Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.08.2001, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 23.08.2001, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 23. ágúst 2001 Fréttir 13 Bættar samgöngur kall tímans Geigvænlegar afleiðingar hætti Flugfélag íslands áætlunarflugi til Vestmannaeyja því enginn aðili getur komið í þeirra stað vegna tengsla félagsins við Flugleiðir NÚ er svo komið að hinn ulmenni farþegi treystir sér ekki til að fljúga með Flugfélaginu. Sagt er að aðeins þeir fljúgi sem láta aðra borga undir sig, þ.e. yfirmenn fyrirtækja og svo opinberir starfsmenn. Það er því ljóst að margt er óljóst í flugsamgöngum Vestmannaeyja í nánustu framtíð þrátt fyrir að flugvöllurinn, flugstöðin og allur tækjabúnaður tengdur fluginu hafi tekið stórstigum framförum síðustu árin og sé til fyrirmyndar. Það hlýtur að vera krafa Vestmannaeyinga að áfram verði haldið uppi flugi til Reykjavíkur með stórum og öflugum flugvélum. Samgöngur eru mikilvægasta málið sem Vestmannaeyingar standa frammi fyrir í náinni framtíð. Þær hafa tekið miklum framförum á síðustu tæplega þremur áratugum, bæði í lofti og á sjó. Nú virðist aftur á móti vera útlit fyrir að breyting sé í vændum til hins verra þar sem Flugfélag Islands hefur ákveðið að hætta flugi hingað frá og með 1. október nk. Hvað þá tekur við veit enginn en Ijóst er að einskis má láta ófreistað til að flugsamgöngur við Vestmannaeyjar verði ekki lakari en við höfum þekkt undanfarið. Þá verður að halda áfram að leita leiða til bættra samgangna og þar eru ýmsir möguleikar fyrir hendi, eins og t.d. göng, ferjuhöfn í Bakkafjöru eða svifnökkvi af einhverri gerð. Herjólfur orðinn of lítill Samgöngur á sjó hafa eðlilega skipt Vestmannaeyjar mestu og stóra stökkið í þeim efnum var tekið með Herjólti númer tvö sem kom um mitt sumar 1976. Þá hófust daglegar siglingar til Þorlákshafnar en hann varð fljótlega of lítill. Það kostaði langa baráttu að fá nýtt skip en það hafðist og núverandi Herjólfur kom nýr til landsins árið 1995. Hann hafði reyndar styst um eina átta metra í meðförum Alþingis en þrátt fyrir það heyrðust raddir um að þarna væri í of mikið lagt, Herjólfur væri einfaldlega of stór og flottur fyrir Vestmanna- eyinga. Flutningar með Herjólfi hafa aukist jafnt og þétt og á það við farþega, bíla og vörur og er nú svo komið að þrátt fyrir fleiri ferðir annar hann ekki flutningum á bílum og fólki. Yfir sumarið fer Herjólfur tvær ferðir á dag. mánudaga, fimmtudaga og föstu- daga en það dugar ekki til. Mánu- dagsferðin var fyrst tekin upp í sumar og hefur sýnt sig að hún átti fullan rétt á sér. Er það krafa Vestmannaeyinga að hann fari tvær ferðir alla daga vikunnar þegar mest er gera. Svo er staðreynd að Herjólfur er orðinn of lítill. því færri komast með honum í dag en vilja. Eins verða Vestmannaeyingar að vera vel á verði gagnvart því að ekki verði fækkað í áhöfn skipsins sem er ávísun á minna öryggi. Eins verður að gera kröfur til þess að Herjólfur, sem alltaf verður hluti af ímynd Vest- mannaeyja, sé þokkalega útlítandi og að sömu kröfur verði gerðar til þrifnaðar og var á meðan skipið var í höndum Eyjamanna. Styttri ferjuleið Þó Herjólfur hafí reynst vel þá eru siglingar milli Vestmannaeyja þvert á allar reglur um ferjusiglingar því alltaf er reynt að fara stystu leið á milli staða en ekki 40 mflur meðfram ströndinni eins og hann gerir á leið sinni til og frá Vestmannaeyjum