Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 04.07.1985, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 04.07.1985, Blaðsíða 6
Sigurður Jónsson Á BEININU Nú er tæpt ár í bæjarstjórnarkosningar og líklegt að umræðan fari nú seni óðast að rúlla í gang. Til að taka aðeins forskot á „sæluna“, þá fengum við Sigurð Jónsson forseta bæjarstjórnar og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á beinið og pumpuðum hann um störf bæjarstjórnar og meirihlutans þetta kjörtímabil eins og það kemur honum fyrir sjónir. í næsta blaði verður rætt við Svein Tómasson bæjarfulltrúa Alþýðubandalagsins og raktar úr honum garnirnar á sama hátt. Hvað er það helst sem hefur áunnist í tíð núverandi meiri- hluta bæjarstjórnar? Pað hefur verið gert verulegt átak í umhverfis og gatnagerðar- málum frá því sem var. Þá hefur verið unnið að ýms- um uppgjörsmálum, t.d. gagn- vart úttektarnefndarlánum og íbúðum sem Rauði krossinn hafði yfirráðarétt yfir, þar feng- um við 9 íbúðir á Kleppsvegin- um, íbúðir við Síðumúla sömu- leiðis. Þá hefur verið unnið mjög vel að uppbyggingu skólamála hér í bænum. Þú talar um gatnagerðarfram- kvæmdir. Það cr til samþykkt fyrir því að það eigi að vera búið að malbika bæinn á þessu kjör- tímabili. Stenst sú samþykkt? Ég held að eftir sumarið 1986 verði mjög lítið eftir af götum. Þýðir það að ennþá meira af framkvæmdafé bæjarins verður varið til malbikunarfram- kvæmda en í ár? Upphæðin verður allavega mjög svipuð og í ár. Hversu mikið fjármagn hefur farið frá bænum til uppbyggingar skólamála á þessu kjörtímabili? Það er á annan tug milljóna sem hefur farið í þær. Hversu mikiö er endurkræft frá ríkinu? Helmingur. Hvernig hefur samstarf þitt við aðra fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins verið í vetur? Það er í þessum meirihluta, trúlega eins og í flestum öðrum, að samstarfið í heild sinni hefur gengið ágætlega. Hins vegar er j ég ekkert að leyna því að það j eru misjafnir áherslupunktar. j Þess vegna hlýtur oft að koma til j harðra umræðna og skiptra skoðana á hvað beri að leggja áherslu. Eru þetta áherslupunktar sem þú ert með og hinir eru með, eða punktar sem hver og einn er með? Sem hver og einn er með, þar með er ég talinn. Því er gjarnan haldið fram, að þó að bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins séu sex, þá sé aðeins einn niaður, Arnar Sigurmunds- son, sem ráði öllu. Hvað er til í þessari staðhæfingu að þínu mati? Ég held að það sé gert allt of mikið úr þessu. Ég hef heyrt þessar raddir. Því er ekki að neita, að Arnar er mjög fylginn sér og þau mál sem hann ber fyrir brjósti keyrir hann stíft fram. Hann setur sig mjög vel inn í mál og fylgir þeim fast eftir. Hann nær oft sínum málum fram af þeim ástæðum fyrst og fremst. Aftur á móti, eins og ég gat um áðan, þá eru skiptarskoðanir og stundum hef ég verið mjög óhress að ná ekki öllum málum eins vel fram og ég hefði kosið. Nú ert þú búinn að vera cins og nokkurskonar „stuðpúði“ fyrir Sjálfstæðisflokkinn í vetur og það sem af er kjörtímabili. Ef að einhver gagnrýni hefur verið vakin á afgreiðslu mála hjá ykkur, þá hefur þú svo til undan- tekningalaust, tekið að þér að svara slíkri gagnrýni. Hvernig stendur á þessari fórnfýsi? Við erum í meirihluta sem fer með stjórn þessa bæjar og ég lít svo á að það sé skylda okkar að skýra út fyrir Vestmannaeying- um hvers vegna hinar og þessar ákvarðanir séu teknar. Það má vel vera að ég sé viljugri heldur en margir aðrir bæjarfulltrúarnir til þess að skrifa og útskýra af hverju ákveðin afstaða er tekin í þessum málum. Af hverju ert þú í því að útskýra ýmis mál en ekki þeir sem á sínum tíma voru kannski aöal hvatamenn þeirra? Ég hef oft beðið eftir því að einhverjir aðrir en ég tækju að sér að svara fyrir eitthvað, en þegar það hefur ekki gerst þá hef ég skrifað, sem einn af meiri- hlutamönnum, þó að ég sé kannski í hópnum á annari skoðun, en þar sem meirihlutinn hefur tekið þessa ákvörðun, þá er ég auðvitað ábyrgur líka. Finnst þér ekki að aðalfylgj- cndur tillögu eigi að svara fyrir og útskýra hana? Að sjálfsögðu finnst mér það. Hvernig aðhalds njótið þið innan flokksins? Við njótum viss aðhalds, en það er alls ekki nóg. Ég býst við því að margir sem eru í forystu sveit flokksins fylgist ekki nógu vel með, og oft á tíðum finnst mér að verið sé að vesenast í smámálum. í stórmálum finnst mér að flokkurinn veiti ekki nægilegt aðhald, eða að reynt sé að koma með ákveðna stefnu- mótun á þeim vettvangi. Hvernig aðhald