Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.11.1994, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 10.11.1994, Blaðsíða 8
Fimmtudagurinn 10. nóvember V ÚTKALL ALFA TF-SIF -Kaflar úr óútkominni bók Ottars Sveinssonar blaðamanns, sem hefur að geyma áhrifaríkar frásagnir þyrluflug- manna og lækna hjá Landhelgisgæslunni af atburðum þar sem líf lá við. Lítil vél hrist eins og óþekkur krakki ... Benóný Ásgrímsson flugstjóri var á gangi í miðborg Reykjavíkur með konu sinni. Jólin voru að nálgast. Stormur var í höfuðborginni. „Við vorum að gera jólainnkaup í bænum þegar ég heyrði í kalltækinu að ég var beðinn um að hringja í stjómstöö Landhelgisgæslunnar. Eg fékk að hringja úr síma í næstu versl- un. Mér var sagt að Bergvík VE hefði strandað með fimm mönnum í Vöðlavík norðan Reyðarfjarðar en sem stæði væri ófært til flugs fyrir þyrluna. Eg spurði nánar út í veðrið á landinu. Þá var mér sagt að tíu vind- stig væru við alla suður- og austurströndina en éljagangur og hætta á ísingu við Austfirði. Eg bað vaktmanninn um að boða alla á- höfnina út á flugvöll. Upplýsingar um strandið voru heldur takmarkaðar fyrst eftir að við mættum út á völl. Við fréttum að loónubátur hefði komið dráttartaug yfir í Bergvík þannig að skipverjarnir virtust ekki vera í bráðri lífshættu. Eg reyndi að fá sem nákvæmastar upp- lýsingar um veóur á flugleiðinni við Suðurland. Fljótlega fékk ég veður- lýsingu frá varðskipi sem var statt við Surtsey. Sigurður Steinar Ketilsson skipherra, sem þekkti mjög vel til flugeiginleika þyrlunnar, sagðist telja að fært væri fyrir okkur að Vest- mannaeyjum. Skipherrann hafði einnig fengið upplýsingar frá sjó- mönnum á bátum sem voru mun austar út af Vík í Mýrdal og Ingólfs- höföa. Hann gaf mér upp farsímanúmer um borö í bátunum." Lagt af stað Benóný, Hafsteinn Heiðarsson flug- maður og Magni Óskarsson spilmaður ákváðu að leggja af stað skömmu eftir að TF-SIF var tilbúin til flugs. Þeir töldu víst að þyrlan kæmist eitthvað áleiðis að strandstað þrátt fyrir að útlit væri fyrir 9 - 10 vindstig við suðurströndina. Þegar þyrlan var komin á móts við Vest- mannaeyjar höfðu flugmennimir samband við bátana út af Vík og Ingólfshöfða til að fá nákvæmar upp- Sævar skipstjóri á Steindóri þakkar Boga Agnarssyni, flugstjóra á þyrlunni fyrir björgunina. Á myndinni er einnig Hermann Sigurðsson flugmaður. Ljósmynd Sveinn Þormóðsson. Óttar Sveinsson, blaðamaður ásamt Páli Halldórssyni flugstjóra á þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SIF. Ottar Sveinsson blaðamaöur: í bókinni kemur berlega í ljós hvers vegna flugmenn- imir vilja öflugri þyrlu „Þegar það fólk, sem skipar þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, flugmenn og læknar, heyra út- kallið Alfa TF-SIF veit það að líf einhverra er í húfi. Þá verða þeir að hraða sér út á flugvöll, sama hvar þeir eru staddir, og skeyta þá jafnvel ekki um hvort þeir keyra yfir á rauðu eða brjóta aðrar umferðarreglur. Stundum eru þeir með iögregluna á hælunum þegar komið er út á flugvöll,“ segir Óttar Sveinsson, hlaðamaður, um bók sína Utkall Alfa, TF-SIF, sem kemur út á næstunni. Óttar hefur gefið FRÉTTUM leyfi til að birta hluta úr bókinni og birtast hér frá- sagnir af tveimur sjóslysum sem enn standa mönnum í fersku minni. Óttar segir að í starfi sínu sem blaðamaður hjá DV hafi hann kynnst fólkinu sem starfar í þyrlu- sveitinni og eni þau kynni kveikjan að bókinni. „I bókinni segja flug- mennimir sjálfir frá og nánast ekkert í frásögnum þeirra hefur komið fyrir sjónir almennings áður. Bókinni er skipt í 11 kafla sem allir eru sjálfstæðir en í réttri tímaröð. Um er aó ræða