Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 17.03.1988, Síða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 17.03.1988, Síða 4
4 Fimmtudagrinn 17. mars 1988 — FRÉTTIR Fermingar- veislur: ▼ T T ▼ ▼ ▼ Getum bætt við okkur örfáum fermingarveislum. Verðkr. 1050 pr. mann. - NÝJUNG: ► Sendum á staðinn Bjóðum vinnuhópum uppá sérstaka matarhitabakka. — Kynnið ykkur verð. - Sérstakur helgarmatseðill föstudag og laugardag SUNNUDAG: Kaffihlaðborðið vinsæla millikl. 15:00-18:00. Sérstakur fjölskyldu- matseðill á sunnudögum VIÐ SKÁKBORÐIÐ Sigmundur Andrésson skrifar # Múrbrjóturínn Páll Árnason stjórnaði af mikill röggsemi, sem maður hefði getað haldið að hann hefði numið fræði sín í prússneskum herskóla. Mikill áhugi virðist hafa grip- ið margan landann fyrir skák, þegar Jóhann Hjartarson sigr- aði Viktor Kortsnoj fyrir stuttu. Pað nýjasta héðan úr Eyjum er að Vélstjórafélag Vest- mannaeyja ákvað að efna til móts í skák fyrir skólabörn á aldrinum 6 til 12 ára, og gáfu í því sambandi þrjá forláta bik- ara til þess að keppa um. Einn fyrir flokk 6 til 9 ára, annan fyrir 9 til 12 ára og þann þriðja handa stúlkum 6 til 12 ára, sem er alveg nýmæli hér og reyndar víðar, en á þó fullan rétt á sér og ánægjulegt að þessu skuli nú vera komið á. Þá voru þrír verðlaunapeningar í hverjum flokki. Mótið var svo haldið á laug- ardaginn var, 12. mars í hinum glæsilega Hamarsskóla kl. 14. Það voru hvorki fleiri né færri en 60 börn sem mættu til leiks. Þeir Sigurjón Þorkelsson og Páll Árnason frá Taflfélagi Vestmannaeyja voru beðnir um að vera þarna skákstjórn- endur, þeim til aðstoðar voru svo frá Vélstjórafélaginu þeir Hjámar Guðmundsson og Snorri P. Rútsson. Svo leið þarna um sali, ljósið bjarta, yfirkennari skólans Þóra Guðmundsdóttir til þess að fylgjast með því að allir gengju nú vel um. Ómar Garðarsson mynda- smiður á Fréttum myndaði hópinn og Heimir í Eyjakjör var þarna með kvikmyndavél og myndaði í bak og fyrir af miklum móði. Skipt var í tvo flokka, en þar sem stúlkurnar voru aðeins 5 þá voru þær látnar tefla með yngri flokkn- um sem taldi þá 38 keppendur. Honum stjórnaði „múrbrjót- urinn“ Páll Árnason af mikilli röggsemi, sem maður hefði get- að haldið að hann hefði numið fræði sín í prússneskum her- skóla, svo vel fórst honum þetta verk úr hendi. Dagskipun hans var þessi: Allir í röð upp að austurveggn- um, síðan komi hver fram um leið og nafn hans er upp lesið. Þeir í yngri flokknum höfðu 10 mínútna umhugsunartíma á hverja skák, hefði þó flestum dugað 5 mín, og öðrum ennþá styttri tíma. Þarna var tíma- hrakið ekki að ergja menn eða setja útaf laginu, allt á útopnu! ELDRI FLOKKUR: Þar stjórnaði Sigurjón og á heldur lægri nótum því þeir eldri tóku þetta miklu alvarleg- ar en hinir yngri, og voru settari og yfirvegaðri, enda margir af þessum drengjum orðnir nokk- uð sjóaðir í svona mótum úr Taflfélaginu. Þarna voru tíma- mörkin 15 mín. á skák hjá hverjum og hefði ýmsum ekki veitt af meiri tíma til þess að sýna hvað í þeim byggi. VEITINGAR: Þegar mótið var hálfnað út- býttu svo vélstjórarnir Svala og súkkulaði öllum til mikillar ánægju, og þegar að menn voru aðeins búnir að bragða á þessu þá mundu tveir allt í einu eftir því að þeir voru boðnir í af- mæli, og það var bara rokið af stað og skákir þær gefnar sem eftir voru. Og má datt þá í hug þetta sem Thor Vilhjálmsson sagði um daginn: La dett