Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.03.2002, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 14.03.2002, Blaðsíða 18
18 Fréttir Fimmtudagur 14. mars 2002 Landakirkja Fimmtudagur 14. mars Kl. 10.00 Foreldramorgun, með þriggja mínútna pistli móður. Laugardagur 16. mars Kl. 14:00 útför Guðmundar Kristins Ólafssonar. Sunnudagur 17. mars Kl. 11.00 Ath. breyttan messutíma. Messa með altarisgöngu, á sama tíma er sunnudagaskóli sem byrjar í messunni en fyrir predikun ganga börn yfir í safnaðarheinrilið og fá þar fræðslu við sitt hæfi. Kl. 20.30 Æskulýðsfundur í Landakirkju. Mánudagur 18. mars Kl. 17.30 Æskulýðsstarf fatlaðra, eldri deild. Þriðjudagur 19. mars Kl. 16.30 KKK Kirkjuklúbburinn Kirkjuprakkarar mála helgimynd með Hjördísi Kristins og félögum. Kl. 17:30 TTT, tíu til tólf ára starf kirkjunnar. Miðvikudagur 20. mars Kl. 11.00 Helgistund á Hraun- búðum Kl. 20-22 Opið hús í KFUM&K- húsinu fyrir unglinga bæjarins. Fimmtudagur 21. mars Kl. 10.00 Foreldramorgun, Guðrún Helga Bjarnadóttir kynnir leik- skólamál. Hvítasunnu- KIRKJAN Fimmtudagur 14. mars Kl. 19:00 Alfa-námskeið. Föstudagur 15. mars Kl. 20:30 Unglingakvöld, allt ungt l'ólk velkomið. Laugardagur 16. mars Kl. 20:00 Bænasamvera, beðið fyrir landi og þjóð. Sunnudagur 17. mars Kl. 15:00 Samkoma, AGLOW konur, nýkomnar af blessunaríkri ráðstefnu sjá um samkomuna. „Drottinn lætur orð sín rætast, konumar sem sigur boða em mikill her.“ Sálm. 68.12. Allir hjartanlega velkomnir. Mánudagur 18. mars Kl. 19:00 Unglinga-ALFA. Þriðjudagur 19. mars Kl. 17:00 KRAKKAKIRKJ- AN. Öll þriggja til 12 ára börn velkomin. Skipt í deildir eftir aldri. Aðventkirkjan Fimmtudaginn 14. mars Kl. 17.30 samverustund í safn- aðarheimili. Laugardagurinn 16. mars Kl. 10.00 Biblíurannsókn Kl. 11.00 Guðsþjónusta. Gestur helgarinnar Jón H. Jónsson. Allir velkomnir. Biblían talar Sími 4811585 Handbolti Essodeild karla: IBV - FH á morgun Tökum okkur á í varnarlciknum Eins og sjá má á stöðunni í Essodeild karla er mikil barátta um sæti í átta liða úrslitum. Hafa menn hafa haft það á orði að aldrei áður haft deildin verið jafn spennandi og nú. Það má segja að aðeins Haukar haft tryggt sér sæti í úrslitum þvf aðeins skilja sjö stig á milli liðsins í öðm sæti og liðsins í því tíunda. Annað kvöld leikur karlalið ÍBV gegn FH en bæði þessi lið eru með 21 stig en sitja sitthvoru megin við mörkin í úrslitin, IBV í því níunda en FH er inni í því áttunda. Fréttir slógu á þráðinn til tveggja valinkunna aðila í herbúðum liðanna og fengum þá til að spá aðeins í leikinn. Svavar Vignisson „Þó svo að við höfum verið rass- skelltir fyrir norðan hefur markmiðið okkar ekkert breyst. Við ætlum okkur að sjálfsögðu í úrslitin en stefnan er ennþá sett á íjórða sætið til að tryggja sér heimaleikjaréttinn. Við emm eins og er í níunda sæli en fyrir síðustu umferð vomm við í fimmta sæti, hárs- breidd frá fjórða sætinu. FH-ingar hafa verið á miklu skriði að undan- fömu en við þekkjum það að því fleiri góðir leikir sem liðin leika því styttra er í tapið og það verður hjá þeim annað kvöld. Við þurfum nauðsyn- lega á stuðningi áhorfenda og vonum að fólk ljölmenni því við höl'um heyrt það að FH-ingar ætli að fjölmenna til Stelpurnar ■ þríðja saeti -en strákarnir