sem gera samtals um 80 mflur í hverri ferð. Það er langt síðan hugmyndir um ferjuhöfn í Bakkatjöru kviknuðu og verið er að vinna að ýmsum athugun- um á því hvort hafnargerð er möguleg á þessum stað eða ekki. Það er mikilvægt að þessum athugunum verði hraðað sem mest þannig að hægt verði að annaðhvort slá hugmyndina út af borðinu eða að hetja undirbúning að framkvæmdum. Stysta vegalengd upp í sand er um sjö sjómílur og lætur nærri að siglingin tæki innan við hálftíma í allt. Búast má við miklum stofnkostnaði, sem hugsanlega gæti skipt einhverjum milljörðum, en minni ferja en Herjólfur og miklu minni rekstrarkostnaður gætu gert þetta arðbæran kost. Draumurinn um göng er trúlega langt undan en þróun á þessu sviði er mjög ör þannig að enginn skyldi útiloka þann kost. Óvissa í fluginu Flug á milli lands og Eyja hófst um miðja síðustu öld og það óx og dafnaði með öðru flugi í landinu. Fullkomnari flugvélar, nákvæmari leiðsögutæki og betri flugvöllur hafa orðið til að fjölga flugdögum og flugfarþegum til Vestmannaeyja og hafa þeir mest orðið nálægt 100 þúsund á einu ári. Það var sannkölluð gósentíð fyrir flugfarþega á meðan Flugfélag Islands og ísiandsflug bitust um farþegana, fargjöld lækkuðu og alls konar kostaboð voru í gangi. En Adam var ekki lengi í Paradís og um mitt síðasta ár hætti íslandsflug áætl- unarflugi til Vestmannaeyja. Alitið er að fórnarkostnaður þessara tveggja félaga hafi verið nálægt einurn milljarði. Það lá svo sem í augum uppi að þetta gat ekki gengið því áætlun félaganna lá oftast saman og þegar minnst var vom tveir til ljórir farþegar að koma úl úr flugvélum sem samtals báru um 100 farþega. Það þurfti ekki fræðing í flugrekstri til að sjá að þetta gekk ekki upp. Fargjöld í hæstu hæðum Um mitt ár 2000 hætti íslandsflug áætlunarflugi til Eyja og um leið byrjuðu fargjöld að hækka og er nú svo komið að hinn almenni farþegi treystir sér ekki til að fljúga með félaginu. Sagt er að aðeins þcir iljúgi sem láta aðra borga undir sig, þ.e. yfirmenn fyrirtækja og svo opinberir starfsmenn. Hærra verð á eldsneyti, almennur samdráttur í þjóðfélaginu og lækkandi gengi krónunnar bitnaði illa á FI og komu því fréttir af miklu tapi ekki á óvart. Um leið fóru að heyrast raddir um að stjórn félagsins hygðist fækka áætlunarstöðum og að Vestmanna- eyjar yrðu rneðal þeirra sem lentu undir niðurskurðarhnífnum. Þetta var svo staðfest í síðasta mánuði þegar tilkynnt var að FI hætti áætlunarflugi til Vestmannaeyja og Homafjarðar frá og með 1. október nk. Um leið tilkynnti ilugfélagið Jórvík að það ætlaði að fylla skarðið og taka í notkun 19 manna vélar til flugsins. Fréttin kom flestum á óvart og viðbrögð aðila í ferðaþjónustu voru á einn veg; að ákvörðun FI um að hætta flugi hingað gæti haft skelfilegar afleiðingar l'yrir ferðamannaiðnað í Vestmannaeyjum. Þær áhyggjur eru skiljanlegar því um leið og FI hættir flugi til Vestmannaeyja detta þær út af korti Flugleiða sem geta stýrt ferðunt langflestra erlendra ferðamanna um landið. Það mætti skrifa margt og mikið um Flugleiðir sem hljóta að eiga heimsmet í vandræðagangi en á meðan þeir eru stærstir í utanlands- fluginu verður að taka tillit til þeirra. Flugfélag Islands, og í millitíðinni Flugleiðir, hefur þjónað Vestmanna- eyingunt í unt hálfra öld. Fyrst fékk það samkeppni frá Loftleiðum, síðar Islandsflugi og loks leiguflugi Flugféiags Vestmannaeyja á Bakka- flugvöll sem aldrei hefur