Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 04.07.2002, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 04.07.2002, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 4. júlí 2002 Fiskimjölsverksmiðja Vinnslustöðvarinnar: Getur hitað upp allt að helming húsa í Eyjum FRIÐRIK og Sigurgeir Brynjar undirrita samningana. Fulltrúar Vinnslustöðvarinnar hf. og Hitaveitu Suðurnesja hf. undir- rituðu í síðustu viku samning um sölu ótryggðs rafmagns á nýjan rafskautaketil í Fiskimjölsverk- smiðju Vinnslustöðvarinnar. Inn- lendur orkugjafi, raforkan, kemur þar með í stað svartolíu að hluta. Með þessum framkvæmdum verð- ur stórlega dregið úr losun svo- kallaðra gróðurhúsalofttegunda og þar með dregið úr mengun við mjölframleiðsluna. Notast verður við svartolíu sem varaorkugjafa þar sem framboð raforku verður háð vatnsstöðu í miðlunarlónum Lands- virkjunar en Landsvirkjun mun útvega raforkuna. Þetta kemur fram í frétt frá Vinnslustöðinni en það voru Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmda- stjóri Vinnslustöðvarinnar og Friðrik Friðriksson frá Hitaveitunni sem undirrituðu samninginn. Aukin afköst Unnið er að því að stækka fiskimjöls- verksmiðju Vinnslustöðvarinnar og auka afköst hennar úr 850 í 1150 tonn að meðaltali á sólarhring. Fiski- mjölsverksmiðjan verður í kjölfar raforkukaupasamninganna jafnframt framleiðandi orku inn á dreifikerfí fjarvarmaveitu Hitaveitu Suðumesja hf. í Eyjum. Ailþörf rafskautaketilsins er svipuð og 10.000 manna byggðar. Flutnings- línur RARIK frá Búrfelli til Hvols- vallar anna ekki samanlagðri raforku- þörf Hitaveitunnar og nýja rafskauta- ketilsins á meðan verið er að bræða. Sá vandi verður leystur með því að fiskimjölsverksmiðjan mun sjá Hita- veitu Suðumesja fyrir orku til upp- hitunar húsa í Eyjum þegar bræðslan stendur yfir og draga þar með úr rafmagnsflutningi til ijarvarmaveit- unnar. „Gert er ráð fyrir að Vinnslustöðin leggi til allt að helmingi orkuþarfar fjarvarmaveitunnar í Eyjum, þegar fískimjölsverksmiðjan er í gangi. Sú orkuuppspretta, sem Eyjamenn munu njóta í framtíðinni í húsakynnum sínum, hefur hingað tii mnnið ónotuð til sjávar og það á raunar við um flestar fiskimjölsverksmiðjur hér á landi. Þetta er auðvitað orkusóun sem heyrir brátt sögunni til í Eyjum,“ segir í fréttinni. Ökuleikni Sjóvá-Almennra: Siyrmir og Fanney Jóna óku best EINAR Guðmundsson frá Sjóvá-Almennum og sigurvegararnir Styrmir Jóhannsson, Fanney Jóna Gísladóttir og Vilhjálmur Bergsteinsson Síðastliðið föstudagskvöld voru fulltrúar Sjóvár-Almennra á ferð í Eyjum með átak sitt um bætt umferðaröryggi. Þeir voru á ferð með lögreglu á föstudaginn þar sem ökumenn voru stöðvaðir og könnuð var notkun öryggisbúnaðar. Einar Guðmundsson, forvamarfulltrúi Sjóvár Almennra, sagði það ánægju- legt að langflestir sem voru stöðvaðir vom með sín atriði á hreinu. „Bílbelta- notkunin var í lagi, sem og ökuljós í flestum tilvikum," sagði Einar. Síðdegis var svo keppt í ökuleikni og eins var hjólreiðakeppni en áður en að því kom mættu þeir félagar Ingi Sigurðsson og Hlynur Stefánsson og öttu kappi í ökuleikni á fjarstýrðum bílum. Fyrststýrðuþeirbílunummeð ölvunargleraugunum og svo aftur án þeirra. „Það sýndi sig að með ölvunar- gleraugunum vom þeir ófærir um að stýra þeim,“ sagði Einar og bætti við að meginþema ökuleikninnar í sumar sé einmitt að vara við ölvunarakstri. Ingi sigraði Hlyn og munaði um tíu sekúndum á þeim félögum. I hjólreiðakeppninni var keppt í tveimur flokkum, fyrst