Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 17.03.1988, Síða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 17.03.1988, Síða 8
C8— .. Bæjarstjórn: Fjárhagáætlun 1988 afgreidd með bókunum — Xekj ur alls 512 millj . — 66 millj ónir til eignabreytinga frá rekstri. Á bæjarstjórnarfundi á fímmtudaginnn var fjárhags- áætlun fyrir árið 1988, lögð fram til seinni umræðu. Bæði Þetta samþykktu fulltrúar meirihlutans, en Sjálfstæðis- menn sátu hjá, en lögðu fram eftirfarandi bókun: Fjárhagsáætlun sú sem hér er til afgreiðslu er unnin og samin af meirihluta bæjarstjórnar og er fyrst og fremst fjárhagsáætl- un meirihlutans. Það er mjög erfitt fyrir minnihluta að gera breytinga- tillögur við slíka áætlun og gera tillögur, sem von er um að verði samþykktar. Þessi áætlun ber þess merki, að rekstur bæjarins fer vaxandi og alltaf verður eftir minna og minna til framkvæmda. Nú í þessari áætlun eru 69 milljónir færðar á fjármagnsyfirlit. Ef þetta væri borið saman við sein- ustu fjárhagsáætlun, ætti þessi tala að vera 85 milljónir. Þetta þýðir, að rekstur bæjarins tekur aíltaf meira og meira af tekjum hans. Alltaf verður eftir minna og minna til framkvæmda. Samkvæmt þessari áætlun er haldið áfram við gatnagerð en unnið fyrir sömu krónutölu og á síðasta ári. Viðhaldsfé fjöl- margra stofnana bæjarins, s.s. Barnaskólans, barnaheimilia, íþróttamiðstöðvar o.fl. er skor- ið verulega niður og væri ást- æða til að gera virkilegt átak í viðhaldsmálum á eignum bæjarins, þar er viðhaldi víða mjög ábótavant. Aðbúnaður starfsfólks, sem vinnur á vegum Vestmannaeyjabæjar í fjöl- mörgum stofnunum er líka mjög lélegur og þyrfti að lag- færast. Þær framkvæmdir, sem gert er ráð fyrir að fara út í eru fyrst og fremst við skólana. Hefja á byggingu við Barnaskólann, og verja til þess kr. 10 milljónum í ár , en heildarkostnaður við fyrirhugaðar byggingar og breytingu hans er kr. 82 mill- jónir. Áfram á að halda við Hamarsskóla án þess að nýtt húsnæði verði tekið í notkun þar í ár. Einnig að hefja fram- kvæmdir við Framhaldsskól- ann. Samkvæmt þessu er gert ráð fyrir, að það verði þrjú skólahús í byggingu hér í bænum. Ekkert af nýju kennsl- uhúsnæði verður tekið í notkun á þessu eða næsta ári. Gert er ráð fyrir að ráðast í stækkun Hraunbúða og líka að byrja byggingu leiguíbúða við Sjúkrahúsið. Gert er ráð fyrir að þessar framkvæmdir verði að mestu eða 80 - 85 % fjár- magnaðar af Húsnæðismála- stofnun. Alls engin vissa er fyrir því að stofnunin láni til framkvæmdanna. Við áskiljum okkur rétt til að koma með meiri- og minnihluti létu bókanir fylgja með. Niðurstöðutölur bæjarsjóðs eru eftirfarandi. 