Methods and practices for understanding pedagogy. London: Falmer Press. Hafdís Ingvarsdóttir (2007). Námsaðferðir: leiðir til árangursríkara tungumálanáms.Í Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir (ritstj.), bls 295–309. Mál málanna. Reykjavík: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Harris,V., Gaspar, A., Ingvarsdóttir, H., Jones, B., Neuburg, R., Pálos, I,. og Schindler, I. (2001). Helping Learners Learn: Exploring strategy instruction in language classrooms across Europe. Council of Europe Publishing. Ívar Rafn Jónsson (2008) „Að virkja sjálfstæða hugsun nemenda “Sálfræðikennari rýnir í sjálfan sig. Netla Veftímarit um uppeldi og menntun. Menntavísindasvið Jóna Guðbjörg Torfadóttir og Hafdís Ingvarsdóttir. (2008). Umbrot: Samskipti framhaldsskólakennara og nemenda. Uppeldi og menntun, 17, 30–46. Háskóla Íslands. Sótt 18. október http://netla.khi.is/greinar/2008/008/ index.htm Little, D. (1991), Learner Autonomy. Definitions, issues, and problems. Dublin: Autektik. Trinity College. Oddný Sverrisdóttir. (2007). Um mikilvægi hvatatengds tungumála- náms. Í Auður Hauksdóttir og Birna Armbjönrsdóttir (ritstj.), bls 137–153. Mál málanna. Reykjavík: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Ushioda, E. (1996). Learner Autonomy 5: the role of motivation. Dublin: Autentik. hver af öðrum? Eru verkefnin þess eðlis að þau tengist áhuga nemenda, reyni á samstarf og bjóði upp á fjöl- breytileika? Fá nemendur að hafa einhver áhrif á hvern- ig verkefnin eru? Við þetta má líka bæta: Fer allt nám fram inni í kennslustofunni, sbr. myndband Dagnýjar? Við þessa upptalningu er mikilvægt að taka fram að námsmatið er afgerandi þáttur. Það er alltaf erfitt að breyta áherslum og taka upp nýja kennsluhætti en það er ógerlegt ef námsmatið breytist ekki um leið. Það er t.d. erfitt að taka upp námsmiðuð vinnubrögð þar sem höfuðáhersla er á ferlið og að meta það, þ.e. framfar- irnar, ef skólinn krefst þess að það sé eitt lokapróf. Hér sem oftar þarf að fá skólastjórnendur með í liðið. Hvað hvetur – hvað letur? Rannsóknir hafa sýnt að margir þættir hafa áhrif á starfið í kennslustofunni. Þar á meðal eru starfskenn- ingar kennara sem eru persónulegar kenningar kenn- ara um starf sitt. Ég hef áður (Hafdís Ingvarsdóttir, 2004) gert grein fyrir hugtakinu starfskenning fagkenn- arans en hún er persónubundin kenning um nám og kennslu. Rætur hennar liggja í siðferðilegum gildum, fræðilegum en ekki síður tilfinningalegum tengslum við kennslugreinina. Kennarinn leitast ómeðvitað við að laga nýjungar að ríkjandi starfskenningum sínum og hafna þeim ef honum finnst þær of langsóttar. Því þarf hann að vera sér meðvitaður um starfskenn- inguna, ræða hana á gagnrýninn hátt ef á henni eiga að verða breytingar (Hafdís Ingvarsdóttir, sama rit). Breytingar kalla fram óvissu og óöryggi meðal kenn- ara og ekki síst þegar hugmyndirnar koma að utan, þ.e. þetta eru ekki hugmyndir kennaranna sjálfra og falla ekki endilega að starfskenningum þeirra. Oft er hvorki kennurum né nemendum þeirra fyllilega ljóst hvað liggur að baki þessum nýju hugmyndum. Væntingar nemenda og viðhorf skipta miklu máli og kennarar vita að þeir þurfa á samvinnu við nemendur að halda ef innleiða á nýjungar. Dæmi um þætti sem rannsóknir benda til að þurfi að vera til staðar eigi að verða grundvallarbreytingar á kennsluháttum eru: • Gagnrýnin ígrundun um eigið starf • Náið samstarf kennara (bandamenn) • Námssamfélag (learning community) • Hvetjandi stjórnendur með skýra sýn • Starfendarannsókn (action research, self study) • Stuðningur utanaðkomandi (critical friend, academ- ic partner) Hver þessara þátta er efni í heila grein en ég hvet kenn- ara til að kynna sér þá og ræða. Ég vil þó sérstaklega nefna starfendarannsóknir (sjá t.d. Ívar Rafn Jónsson; Guðbjörg Jóna Torfadóttir o.fl. 2008) en þær eru taldar ein áhrifaríkasta leiðin til breytinga á störfum. En inn í starfendarannsóknir fléttast í raun allir hinir liðirnir. MÁLFRÍÐUR 7

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.