Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 13
Jólatónleikar í Landakirkju Næstkomandi sunnudags- kvöld kl 21:00 verða haldnir jólatónleikar í Landakirkju, á vegum kórs og organista kir- kjunnar. Bílþjófnaður: Fannst ná- lægt Kapla- gjótu Bíl var stolið á aðfararnótt sunnudagsins og fannst hann skömu síðar óskemmdur. Það var kl. hálf tvö á aðfarar- nótt sunnudagsins að lögregl- unni var tiikynnt um stuldinn. Skömmu síðar fannst bíllinn vestast á golfvellinum nálægt Kaplagjótu. Þjófurinn var á bak og burt, en hann hafði fest bílinn. Engar skemmdir voru sjáanlegar á bílnum. Bíllinn er af gerðinni Mazda, V-1917, ljósgrænn að lit. Það eru vinsamleg tilmæli lögreglu að þeir sem urðu varir við ferðir bílsins umrædda nótt, tilkynni það lögreglu. Á efnisskránni verða kunn verk og hefðbundnir jólasálm- ar, sem þykja ómissandi til að kalla fram hina einu sönnu jólastemmningu. Að venju fær kórinn til liðs við sig ágæta einsöngvara, sem bæði syngja með kórnum og flytja einsöngsverk. Að þessu sinni eru það Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópran og Viðar Gunnarsson bassi. Viðar hefur áður sungið með kórnum á jólatónleikum og í tónleikaferð til Ítalíu, en Ólöf syngur nú með kórnum í fyrsta sinn. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og verða með hefðbundnu sniði. Að venju fá allir við- staddir jólakerti í hendur. í lok tónleikanna verða tendruð ljós á kertunum frá altariskertum kirkjunnar. Þannig munu tón- leikagestir flytja ljós jólanna til síns heima, í táknrænni merk- ingu. Kirkjukórinn hvetur bæjar- búa til að fjölmenna á tónleik- ana og njóta sígildrar jólatón- listar. Stjórnandi á tónleikun- um verður Guðmundur H. Guðjónsson organisti. Aðgangseyrir verður 300 kr. fyrir fullorðna. Kirkjukór Landakirkju. ~ERUM~ BÚIN AÐ LAGA TIL Komið og skoðið litlu hringluna »*- Jólatré og greni. »*- Normansþynur og rauögreni. »»- Heimsendingarþjónusta á jólatrjám. ■*-Jólatrésfætur, jólastjörnur, hyeasintur. »*- Allskonar jólaskreytingar »»- Fjölbreytt úrval af lömpum. ■*- Vinsælu Kúnst stytturnar Allskonar skraut á jólatré. ■*- Frábærarvegg og borðklukkur Gjörið svo vel og lítið inn. Hjá okkur gerið þið góð kaup. BLÓMAVERSLUN Ingibiargar A. Johnsen Sími 1167. # Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópran. # Viðar Gunnarsson, bassi. Bíósýn- ingar að hætta Að sögn Hauks Jónsson- ar bíóstjóra er hann að hætta með bíósýningar í Samkomuhúsinu. Slæm aðsókn væri á sýningar og því væri enginn grundvöll- ur fyrir rekstur þess. Haukur tók að sér rekst- ur bíósins s.l. sumar, en þá hafði reksturinn legið niðri um hríð. Hann sagði að í raun væri hann að þessu í sjálfboðávinnu því ekkert væri upp úr þessu að hafa, aðsóknin væri dræm þrátt fyrir að hann hefði sýnt tiltölulega nýjar myndir. Síðustu sýningar í bíóinu verða á sunnudaginn. Þegar bílar maetast er ekki nóg að annarvíki vel útávegarbrún og hægi ferð. Sá sem á móti kemur verður að gera slíkt hið sama en notfæra sér ekki til- litssemi hins og grjótberja hann. Hæfilegur hraði þegar mæst er telst u.þ.b. 50 km. UMFERÐAR AFLEYSINGAR Mann vantar til afleysinga í lögregluliði Vestmannaeyja. Umsóknir sendist undirrituðum semfyrst á umsóknareyðublöðum er fást hjá yfirlög- regluþjóni, er jafnframt gefur allar nánari upplýsingar. LÖGREGLUSTJÓRINN í VESTMANNAEYJUM Kristján Torfason Nuddnemi óskast Óska eftir að ráða nuddnema frá og með 1. mars n.k. Umsóknir sendist að Hólagötu 27, merkt „Atvinna", þar sem fram kemur nafn, aldur og fyrri störf. Skilafrestur er 15. janúar. Innrömmun Innrömmun á málverkum ísaumi og alls konar myndum í álramma og einnig hina vinsælu smellurammma, smíðað eftir máli. Bragi Jónsson Hrauntúni 19 sími 1934. Jólaljós í kirkjugarðinn Tengingar hefjast sunnudaginn 20. des.- 23. des. Verð pr. tengingu er 800 kr. Upplýsingar © 2244 og 2749. JÓLAÖLSALA BJÖRGUNARFÉ- LAGSINS Hefst í kvöld 17. des.: Selt verður á eftirtöldum stöðum: »•- í göngugötunni »•- Við Tangann »•- Eyjakjör •w Kaupfélagið Goðahrauni. SELT VERÐUR: »•-17. des. kl. 17-22 »*- Laugardaginn 19. des. kl. 14 - 22 »*- Þorláksmessu 23. des. kl 14 - 22 Styrkjum gott málefni. Kaupið jólaölið hjá okkur. Björgunarfélag Vestmannaeyja

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.