í því níunda en þeir eisa sex leiki eftir Essodeild karla L S J T Stig Grótta/KR-ÍBV, 27. mars ÍBV-Fram, 3. apríl Valur-ÍBV, 1. Haukar 20 172 1 36 6. apríl ÍBV-Víkingur, 13. apríl HK-ÍBV. 2. Valur 20 123 5 27 3. ÍR 20 122 6 26 Essodcild kvenna 4. Afturelding 20 9 5 6 23 1. Haukar 14 12 0 2 24 5. Grótta/KR 20 102 8 22 2. Stjaman 15 9 3 3 21 6. KA 20 8 5 7 21 3. ÍBV 14 10 0 4 20 7. Þór A. 20 9 3 8 21 4. Valur 14 6 2 6 14 8. FH 20 8 5 7 21 5. Víkingur 14 6 1 7 13 9. ÍBV 20 9 3 8 21 6. Grótta/KR 14 5 1 8 11 10. Fram 20 7 6 7 20 7.FH 14 5 1 8 11 11. Selfoss 20 7 1 12 15 8. Frarn 14 4 0 10 8 12. Stjaman 20 5 3 12 13 9. KA/Þór 13 2 0 114 13. HK 20 4 4 12 12 Þeir leikir sem IBV á eftir: IBV-KA/Þór, 23.mars Valur- 14. Víkingur 20 0 2 18 2 IBV. Þeir leikir sem IBV á eftir: 15. mars ÍBV-FH, 24. mars Glæsilesur áransur sjötta flokks Um síðustu helgi náðu stúlkurnar í sjötta flokki ÍBV glæsilegum árangri á turneringu í Reykjavík. Komu bæði a og b-lið taplaus til baka með tvo bikara meðferðis. A-liðið keppti fjóra leiki, sigraði þá alla með nokkrum mun. B-liðið keppti sex leiki, sigraði fimni og gerði eitt jafntefli, gegn ÍR. Árangur stúlknanna var glæsilegur og er þetta önnur turneringin í röð sem liðið kemur taplaust til baka. Það er línumaðurinn sterki í IBV Svavar Vignisson sem þjálfar stúlkurnar. Tryggui krækti í gull Frjálsíþróttamaðurinn, Tryggvi Hjaltason náði góðum árangri á innanhússmóti 1R um helgina. Tryggvi náði í gullið í hástökki þegar hann fór yfir 1.85 m sem er Vestmannaeyjamet. I opnum flokki varð Tryggvi í 4. sæti sem er mjög góður árangur. Dapurt gcngi Þriðji flokkur karla lék tvo leiki um helgina og fóru þeir báðir fram á Reykjavíkursvæðinu. Fyrst mættu þeir Aftureldingu og töpuðu 33-18 en markahæstir í þeim leik voru þeir Magnús með fimm mörk og Jens, Benedikt og Sindri með þrjú. Seinni leikurinn var svo gegn Gróttu/KR og þar töpuðu strákamir einnig og nú með níu mörkum 29-20. Jens var langmarkahæstur í liði IBV með tíu mörk. Unglingaflokkur lék einn leik um helgina en stelpumar töpuðu fyrirFram B 22-16. Handbolti Essodeild karla og kvenna: Staðan SVAVAR fagnar sigri á Aftureldingu með föður sínum, Vigni Svavarssyni og Ester konu sinni. Eyja,“ sagði Svavar. Hvemig endar leikurinn svo ítölum? „Við tökum okkur á í vamar- leiknum og vinnum 29-24.“ Guðmundur Karlsson, þjálfari FH „Það er rétt við höfum verið að leika vel að undanfömu en ég held að við séum einfaldlega að ná tökum á okkar leik. Við höfðum misst menn í meiðsli og lent í veseni þess vegna. Nú em menn að koma inn aftur og við erum einfaldleg að sýna okkar rétta styrk. Það má hins vegar ekkert út af bregða í baráttunni um laust sæti í úrslitunum enda stefnum við að því að ná í stig í Eyjunt og helst tvö. Mér líst bara vel á að koma til Eyja. Eg var einmitt að fara aðeins yftr þetta um daginn og mér hefur alltaf gengið vel í Eyjum, bæði með Hauka og FH þannig að ég kvíði engu. Við geram okkur samt grein fyrir því að þetta er einn eríiðasti heimavöllurinn í deild- inni þannig að við munum koma einbeittir til leiks," Guðmundur. Hvemig spáirþú að leikurinn endi? „Þetta verður örugglega hörkuleikur og mikil barátta. Ég spái okkur auðvitað sigri, 26-25.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.