Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 25

Frúin - 01.06.1963, Blaðsíða 25
 Varfotitii untflegt útlit ifðar nneí qéfayn Metfni KONUR verða yfirleitt fyrr þreytt- ar en karlar. Konur þarfnast einnig meiri svefns. Sú kona, sem hefur tækifæri til þess að sofa nægi- lega mikið, mun sjá þess merki á útliti sínu. SNYRTING UNDIR NÓTTINA. Meðan sofið er, losar líkaminn sig við þreytueitur, og það á sér stað að nokkru leyti gegnum húðina. Þess vegna megið þér alls ekki — hversu þreytt, sem þér kunnið að vera — fleygja yður í rúmið, án þess að hreinsa húðina vandlega af óhrein- indum dagsins og öllum lit. Þér verð- ið að gefa yður tima til þess að snyrta yður undir nóttina. Þér eigið að baða augu yðar úr volgu kamillu- tei. Blóðrásin í húðinni örvast með því að hún sé strokin kröftuglega með mjúkum bursta eða grófum þvotta- poka. Þá andar húðin meira en ella og það er mikilvægt að næturlagi. Þér eigið að sofa við opinn glugga, ef því verður við komið, og þér meg- ið ekki klæða yður mjög mikið í rúmið. Það veiklar líkamlega hreysti yðar og þér verðið næmari fyrir kvefi að vetrarlagi. LIGGIÐ ENDILÖNG. Mikið atriði er að geta sofandi slak- að á öllum vöðvum. Fyrst á að slaka á vöðvum í maga og lærum, síðan í 'fótunum niður í tær, þá í vöðvum í öxlum, handleggjum og höndum og að endingu á vöðvum í hálsi og and- liti. Ef þér venjið yður á að slaka á vöðvunum í ákveðinni röð, tekst yður að lokum að slaka á öllum vöðv- um í einu. Reynið að liggja endilöng í svefn- inum og hafið lítið undir höfðinu og ekki mjög mjúka dýnu. Koddinn má ekki vera svo mjúkur, að þér getið grúft andlitið niður í hann, því þá fáið þér svefnhrukkur. Ef þér eruð „ofsofnar‘“ að morgni, þá þvoið yður í framan úr köldu vatni, og gott er að láta saman við það ofurlítið af bóraxi. Látið lítið eitt af olíu eða fituefni á fingurgóm- ana og rjóðið þessu um andlit og enni, augu og háls. Hallið höfðinu fyrst til vinstri og svo til hægri. Ef þér fáið örlítinn svima við þess- ar hreyfingar, er það vegna þess að heilinn er ekki alveg búinn að jafna ,sig eftir svefninn. Það hefur áhrif á yður. En albezt er að fara í steypi- bað. Þér ættuð helzt ekki að sofa minna en átta klukkustundir á sólarhring. En því miður eru margar konur neyddar til að láta sér nægja langt um minni svefn. Þegar það er gert lengi, táknar það, er frá líður, rán- yrkju gagnvart hinu unglega og fagra útliti yðar. Þess vegna verðið þér að gæta þess að fá yður blund ein- hvern tíma dagsins, þótt ekki sé nema í 10 mínútur, til þess að safna kröftum til þess, sem eftir er af hús- störfunum. EKKI SVEFNLYF. Þér skuluð reyna að komast af án svefnmeðala. Fyrsta inntakan býður Framh. á bls. 54 FRÚIN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.