hafa t.d. Ey- verjar veitt ykkur? Mér finnst ekki nægjanlegt aðhald og gagnrýni af þeirra hálfu. Það er fyrst og fremst hlutverk yngri manna innan flokksins og hefur verið það í gegn urn tíðina, að veita þeim sem eru í forystu, og þá fyrst og fremst bæjarfulltrúum, nokkuð hart málefnalegt aðhald. í síðustu kosningabaráttu var talað um að hækkun hitveitunn- ar ætti ekki að fara umfram vísitölu. Sú hefur ekki orðið raunin á. Er ekki um hrein kosningasvik að ræða af ykkar hálfu? Menn hafa ekki getað staðið við það fullkomlega, sem sagt var að ætti að gera í þeim málum fyrir kosningar. Það er eitt af því sem hefur verið skýrt út af hvaða ástæðum það var. Hækkun á dollaragengi og þar með lánum 'bundnum í dollurum. Nú er það á hreinu að mikill hluti fylgis ykkar nú er tilkominn vegna loforða ykkar einmitt í málefnum hitaveitunnar, hefði ekki verið nær að fjármagna þessa auknu skuldabyrði vegna dollarans á einhvern annan hátt en með hækkunum á afnota- gjaldi? Það var reynt, aftur á móti vantaði skilning ríkisvaldsins á vanda okkar, þar til nú í ár að menn fá verulega stórt skuld- breytingarlán til að breyta óhag- stæðum lánum í hagkvæmari. Hefði ekki verið hægt að fresta öðrum framkvæmdum á vegum bæjarins og fjármagna hækkunina með þeim? Það hefði verið hægt, en mat manna var að það þyrfti að halda þeim framkvæmdum til streitu. Ég held að það hafi tekist, þrátt fyrir þetta, að halda gjaldskrá hitaveitunnar eins neð- arlega og kostur var á, þrátt fyrir neikvæða efnahagsþróun í land- inu. Nú hafa flokksfélagar þínir í Sæjarstjórn, beint og óbeint lýst yflr vantrausti á þig, t.d. í um- ræðunni um verkamannabúst- aði. Hvernig flnnst þér svona viðbrögð frá flokksbræðrum? Auðvitað fara slíkar yfirlýs- ingar í taugarnar á mér t.d. í sambandi við byggingu verka- mannabústaða. Ég er þeirrar skoðunar að það sé kerfi sem gefur lágtekjufólki möguleika á að byggja sér eigin íbúð. Það er eina kerfið og ég er fylgjandi því. í stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins er sagt að stefnt skuli að því að hver og einn einstak- lingur eigi að geta átt sína íbúð og fyrir ákveðinn hóp er það eina leiðin að kaupa íbúðir eftir lögum um verkamannabústaði. Það er meira að segja yfirlýsing frá síðasta landsfundi, að stefnt skuli að því að byggja sem mest eftir þessu kerfi. Þannig að ég er í þessu að fylgja stefnu flokksins umfram kannski önnur flokks systkini mín. Hvernig fellur þér það þegar aðrir bæjarfulltrúar eru að lýsa því yfir að þú sért ekki að tjá þig í þessum efnum fyrir hönd meiri- hlutans? Illa. Þú hefur verið ásakaður af flokksbræðrum fyrir að vera allt að því „rauður“ í skoðunum. Hverju svarar þú slíkri gagnrýni? Ég held að þeir sem halda þessu fram hafi einfaldlega ekki kynnt sér nógu vel stefnuskrá flokksins. Flokkurinn hefurætíð talið sig vera flokk allra stétta og ég hef ætíð talið að maður sem vinnur í fiskvinnslu og hefur léleg laun, að sá maður hafi alveg sama tilverurétt og aðrir og eigi að geta fylgt stefnu flokksins og hún eigi að taka tillit til hagsmuna hans. Ef flokkurinn ætlar að standa undir merkinu sem flokkur allra stétta. Finnst þér það auðkenni ekki lengur eiga við flokkinn? Það virðist vera að sumir hafi gleymt þessu kjörorði flokksins. Hefur þér dottið í hug nýlega að segja þig úr honum? Nei, og þá menn sem hafa reynt að koma á mig stimpli um það að ég væri einhver dulbúinn rauðliði, eða sósíalisti, hef ég beðið að nefna mér dæmi þar sem ég hef brotið á móti stefnu- skrá flokksins. Hingað til hefur ekki einn einasti getað bent mér á í hverju það brot lægi. Þeir ættu kannski að líta sér nær? Þeir ættu a.m.k. að kynna sér stefnu flokksins betur, t.d. það sem Ólafur Thors skrifaði um þau mál. Hvernig finnst þér minnihluta flokkarnir hafa staðið sig? Yfirleitt hefur mér fundist málflutningur Alýðubandalags- ins vera málefnalegur, en stund- um botna ég alls ekki í málflutn- ingi og meðferð mála hjá Kröt- um og Framsókn. Þar hefur komið fyrir að gagnrýnin hafi farið í að gera persónurnar að aðalatriðunum. Hitt er svo ann- að mál að frá þeim minnihluta- mönnum hafa oft komið ágætis ábendingar og tillögur, enda er það oft svo, að menn eru oftar sammála en þeir vilja vera láta. -GKM núýq Á morgun frá kl. 2 til 7 mun Anita Vignisdóttir snyrtisér- fræðingur kynna og aðstoða við val á Esteé Lauder snyrti- vörum í versluninni. Notið einstakt tæki- færi. Verið velkomin. iúrrú 2220 Skólavegi 21 úimi 2220

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.