497 millj. kr. 67 millj. kr. 35 millj. kr. 63 millj. kr. 544 millj. kr. 512 millj. kr. 32 millj. kr. 79 millj. kr. tillögur um ráðstöfun á fram- lagi Vestmannaeyjabæjar, fáist ekki fyrirgreiðsla Húsnæðis- stofnunar. í meginatriðum má segja, að þessi áætlun beri þess merki, að rekstur bæjarins tekur alltaf meira og meira til sín af fjár- magni. Eigið fé kaupstaðarins er lít- ið sem ekki neitt og núverandi meirihluta hefur mistekist að ná tökum á rekstri bæjarins og skera hann niður, þess í stað hækkar rekstrarkostnaður stöðugt. Meirihlutinn svaraði fyrir sig með þessari bókun: Vegna bókunar bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins viljum við taka eftirfarandi fram: Bókun- in er villandi og í henni ósam- ræmi í mörgum atriðum. Meðal annars er fundið að því að meiri fjármunir fari í rekstur á sama tíma og hvatt er til auk- inna útgjalda í rekstri. Við vísum á bug að núver- andi meirihluta hafi mistekist Sigurður Jónsson: Fram- kvæmd- að halda vel um rekstur bæjar- félagsins. Við teljum tvímæla- laust að þar hafi vel tekist til þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. Þá voru afgreiddar, fjárhags- áætlanir Hafnarsjóðs, Fjarhit- unar Vm., Vatnsveitu Vm. og Rafveitu Vm. Allar með 9 sam- hljóða atkvæðum. Nýsamþykkt fjárhagsáætlun virðist ekki standa á traustum fótum, því meirihluti bæjar- stjórnar lagði fram svohljóð- andibókun: „Fjárhagsáætlun Vestmanna- eyjabæjar og stofnana hans er samþykkt með fyrirvörum um ýmsa utanaðkomandi þætti. Framkvæmdir sem byggjast á lántökum markast t.d. að veru- legu leyti af því hvernig og hvenær þær lántökur skila ser. Bæjarstjórn mun, þegar líður á árið, endurskoða fjárhags- áætlunina m.t.t. breyttra for- sendna, annarra en þeirra sem Iagðar eru til grundvallar við afgreiðslu hennar nú.“ Fjárhagsáætlun Sjúkrahúss Vm. í niðurstöðutölum fjárhags- áætlunar Sjúkrahússins eru tekjur áætlaðar 133,3 milljónir, en gjöld 142,2 milljónir kr. Áætlað tap er því um 11 mill- jónir. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins sátu hjá við atkvæða- greiðslu, þar sem ekki er gert ráð fyrir hvernig hallanum skuli mætt. • / in frígír Blaðið snéri sér til Sigurðar Jónssonar, bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins og spurði hann álits á fjárhagsáætluninni, en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu hennar. „Fjárhagsáætlun Vestmanna- eyjabæjar fyrir árið 1988 ber þess merki að reksturinn kostar sífellt meira og meira. Lítið svigrúm er til ve gra fram- kvæmda nema taka nú lán til þeirra framkvæmda. Reksturinn á bæjarsjóði kostar um 430 milljónir eða um 1,2 milljónir að jafnaði á degi hverjum, allt árið. Framkvæmdir fjármagnaðar úr bæjarsjóði verða því litlar í ár. Til varanlegrar gatnagerðar verður aðeins varið um 17 mill- jónum, sem er hlutfallslega mun minna en undanfarin ár. Til skólabygginga er áætlað að verja um 14 milljónum úr bæjarsjóði. Ekkert nýtt skóla- hús verður tekið í notkun á árinu. Nú tala vinstri menn um að haga framkvæmdum við ný- byggingu Hamarsskóla að verja verði húsið fyrir skemmdum í ár. Bygging verkamannabústaða er jákvæð þróun, en fyrst og fremst byggt fyrir lánsfé. Fram- lag bæjarins er aðeins 3 milljón- ir. Stækkun Hraunbúða og bygging íbúða við Sjúkrahúsið er háð því að lán fáist, en engin vissa er fyrir því. Bygging íbúða ak v" ■ 'rað mestu fjármagnaðar með lán- tökum. Eins og sést á þessu verða framkvæmdir, fjármagnaðar úr bæjarsjóði í frígír í ár,“ sagði Sigurður að endingu. Niðurstaða reksturs .............. Til eignbreytinga frá rekstri .... Gjaldfærður stofnkostnaður (netto) Eignfærður stofnkostnaður (netto) Gjöld alls........................ Tekjuralls........................ Gjöld umfram tekjur .............. Niðurstöðutölur fjármagnsyfirlits . Fimmtudaginn 17. mars 1988 — FRÉTTIR FJÖLSKYLDy- BINGO SPILAÐ VERÐUR BINGÓ í Alþýðuhúsinu í kvöld kl. 20:30 MARGT GÖÐRA VINNINGA! AÐALVINNINGUR: . HÆGINDASTÓLL . Stuðningsmannafélag Þórs_ Ragnar Óskarsson: Eins raunhæf fjár- hagsáætlun og unnt er að gera Fréttir leituðu til Ragnars Óskarssonar, forseta bæjar- stjórnar til vita hvað hann hefði um fjárhagsáætlunina að segja fyrir hönd meirihlutans. „Það sem einkum einkennir þá fjárhagsáætlun sem nú hefur verið samþykkt ertvennt. Ann- ars vegar er það að núverandi meirihluti heldur fast við þau áform sem hann ákvað í upp- hafi kjörtímabilsins að standa að öflugum verklegum fram- kvæmdum á ýmsum sviðum. í þessu sambandi má nefna upp- byggingu skólamannvirkja, framkvæmdir við íbúðir aldr- aðra, framkvæmdir við kyndi- stöð, hafnarframkvæmdir o.fl. Þá vil ég sérstaklega nefna ánægjulegan áfanga sem nú er að nást með byggingu verka- mannabústaða. Því verkefni hefur ekki verið sinnt í mörg undanfarin ár, láglaunafólki til sárra vonbrigða og byggðarlag- inu til tjóns. Framkvæmdir við verkamannabústaði eru tví- mælalaus lyftistöng fyrir byggð- arlagið. Hins vegar ber áætlunin merki um nánast óbreyttan rekstur í öllum meginatriðum. Það má að því leyti segja að í rekstri sé í raun um aðhald að ræða enda eru aðstæður í þjóð- félaginu þannig að bæjarstjórn sem ábyrgur aðili er nánast knúin til aðhaldsaðgerða á ýms- um sviðum hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Allur rekstur verður reyndar dýrari með hverju ári sem líður og tekur því óhjákvæmilega sífellt stærri hlut af tekjum bæjarfé- lagsins. Þetta er vandamál og áhyggjuefni sem öll sveitarfé- lög eiga við að glíma um þessar mundir. Ríkisvaldið hefur og leikið sveitarfélögin afar grátt og bitnar það á okkur Vest- mannaeyingum ekki stður en öðrum. í stuttri athugasemd um fjár- hagsáætlun, eins og Fréttir biðja mig um að gera , er auðvitað ekki unnt að gefa neina heildarmynd af fjárhags- áætluninni. Ég tel hins vegar að hún sé unnin af eins miklu raunsæi og frekast er kostur, hún tryggi okkur nauðsynlegan rekstur og í henni er góður vilji um uppbyggingu og framfarir á flestum sviðum. Ég vil þó taka fram að ástandið í þjóðfé- laginu er mjög ótryggt um þess- ar mundir en slíkt ástand getur auðvitað leitt til þess að bæjar- yfirvöld verði að endurskoða fjárhagsáætlunina mjög bráð- lega eins og reyndar kemur fram í bókun meirihluta bæjar- stjórnar við afgreiðslu áætlun- arinnar. Ég tel að Bæjarstjórn sé eftir atvikum sátt við nýgerða fjár- hagsáætlun og í því sambandi má t.d. geta þess að minnihluti sjálfstæðismanna flutti engar veigamiklar breytingartillögur við endanlega afgreiðslu áætl- unarinnar,“ sagði Ragnar Ósk- arsson að lokum. FRÉTTIR - AUGLÝSINGAR - FRÉTTIR - AUGLÝSINGAR - FRÉTTIR - AUGLÝSINGAR - FRÉTTIR - AUGLÝ

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.