Málfríður - 15.10.2012, Blaðsíða 9

Málfríður - 15.10.2012, Blaðsíða 9
möguleika á að nota erlend próf til viðmiðunar og varð að ráði að taka frönsku DELF-prófin til fyrirmyndar, en þau byggja einmitt á matsramma Evrópuráðsins . Þegar ljóst var hversu mikinn tíma tæki að prófa alla færniþætti var ákveðið að taka einungis lesskilning og ritun fyrir að þessu sinni . Prófinu var skipt í tvo hluta, textaskilning þar sem mest var hægt að fá 25 stig og ritunarhluta sem hafði sama vægi, prófið í heild sinni gaf 50 stig . Nemandi þurfti að ná helmingi af hvorum hluta fyrir sig til að standast prófið . Mat á lesskilningi var nánast inn- byggt í verkefnin og því tiltölulega auðvelt að meta þann þátt . Við mat á ritun var ákveðið að nota mats- kvarða sem fylgir DELF-prófunum (sjá fylgiskjal), þótt hann væri að ýmsu leyti frábrugðinn hefðbundnu mati á ritum . Í þessum matskvarða er mikil áhersla lögð á að nemendur geti fylgt fyrirmælum, að textinn upp- fylli kröfur um tjáskiptafærni, en minni áhersla lögð á beina málfræði og orðaforða . Þó eykst vægi formlegra þátta með vaxandi færni nemenda . Niðurstöður Prófin voru lögð fyrir í annarri viku haustmisseris 2012 og voru þau sett fram sem hluti af málnotkunar- námskeiðum á fyrsta ári . Þátttaka var frekar góð og nemendur mjög jákvæðir í garð prófanna . Þeir voru ánægðir með að geta staðsett sig og gera sér grein fyrir veikleikum og styrkleikum í þessum tveimur færniþáttum . Þátttaka nýnema var svipuð í þremur tungumálum, en erfiðlegar gekk að ná til nemenda í einu þeirra Á því tímabili sem prófin fóru fram voru nemendur enn að skrá sig í og úr námskeiðum og kann það að vera helsta ástæða þess að ekki náðist í hærra hlutfall nem- enda í stöðuprófið . Það ber þó að taka fram að ekki var skylda að taka prófið . B1: Franska, spænska, þýska Þegar niðurstöður úr B1 prófunum eru skoðaðar kemur í ljós að langflestir náðu prófinu og meðaleinkunn var frekar há í öllum tungumálum: í frönsku 38/50, í spænsku 42/50 og í þýsku 37/50 . Meðaleinkunn fyrir ritun er hærri en meðaleinkunn í lesskilningi í öllum þessum málum . En eins og fram kemur hér að ofan þá er lögð rík áhersla á færni nemandans til tjáskipta í matskvarðanum sem notaður var til að meta ritunina í þessum prófum . Sem dæmi má nefna að ef nemandi fylgir fyrirmælum, virðir umbeðinn orðafjölda og getur tjáð hugsun sína á skiljanlegan hátt getur nemandinn náð allt að 13 stigum af 25, óháð tökum hans á orða- forða, stafsetningu og málfræði . Einungis 4 nemendur náðu ekki lágmarkseinkunn í ritunarþætti prófsins; 1 í frönsku, 1 í spænsku og 2 í þýsku . Nokkrir nemendur sem náðu prófinu en fengu lága einkunn óskuðu eftir því að fá að njóta sömu úrræða og þeir nemendur sem ekki náðu prófinu . B2: Danska Fyrirmyndinni, DELF-prófinu, var fylgt út í æsar, tveir misþungir lestextar, sams konar verkefni samin við les- textana og atriðin jafn mörg . Ritunarverkefni voru tvö, annað tengdist málefni sem alltaf er í deiglunni og hitt snerist um að semja framhald af öðrum lestextanum . Einnig hér var ákveðið að nota sama matskvarða fyrir ritunarverkefni og fylgdu DELF-prófinu. Í dönsku var öllum nýnemum í námskeiðinu Danskt mál og málnotkun boðin þátttaka og prófið haldið í tíma námskeiðsins . Eitthvað var um veikindi, sem og úrskráningar og nýskráningar í öðrum námskeiðum Fjöldi skráðra nemenda í grein Fjöldi nem- enda sem tók próf Hlutfall af skráðum % Fjöldi sem stóðst próf Náði ekki 50% árangri % stóðst % fall Skýringar Danska 16 12 75 12 0 100 0 Franska 39 32 77 31 1 97 3 Fall í ritun Spænska 31 24 77 23 1 96 4 Fall í ritun Þýska 33 13 39 11 2 82 18 Fall í ritun Alls 119 81 68 77 4 95 5 Mynd 1 . Heildarniðurstöður úr öllum prófum í öllum tungumálum . Mynd 2 . Meðaltalsárangur nemenda í B-1 prófunum – lesskilningur, ritun og árangur samtals . MÁLFRÍÐUR 9

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.