Málfríður - 15.10.2012, Blaðsíða 15

Málfríður - 15.10.2012, Blaðsíða 15
MÁLFRÍÐUR 15 Staða enskunnar í nýju málumhverfi Höfundar þessar greinar sem báðir hafa tengst ensku- námi og enskukennslu um árabil töldu sig hafa orðið varar við að staða enskunnar væri í stöðugu breyt- ingaferli . Á kreiki voru alls konar sögusagnir um útbreiðslu enskunnar hér á landi, hversu afspyrnu- góðir Íslendingar væru í ensku og síðast en ekki síst höfum við orðið varar við mikinn þrýsting á að hefja enskukennslu sem fyrst . Við ákváðum því að láta til skarar skríða og sækja um RANNÍS-styrk til að geta framkvæmt víðtæka rannsókn á stöðu enskunnar á Íslandi . Við fengum þriggja ára styrk og höfum undanfarin þrjú ár unnið að kortlagningu enskunn- ar með aðstoð þriggja doktorsnema, Önnu Jeeves, Ásrúnar Jóhannsdóttur, Huldu Kristínar Jónsdóttur auk Samuel Lefever lektors sem tók þátt í þeim hluta sem sneri að nemendum og kennurum í 10 . bekk . Heildarrannsóknin er mjög víðtæk og er í raun margar smærri rannsóknir sem ná til notkunar og viðhorfa barna áður en þau hefja formlegt enskunám og alveg til notkunar og viðhorfa ensku í háskóla og atvinnulífi . Auk þess var gerð athugun á hversu mikla ensku fólk heyrði og notaði í daglegu lífi . Hér er yfirlitsmynd yfir helstu þætti rannsóknarinnar . Áður en rannsóknin hófst var vitað samkvæmt tölum Hagstofunnar að mikill hluti sjónvarpsefnis var á ensku . Við vissum hins vegar ekki hversu mikið væri verið að nota málið að öðru leyti í daglegu lífi og starfi . Við vissum að enska var fyrsta erlenda málið á Íslandi samkvæmt námskrá frá lokum síðustu aldar og við höfðum könnun frá 2006 sem gaf vísbendingar um að kennsluhættir í grunnskóla væru hefðbundnir og tækju lítið mið af nýjustu kenningum um tungumála- nám- og kennslu (Lovísa Kristjánsdóttir og fél. 2006). Rannsókn með framhaldsskólakennurum hafði bent til að enskukennsla væri mjög bókmenntamiðuð og í neðri áföngum væri kennslan mjög kennslubókarstýrð (Hafdís Ingvarsdóttir, 2007) . Við höfðum hins vegar engar rannsóknir um hvort og hvernig þessar áherslur nýttust þegar í háskóla og út í atvinnulífið væri komið . Fyrir lágu heldur engar íslenskar rannsóknir um hvort það væri betra að byrja að kenna ensku mjög snemma . Erlendar rannsóknir á árangri enskukennslu ungra barna eru mjög misvísandi og segja má að árangur helgist af aðstæðum/umhverfi, sérmenntun kennara og kennsluháttum . Markmið rannsóknarverkefnisins var að byrja að kanna þessa þætti . Við rannsóknina var beitt margvíslegum rannsókn- araðferðum, spurningalistum, viðtölum, dagbókum, prófum (orðaforðapróf) allt eftir eðli rannsóknarspurn- inganna . Við höfum flutt fjölda fyrirlestra á innlendum og alþjóðlegum ráðstefnum og birt nokkrar greinar í innlendum og erlendum ritum og fleiri eru í farvatninu (t .d . Birna Arnbjörnsdóttir, 2010; Hafdís Ingvarsdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2010; Birna Arnbjörnsdóttir, 2011; Hafdís Ingvarsdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2011) . Ásrún Jóhannsdóttir er að ljúka við doktorsritgerð um viðhorf barna og orðforðatileinkun við upphaf enskunáms í grunnskóla . Fyrstu niðurstöður hennar benda til að það skipti ekki mestu máli að ung börn hefji formlegt enskunám snemma . Rannsókn á við- horfum unglinga við lok grunnskóla staðfesti í raun könnunina frá 2006 þess efnis að enskan í skólanum sé ekki nægjanlega í takt við breytta stöðu enskunnar . Sýn kennara á hlutverk sitt og kennslukennsluna er hins vegar mjög mismunandi . Framsæknustu kennararnir telja að það þurfi nýja hugsun og ný vinnubrögð og eru að þreifa sig áfram en það gildir hreint ekki um Mynd 1 . Yfirlit yfir Rannsóknina Enska á Íslandi í nýju málumhverfi Birna Arnbjörnsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands . Hafdís Ingvarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands . print  •  online  •  mobile New Editions • Available now Cambridge Learner’s Dictionary Fourth edition • Available Spring 2013 Cambridge Advanced Learner’s Dictionary Fourth edition www.cambridge.org/elt/dictionaries

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.