Málfríður - 15.03.2011, Blaðsíða 18

Málfríður - 15.03.2011, Blaðsíða 18
Ókostir Ókostir þeir sem nefndir voru í sambandi við notk- un UTM í kennslu voru einnig flokkaðir undir fjóra áhrifaþætti samkvæmt 4E líkaninu. Þeir ókostir sem oftast komu fram tengjast annars vegar trú kennara á kennslufræðilegt gildi notkunar UTM (14) og hins vegar hversu auðvelt það er kennurum að nota UTM í kennslu (19). Fá svör var hægt að tengja við hina tvo áhrifaþættina, umhverfislega (4) og hversu gaman kennurum finnst það vera að nota UTM í kennslu sinni (2). Tveir svarendur sögðust eiga erfitt með að sjá ein- hverja ókosti. Við þættinum, trú á kennslufræðilegu gildi notkunar UTM, komu lykluð svör eins og „nem- endur fara að gera annað en til er ætlast“, „nemendur nota copy og paste“, „óvönduð vinnubrögð nemenda“, „talþjálfun útundan“ o.fl. Dæmi um svör þátttakanda um ókosti UTM eru: Oft erfitt að nálgast tölvur. Tímafrekt í byrjun. Á erfitt með að sjá einhverja ókosti. Ef græjurnar klikka, sérstaklega núna í öllum niður- skurðinum, ef lampinn í skjávarpanum fer. Getur stund- um tekið of langan tíma ef tölvur eru hægvirkar. Það getur náttúrulega farið þannig að nemendurnir fari að sinna öðrum hugðarefnum sínum i tölvunum en til er ætlast. Lokaorð Í stuttu máli leiddi rannsóknin í ljós að hægt er að staðfesta að hinir fjórir áhrifaþættir 4E-líkans Collins o.fl. (2001) skipta allir máli um það hvernig kennurum tekst til við að nota UTM í kennslu sinni. Kennararnir þurfa sjálfir að hafa áhuga á að nýta tölvur og tækni, hafa trú á kennslufræðilegu gildi notkunarinnar og hafa greiðan aðgang að uppfærðum tölvubúnaði og aðgengilegu Neti til þess að viðunandi árangur náist. Auk þess þarf stofnunin sem slík að styðja við bakið á þeim og vera tilbúin til að eyða fjármunum m.a. í uppfærslu tæknibúnaðar og endurmenntun kennara, ásamt því að hafa starfsmann til að aðstoða kennara við tæknina. Þeir dönskukennarar íslenskra framhaldsskóla, sem þátt tóku í rannsókninni, eru fullir sjálfs trausts hvað varðar notkun UTM í kennslu og eigin færni, þrátt fyrir að vera margir komnir yfir miðjan aldur. Að sama skapi eru margir þeirra áhugasamir og nýta tölvur og tækni á fjölbreyttan hátt. En betur má ef duga skal. Í ljósi eldri rannsókna, sem ekki er gerð grein fyrir í þessari grein, svo og á TPACK líkaninu (sjá mynd 1) þykir mikilvægt að flétta kennslufræði inn í notkun UTM. Kennarar þurfa að trúa því að notkun UTM skili nemendum árangri í faginu. Það er ekki nóg að læra á ákveðinn hugbúnað og vita svo ekki hvernig eða til hvers á að nota hann. Tölvur og tækni á ekki að nota hversu auðvelt kennurum finnst að nota UTM og varð- andi þann þátt eru kennararnir einnig mjög jákvæðir. Sá þáttur sem kom einna neikvæðast út er hversu vel kennarar geta treyst á að Netið virki í skólunum (rúm- lega 40%). Fjórði og síðasti þáttur 4E líkansins kannar áhrif stofnunarinnar á notkun UTM. Sá þáttur kom einn- ig töluvert jákvætt út. 80% þátt takenda töldu skólana hafa jákvæða framtíðarsýn gagnvart notkun UTM, meiri hluti fær góðan stuðning og telur UTM vera almennt mikið notað í skólanum. Neikvæðastir voru kennararnir gagnvart því hvort skólarnir væru fúsir til að eyða fjármunum í tækni. Einnig töldu margir að notkun UTM kæmi ekki nógu skýrt fram í námskrá skólans og að kennsluefni sem notað er miðist ekki að notkun UTM í kennslu. Kostir Niðurstöður við spurningunni um hvað dönskukenn- arar telja vera helstu kosti þess að nota UTM í kennslu voru lyklaðar niður í fjóra áhrifaþætti samkvæmt 4E líkaninu (Collis o.fl., 2001). Kom þar fram að flest svör- in lentu undir því sem telst vera trú á kennslufræðilegt gildi notkunar UTM, eða 31 alls. Mörg atriðanna var líka hægt að flokka undir það hversu auðvelt kennurum reynist notkun UTM vera, eða 14. Örlítið færri atriði var hægt að flokka undir ánægju kennaranna sjálfra af notkun UTM (10) og umhverfislega áhrifaþætti (10). Það eina sem lenti undir síðastnefnda þættinum var að það væri verið að fylgja nútímanum, en þó nokkrir kennarar nefndu það á misjafnan hátt. Í sumum til- fellum voru fleiri en einn aðili sem nefndi sama hlut- inn, t.d. voru 10 aðilar sem nefndu möguleikann á nýju dönsku efni og 8 kennarar nefndu að notkun UTM væri áhugahvetjandi fyrir nemendur. Báðir þessir möguleikar tengjast trú kennara á gildi UTM. Í áhrifaþættinum um ánægju kennara voru flestir sem nefndu hversu mikla fjölbreytni í kennsluháttum eða námsefni notkun UTM byði upp á. Varðandi hversu auðvelt kennurum reynist notkun UTM var nefndur möguleikinn á hversu aðgengilegt eða þægilegt það væri að nálgast efni og nýta UTM. Sá umhverfisþáttur, sem oftast var nefndur, var að þetta væri sá heimur sem nemendur lifðu í og þekktu eða að notkun UTM mætti kröfum nútímans. Dæmi um svör kennara þar sem nefnd voru tvö til þrjú atriði innan mismunandi lykla. Með notkun upplýsingatækni er nemandinn í tengslum við núið. Fréttir og upplýsingar eru ekki fengnar úr úreltum kennslubókum. Upplýsingatæknin gefur ýmsa möguleika á meiri fjöl- breytni í kennslunni og gefur líka nemendum meiri möguleika á að læra sjálfstætt. Námsefnið er í sífelldri endurnýjun, nemandinn hefur eitthvað um það að segja, færniþættir samtvinnast meira. 18 MÁLFRÍÐUR

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.