Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 04.07.1985, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 04.07.1985, Blaðsíða 2
í FRÉTTIE )| Vikublað í Vestmannaeyjum Útgefandi: EYJAPRENT H.F. Ritstjórn: GÍSLI VAI.TYSSON, ÁBM. GUNNAR KÁRI MAGNÚSSON GRÍMUR GÍSLASON Auglýsingar: STRANDVEGI 47 - SÍMI 1210 Setning og prentun: EYJARPRENT H.F. Skotgrafalandslag við Ofanleiti Skipstjomr - útvegsmenn Leitið ekki langt yfír skammt. Eigum á lagerbláu FRAM keðjuna heimsfrægu í öllum helstu stærðum (grade 80). - Spyrjið þá sem hafa prófað hana. - Verðið er líka sérlega hagstætt. Eigum á lager helstu útgerðarvörur s.s. keðjur, víra, bobbinga, kúlur, lása o.fl. Það eiga allir leið um Strandveginn við erum í númer 77, 2. hæð (labbað inn frá Flötum).' FRAH SANDFELL HF 02975 (heima) 2985. Myndir segja meira en mörg orö. Þó er fólki ráðlagt aö leggja leið sína þarna uppeftir og sjá með eigin augum þau spjöll sem unnin hafa verið. Það er hreint ótrúlegt hvað menn geta verið kærulausir. 33= Þakkir Til allra þeirra sem gerðu mér sjötugsafmœlið skemmtilegt með heimsóknum, blómum, skeytum og öðrum gjöfum. Sérstaka þökk til Ólafs Granz fyrir að bjóða okkur öllum í ferð með Bravo kring um Eyjuna, sem var ógleymanlegt fyrir ökkur öll, þar sem hann með góðri fararstjórn og óþrjótandi mœlsku leiddi okkur inn í leyndardóma liðins tíma og hulinsheima þessarar fögru Eyju. Litadýrðina í Kafhelli og fuglamergðina í Fjósunum, svo eitthvað sé nefnt. Guð blessi ykkur öll og innilegar þakkir. Jógvan Hansen. Undanfarið hefur farið fram gífurleg moldartaka við Ofan- leitisveg sem liggur upp að vöru- skemmu Kristmanns Karlssonar heildsala. Eru svæðin beggja megin veg- ar sundurgrafin, án, að því er virðist nokkurs skipulags. Svo langt er þetta gengið að stórir skurðir eru komnir inn á mið tún, bæði norðan og sunnan megin vegarins og liggur skrykkj- óttur „vegur" í átt að moldartök- unni. Þarna virðist lítil fyrirhyggja vera á ferðinni, heldur virðist sem svo að gröfunni hafi verið beitt „hist og her“, þar sem enga fyrirstöðu var að finna. Við leituðum til Bifreiða- stöðvar Vestmannaeyja og spurðum hver hefði leyft þessa moldartöku? Þar var fyrir svörum Þorsteinn Árnason. Sagði hann okkur að bærinn hefði leyft moldartöku þarna og væri hún aðallega á vegum bæjarins. Þó hefði verið tekið nokkuð af gróðurmold fyr- ir einstaklinga. Það kom fram í máli Þorsteins að ekkert eftirlit var með þessari Fóstrumál í brennidepli Síðasta mál á bæjarstjórnar- fundinum á þriðjudaginn var sá vandi sem skapast hefur í dag- vistunarmálum bæjarins. Það kom fram í máli Sigurðar Jóns- sonar forseta bæjarstjórnar að enginn hefur sótt um forstöðu- mannsstöðuna á Kirkjugerði. „Að öllu óbreyttu, kemur til álita hvort Kirkjugerði verður opnað að nýju eftir sumarfrí 6. ágúst,“ sagði Sigurður. Þorbjörn Pálsson spurði Sig- urbjörgu Axelsdóttur út í hug- mynd hennar um að bjóða út Kirkjugerði til einkareksturs. Sagði hún greinilegt, að sú staða sem komin væri upp í þessum málum myndi ekki leys- ast að öllu óbreyttu og því fyndist sér það athugandi að setja Kirkjugerði í hendur einka- aðila og láta þá sjá um rekstur- inn. Hann myndi síðan geta hlot- ið styrk frá bænum, eins og t.d. hugmyndin væri með Tjarnar- skólann í Reykjavík. Taldi Sigurbjörg að bæjar- reksturinn væri of þungur í