í flokki ellefu ára og yngri og var sigurvegarinn Trausti Örvar Jónsson sem fór brautina á 43 sekúndum. Annar varð Óli Thorberg á 50 sekúndum og í þriðja sæti varð Andri Daníelsson á 58 sekúndum. Síðan var keppt í flokki tólf ára og eldri og þar sigraði Guðjón Helgi Eggertsson mjög örugglega en hann fór brautina á 29 sekúndum. Annar varð Hannes Pétur Eggertsson á 42 sekúndum og þriðji Eiríkur Vilhelm Sigurðarson á 64 sekúndum. Þá var komið að ökuleikni full- orðinna og þar var hart barist en sigurvegarinn í karlaflokki varð Styrmir Jóhannsson á 72 sekúndum. Vilhjálmur Bergsteinsson varð annar á 81 sekúndu og þriðji Gunnar Magnús Jónsson á 92 sekúndum. I kvenna- flokki sigraði Fanney Jóna Gísladóttir á 118 sekúndum og Guðbjörg Jónsdóttir varð önnur á 121 sekúndu. Styrmir Jóhannsson og Fanney Jóna Gísladóttir munu keppa í úrslitum þann 31. ágúst nk. í Reykjavík en sigurvegaramir þar fá fríar bíla- tryggingar í eitt ár. Sumarstúlkan 2002: Undir- búningur á lokastigi Sumarstúlkukeppnin fer fram í Höllinni 13. júlí. Átta stúlkur keppa um titilinn Sumarstúlka Vestmannaeyja en auk þess verða Sportstúlka Puma og Fótóstúlkan valdar af fimm manna dómnefnd. Vinsælustu stúikuna velja keppendurnir sjálfir. Ester Helga Sæmundsdóttir er framkvæmdastjóri keppninnar en henni til aðstoðar er Hjördís Elsa Guðlaugsdóttir. Þær standa í ströngu þessa dagana enda undirbúningur fyrir úrslitakvöldið í fullum gangi. Ester Helga segir ýmislegt verða til skemmtunar en keppendur koma fram fimm sinnum fram um kvöldið. „ Stelpurnar koma fram í opnunaratriði og tískusýningu þar sem sýnd verða föt frá Flamingo og Axel Ó. Kepp- endur koma líka fram í fínum kjólum og um leið og hver stúlka kemur á sviðið verður leikið ljúft lag sem hún hefur valið. Kynnir á keppninni er Bjarni Ólafur Guðmundsson.“ Ester segir að Þorsteinn Guðmundsson, einn Fóst- bræðra, verði með uppistand og Iris Elíasdóttir, ung Eyjamær, syngur fyrir gesti. Nemendur írisar Önnu Steinarsdóttur, danskennara, sýna dans og Fimleikafélagið Rán verður með atriði. Hljómsveitin I svörtum fötum leikur fyrir dansi en ætlar að flytja tvö til þrjú lög á skemmtidagskránni. „Boðið verður upp á þriggja rétta máltíð í Höllinni og allt gert til að hafa umgjörð kvöldsins sem glæsilegasta en Margrét Grétarsdóttir í Calias mun aðstoða við skreytingar. Það eru margir sem koma að undirbúningi kvöldsins og Ragnheiður Borgþórsdóttir, Farðanum, sér um að farða stúlkurnar og Guðbjörg Svein- björnsdóttir hárgreiðslumeistari annast hárgreiðsluna. Halla Einarsdóttir Ijósmyndari hefur tekið myndir af stúlkunum og þær fá frítt í líkamsrækt og ljós í Hressó á undirbúningstímanum. Björg Valgeirsdóttir í Sprett úr spori er að hanna búninga fyrir opnunaratriðið og Rúnar Karlsson sér um alla tónlist og allt sem viðkemur tækni í keppninni. Þorsteinn Sverrisson skrifar á krýningarboðana eins og hann hefur gert undanfarin ár. Forráðmenn Hallarinnar eiga stóran þátt í undirbúningi kvöldsins og keppendurnir hafa æft þar fyrir lokakvöldið,“ segir Ester. Stúlkurnar fóru í óvissuferð um Jónsmessuna, m.a. var farið á jet skíði, í bátsferð, golfkeppni, karókí keppni og kíkt í Skvísusundið. „Andinn í hópnum er alveg meiriháttar og stelpurnar þekkjast allar vel. Fjölsýn hefur fylgst með okkur á æfingum, í óvissuferðinni og það verður sérstakur þáttur á með viðtölum við keppendur kvöldið fyrir úrslitakvöldið,“ sagði Ester að iokum. Sjá síður 10 og 11.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.