verið meira en á þessu ári. FÍ hefur á margan hátt þjónað Vestmannaeyjum vel þó þeir hafi oft fengið bágt fyrir en taka verður tillit til þess að flug hingað er ekki auðvelt. Dýrasti hluti hvers llugs er flugtak og lending sem gerir 20 mínútna Ilug til Eyja mjög óhag- kvæmt og stundum er ófært sem bætir ekki úr skák. FÍ besti kosturinn Margir álitu að með þessu ætlaði FI að væla út ríkisstyrk en heimildir úr innsta hring segja það af og frá og forráðamönnum sé sársaukalaust komi annar aðili inn og geti rekið flug hingað með hagnaði. Þeir sömu segja það undarlegt að reyna ekki fyrst t.d. að fækka ferðum, því þijár ferðir á dag allan ársins hring, mest með ineð Fokker 50 flugvélum sem taka 50 farþega, getur ekki verið hagkvæmt. Það er því ljóst að margt er óljóst í flugsamgöngum Vestmannaeyja í nánustu framtíð þrátt fyrir að flug- völlurinn, flugstöðin og allur tækja- búnaður tengdur ilugi hafi tekið stór- stígum framförum síðustu árin og sé til fyrirmyndar. Það hlýtur að vera krafa Eyjamanna að áfram verði haldið uppi flugi til Reykjavíkur með stórum og öilugum Ilugvélum. FI hefur að mörgu leyti staðið sig vel og þurfi þeir ríkisstyrk til að halda áfram að þjónusta Vestmannaeyjar verður að vinna að því strax og af festu ella geta afleiðingarnar orðið geigvænlegar. Bakkaflug á uppleið Einn þáttur í samgöngum er flug á Bakka sem hefur á nokkrum árunt vaxið mikið og er í dag þriðji valkosturinn þegar ferðast er til Eyja. Farþegar hafa undanfarin ár verið frá 15.000 til 17.000 og eru allar líkur á að í ár verði þeir umtalsvert lleiri. Virðist sem þeim ljölgi í réttu hlutfalli við fækkun í áætlunarflugi. Mikilvægi Bakkaflugvallar hefur aukist eftir endurbætur í sumar þegar sett var slitlag á austur-vestur brautina, hún lengd og ný brautarljós sett upp. Þá er að mestu búið að malbika veginn frá þjóðvegi eitt niður á Bakka og á næsta ári verður sett slitlag á hina brautina. Það hefur færst í vöxt að Eyjamenn eigi bíla sem þeir geyma við flug- völlinn og margir eiga bílskýli við völlinn. Það er því ljóst að Bakkaflug er komið til að vera því það eru aug- ljós þægindi að geta skotist með litlum eða engum fyrirvara upp á Bakka. Sumir vilja fara nær Reykjavík og fljúga þá á Selfoss og stytta þá aksturinn til Reykjavíkur í um þrjú korter en það tekur um yfir einn og hálfan klukkutíma að keyra á Bakka- flugvöll úr Reykjavík. Verða að halda vöku sinni Bakkaflug hefur það umffam Reykja- vik að hægt er að skjótast um leið og gefur en engu að síður koma dagar sem alls ekki gefur til flugs, sama hvora leiðina menn velja. Það veldur ferðaþjónustu miklum vandræðum þegar stórir hópar verða hér stranda- glópar eða komast ekki til Eyja. Herjólfur er með reglulegar ferðir eins og kemur fram hér að framan en hann kemur aldrei í staðinn fyrir flugið og hentar ekki erlendum ferðamönnum sem oft fylgja strangri áætlun á ferðum sfnum. Það er því Ijóst að þó samgöngur við meginlandið séu á margan hátt eins góðar og þær geta orðið verða Vestmannaeyingar að halda vöku sinni. Breytingar em fyrirsjáanlegar á áætlunarflugi, Herjólfsferð, þó örugg sé, tekur of langan tíma og veður getur raskað flugi sem stendur í vegi fyrir aukinni ferðaþjónustu. Kanna verður möguleika á ferjuhöfn í Bakkafjöru, möguleika á notkun svifnökkva og ekki má útiloka jarðgöng því bættar samgöngur verðum við að fá, sama hvaðaleiðerfarin. O.G.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.