vöf- um fyrir dagheimilin og því myndi þessi ráðstöfun að hluta geta bætt rekstur dagheimil- anna, frekar en nú er, þar sem meira frjálsræðis myndi gæta. Sveinn Tómasson, Alþýðu- bandalagi sagði að hugmynd Sig- urbjargar væri beinlínis stór- hættuleg. Hér væri verið að vega að mannréttindum þeim sem þjóðfélagið hefði tekið að sér að útvega þegnum landsins, en það væri dagheimili á verði, sem væri nokkurn veginn viðráðanlegt fyrir alla. „Kæmi hugmynd Sigurbjargar til framkvæmda, þá yrði þess ekki langt að bíða að dag- heimilisgjöld hækkuðu upp úr öllu valdi og enginn gæti haft börn sín á dagheimili nema ein- hverjir forréttindahópar," sagði Sveinn. Bragi I Ólafsson sagðist ekki skilja í þessum viðbrögðum eins frænda sín yfir tillögu Sigur- bjargar. Persónulega fyndist sér hugmyndin vara góð. „Ég fæ ekki séð að það sé nokkuð verr búið að börnunum þar sem ómenntað starfsfólk er til staðar," sagði Bragi. Fannst honum það slæmt að umhyggja fyrir börnum héngi saman við launakröfur og fólk væri með samantekin ráð um að sækja ekki um stöður til að knýja á um laun. „Hvar er þá umhyggjan fyrir börnunum?" spurði Bragi. Andrés Sigmundsson Fram- sóknarflokki, taldi að menn gerðu sér rellu út af þessum málum of snemma. Samningar væru í gangi og eflaust leystust þessi mál um leið og skrifað væri undir þá. Þessi umræða fór fram 2. júlí á því herrans ári 1985. GKM moldartöku til skamms tíma, en nú er búið að stoppa moldar- tökuna í túnunum sjálfum, en sú mold þótti betri garðmold en hin! Að sögn Þorsteins stendur til að jafna þessi sár út og sá í þau. Sighvatur Arnarsson sagði þetta ástand stafa af því að ekki var fyrirlagt um hvar á svæðinu vörubílstjórarnir mættu taka mold. „Þetta hefur nú verið stoppað og þeir taka mold norðan við veginn. Það verðursett jarðvegs- skiptaefni í sárin og þau ræktuð upp. „Nú hafði greinilega verið tek- in mold þarna fyrr á árum og það svæði hafði ekki verið grætt upp.“ „Það verður gert núna,“ svar- aði Sighvatur að bragði. GKM Hverju líkist Gudda? Nokkur umrða spannst um list í bæjarstjórn 14. júní, vegna 50.000 kr. sem bæjarsjóður lagði fram til kaupa á styttu um Guð- ríði Símonardóttur. Andrés Sigmundsson sagði að hann væri þeirrar skoðunar að nóg hefði verið að bærinn hefði lagt til tæki við • jarðvinnu og frágang, og hefði hann greitt atkvæði á móti því, í bæjarráði, að veita fé til styttunnar. Sveiflaði Andrés sér síðan í þanka um útlit styttunnar, sem hann kvað vera táknræna hugmynd, frekar en eftirmynd. „Sumum finnst styttan ljót, öðrum finnst hún falleg," sagði Andrés. „Mér finnst hún heiðin og einhvern veginn ögrandi.“ Sagði hann það skoðun sína að styttan minnti á þrídranga en þeir væru samkvæmt skoðun ým- issa kennimanna, notaðir til við- miðunar við upphaf tíma og mælinga. „En mér fannst nóg að gera hólinn.“ Arnar Sigurmundsson benti á að fleiri en bærinn hefðu lagt til kauplaust, undirbúning að uppi- stöðum styttunnar, en taldi að lisstræn umræða um hugmynd skapara styttunnar, ætti ekki heima inni á bæjarstjórnarfundi. -GKM íbúð til sölu Stór, björt og rúmgóð íbúð, efri hæð og ris, að Heiðarvegi 46, er til sölu. Getur losnað fljótlega. Nánari upplýsingar í síma 2050. 1. vélstjóri 1. vélstjóri óskast á bv. Klakk VE 103. Upplýsingar í síma 1242.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.