Harmonikublaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 14

Harmonikublaðið - 01.06.2002, Blaðsíða 14
PISTILL HARMONIKUBLAÐIÐ L. Frá starfí F.H.U.R. í upphafi þessa pistils, er ástæða til að óska S.Í.H.U. til hamingju með nýja blaðið, sem við fyrstu sýn, viðist vera verð- ugur arftaki „Harmonikunnar". Mestur hluti óskanna fer til formannsins, Jóhannesar Jóns- sonar, sem Jeyst hefur verkefn- ið með glæsibrag, eins og Þingeyinga er oft siður. Félag harmonikuunnenda í Reykjavík starfaði samkvæmt hefðbundnu sniði í vetur. Skemmtifundir félagsins hafa um árabil farið fram á sunnudagseftirmið- dögum og hafa þar komið fram harmon- ikuleikarar úr félaginu, en oft hafa harm- onikuleikarar úr öðrum félögum heiðrað samkomuna. Á þessum samkomum hafa konur í félaginu, lengst af, myndað svo- kallaðan kaffikonuhóp, sem séð hefur um að selja veitingar á fundunum. Meðal harmonikuleikara sem fram komu í vetur má t.d. nefna Tatu Kantomaa, Youri Fjodrov og Guðþjörn Má Kristinsson. Þá fékk félagið góða gesti, sem kynntu nýja diska, sem þeir standa að. Þar var fremst- ur í flokki [ón Sigfússon frá Mývatni, sem kynnti eigin disk. Ágústa Sigrún Ágústs- dóttir kynnti disk með lögum Ágústs Pét- urssonar, sem lengi starfaði í F.H.U.R., og söngkonan Hjördís Geirs sinn dægur- lagadisk, en hún hefur um árabil sungið á harmonikudansleikjum. Kynningar þess- ar tókust allar ágætlega og voru til skemmtilegrar tilbreytingar. Margir bráð- efnilegir harmonikuleikarar komu fram á þessum fundum og ekki vafi, að á kom- andi árum mun fjölga verulega framúr- skarandi einstaklingum á þessu sviði. Síðasti fundurinn fór fram 12. maí. Þá léku báðar hljómsveitir félagsins, sem Sagt verður frá >tiMiaK?ascini og „MAIN SQUEEZE” harmonikum á landsmótinu í sumar. ÓliTh koma munu fram á landsmótinu, auk margra ungra einleikara úr þess röðum, en ungir harmonikuleikarar taka drjúgan þátt í starfi félagsins. Á þessum síðasta skemmtifundi kom einnig fram í fyrsta skipti hljómsveitin Útilegumenn, en hana skipa fjórir F.H.U.R. félagar, komnir af lét- tasta skeiði, sem ekki hafa hælt sér af getu sinni á tónlistarsviðinu, nema síður væri. Þeir sýndu áheyrendum hins vegar, að með ástundun og áhuga er ýmislegt hægt. Fjórir dansleikir voru haldnir í vetur og skiptust hljómsveitir úr félaginu á að leika fyrir dansi. Félagið stóð að Þorra- blóti í samvinnu við Þjóðdansafélag Reykjavíkur, en þessi tvö þjóðlegu félög hafa um nokkurt árabil haft góða sam- vinnu um ýmislegt sem snertir þeirra áhugamál. F.H.U.R. fór í þrjár heimsóknir á síðast starfsári. Sú fyrsta var farin til Húnvetn- inga í byrjun júní og tóku um sextíu manns þátt í henni. í október fór þrjátíu manna hópur vestur í dali til að sam- fagna Nikkólínu tuttugu ára og mánuði síðar tók svipaður hópur þátt í tíu ára af- mæli Félags harmonikuunnenda á Sel- fossi og nágrenni. Leiðréttist hér með vonandi missögn, í síðasta tölublaði "Harmonikublaðsins" varðandi dalaferð- ina, en þar var Harmonikufélagi Reykja- víkur eignaður heiðurinn af heimsókn- inni. Allar voru þessar heimsóknir hinar ánægjulegustu og til þess fallnar að auka kynni milli félaganna. Tuttugsta og fimmta starfsári Félags harmonikuunnenda f Reykjavík lauk með aðalfundi félagsins 30. maí. Friðjón Hall- grímsson sem stýrt hefur félaginu síð- ustu sex ár gaf ekki kost á sér til endur- kjörs og var Jón Ingi Júlíusson kjörinn í hans stað til eins árs. Með Jóni Inga í stjórn voru kosin þau Elísabet Einars- dóttir og Gunnar Kvaran til tveggja ára en Ingvar Hólmgeirsson, Hreinn Vilhjálms- son sitja áfram frá síðasta ári. Friðjón er hins vegar áfram formaður skemmti- nefndar. Til gamans má geta þess að hinn nýkjörni formaður F.H.U.R., Jón Ingi Júlí- usson tekur nú á sumri komanda þátt í sínu sjöunda landsmóti, sem meðlimur í hljómsveit síns félags. Þar sem tuttugu ár eru liðin, síðan fyrsta landsmótið var haldið í Reykjavík, gæti verið gaman, að hóa þeim, sem þetta eiga sameiginlegt, saman á ísafirði. Einhver gæti séð ástæðu til að minnast þess sérstaklega á eftirminnilegan hátt fyrir hlutaðeigandi. í haust fagnar félagið, tuttugu og fimm ára afmæli sínu. Ekki hefur hófið verið dagsett, en harmonikuunnendum er ráð- lagt að vera á varðbergi. Hittumst heil á ísafirði. Með harmonikukveðju, Friðjón Hallgrímsson. Ák kumótimi á Isafirði armoni munum viá kynna nýja liarmonikutcg’uncl Af k ví tilefni mun karmoníkusnillingfurinn Renzo Ruggieri koma g’arfnriert til landsins og etja kappi viá okkar ástsæla Tatu Kantomaa sem sýnir kin rómuáu EXCELSIOR kljóáfæri. Hittumst í hátíðarshapil f ?n hhóðfæraverslun Leifs Magnússonar ehf. SUÐURLANDSBRAUT 32, 108 REYKJAVlK, SlMI 568 8611 am

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.