eftirminnilegustu ferðir sem famar hafa verið á þyrl- unni. I tveimur tilfellum urðu þeir frá að hverfa en í þessum ferðum ná þeir samt að bjarga um þremur tugum mannslífa. Oftast við mjög tvísýnar aðstæður,“ Óttar í samtali við FRÉTl'lR. í bókinni lýsa flugmennimir til- finningum sínum og hugarheimi þegar björgun stendur yfir. „M.a. segist Páll Halldórsson, flugstjóri, stundum vera í samstarfi við vin sinn á himnum þegar mikið liggur við. Þeir sem var bjargað í þessum slysum segja líka frá sinni lífs- reynslu og hefur fæst af því komið í fréttum. Eins og t.d. það að einu sinni þurfti þyrlan að bakka tvo km út úr þröngu gili í sviftivindum og myrkri í Kerlingarfjöllum þar sem hún hafði tekið slasaðan mann um borð. Hún hafði einfaldlega ekki afl til að lyfta sér upp úr gilinu. Þetta er aðeins eitt dæmið af mörgum í bókinni þar sem berlega kemur í ljós hvers vegna flugmenn á þyrlunni eru að biðja um nýja og öflugri þyrlu,“ sagði Óttar að lokum. lýsingar um flugskilyrði á þeim slóðum.... Flugmennimir sáu fram á að ef þeir kæmust alla leið að Vöðlavík yrði sennilega komið myrkur þegar þangað kæmi. Við þau skilyrði yrði björgun mjög erfið. Þyrlan barðist áfram. Þrátt fyrir mikinn vindstyrk olli ókyrrðin ekki sérstökum erfið- leikum þó ferðin sæktist seint. Það sem angraði flugmennina mest var að útlit var fyrir úrkomu og ísingarhættu á strandstað og að myrkrið var að skella á. Eftir að rætt var við út- gerðarmann Bergvíkur gerðu þremenningamir sér Ijóst að skip- brotsmennimir þurftu enn frekar á aðstoð þeirra að halda en þegar lagt var af stað frá Reykjavík. Þyrlan komst til Hafnar í Homafirði en þar var nauðsynlegt að taka eldsneyti. Þegar því var lokió var birtu tekið að bregða. Benóný var engu að síður orðinn vongóður um að flug- mönnunum tækist að komast alla leið til Vöðlavíkur. Þyrlan hafði lagt að baki 240 sjómílur á Höfn en tæpar 60 mílur vom eftir að strandstað.... Urðum að hætta við Þrjátíu og fjórar sjómílur frá strand- staðnum létti til í stutta stund. Magni fór aftur í til að undirbúa hífrngu. Skyndilega skall gífurleg ókyrrð á vélina með miklum gauragangi. Vindurinn stóð frá fjöllunum. Við áttum fullt í fangi með að halda okkur og ljóst að við urðum að hætta við og reyna að fljúga út fyrir víkina aftur. Ég vonaði að þetta væri bara slæm hviða sem við hefðum lent í og að betur gengi í næsta aðflugi. Þegar við geröum aðra tilraun lentum við í éli. Lætin urðu enn meiri en áður. Skyndilega sá ég Bergvíkinni bregða fyrir en hún hvarf sjónum mínum fljótlega. Okkur gekk illa að hafa stjóm á vélinni. Hún kastaðist til og frá, 20 - 30m gráður til hliðanna og svipað upp og niður. En til að komast út úr þessum látum urðum við að reyna aó halda einhverju jafnvægi. Það var mjög óþægilegt að hafa enga viðmiðun úr landi og geta aðeins haft mælana til að finna út í hvaða stöðu vélin var. Mér fannst ergilegt að eiga aóeins eftir að fljúga um tvær sjó- mílur á strandstað og þurfa að snúa við.“... Eitt versta flugið Flugiö að Vöðlavík var eitt það versta sem ég hef lent í. Slæmt var að þurfa að berjast viö myrkur og ókyrrð. En erfiðast fannst mér að taka ákvörðun- ina um hvenær ég taldi vélina komna á ystu mörk með áhöfnina. Þegar við komumst að þeirri niðurstöðu að við yrðum að hætta við verkefniö og ég tilkynnti að við hefðum snúið við kom yfir mig mikil tómleikatil- finning. Mér fannst við sigraðir líkt og einhver stæði yfir okkur og segði: „Nei, nú er það ég sem hef völdin, ekki þið.“ Viö vissum af mönnum sem hugsanlega voru að farast á skipi en höfðum hvorki tæki né aðstöðu til að bjarga þeim.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.