svinge: Börn á þessum aldri eru ekki að setja fyrir sig smámun- ina. MÓTSSLIT: Úrslitin tilkynnti svo Hjálm- ar Guðmundsson og aflienti verðlaunapeningana handa þrem efstu í hverjum flokki. Á bikarana verða svo grafin nöfn sigurvegaranna áður en þeir verða afhentir viðkomandi til eignar í eitt ár. Mót þetta fór fram með mikl- um sóma og verður árvisst hér eftir, og á Vélstjórafélagið sér- stakar þakkir fyrir framtak sitt til eflingar skáklistarinnar hér í Eyjum. Urslit urðu þessi: Eldri flokkur 9 til 12 ára: 1. Birgir Hrafn Hafsteinsson 7 vinninga, vann allar sínar skákir. 2. Guðjón Ágústsson 6 v. 3. Magnús Hlynur Haraldsson 5 v. 4. -5. Bjarnólfur Lárusson og Einar Sigurðsson 4V2 v. Yngri flokkur 6 til 9 ára: 1. Bjarni Halldórsson 5 vinn- inga 2. Ásgeir Sigurðsson 5 vinninga en lægri að stigum. 3. Finnbogi Þorsteinsson 5 vinninga. 4. -5. Egill Þorvarðarson og Nikulás Pétursson 4V5 v. Stúlkur: SMA auglýsingar ÍBÚÐ ÓSKAST 2ja herbergja íbúð óskast á Reykjavíkursvæðinu. Upplýsingar S 1368. Þórunn Jörgens. LEIGA - LEIGUSKIPTI 6 manna fjölskylda frá Höfn óskar eftir 4-6 her- bergja íbúð, helst í leigu- skiptum. Upplýsingar S 97-81705. ÍBÚÐ TIL SÖLU Áshamar 61, 3jaherbergja íbúð á 1. hæð, er til sölu. Upplýsingar © 91-78351. 1. Heiðrún Björk Sigmarsd. 4 v 2. Ágústa Dröfn Sigmarsd. 3 v 3. Elva Björk Gunnarsd. 2 v. B.S.R. MÓTIÐ: Ágúst Ómar Einarsson hefur ákveðið að gefa bikar til þess að keppa um í móti sem hann kallar B.S.R. mótið. „Alvöru- mót“ sem gefur stig. Tíminn verður VA tími á fyrstu 30 leikina, og hálfur tími til þess að ljúka skákinni. Þá verða þarna bókaverð- laun fyrir 3 efstu sætin auk verðlaunapeninga. Það er ósk- andi að þetta myndarlega fram- tak Ágústar verði til þess að menn athugi það nú vel hvort þeir geti nú ekki vinnu sinnar vegna verið með svo mótið verði bæði fjölmennt og sterkt um leið og eins og áður getur veitir það stig. Mótið hefst á sunnudaginn kemur hinn 20. mars kl. 3 (kl. 15) í Félagsheimilinu. Teflt verður í tvo daga í viku á fimmtudögum kl. 8 og sunnu- dögum kl. 3 (15). Átta eða níu umferðir verða tefldar. Skákmenn athugið! 1 kvöld verður marshraðskákmótið og hefst kl. 8 í Félesheimilinu. > Slagurinn hafin. ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR gX7ARADT0r Flótum 31 ■ Box 21 S 98-2182 & 985-22191 RAFEINDAÞJÓNUSTA Jóns og Stefnls FKÉTTIK TVISVAR í VIKU HÁRGREIÐSLUSTOFA ÞORSTEINU Opið alla virka daga S1778 Öll harsnyrtmg Harsnyrtivorur Goð merki Bifreiöaverkslæði AHiiaebilaviisertir,: , H. SIG. |Ho(um (suðurenda Plastvers) S 2782 MARGIR SEGJA BESTI ÍSINN í BÆNUM SMÁRABAR v/HiImisgötu Sendi- og hópferðabíll HENRÝ ERLENDSSON innanþæjar sem utan. Sími 2217. -y Valtyr Þor Valtysson ~ ‘ V^7 HuHH8m.ftame.8tH.. Buharnn 44 V(?slmann;Híy|um lcoland T oI 9B 23Ö6 SiAölfÍMA HLL Bílasími 985-22136 s~ rm BÍLA VERKSTÆÐIÐ BRAGGINN Flötum 20, sími 1535. N..: 7948-6515 FASTEIGNAMARKAÐURINN Nvr sölulisti vikulega Skrifstofa i Vcstmannaeyjum Hcimagotu 22. gotuhæd Viðtalstimi 15:30- 19:00 Þriðjudag- fostudags. » 1847 Skrifst 1 Rcykjavik: Garðastræti 13. Viðtalstimi: 15:30-19:00. mánudaga » 13945 JÓN HJALTAS0N, hrl. AMÁLUN OG RÉTTINGAR HOLAGÖTU 26 8 S 2958 Gerum fost verðtilboð - Gerið verðsaman- burð. það borgar sig. Reynið viðckiptin. FRÉTTIR - AUGLÝSINGAR - FRÉTTIR - AUGLÝSINGAR - FRÉTTIR - AUGLÝSINGAR - FRÉTTIR

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.